Morgunblaðið - 14.01.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.01.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 35 ar í umsvifum og háir raunvextir myndu óhjákvæmilega leiða til minnkandi eftirspurnar. Sama gilti um skattahækkanir ríkisstjórnar- innar og að fjárlögin væru afgreidd hallalaus. Allt þetta leiddi til þess að það myndi draga úr þennslunni. Lykilatriðið væri að þörfin fyrir breytingu á genginu réðist að mjög miklu leyti af launabreytingum. „Sú raungengisbreyting sem þarf fer algjörlega eftir því hverjar launa- og kostnaðarbreytingar verða og hver verðbólgan verður," sagði Ól- afur. Að því tilskyldu að launabreyt- ingar verði engar er möguleiki fyrir saltfiskútflutninginn að standast óbreytt raungengi, en ekki fyrir frystinguna, að sögn talsmanna VSI. Hins vegar þurfi Bandaríkja- dalur ekki að hækka mikið til þess að breyting verði þar á. Ólafur sagði að það þyrfti miklu minni breytingu á ytri skilyrðum til að breyta ástandinu til hins betra í lítilli verð- bólgu en mikilli. Hins vegar myndi áfram stefna í mikinn viðskipta- halla. „Við erum að draga það fram að eftir því sem tekst að halda verð- bólgunni minni þeim mun minni áhrif hafa þessar aðstæðúr á stöðu heimila og fyrirtækja. Það eru þeir valkostir sem við stöndum frammi fyrir," sagði Þórarinn aðspurður um hvað þessar efnahagshorfur þýddu fyrir gerð kjarasamninga. „Við metum það svo að það sé ekkert sem getur komið í veg fyrir það að eitthvað af þeirri 30% kaup- máttaraukningu, sem hefur orðið, gangi til baka. Spurningin er sú hvað mikið þarf að ganga til baka og hvernig það gerist, hvort það gerist skipulagslaust í mikilli og ugglaust vaxandi verðbólgu eða hvort það gerist skipulega og menn reyna fyrirfram að átta sig á áhrif- unum. Reynslan frá verðbólguára- tugnum kennir okkur að niður- skurður kaupmáttar, sem er framkvæmdur í skjóli verðbólgu, hefur tilhneigingu til þess að koma afar mismunadi niður og verst niður á þeim sem lakast hafa kjörin og verða auk þess mun meiri en þurft hefði, ef brugðist hefði verið við. Það er kjarni málsins,“ sagði Þórar- inn. „Heildarkaupmátturinn hlýtur og verður að minnka," sagði Ólafur. „Er ekki skynsamlegra að reyna að gera það við sem allra minnsta verðbólgu eða eigum við að láta þetta ganga yfir, eins og því miður oft hefur gerst, með því að verð- bólgan æði upp og síðan sé gripið inn í og kaupmátturinn keyrður niður,“ sagði hann ennfremur. byggt á tilgreindum verðlagsforsend- um, en fari verðbólga vaxandi á árinu mun útkoman verða enn lakari. Launabreyting’ar Sá vandi sem við er að glíma í mundir er í hnotskum sá, að miðað við núverandi raungengi eru horfur á að viðskiptahalli verði um 9.000 m. kr., sem er rúmlega 4% af lands- framleiðslu. í þessu felst einnig að helstu útflutningsgreinar verði áfram reknar með verulegum halla. Við blasir, að raungeúgi þyrfti að lækka um allt að 10% til að stöðva halla- rekstur útflutningsgreina, en tölu- vert meira, ef jöfnuður ætti að nást í viðskiptum við útlönd á þessu ári. Á hinn bóginn er ljóst að þeim mun minni sem launa- og verðlagshækk- anir verða, þeim mun hærra raun- gegngi fá útflutningsgreinamar staðist, því að skilyrði til framleiðn- iaukningar eru mun betri í tiltölulega stöðugu verðlagi en í mikilli verð- bólgu. Fyrir liggur að opinberir starfs- menn og bankamenn hafa samið um rúmlega 7% hækkun launa á þessu ári, en samningar þeirra kveða einn- ig á um, að þeir muni njóta allra launahækkana annarra launþega umfram samninga þeirra. Því liggur beint við að kanna hvaða áhrif slík launaþróun gæti haft í för með sér. Einnig hafa heyrst hugmyndir um upphafshækkun launa um tugi pró- senta og að samningsniðurstaðan verði bundin við breytingar fram- færsluvísitölu. Þessir kostir gætu báðir orðið að raunverulegri samningsniðurstöðu, þegar mið er tekið af