Morgunblaðið - 14.01.1988, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Verðlag og aðhald
Mikil samkeppni í matvöru-
verzlun og verðlagskann-
anir Verðlagsstofnunar, sem
reglulega eru birtar í blöðum,
hafa eflt verðskyn neytenda. A
tímum óðaverðbólgu hugsaði
fólk lítið um verð. Á síðari árum
hefur verðbólgan minnkað
mjög, og athygli neytenda bein-
ist meira að verði vöru og
þjónustu. Þetta er jákvætt.
Aðhald almennings er bezta
verðlagseftirlitið. Það er
kannski að koma í ljós þessa
dagana.
Við höfum lengi búið við
höft og óðaverðbólgu og hefur
það mótað hugsunarhátt kaup-
manna og innflytjenda og
verðskyn almennings. Nú eygj-
um við bjartari tíð. En meðan
við erum að aðlagast meira
frelsi en áður verður að ríkja
trúnaður milli þeirra sem vör-
una selja og hinna sem kaupa.
Á þ,^í er misbrestur. Enn er
strangt aðhald með verðkönn-
unum sem birtast í fjölmiðlum
mikilvægur vegvísir fyrir neyt-
endur. Það útaf fyrir sig er
íhugunarefni fyrir kaupmenn,
ekki sízt þá sem fara illa út úr
slíkum könnunum. Það er
mjög útbreidd skoðun, að þegar
nýja krónan var tekin upp, hafi
seljendur vöru og þjónustu not-
að tækifærið og hækkað veru-
lega verð á ýmsum smávörum
og ódýrum vörum. Neytendur'
hafí tæpast tekið eftir þessu,
vegna þess að þeir voru svo
óvanir lágum tölum og fannst
allt ódýrt í upphafí. Smátt og
smátt hafí þó margir vaknað
upp við vondan draum. Til þessa
tíma má ef til vill rekja méiri
tortryggni í garð seljenda vöru
og þjónustu en áður. Barátta
kaupmanna og innflytjenda fyr-
ir fijálsri álagningu naut
víðtæks stuðnings í landinu.
Eftir að álagning var gefín
fijáls að langmestu leyti er hins
vegar ekki ólíklegt, að neytend-
ur hafí haft efasemdir um, að
kaupmenn, innflytjendur og
þjónustuaðilar stæðu undir
þeirri ábyrgð, sem á þá var
lögð.
Þessa dagana er mikið rætt
um verð á vörum. Ástæðan er
sú, að miklar verðbreytingar
verða í verzlunum í upphafí
hins nýja árs, vegna breytinga
á söluskatti og tollalækkana. í
málflutningi sínum fyrir áramót
gaf ríkisstjórnin ákveðin fyrir-
heit. Eftir áramót virðist sem
ráðherrunum hafí ekki verið
fullkomlega ljóst, hvemig þess-
ar verðbreytingar kæmu út í
framkvæmd. Dæmi um það eru
deilur um verð á vissum kjöt-
vörum. Það er auðvitað afar
óheppilegt fyrir ríkisstjómina,
ef og þegar í ljós kemur, að
hún hefur ekki haft nægilega
nákvæma vitneskju um raun-
veruleg áhrif þeirra lagabreyt-
inga, sem stjómin barðist fyrir
af svo miklum krafti í desem-
ber. Spyija má, hvort ríkis-
stjómin hafí farið of hratt af
stað með þessar breytingar og
ekki gefíð sér nægilegan tíma
til að kanna ofan í kjölinn raun-
veruleg áhrif þeirra.
Það er nauðsynlegt fyrir
ríkisstjómina að koma álitamál-
um í þessum efnum á hreint
þegar í stað, þannig að ekki
líði margir dagar án þess að
öllum sé ljóst, að hveiju ríkis-
stjómin stefndi í skattlagningu
og niðurgreiðslum á matvörum.
Þegar deilt hefur verið um
ve^ð á innfluttum vömm á liðn-
um ámm hefur það verið
sterkasta vöm innflytjenda, að
meginhluti vömverðs væm toll-
ar og gjöld til ríkisins. Nú
verður mikil breyting á þessu
vegna lækkunar á tollum og
vömgjaldi. Innflytjendur geta
ekki með sama hætti og áður
borið fyrir sig gjöld til hins
opinbera. Þeir standa nú
frammi fyrir því, að verðskyn
neytenda er mun sterkara og
það aðhald, sem þeim verður
veitt af almenningsálitinu, mjög
öflugt. Almenningur mun ekki
sætta sig við að verðlækkun
vegna lækkunar á tollum og
öðmm opinbemm gjöldum
komist ekki að fullu til skila.
