Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR 14. JANÚAR 1988
49
Stykkishólmur:
Merkiskonur látnar
Hinn 27. desember sl. andaðist
í sjúkrahúsinu i Stykkishólmi Elín
Elimundardóttir, fyrrum húsfreyja
að Langeyjarnesi í Dölum. Hún var
nærri 90 ára að aldri, fædd 25.
nóvember 1898.
Elín var gift Jóhannesi Þórði Jóns-
syni frá Purkey og bjuggu þau í
Langeyjarnesi um 60 ára skeið, eða
þar til 1984 að Elín varð að leita
sér dvalar í sjúkrahúsi sökum veik-
inda. Fjögur fyrstu ár búskapar
urðu þau að leita athvarfs víða því
þá var ekki gott um jarðnæði, en
árið 1926 fengu þau Langeyjarnes-
ið og var aðkoman þar ekki beisin
en þegar þau höfðu búið þar í 9
ár byggðu þau vandað íbúðarhús.
Þeim búnaðist vel og var bú þeirra
__________Brids_____________
Arnór Ragnarsson
Bikarúrslitin á Loft
leiðum á sunnudaginn
Úrslitaleikur bikarkeppni Brids-
sambands Reykjavíkur fer fram á
sunnudaginn á Hótel Loftleiðum.
Þar eigast við sveitir Pólaris og
Samvinnuferða—Landsýnar.
Leikurinn verður sýndur á sýn-
ingartöflu og með upptökuvélum,
þannig að áhorfendur sjá öll spilin
og spilara jafnóðum og þeir spila
þau.
Jafnframt verða spilin útskýrð
jafnóðum svo fólk geti betur áttað
sig á sögnum og spilamennsku.
Öllum er heimill aðgangur og er
allt bridsáhugafólk hvatt til að
mæta og fylgjast með spennandi
og skemmtilegri keppni. Aðgöngu-
verð er einungis 300 kr. fyrir allan
leikinn og 200 kr. fyrir annan hálf-
leikinn.
Spiluð verða 64 spil og verður
spilað frá kl. 13 til 17.30 og frá
kl. 19-23.30.
jafnan farsælt. Og þótt ekki væri
í þjóðbraut komu þangað margir
og sérstaklega þegar þurfti að fara
kaupstaðarferðir í Stykkishólm sem
voru famar sjóleiðis. Var þá komið
við í Langeyjamesi. Það var virki-
Iega gott og indælt að heimsækja
þau hjón, það getur fréttaritari bo-
rið um af reynslu. Elín var bæði
dugleg og góð húsmóðir. Þau Elín
og Jóhannes eignuðust 2 börn,
Jónínu Kristínu, sem gift var Ragn-
ari Hannessyni, og Berg sem lengst
af bjó með foreldrum sínum. Jó-
hannes dvelur nú á sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi.
Þá lést einnig í sjúkrahúsinu hér
í desember Karólína Kristjánsdóttir
fyrmrn húsfreyja að Víghólsstöðum
í Dölum 88 ára að aldri, fædd 10.
október 1899 að Stóra Múla í
Saurbæ. Karólína var gift Tómasi
Jóelssyni frá Skáley, sem alinn var
upp á Víghólsstöðum. En þau Tóm-
as bjuggu á Víghólsstöðum frá
árinu 1927 til þess er Tómas lést
árið 1950, en eftir það bjó hún þar
með dætmm sínum, Herdísi og
Ólöfu, eða þar til hún fyrir nokkmm
ámm varð að leita sér lækninga
hér í sjúkrahúsinu þar sem hún
dvaldi æ síðan.
Þrátt fyrir það að þau Tómas
hófu búskap á erfiðum tímum bún-
aðist þeim vel og tóku þau einnig
að sér fósturson sem þau reyndust
vel. Ólöf dóttir þeirra bjó með Ás-
geiri Sigurðssyni frá Stafafelli í
Lóni, og eignuðust 'þau eina dóttur,
Sigubjörgu. Ólöf er látin fyrir
nokkmm ámm og undanfarið hefur
því Ásgeir búið með dóttur sinni á
Víghólsstöðum. Gestrisni var rómuð
á Víghólsstöðum í tíð Karólínu og
Tómasar.
Árni Helgason
t
Systir okkar,
ÁGÚSTA HÁKONARDÓTTIR
frá Hafþórsstöðum í Norðurárdal,
Lönguhlíð 3,
Reykjavfk,
verður jarðsett frá Hvammi i Norðurárdal laugardaginn 16. janúar
kl. 13.30.
Saetaferðir verða frá Umferöarmiðstööinni kl. 10.00 og Borgar-
nesi kl. 12.15.
Sigurjón Hákonarson,
Halldór Hákonarson,
Metta Hákonardóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR ÁGÚST AÐALSTEINSSON,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 15. janúar
kl. 15.00.