reynslu undan- farins áratugar, en áhrif á kaupmátt, verðlag og atvinnustig fer eftir því við hvaða forsendur gengisskráning- in miðast. Mismunandi áhrif þessara leiða koma fram í töflunni hér á eftir og er þar annars vegar miðað við óbreytt raungengi í dæmum 1 og 2. í því felst að gengið fellur sem nemur mismun á breytingum innlends og erlends verðlags. í síðari tilvikunum er miðað við raungengi, eins og það var að meðaltali á liðnu ári, en í því felst um 10% gengisbreyting umfram verðlagshækkanir. Augljóst er að deila má um þessar gengisforsendur. Þó er ljóst að útflutningsframleiðslan fær ekki staðist núverandi raungengi og gild rök benda til þess að raun- gengið þyrfti að lækka s.s. áður segir. í dæmunum er gert ráð fyrir að skýringarþættir verðlagshækkana séu breytingar launa, gengis og inn- flutningsverðs og að innflutnings- verðlag hækki um 3,5—4% á föstu gengi, að launaskrið og framleiðni- aukning taki hvort annað út (sem verður því hæpnara, sem verðbólga Fyrsta dæmið sýnir þann vanda, sem við er að glíma, þótt laun hækki ekkert á árinu. Útflutningsgreinar yrðu áfram reknar með miklum halla og viðskiptahalli yrði væntanlega um 9.000 m. kr. Leið 2 gerir ráð fyrir nokkrum launa- og gengisbreyting- um, en svipaðri niðurstöðu fyrir útflutningsgreinar og viðskiptahalla. Samkvæmt þessum reikningum lækkaði kaupmáttur að meðaltali um 4—6% milli ára miðað við leið 1 og 2, en yrði þó 22—24% hærri en hann var á 1. ársfjórðungi 1986 og 10—13% hærri en hann var að meðal- tali það ár. Mismunurinn felst fyrst og fremst í verðbólguhraðanum, því þessum fbrsendum fylgir óhjákvæmi- lega áframhaldandi hallarekstur útflutningsgreina og um 9.000 m. kr. viðskiptahalli. Þessi dæmi sýna því glögglega þann vanda sem við er að glíma. Séu útreikningar á hinn bóginn miðaðir við raungengi síðastliðins árs yrði staða útflutningsframleiðslunn- ar sýnu betri og viðskiptahalli mun minni. Kaupmáttur yrði á hinn bóg- inn töluvert lægri og gæti komist niður á það stig sem hann var á árinu 1986. Mismunandi foisendur um launahækkanir breyta hér litlu. Þessar leiðir minna um margt á þá sársaukafullu aðlögun raungengis, sem átti sér stað á síðasta samdrátt- arskeiði, árin 1982 og 1983. í þeirri óðaverðbólgu sem þá hafði ríkt um árabil var kaupmáttur eflaust stór- lega ofmetinn, því reynslan hefur sýnt, að því meiri sem launabreyting- amar verða, þeim mun fyrr hafa þær áhrif á verðlag. Raunverulegur kaup- máttur yrði því ugglaust minni í þeim léiðum, sem hafa i för með sér meiri verðbólgu. Niðurstöður þessara hugleiðinga fela það í sér að minni kaupmáttur sé óhjákvæmileg afleiðing þeirrar efnahagsþróunar, sem lýst er í þess- ari álitsgerð. Hvort það gerist í skjóli mikillar verðbólgu eða með skipu- lögðum og skynsamlegum hætti ræðst af afstöðu stjómvalda og þeirra, sem semja um kaup og kjör. Verði niðurstaðan sú, að verðbólgan ráði framvindu efnahags- og kjara- mála mun það i senn rýra kosti launþega og fyrirtækja umfram það, sem óhjákvæmilegt er. stjóm efnahagsmála um þessar er meiri). Framvindan á árinu 1988, fimm kostir af mörgum Launahækkun alls Leið 1 0% Leið 2 7% Leið 3 7% Leið4 20% Leið5 50% Gengislækkun alls 0% 6% 30% 44% 83% Hækkun framf.vísitölu 5% 12% 22% 35% 71% Raungengi Óbreytt frá ársb. Óbreytt frá fyrra ári Eiður Guðnason: Athuga þarf þá hugmynd að gera Ríkisútvarpið að sjálfseignarstofnun LÁNSFJÁRLÖG voru samþykkt af neðri deild í gær. Þar sem deildin hafði gert breytingar á frumvarpinu við aðra umræðu þurfti það að fará til efri deildar á ný. Þeim fundi var frestað rúmkega 22.00 í gærkvöldi þar sem ekki náðist í fjármálaráðherra að en nærveru hans hafði verið æskt af stjórnarandstæðingum. Umræðu verður fram hald- ið í dag kl. 10.00. Stjómarandstæðingar fluttu nokkrar breytingartillög- ur við frumvarpið í efri deild m.a. um aukin framlög til