Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988
27
Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands:
Helmut Kohl vill fara í
heimsókn til Póllands
Reuter
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, og Hans-Dietrich Genscher, utanrík-
isráðherra Vestur-Þýskalands. Þeir og þrír Samstöðumenn aðrir
hittust að máli í bústað vestur-þýska sendiherrans í Varsjá.
Varsjá. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari yestur-
Þýskalands, vonast til að geta
farið í opinbera heimsókn til Pól-
lands síðar á árinu og lagt um
leið grunninn að stórbættum sam-
skiptum ríkjanna. Hans-Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra
Vestur-Þýskalands, skýrði frá
þessu í gær en þá lauk fjögurra
daga heimsókn hans i Póllandi.
Genscher sagði á fundi með frétta-
mönnum í Varsjá, að hann hefði
boðið pólskum starfsbróður sínum,
Marian Orzechowski, til Vestur-
Þýskalands á fyrra misseri þessa árs
og yrði þá ferð Kohls undirbúin. Þá
sagði hann, að Wojciech Jaruzelski,
leiðtogi Pólveija, hefði lagt til, að
Richard Weizsácker, forseti Vestur-
Þýskalands, kæmi til Póllands en
vestur-þýskur þjóðhöfðingi hefur
ekki komið þangað fyrr.
Fjögurra daga heimsókn Gens-
chers í Póllandi lauk í gær með
viðræðum hans og Jaruzelskis og
stóðu þær í tvær stundir. Sagði
Genscher að þeim loknum, að unnið
yrði áfram að nánara samstarfi
ríkjanna í ýmsum málum, ekki síst
efnahagsmálum.
í fyrradag hitti Genscher Lech
Walesa að máli í bústað vestur-þýska
sendiherrans í Varsjá og einnig þrjá
samhetja hans, þá Brónislaw Gere-
mek, Tadeusz Mazowiecki og Janusz
Onyszkiewicz. í yfirlýsingu, sem
Samstöðumennimir létu frá sér fara
í gær, sagði, að umbætur í pólskum
efnahagsmálum væru undir því
komnar, að yfirvöldin öðluðust traust
almennings í landinu. Þá sagði, að
mjög miklu skipti fyrir Pólveija, að
Vesturlönd réttu þeim hjálparhönd
en aðstoðina ætti þó að binda þeim
skilyrðum, að mannréttindi yrðu auk-
in og almenningi leyft að taka meiri
þátt í opinberu lífi.
Forystu Bandaríkj-
anna á alþjóða-
vettvangi ógnað
- segir almenningur í Bandaríkjunum
Washington, Reuter.
Bandaríkjamcnn eru ekki miklir
alþóðahyggjumenn og aðhyllast
fremur einangrunarstefnu. En
gera sér grein fyrir að land sitt
hefur stóru hlutverki að gegna í
alþjóðamálum. Þetta kemur fram
í rannsókn á vegum óháðrar stofn-
unar sem nefnist Roosevelt mið-
stöðin fyrir stjórnmálarannsóknir.
Rannsóknin fór þannig fram að
110 manns úr öllum þjóðfélagshópum
tóku þátt í umræðum í sjö borgum
og bæjum víðsvegar um Bandaríkin.
Allir höfðu þeir greitt atkvæði í þing-
og forsetakosningum árin 1984 og
1986.
Mörgum bandarískum borgurum
finnst sem harðsnúnir andstæðingar
og vanmáttug vinaríki veiki stöðu
Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi.
Því hljóti að koma að því að tímabil
forystu Bandaríkjanna í heiminum
taki enda. í umræðuhópnum í
Chicago voru §jö af tíu þátttakendum
þeirrar skoðunar að „mikilvægur
hluti heimsins hatar Bandaríkin".
Stjórninni í Moskvu
annt um heimsfriðinn
gagnvart hemaðaríhlutun Banda-
ríkjanna á svæðum eins og í Miðaust-
urlöndum og í þróunarríkjum. Þó
sagði kona í Chicago að hún hefði
hoppað af kæti er hún heyrði um
árás Bandaríkjamanna á Líbýu: „Ég
var svo glöð vegna þess að loksins
höfðum við hefnt okkar á einhveijum
sem hafði smánað okkur".
Vilja skýra stefnu
í alþjóðamálum
Þegar fólk var spurt um hvers
konar forseta það vildi í næstu kosn-
ingum voru menn á einu máli um að
hann ætti ekki að íþyngja almenningi
með of nákvæmum útlistunum í ein-
stökum málum heldur færa breiðan
og auðskiljanlegan boðskap. Vissu-
lega ættu frambjóðendur í forseta-
kosningum að sína þekkingu sína á
viðkvæmum málum en ekki á kostnað
heildarstefnunnar sem þyrfti umfram
allt að vera skýrt mörkuð.