Kristín Stefánsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Bridsfélag Siglufjarðar
Fyrir nokkm lauk Hraðsveita-
keppni hjá félaginu með sigri
sveitar Hafliða Hafliðasonar. Auk
Hafliða spjluðu í sveitinni: Björn
Ólafsson, Ásgrímur Sigurbjömsson
og Jón Sigurbjörnsson.
Lokastaðan:
Sveit
Hafliða Hafliðasonar 916
Georgs Ragnarssonar 910
Önnu Hertervig 910
Guðbjargar Sigurðardóttur 878
Guðlaugar Mámsdóttur 867
Reynis Pálssonar 849
Keppni milli eldri og yngri spil-
ara. Miðað er við 40 ár.
Úrslit, eldri spilarar:
Sveit
Birgis Bjömssonar 121
NíelsarFriðbjamarsonar 106
Guðlaugar Mámsdóttur 93
Guðbrands Sigurbjömssonar 86
Yngri spilarar:
Sveit
Bergs Reynissonar 108
Þorsteins Jóhannssonar 94
Sigríðar Bjömsdóttur 83
Georgs Ragnarssonar 77.
Árleg bæjarkeppni milli norður-
og suðurbæjar fór fram milli jóla
og nýárs og sigmðu suðurbæingar
með nokkmm yfirburðum, hlutu
108 stig á móti 39. Unnu suðurbæ-
ingar með 25 stigum á þremur
fyrstu borðunum, töpuðu 14—16 á
íjórða borði en unnu 19—11 á
fimmta borði.
Hreyfill — Bæjarleiðir
Sex umferðir em búnar af 9 í
aðalsveitakeppni bílstjóranna og er
staða efstu sveita þessi:
Anton Guðjónsson 143
Cyms Hjartarson 135
Birgir Sigurðsson 117
Skjöldur Ey§örð 100
Þorsteinn Sigurðsson 83
Kristján Jóhannsson 77
Sjöunda umferðin verður spiluð
á mánudagskvöld kl. 19.30 í Hreyf-
ilshúsinu, 3. hæð.
t
Faðir okkar. JÓHANN PÉTURPÁLMASON frá Stíghúsi, siðar vistmaður í Hraunbúðum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 16. janúar kl. 11.00.
Börnin.
t
Bróðir okkar,
PÁLL JÖKULL ÞORSTEINSSON,
Grettisgötu 13,
sem andaðist 2. janúar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.30.
Hulda Þorsteinsdóttir,
Pétur Ómar Þorsteinsson.
t
Við þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og systur,
ERNU GUÐLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR,
hjúkrunarfræðings,
Langholtsvegi 100,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Gunnarsson,
Gunnar Óli Sigurðsson, Arnar Björn Sigurðsson,
Ingibjörg Ólafsdóttir, Ólafuar Jónsson,
Jón Óli Olafsson, Kristín M. Ólafsdóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför,
MARGRÉTAR ÁSMUNDSDÓTTUR,
Granaskjóli 16.
Bjarni Ásmunds,
Þórunn Guðmundsdóttir,
Jórunn Ingvarsdóttir.
Hitamælinga-
miðstöðvar
Fáanlegar fyrir sex, átta,
tíu, tólf, sextán, átján
eða tuttugu og sex
mælistaði.
Ein og sama miðstöðin
getur tekið við og sýnt
bæði frost og hita, t.d.
Celcius-i-200+850 eða
0-f1 200 o.fl. Hitaþreifarar
af mismunandi lengdum
og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar.
Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur.
Ljósastafir 20 mm háir.
Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns-
hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum,
lestum, sjó og fleira.
-L\L
SötumígiiLíignuKT ák
VESTURGÓTU 16 SIMAR 14680 21480
MICROSOFT
HUGBÚNAÐUR
WORD V 4,0
MULTIPLAN V 3,03
CHART V 3,0
PROJECT V 4,0
COBOL V 2,2
C COMPILER V 5,0
FORTRAN V 4,01
PASCAL V 3,32
%
SKRIFSTOFUVÉLAR h.
Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37
Akureyri: Tölvutæki - Bókval
Kaupvangsstræti 4, sími: 26100
t
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför móður okkar og tengdamóður,
INGIBJARGAR DAÐADÓTTUR,
Stykkishólmi.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarliðs spítalans í Stykkishólmi og ann-
arra er veittu henni aðstoð.
Aðalheiður Sigurðardóttir,
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Ágústa Sigurðardóttir,
Baldvin Ringsted
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum hlýhug vegna andláts og útfarar
ÞÓRODDAR í. GUÐMUNDSSONAR.
Aðstandendur.
Birtíng afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn-
arstræti 85, Akureyri.