Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988
33
Sveitarfélögin verða að finna
hjá sér hvöt til samstarfs
— segir Áskell Einarsson framkvæmdastj óri Fj órðungssanibands Norðlendinga
ÁSKELL Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend-
inga vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum vegna þeirra
orða er Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri á Sauðárkróki lét falla í
viðtali við Morgunblaðið þann 8. janúar sl. um hugsanlegar úrsagnir
sveitarfélaga á Norðurlandi vestra úr sambandinu.
„Bæjarstjórinn getur þess að hald-
inn hafi verið fundur í Húnaveri árið
1973 til að ræða stofnun samtaka
sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
og að hætt hafi verið við stofnun
slíkra samtaka vegna fortölu fram-
kvæmdástjóra Fjórðungssambands-
ins. Framkvæmdastjórinn tók ekki
til máls á fundinum. Fundurinn kaus
nefnd til að kanna vilja manna til
stofnunar sérstakra samtaka á Norð-
urlandi vestra. Fjórðungsþingi var
frestað þetta ár fram í október, til
að bíða eftir niðurstöðum þessarar
nefndar. Nefndin hafði ekki erindi,
sem erfiði.
Margt góös viti
Af gefnu tilefni get ég ekki látið
hjá líða að minnast á málefni, sem
ég persónulega og Fjórðungssam-
bandið hafa lagt mikla áherslu á, og
varðar Norðurland vestra sérstak-
lega. Þar er fyrst að minnast á að
á síðari stigum Laxárdeilunnar beitti
Fjórðungssambandið sér fyrir við
Rafmagnsveitur ríkisins og þáver-
andi rafmagnsveitustjóra, Valgarð
Thoroddsen, að athyglinni yrði beint
að virkjun Jökulsánna í Skagafirði.
Fyrir þennan þrýsting var hafin
könnun á virkjunum í Skagafirði,
sem nú koma til álita sem næstu
virkjunarkostir. Á frumstigi um-
ræðna um Norðurlandsvirkjun var
af hálfu sambandsins lögð áhersla á
sjálfstæði rekstrareiningar, eins og
heimavirkjana, þar sem þær voru
fyrir hendi, t.d. á Siglufirði. Þessi
hugmynd fékk afsvar hjá fulltrúum
ríkisvaldsiijs. Meðan Fjórðungssam-
band Norðlendinga var umsagnarað-
ili um vegaframkvæmdir í
samgönguáætlun fyrir Norðurland
var lögð megináhersla á Norður-
landsveginn og þá hluta hans t.d. á
Norðurlandi vestra sem voru elstir,
en þar með var gengið á hlut kjör-
dæmasjónarmiða. í allri umfjöllun
um flugvallarmálefni á vegum sam-
bandsins hefur verið lögð áhersla á
Sauðárkrók sem millilandavöll. Fyrir
atbeina sambandsins hefur verið
komið í veg fyrir átök milli héraða
og kjördæma á Norðurlandi um vara-
flugvöll fyrir Atlantshafsflugið. Það
voru sumir sem ekki vildu taka fjöl-
brautamál Sauðkrækinga mjúkum
höndum. Fjórðungssambandið stuðl-
aði að samstarfi á sviði framhalds-
menntunar, sem enn er við lýði.
Sambandið átti hlut að máli að gerð-
ur var af menntamálaráðuneytinu
sameiginlegur námsvísir fyrir fram-
haldsnámið á öllu Norðurlandi. Lengi
var vitað um áhuga sumra kirkjunn-
ar manna um biskupsstól á Norður-
landi. Þrýst var á forystu Fjórðungs-
sambandsins um að beita sér fyrir
biskupsstóli á Akureyri. í stað þessa
vann sambandið dyggilega að eflingu
Hóla í kirkjulegu tilliti og sem
menntaseturs fyrir búnaðarfræðslu.
Næst er að minnast á steinullarverk-
smiðjumálið. Samkvæmt beiðni
bæjarstjómar Sauðárkróks beitti
Fjórðungssambandið sér í því máli
og vann sambandið, eins og sagt er
á handboltamáli, maður á mann, með
áhrifum sínum^egnum önnur lands-
hlutasamtök. A aðalfundi Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga fékk fram-
kvæmdastjóri sambandsins að heyra
um frekju Norðlendinga og um norð-
lensku blokkina í Alþingissölum.
Þegar Blönduvirkjunarmálin voru
komin í tvísýni var leitað til Fjórð-
ungssambands Norðlendinga um að
hafa afskipti af því máli. Þetta gerði
sambandið þrátt fyrir þá áhættu sem
málinu fylgdi þar sem menn á Norð-
urlandi vestra voru ósáttir um málið.