Þeir, sem ámm saman hafa
barizt fyrir fijálsræði í viðskipt-
um og frelsi í álagningu, í
trausti þess að aðilar viðskipt-
alífsins kunni með það frelsi
að fara, hljóta að gera enn
meiri kröfur en aðrir til þess
að verzlunin í landinu standi
við sitt að þessu leyti. Vel má
vera, að þessar miklu kerfís-
breytingar leiði til meiri breyt-
inga í viðskiptalífínu en við
sjáum fyrir nú. Á undanfömum
áratugum hefur orðið bylting í
smásöluverzlun og þá fyrst og
fremst matvömverzlun. Verð-
samkeppni hefur verið mjög
mikil í þeirri grein. Sú verðsam-
keppni þarf einnig að verða í
öðmm greinum. Hún er þar til
staðar en mismunandi mikil.
En að lokum em það verkin,
sem tala. Það er verðið á vör-
unni eða þjónustunni, sem
skiptir máli.
Umfang-smikið kynbótaverkefni í Kollafirði:
Morgunblaðið/Bjami
Jónas Jónasson og dr. Vigfús Jóhannsson fiskifræðingar við ker í nýja seiðahúsinu í Kollafirði, en ker
af þessari gerð hýsa hvern systkinahóp i miklu kynbótaverkefni sem hafið er.
Getur ráðið úrslit-
um um hagnað
eða tap af hafbeit
UMFANGSMIKIL tilraun með kynbætur á hafbeitarlaxi er hafm í
Laxeldisstöð ríkisins i Kollafirði. Tilraunin gengur út á að kanna
hvað mikill vaxtarmunur er á milli laxa i sjónum en það er undir-
staða skipulegra kynbóta á sérstökum hafbeitarstofni. Þetta er
umfangsmesta tilraunaverkefni í fiskeldi hér á landi og hafa feng-
ist styrkir til þess frá norrænum sjóðum. í Kollafjarðarstöðinni er
einnig unnið að aukinni hagkvæmni í hafbeit með tilraunum á öðrum
sviðum.
Framkvæmd kynbótaverkefnis-
ins er í höndum starfshóps sem
skipaður er fulltrúum frá Veiði-
málastofnun, Kollafjarðarstöðinni
og Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins. Jónas Jónasson fiskifræðingur
er umsjónarmaður verkefnisins og
aðrir í verkefnisstjórn eru Ámi ís-
aksson veiðimálastjóri, sem er
verkefnisstjóri, dr. Vigfús Jóhanns-
son fiskifræðingur hjá Veiðimála-
stofnun og dr. Stefán Aðalsteinsson
deildarstjóri á Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
Eftirfarandi upplýsingar komu
fram í samtali við Jónas og Vigfús:
Notaðir fiskar
af þremur stofnum
Kynbótaverkefnið er framhald
svokallaðra Qölskyldutilrauna sem
hófust í Kollafjarðarstöðinni árið
1986 og styrkt var af Rannsóknar-
áði ríkisins. Þá voru gerðar tilraunir
með 17 fjölskyldur og verður þeim
seiðum sleppt næsta vor. Sú tilraun
var fyrst og fremst hugsuð til að
ná tökum á aðferðunum en er ekki
nógu umfangsmikil til að hægt sé
að notast við hana við kynbætur.
Komið hefur í Ijós að þær aðferðir
sem notaðar voru við þessa undir-
búningsathugun ganga upp og því
var stærra verkefni sett í gang
vetur.
Við stóra kynbótaverkefnið eru
notaðir þrír stofnar, úr Kollafirði,
Laxá í Aðaldal og Stóru Laxá.
Hver hængur er látinn frjóvga
hrogn úr þremur hrygnum. Síðan
er afkvæmum undan hverri hrygnu
haldið sér í keri þar til búið er að
merkja þau. Gert er ráð fyrir að
fjölskyldumar verði alls 150—200.
Vorið 1989 verður seiðunum sleppt
í hafbeit og niðurstöður fást síðan
þegar laxamir skila sér til baka
árin 1990 og 1991. Aðrir hópar
verða settir af stað næsta haust og
sleppt vorið 1990 og heildamiður-
stöður ættu að liggja fyrir haustið
1991. Niðurstöður eru þó að skila
sér allan seiðatímann, því þá fást
mikilvægar upplýsingar varðandi
seiðaeldið sem meðal annars ræður
miklu um það hvort viðkomandi
laxastofn verður talinn heppilegur
sem eldisstofn eða ekki. Kollafjarð-
arstöðin hefur látið byggja sérstakt
seiðaeldishús með sérhönnuðum
kemm fyrir seiðin fyrir þessa til-
raun. Frágangi hússins er að ljúka
og verða seiðin flutt þangað í febrú-
armánuði.