Ríkisútvarpsins. Tillaga þess efnis var felld við þriðju umræðu í neðri deild en Olafur Þ. Þórðarson (F/Vf) greiddi henni atkvæði einn stjórnarliða. í umræð- um í efri deild lýsti Eiður Guðnason því yfir að hann teldi nauðsynlegt að gera grundvallarbreytingar á rekstri stofnunarinnar. Meðal annars bæri að íhuga þá hugmynd gaumgæfilega að gera Ríkisútvarpið að sjálfseignarstofnun. Halldór Blöndal, formaður fjár- hags- og ' viðskiptanefndar efri deildar, mælti fyrir frumvarpinu þegar efri deild tók það til umræðu á ný. Halldór sagði meirihluta nefnd- arinnar hafa athugað þær breytingar sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu í neðri deild og mæla með samþykki þess svo breyttu. Áð gefnu tilefni vildi þó meirihluti nefndarinnar taka þáð fram varðandi erlendar lántöku- heimildir Byggðasjóðs, að ætlast væri til að stjóm Byggðastofnunar horfði til allra þátta atvinnulífsins þegar lánsfjárþörf byggðarlaga væri metin. í nefndaráliti meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar segði að ætlast væri til að Byggða- stofnun styddi sérstaklega við útgerð í þeim byggðarlögum þar sem hún hefði dregist saman. Halldór sagði að þarna væri um óeðlilega þrengingu að ræða og nauðsynlegt að víkka orðalagið. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) sagði minnihlutann hafa lagt til í nefndinni að frumvarpinu yrði vísað til ríkis- stjómarinnar á ný þar sem efnahags- forsendur þess væru brostnar. Svavar kynnti síðan breýtingartil- lögu varðandi framlög til Ríkisút- varpsins sem gerði ráð fyrir að tekjur Framkvæmdasjóðs Ríkisútvarpsins af aðflutningsgjöldum af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum ásamt fylgihlut- um skuli eigi nema hærri fjárhæð en 99.000 þús. kr. á árinu 1988. Svavar vitnaði í ræður sem Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins, hefði flutt um framlög til Ríkisút- varpsins á fyrri þingum og harmaði að hann hefði ekki séð til þess að nú væri betur að málum staðið. Eiður Guðnason (A/VI) sagði það vera skoðun sína að betur mætti gera varðandi framlög til Ríkisútvarpsins. Málefni þessarar stofnunar heyrðu þó ekki undir hans flokk en ef svo hefði verið hefði aðstaða hans til að beita þrýstingi verið önnur. Hann hefði á tilfinningunni að í Sjálfstæðis- flokknum og forystu hans væru ráðandi menn sem vildu hlut Ríkisút- varpsins ekki stóran og kannski sem minnstan. Varðandi sína eigin afstöðu þá hefði hann tekið það fram, í atkvæða- greiðslu um þetta frumvarp, að útvarpslögin væru nú í endurskoðun og hann treysti því að sú endurskoð- un leiddi til þess að stofnuninni yrði tryggður bærilegur rekstrargrun- dvöllur. Eiður sagðist hafa hneigst æ meira til þeirrar skoðunar að gera þyrfti róttækar breytingar á starfsemi Ríkisútvarpsins í ljósi breyttra að- stæðna. Til dæmis mætti athuga gaumgæfílega þá hugmynd að gera stofnunina að sjálfseignarstofnun með meira fjárhagslegt svigrúm og meiri Qárhagslega ábyrgð. Hann vonaði því að endurskoðun útvarpslaganna myndi ekki einungis leiða til þess að augljósir agnúar yrðu sniðnir af lögunum heldur miklu meiri og víðtækari breytingar gerðar. Halldór Blöndal sagði að nú væri svo komið að ýmsir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar væru með smáklóri að reyna að skjótast undan verkum Eiður Guðnason meirihlutans. Formaður Alþýðu- flokksins hefði til dæmis lagt fram þetta frumvarp til lánsfjárlaga þar sem m.a. hefði verið gert ráð fyrir að Heijólfur í Vestmannaeyjum gæti tekið lán vegna nýrrar feiju. í neðri deild hefði svo fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, ásamt framsóknar- manni, komið og flutt breytingartil- lögu við þetta ákvæði og síðan breytingartillögu við eigin breyting- artillögu. Það sama hefði gerst rétt í þessu, þegar formaður þingflokks Alþýðuflokksins hefði látið að liggja, að skýringúna