Fjórðungsstjóm, ásamt fram-
kvæmdastjóra, átti marga fundi með
opinberum aðilum um málið í sam-
vinnu við þingmenn beggja ■ kjör-
dæma. Málið komst í höfn. Hlutur
Fjórðungssambandsins var opinber-
lega viðurkenndur af ráðherrum í
þáverandi ríkisstjóm, þeim Pálma
Jónssyni og Ragnari Arnalds.
Hagsmunasamflot
Það hefur komið greinilega fram
á fjórðungsþingum í yfirlýsingum
alþingismanna að þingmenn Norð-
lendinga hafa með sér samflot um
hagsmunamál kjördæmanna á víxl.
Einnig hefur komið fram að þetta
megi rekja til samstarfs í Fjórðungs-
sambandi Norðlendinga. Einnig hafa
þingmenn látið þau orð falla að þeir
taki mikið tillit til sameiginlegrar
afstöðu fjórðungsþinga í málum og
þess málflutnings sem kemur á sam-
starfsfundum þeirra með íjórðungs-
stjórn. Þetta leggur sambandinu á
herðar skyldu að ná breiðri samstöðu
um mál og sýna í því efni fulla tillits-
semi og biðlund.
Vitaskuld má lengi deila um hvert
sé gagn að samtökum eins og Fjórð-
ungssambandi Norðlendinga. Spum-
ingin er hvaða augum á að líta störf-
slíkra samtaka, t.d. hvort á að leggja
peningalegt mat eingöngu á störf
þeirra, sem verður að telja vara-
samt. Nú vill svo til að í störfum
Fjórðungssambandsins eru dæmi um
áþreifanlegan árangur Qárhagslega
séð. Má nefna þrýsting Fjórðungs-
sambandsins innan Sambands ísl.
sveitarfélaga um breyttar reglur um
úthlutun aukaframlaga. Baráttan á
sama vettvangi og við ríkisvaldið um
að 25% af þéttbýlisvegafé fari til
sérstakra áfanga og til sérstakra
framlaga til að hráða gerð aðalvegar
í gegnum þéttbýli. Fyrir atfylgi
landshlutasamtakanna var gerð út-
tekt á stöðu gatnagerðar á þéttbýlis-
stöðunum. Síðan var málið tekið upp
við Framkvæmdastofnun ríkisins og
alþingismenn. Til þessarar baráttu
má rekja lán úr Byggðasjóði til að
ljármagna heimahluta í varanlegri
gatnagerð. Landshlutasamtökin og
ekki síst Fjórðungssambandið áttu
stóran hlut að að gerð var áætlun
um 1.000 leiguíbúðir á landsbyggð-
inni. Fjórðungssambandið átti
frumkvæði að jöfnun símakostnaðar.
Um árabil hafa landshlutasamtökin
unnið sameiginlega að þessu máli. í
fyrstu með samþykki þingsálykt-
unartillögu á Alþingi, þar sem stefnt
var að sama skrefagjaidi innan hvers
heildarsvæðis. Á þessum grundvelli
hafa ráðherramir Ragnar Amalds,
Steingrímur Hermannsson og Matt-
hlas Bjamason stigjð hvert skrefið
stærra t jöfnunarátt og oftast í fullri
andstöðu við höfuðborgarvaldið.
Skrefið í dýrustu gjaldflokkum hefur
lengst af verið um 176% frá því að
baráttan hófst. Þetta em símtölin
við og frá Reykjavík. Bæði fyrir at-
fylgi Fjórðungssambandsins og með
aðstoð fræðslustjóra á Norðurlandi
tókst að koma í veg fyrir einhliða
tilfærslu á skólakostnaði og má I því
efni nefna fjórðungsþingin 1983 og
1984. Einnig tókst að fá leiðréttan
langvarandi óréttlátan uppgjörsmáta
skólakostnaðar, þar sem vom fleiri
skólar í sama sveitarfélagi. Nú er
verið að vinna að úttekt á áhrifum
breyttrar verkaskiptingar fyrir ein-
stök sveitarfélög á Norðurlandi til
þess að norðlenskir sveitarstjómar-
menn geti á fyrrihluta þessa árs tekið
afstöðu til einstakra liða.
Breytt starfsskipulag-
Það hafa átt sér breytingar nokkr-
um sinnum á starfsskipulagi sam-
bandsins. Á áttunda áratugnum
einkenndist starfið af væntingum í
sambandi við áætlunargerð og eins-
konar félagslegu landnámi á sviði
byggðamála. í byijun þessa áratugar
var dregið úr þessu og lögð áhersla
á kynningar- og fræðslustarfsemi.
Haldnar vom ráðstefnur um mála-
flokka og staðið fyrir námskeiðum.