Spánn:
MILT FYRIR BARNIÐ
ÞVOTTADUFT
Milt fyrir barnið er
mjög milt þvotta-
duft sem er sérstaklega ætl-
að til þvotta á barnafatnaði
og á fatnaði annarra sem
eru með viðkvæma húð.
Þvottaduftið skilur ekki eftir
nein ertandi efni í tauinu
vegna þess að það inniheld-
ur engin ilmefni né Ijósvirk
bleikiefni. Viðkvæm húð og
þvottaduftið Milt fyrir barn-
ið eiga svo sannarlega sam-
leið.
A
Ronnsóknarstota
FRIGG
msm
■,ÆBL
Flestir Bandaríkjamenn eru þeirrar
skoðunar samkvæmt rannsókninni
að stjómvöldum í Moskvu sé jafn
umhugað um heimsfriðinn og stjóm-
inni í Washington. Aftur á móti óttast
menn að önnur ríki muni komast yfir
kjamorkuvopn og beita þeim.
Christopher Makins forstöðumaður
Roosevelt miðstöðvarinnar sagði að
sú skoðun sem oft heyrðist erlendis
og meðal menntamanna í Banda-
ríkjunum að Bandaríkjamenn væru
illa að sér um alþjóðamál ætti ekki
við rök að styðjast. Hins vegar hefði
rannsóknin leitt í ljós að Bandaríkja-
menn viðurkenndu að þekking þeirra
á einstökum málum mætti vera meiri.
„Bandaríkin em svo víðfeðm og í viss-
um skilnigi fjarri hringiðu heimsmála
að skiljanlega rekst maður á mismun-
andi áhersluatriði," sagði Makins.
Rannsóknin staðfesti þær niður-
stöður skoðanakannana að almenn-
ingur væri á móti því að bandarískt
herlið yrði sent á vettvang í Mið-
Ameríku. Flestir eru tortryggnir
Klerkur fyrir
rétti vegna
skotgleði
Orense á Spáni, Reuter.
RÉTTARHÖLD hófust á mánudag
yfir spænskum presti sem sakaður
er um að hafa skotið sóknarbarn
sitt í fótinn við jarðarför.
Eladio Blanco, þorpsprestur á
norðvestur-Spáni, var einnig ákærður
fyrir að hafa átt 10 byssur án leyfís
sem fundust í íbúð hans við húsleit.
Blanco missti stjórn á skapi sínu við
jarðarfor í kirkju sinni í mars á
síðasta ári, en þá skaut klerkurinn
einn syrgjendanna í fótinn eftir að
þeir höfðu rifist um hvort hann ætti
að fylgja kistunni til grafar eður ei.
Vetjendur prestsins segja að hann
hafi þjáðst af geðveilu þegar þessi
atburður átti sér stað.
■Söfii
■ K
jbamið
m
SÁPÖCjURDIM
Lyngév 1 Garðabæ. simi 651822
Pakki I Pakki III
Blizzardskíði Blizzardskíði
70-90 cm •kr. 2.580,- i30-150cm ..kr. 3.760,-
Geze Look
skíðabindingar... .kr. 1.580,- skíðabindingar... ..kr. 1.820,-
Blizzard Blizzard
skíðastafir .kr. 420,- skíðastafir ..kr. 420,-
Nordica Nordica
skíðaskór •kr. 2.270,- skíðaskór ..kr. 2.580,-
kr. 6.850,- |cr. 8.630,-
Pakkill PakkilV
Blizzardskíði Blizzardskíði
100-120 ..kr. 2.930,- 160-175 ...kr. 4.270,-
Geze Look
skíðabindingar... ..kr. 1.580,- skíðabindingar.. ...kr. 1.820,-
Blizzard Blizzard
skíðastafir ..kr. 420,- skíðastafir ...kr. 470,-
Nordica Nordica
skíðaskór ..kr. 2.270,- skíðaskór ...kr. 3.600,-
kr. 7.200,- kr. 10.160,-
FULLORÐINSSKIÐAPAKKAR
Pakki I Pakki II
f. byrjendur f. dömur
Blizzard skíði Blizzard Vice
160-185 cm ....kr. 4.550,- 160-185 cm ....kr. 6.100,-
Look Look
skíðabindingar. ....kr. 1.950,- skíðabindingar. ....kr. 1.950,-
Blizzard Blizzard
skíðastafir ...,kr. 890,- skíðastafir ....kr. 890,-
Nordica Nordica
skíðaskór ....kr. 3.810,- skíðaskór ....kr. 3.810,-
kr. 10.900,- kr. 12.450,-
Pakki III f. herra
Blizzard Aluflex 170-195..............kr. 6.100,-
Look skíðabindingar...................kr. 1.950,-
Blizzard skíðastafir..................kr. 890,-
Nordica skíðaskór.....................kr. 3.810,-
kr. 12.450,-
Póstsendum um allt land.
ÚTILÍF
Glæsibae, sími 82922.