Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 41
Morgunblaðið/Ingiberg J. Hannesson
in eru talin frá vinstri: sitjandi
2. Setja fræðslumarkmið á grund-
velli niðurstaðna úr framangreind-
um könnunum.
3. Gera stutt- eða langtímaáætlan-
ir um fræðslustarf.
4. Skipuleggja námskeið í héraði
(bæjarfélagi) fyrir leiðbeinendur á
A- og þjálfara á B-stigi sé þess
kostur, sem og félagsmálanámskeið
í samráði við sérsamböndin.
5. Útvega aðstöðu fyrir slík nám-
skeið og ákvarða tímasetningu í
samráði við viðkomandi sérsam-
band.
6. Halda skrá yfír þá er námskeið-
in sækja og stuðla að því að
kunnátta þeirra nýtist.
7. Stuðla að því að efnilegir þjálfar-
ar og félagsleiðtogar geti aukið
kunnáttu sína, eftir því sem þeim
er trúað fyrir vandasamari verkefn-
um.
8. Halda góðum tengslum við
fræðslunefndir sérsambanda ann-
ars vegar og íþróttafélögin hins
vegar.
Við skulum til glöggvunar nefna
hér eitt dæmi um góða samvinnu
héraðssambanda/bandalaga og sér-
sambanda á vettvangi leiðbeinenda
og þjálfaranámskeiða: Á árunum
1985 og 1986 fór kennari sem þá
var í hálfu starfí hjá Ftjálsíþrótta-
sambandi íslands kerfisbundið
kringum allt landið með leiðbein-
endanámskeið á A-stigi, alls 15,
sem haldin voru í samvinnu við
héraðssambönd og íþróttabandalög.
Fámenn héraðssambönd stóðu oft
tvö og jafnvel 3 saman að einu
námskeiði. Staðarmenn sáu um all-
an undirbúning, eins og lýst er í
punktum hér að framan en FRÍ um
námsefni og kennslu. Fleiri dæmi
um gott fræðslustarf mætti nefna
en það yrði of langt mál.
Hinu verður ekki neitað að æskilegt
væri að fá fleiri sér- og héraðssam-
bönd með í fræðslustarfíð. Við
þurfum á öllum okkar kröftum að
halda til að fá ungviðið inn í íþrótta-
hreyfínguna, taka vel á móti því
og halda.því við efnið. íþróttaiðkun
er skv. könnunum talin einhver
besta forvömin gegn vímuefnum,
hún eykur líkamlegt og andlegt
heilbrigði auk félagsþroska. Hér er
þvi mikið verk að vinna og til þess
þurfum við hæft starfsfólk, góða
aðstöðu og meira fjármagn.
Þáttur íþróttafélaga
í fræðslustarfinu
Félagsstjóm og/eða stjómir félags-
deilda gætu skipað fræðslustjóra
og/eða fræðslunefnd sem hefði eft-
irfarandi hlutverk:
1. Fylgjast með hvað gerist í
fræðslumálum íþróttahreyfíngar-
innar.
2. Fylgjast með því hvaða fræðsla
stendur til boða.
3. Fylgjast með því hver þörf er.
fyrir fræðslu innanfélags og þá
hvers kyns fræðslu. '
4. Taka á móti boðum/tilkynning-
um um námskeið og fræðslufundi
og koma þeim til réttra aðila innan
félagsins.
5. Hafa gott samband við
fræðslunefnd/fræðslustjóra héraðs-
sambandsins, íþróttabandalags og
í sumum tilvikum sérsambands.
6. Vera ráðunautur félags- eða
deildarstjóra um fræðslumál.
7. Hafa samband við alla leiðtoga
'°g þjálfara félagsins.
8. Standa fyrir fræðslustarfsemi
innan félagsins.
9. Sjá um að tilkynna þátttakend-
ur á hin ýmsu námskeið og fræðslu-
fundi sem í boði eru hveiju sinni.
10. Hafa umsjón með undirbúningi
undir starf í æfíngabúðum.
Það er afar brýnt að öll fræðsla sem
íþróttasambandið og sér- og hér-
aðssamböndin láta í té skili sér til
félaganna þar sem megnið af hinu
raunverulega íþrótta- og félags-
starfi fer fram. íþróttafélögin sjá
sérsamböndunum stöðugt fyrir nýj-
um landsliðsmönnum jafnframt sem
þau viðhalda breidd í hverri íþrótta-
grein. Þau ala íþróttaæskuna upp
og taka virkan þátt í kappmótum.
Þetta krefst mikils starfs hæfra
leiðtoga og þjálfara. Það er því
mikilvægt að gott samstarf um
fræðslumál skapist milli framan-
greindra aðila.
Æskilegt er að hluti af fræðslu-
starfínu fari fram innan vébanda
íþróttafélaganna á stuttum
fræðslunámskeiðum eða í umræðu-
hópum þar sem ákveðnir þættir
félagsstarfsins eru teknir til með-
ferðar. í þessu skyni er nauðsynlegt
að hvert félag hafi fræðslunefnd/
fræðslustjóra sem er í góðu
sambandi við fræðslunefndir sér-
og héraðssambanda og fylgist
grannt með því hvað félögunum
stendur til boða á fræðslusviðinu.
Þá er það afar brýnt að íþróttafé-
lögin taki upp þá stefnu að ráða
ekki aðra til þjálfarastarfa en þá
er sótt hafa námskeið er hæfa því
stigi sem þjálfað er á.
Lokaorð
Sá er þetta ritar hefur starfað að
fræðslumálum íþróttahreyfíngar-
innar á fjórða tug ára. Reynslan
hefur sýnt að hér gildir hið fom-
kveðna: „Veldur hver á heldur.“
Þegar gróskukippur verður í
fræðslustarfí hjá einhverju sérsam-
bandinu er það segin saga að þvf
hefur tekist að fá áhugasama menn
til að annast um sín fræðslumál —
eldsálir — með hinn eina sanna
neista. Minna dugir ekki. Sem
betur fer höfum við átt margt slíkt
fólk í íþróttahreyfíngunni og eigum
enn. Nei, það er ekki' skipulag eða
samræming sem eru okkar versti
þröskuldur heldur er það líklega
fremur skortur á áhuga, dugnaði,
skilningi og í sumum tilvikum pen-
ingaleysi sem er mesti Þrándur í
okkar Götu.
Við heitum á alla þá aðila sem get-
ið er hér að framan að hyggja að
sínum fræðslumálum og koma þeim
í viðunandi horf, hafí það ekki þeg-
ar verið gert. Slíkt mundi efla alla
íþróttahreyfínguna og skila marg-
földum arði.
F.h. Fræðslunefndar ÍSÍ,
Karl Guðmundsson
Þessi börn í skólaseli Laugaskóla
í Dalasýslu gengust fyrir hluta-
veltu á Skriðulandi til ágóða
fyrir byggingu íþróttahúss á
Laugum. Agóðinn varð kr. 2.230
og afhentu þau peningana á full-
veldisfagnaði skólans i hinu nýja
iþróttahúsi 1. desember sl. Börn-
við borðið Kristín Björk Jóns-
dóttir Þverfelli og Sólrún Helga
Ingibergsdóttir Hvoli og stand-
andi Berglind Ásmundsdóttir
Miklagarði, Kristín Eva Jóns-
dóttir Tjaldanesi og Þorkell
Andrésson Ásum.