Með breytingunum 1985 vom milli-
þinganefndir lagðar niður og iðnráð-
gjöfin færð til iðnþróunarfélaga.
Lagt var niður fjölmennt fjórðungsr-
áð en í staðinn kom fámenn §órð-
ungsstjóm. Megináhersla var lögð á
öflug fjórðungsþing, þar sem tekin
væm fyrir eitt til tvö aðalmál og
unnið að mótun byggðamála al-
mennt. Það skyldi koma í hlut
sveitarfélaganna sjálfra að mynda
samtök um vissa verkefnaþætti, sbr.
samtök þéttbýlisstaða á Norðurlandi
vestra, en ekki Fjórðungssambands-
ins. Það má segja að þessi stefna sé
mótuð í nýju sveitarstjómarlögunum
1986, þar sem héraðsnefndir og
byggðasamlög skulu mynduð um ein-
stök verkefni sveitarfélaga í þrengri
merkingu.
Sveitarstjómarlögin gera beinlínis
ráð fyrir því að Samband ísl. sveitar-
félaga starfi málefnalega gagnvart .
ríkisvaldinu að því er varðar sameig-
inleg málefni, en landshlutasamtökin
annist byggðamál og staðbundnari
hagsmunamál. Verkefnaskipting á
milli sveitarstjómarsambandsins og
landshlutasamtakanna er að færast
í vaxandi mæli í þennan farveg.
Nýjasta dæmið um þetta er gjald-
heimtumálin. Fyrir frumkvæði
Fjórðungssambandsins er verið að
vinna að lausn þessara mála, þannig
að þrátt fyrir fáar gjaldheimtur geti
stærri sveitarfélög átt þátt að starf-
seminni. Reynt verður að aðhæfa
hefðbundnar innheimtuaðferðir
gj aldheimtukerfinu.
Mikilvægt hlutverk
Það er algjör misskilningur að
landshlutasamtök sveitarfélaga hafi
ekki hlutverki að gegna í þeim lönd-
um, þar sem er millistjómstig. Sú
leið er í heiðri höfð í nágrannalöndun-
um að kosið sé beint til þessa stjóm-
stigs í almennum kosningum. Allt
bendir til þess að sú leið verði einnig
farin hér. Ljóst er að héraðsnefndir
muni ekki fylla þetta rúm. Til þess
þarf fjölmennari landsvæði, eins og
kjördæmi. Sú stefna á vaxandi fylgi
að fagna meðal stjommálamanna að
miða umdæmi stjómsýslu og ríkis-
þjónustu við kjördæmi, þegar um
nýja tilfærslu er að ræða. Allt þetta
stefnir beint eða óbeint til umdæma,
sem fyrr eða síðar tekur á sig heildar-
skipulag og munu vafalaust lúta
pólitískum leikreglum í landinu. Lið-
ur i þessu efni em stjómsýslumið-
stöðvar eftir kjördæmum, sem
forystumenn Byggðastofnunar
stefna aði
Varðandi fundarhætti fjórðungs-
þinga er rétt að skýra frá því að
allt til ársins 1985 gengu fjórðungs-
þingin yfir á þriðja dag og verulegur
tími fór í nefndarstörf og erindaflutn-
ing. Með þinghaldi 1985 var ákveðið
að stytta þingtíma vemlega. Þetta
var gert að óskum stærri sveitarfé-
laga og borið við að fulltrúar hgfðu
ekki tíma til að sitja löng þing og
einnig var bent á spamaðarhliðina.
Það er fjarri því að sú regla sé í
gildi að skera niður umræður. Ætl-
ast er til að ýtarlegar umræður fari
fram í nefndum þingsins. Þó að ein-
stök mál séu aðalmál hvers þings er
ekki hægt að hefta almennt mál-
frelsi á þingum. Ekki er það sök
þingforseta þótt ræðumenn láti móð-
an mása út fyrir ramma málefnisins.
Vafalaust má breyta þinghaldinu í
þá vem á ný að þingnefndir hafi
meira hlutverki að gegna, t.d. annist
tillögugerð frá gmnni.
Fjöldi þingfulltrúa
Bæjarstjórinn á Sauðárkróki nefn-
ir það sem galla að Skarðshreppur
hafí einn fulltrúa á móti þremur frá
Sauðárkróki á fjórðungsþingum. Það
verður að teljast eðlilegt að hvert
sveitarfélag, sem á aðild að Fjórð-
ungssambandinu, eigi fulltrúa á
þingum þess. Hitt er deiluatriði hve
marga fulltrúa fjölmenn sveitarfélög
eigi á þingum. Með fjölmennu flórð-
ungsráði, þar sem hver kaupstaður
átti sinn fulltrúa var reynt að bæta
upp þennan mun. Skylt er að geta
þess við endurskoðun laga Fjórð-
ungssambandsins 1985 kom ekki
fram rödd sem vildi breyta þessu.