Endurheimturnar
eru að aukast
Með þessari tilraun er verið að
kanna hvort munur sé á milli af-
kvæmahópa í endurheimtum og
stærð úr sjó. Ef munur er á vexti
á hafbeitarlaxi í sjó er hægt að
ákvarða að hve miklu leyti erfðir
stjóma því. Ef erfðamunur er mik-
ill á milli fjölskylduhópa er grund-
völlur fyrir kynbótum.
Kynbætur á laxi eru vel þekktar
í Noregi og þar hafa þær aukið
vaxtarhraða um 3—4% á ári. Ekki
er annars að vænta en sami vaxtar-
auki náist hér í hafbeitarlaxi. Ef
niðurstöðumar verða þær sem von-
ast er eftir verður hafin kynbóta-
áætlun, þar sem laxar úr þeim
hópum sem bestur árangur næst
með verða settir á og notaðir til
undaneldis. Er þá miðað við útkomu
á seiðastigi, endurheimtur og stærð
laxanna.
Endurheimtur úr hafbeit hafa
verið að aukast á undanfömum
áram og era nú rúmlega 7% að
meðaltali. Með skipulegri vinnu
ætti ekki að vera vandamál að ná
þeim upp í 10% að meðaltali og
getur það ráðið úrslitum um hvort
hægt er að reka hafbeit með hagn-
aði.
Auk kynbótatilraunarinnar er
einnig í smáum stíl gerð tilraun
með blöndun stofna vegna um-
ræðna sem verið hafa um erfða-
mengun. Nákvæmlega verður
rannsakað hvernig atgervi fiskanna
breytist við þessa blöndun, til dæm-
is ratvísi þeirra. Öll umræðan hefur
einkennst af því að lítið er vitað
um þessi mál, ekki einu sinni hvað
erfðamengun í raun og veru er. Ef
hafbeit er stýrt í ákveðinn farveg
er lítið að óttast fyrir náttúrulega
stofna, það er að segja ef skynsem-
in er látin ráða, til dæmis við val
á hafbeitarstöðum. Framar öllu
öðra verður að leggja megináherslu
á rannsóknir á þessum þáttum því
það er eina leiðin til þess að unnt
sé að stjórna þessum málum af ein-
hverri skynsemi.
Kollafjarðarstoðin leggur til að-
stöðu til tilraunaverkefnisins. Hún
kostar byggingu nýja seiðahússins
og útitjarna, og er kostnaðurinn við
uppbygginguna áætlaður 15—16
milljónir kr. Kostnaður við tilraun-
ina er áætlaður 5—6 milljónir kr. á
ári og er búið að fjármagna hann
að hluta með styrkjum frá Norræna
iðnþróunarsjóðnum og norrænu
ráðherranefndinni.
Göngnseiðin smækkuð
Hjá Veiðimálastofnun og í Kolla-
fjarðarstöðinni er unnið að ýmsum
öðram verkefnum sem miða að því
að auka hagkvæmni hafbeitar.
Stjómandi þessara tilraunaverk-
efna er dr. Vigfús Jóhannsson
fiskifræðingur. Gönguseiði hafa
hingað til aðallega verið alin upp í
40 g stærð, en í Kollafjarðarstöð-
inni era gönguseiðin höfð 20—25
gramma. Með því móti sparast
veralegir peningar í rekstri seiða-
stöðvarinnar og betri nýting fæst á
tiltækt eldisrými. Þessi minni seiði
era einnig meðfærilegri að öllu
leyti.
Með þessu móti ætti einnig að
vera hægt að auka endurheimtur
og er þá tekið mið af því sem vitað
er um hegðun laxaseiða við náttúru-
legar aðstæður.
Á síðasta ári var sleppt um 950
þúsund seiðum í hafbeit hér á landi.
Áætlað er að í ár verði sleppt um
2 milljónum seiða. Miðað við fram-
leiðslugetu seiðastöðvanna (15
milljón seiði), stöðu útflutningsmála
og þróun matfiskeldis hér innan-
lands má búast við að eftir 2—3
ár verði fyöídi slepptra gönguseiða
frá hafbeitarstöðvunum kominn
upp í 4—8 miiljónir seiða á ári.
Þessi mikla aukning í fjölda
slepptra seiða leiðir til þess að mun
meiri áherslu þarf að leggja á rann-
sóknir á hegðun laxaseiða eftir