á framlögum til Ríkisútvarpsins, í frumvarpinu, sem formaður Alþýðuflokksins hefði lagt fram, væri að finna í því að ein- hveijum sjálfstæðismönnum væri illa1 við frumvarpið. Eiður ætti sæti í fjár- hags- og viðskiptanefnd og hefði þar engum mótmælum hreyft vegna fjár- framlaga til Ríkisútvarpsins. Halldór sagði þetta vera lágkúru- legan hugsanagang sem við og við kæmi fram hjá stjómarliðum. Það hefði verið meiri myndarbragur á þvl ef Eiður Guðnason hefði látið sverfa til stáls í fjárhags- og viðskiptanefnd og reynt að rétta hlut Ríkisútvarpsins þar, ef hann teldi að slíkt þyrfti að gera. Breytingar á áburðarverksmiðjunni til umræðu í efri deild: Ekki tímabært að sam-' þykkja lánsheimild Áburðarverksmiðjan í Gufunesi kom til umræðu í efri deild Alþingis i gær. Þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðu fram þá breytingart- illögu við frumvarp til lánsfjárlaga að fjármálaráðherra yrði heimilt að taka allt að 30 m.kr. lán vegna nauðsynlegra breytinga á áburðar- verksmiðjunni. Eiður Guðnason (A/Vl) sagði tillöguna vera ótímabæra. Rikisstjórnin væri með málið til athugunar og ákvörðunar og athugun- ar að vænta. Halldór Blöndal (S/Ne) taldi bestu kostina vera að hætta rekstri verksmiðjunnar eða flytja Svavar Gestsson (Abl/Rvk) mælti fyrir breytingartillögunni. Hann sagði augljóst að sérstaklega varlega þyrfti að fara að varðandi verksmiðjuna í ljósi skýrslu þeirrar Verkaskipt- ing aftur til nefndar ANNARI umræðu um frumvarp um verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga var frestað og því vísað til nefndar á ný í gær. Alexander Stefánsson, formaður félags- málanefndar neðri deildar, lagði til að þessi háttur yrði hafður á þar sem Ijóst væri að ekki tækist að afgreiða frumvarpið fyrir þinghlé. ina á hentugri stað. sem nýverið hefði v.erið kynnt. Óhjá- kvæmilegt væri að tryggja að ríkis- stjómin myndi hafa heimildir til þess að kosta til þess sem þyrfti til að gera á þessu. úrbætur. Eiður Guðnason (A/Vl) sagði þama vissulega vera um alvarlegt mál að ræða og hefði svo verið síðan þessi verksmiðja var byggð. Málið krefðist nú skjótra úrbóta og taldi hann alla þingmenn vera sammála um það atriði. Eiður sagði einnig að raunar mætti telja það ámælisvert hversu nálægt verksmiðjunni hefði verið byggt af Reykjavíkurborg. Málið allt væri nú til athugunar hjá ríkisstjóminni og ákvörðunar og aðgerða að vænta. Félagsmálaráð- herra hefði á þriðjudag kynnt tvo valkosti í þessum efnum. í fýrsta lagi væri hægt að loka verksmiðjunni af öryggisástæðum og í öðru lagi gera henni skylt að fara þegar í stað að tillögum starfshóps vinnueftirlitsins um úrbætur. Málið yrði rætt á fundi ríkisstjóm- arinnar á fimmtudag en engu að síður hefðu nokkrir þingmenn tekið þá ákvörðun að leggja fram tillögu um lánsheimild vegna þess. Eiður sagðist ekki telja það tímabært að sam- þykkja þá tillögu þar sem sú leið sem starfshópurinn legði til að yrði farin hefði ekki verið reynd áður og leggja þyrfti út í mikinn hönnunarkostnað og athuganir áður en ljóst væri hvort hún væri fær. Spurningin væri með hvaða hætti öryggi væri best tryggt og jafnvel gæti komið til þess að gera þyrfti kostnaðarsamari breytingar en til- laga þessi gerði ráð fyrir. Hann legði því til að flutningsmenn drægju hana til baka en þingmenn sameinuðust síðan um að afgreiða fmmvarp um lánsheimild þegar að því kæmi. Halldór Blöndal (S/Né) sagði það vera sitt sjónarmið að ríkisstjómin ætti að taka á málefnum áburðar- verksmiðjunnar. Það væri alls ekki einbúið að hans mati að halda ætti rekstri verksmiðjunnar áfram á þeim stað sem hún væri nú. Spumingin væri hvort rekstrinum ætti að hætta alfarið eða flytja verksmiðjuna á hættuminni stað. Þriðji kosturinn væri svo að tjasla aðeins upp á verk- smiðjuna frá þvi sem nú væri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.