Bæjarstjórinn telur það til hróss fyr- •
ir þéttbýlissamtökin að þau hafi
bundist samtökum um malbikunar-
stöð. Þessu framtaki ber að fagna.
Á sínum tíma, þegar Fjórðungssam-
bandið hugðist koma á slíku sam-
starfi, með rausnarlegri aðstoð
Akureyrarbæjar, stöðvaðist málið.
Þáverandi bæjarstjóri Sauðkrækinga
brá fæti fyrir þessa tilraun. Kjami
málsins er sá að sveitarfélögin verða
sjálf að finna hjá sér hvöt til sam-
starfs. Hvorki landshlutasamtök,
þéttbýlisstaðasamtök eða héraðs-
nefndir hafa fyrirsagnavald í þessum
efnum. Þetta er staðreynd sem allt
samstarf sveitarfélaga byggist á.
Sú óánægja, sem bæjarstjórinn á
Sauðárkróki talar um gagnvart
Fjórðungssambandi Norðlendinga og
iðulega heyrist um Samband ísl.
sveitarfélaga og landshlutasamtökin
almennt, speglar það alvarlega
ástand, sem nú er I landsbyggðar-
málum og málefnum sveitarfélag-1
anna í landinu. Mönnum fínnst þessi
samtök hafi brugðist vonum sínum.
Slík samtök láta aldrei meira í té en
það sem sveitarfélögin gefa þeim og
veita þeim styrk til.
Félagslegt voðaverk
Það er meiri fásinna en orðum
taki að hægt sé að komast hjá bar-
áttusamtökum sveitarfélaga.
Spumingin er sú á hvaða grunni
þau eiga að starfa. Er heppilegra
að samtökin séu tvö á Norðurlandi
og fylgi kjördæmum, eins og tíðkast
víða í landinu. Hitt er félagslegt
voðaverk í sveitarstjórnarmálum ef
skipta á sveitarfélögum í fylkingar
hvort þau eru í dreifbýli eða þétt-
býli.
Ég fagna þeirri uppástungu bæj-
arstjórans á Sauðárkróki um að
sveitarstjómarmenn almennt á
Norðurlandi vestra ræði sín á milli
um hvort kerfið þeir vilja sér. Meg-
inmálið er það að sveitarstjómar-
menn þurfa að sjá út fyrir
túngarðinn hjá sér. Landsbyggðin
þarf að styrkja samstöðu sína, út
fyrir daglegt amstur sveitarfélag-
anna.“
Ófærð á Norðurlandi
SLÆM FÆRÐ er nú um allt
Norðurland enda hefur gengið á
með skafrenningi og leiðinda-
veðri síðustu tvo daga. Hjá
vegaeftirlitinu fengust þær upp-
lýsingar seinnipartinn i gær að
mokað hefði verið frá Akureyri
til Dalvíkur og eins um Ólafs-
fjarðarmúla. Hægt væri að fara
á jeppum og stórum bilum yfir
Oxnadalsheiðina og eins um
Dalsmynni til Húsavikur. Snjó-
moksturtæki moka vestur um frá
Akureyri og alla leið suður á
þriðjudögum og föstudögum, en
austur um frá Akureyri er mok-
að á mánudögum og föstudögum.
Ekki er annað að sjá á myndum
en að Akureyringum líki snjórinn
Lögberg 100 ára:
sæmilega og létu strákamir í Síðu-
skóla hann ekkert aftra sér í
fótboitanum í gær.
Þjóðarflokkurinn:
Fimm vinning-
arí happdrætti
DREGIÐ var í happdrætti
Þjóðarflokksins þann 1. des-
ember. Vinningar komu á
eftirtalinn númer:
Bifreið kom upp á númer 5611.
Tölva kom upp á númer 3264 og
þrír ferðavinninningar komu upp
á númer 5340, 3517 og 4933.
1. tölublaðið ljósprentað
í TILEFNI aldarafmælis
vestur-íslenska vikublaðsins Lög-
bergs í Winnipeg hefur þjóð-
ræknisf élagið á Akureyri
ljósprentað fyrsta tölublaðið á
ljósmyndapappír, en það kom út
þar vestra þann 14. janúar árið
1888.
Einnig kemur út á næstunni ann-
að blað á vegum félagsins, „Lög-
berg í hundrað ár“, en þar er
lauslega rakin saga blaðsins og birt-
ar afmæliskveðjur frá velunnurum
og vinum þess, bæði einstaklingum
og fyrirtækjum. Allur ágóði sem
verða kann af útgáfu blaðanna
rennur til Lögbergs-Heimskringlu í
Winnipeg.