Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988
fólk f
fréttum
Morgunblaðið/Sverrir.
„Það fer um það bil einn mánuður i að búa til hveija brúðu,“ sagði Jón. Á myndinni er hann að vinna
við gerð brúðu af Séra Sigvalda.
Brúðuleikhús
Jón E. Guðmundsson. í fanginu heldur hann á Hjálmari tudda.
Jón E. Guðmundsson, fyrrver-
andi myndmenntarkennari,
hefur rekið Brúðuleikhús íslands í
33. ár. Þessa dagana er hann að
undirbúa uppsetningu á verkinu
„Maður og kona“ eftir Jón Thor-
oddsen, en til stendur að sýna það
á Listahátíð í sumar. Jón vinnur
nú við að búa til brúður fyrir þessa
sýningu.
„Ég ætla nú ekki að sýna verkið
í heild sinni, heldur vel ég. úr
ákveðna kafla sem henta vel fyrir
sýningu af þessu tagi. Ég nota sjö
brúður í sýningunni, nota helstu
persónumar og þar fer mikið fyrir
þeim Séra Sigvalda og Hjálmari
tudda,“ sagði Jón.
Aðspurður sagði sýningar af þessu
tagi krefjast mikils undirbúnings.
„Venjulega fer um það bil einn
mánuður í að gera hverja brúðu.
Maður býr til hveija brúðu með
tilliti til þeirra kúnsta sem hún á
að leika. Ég fæst mest við strengja-
brúður því notkun þeirra er kref-
jandi. Þannig er ekki víst fyrirfram
að hún „standi sig“ og þá verð ég
að taka hana í sundur, beyta henni
og setja hana saman upp á nýtt.
Þetta er líkt og með leikstjóm þar
sem stýra þarf lifandi leikurum“.
Jón fékkst við kennslu í mynd-
mennt um áraraðir, en lét af
föstum störfum 1983 og helgaði
sig þá öðru fremur Brúðuleikhúsi
íslands, en það starfrækir hann í
bílskúr við Flyðrugranda sem
breytt hefur verið í lítið leikhús.
Ekki em haldnar reglulegar sýn-
ingar. Jón sagðist ekki auglýsá
starfsemina, hann sýndi mest fyrir
áhugamanneskjur og skóla. Svo
skemmtilega vill til að hann vinnur
nú einnig að því að setja upp leikri-
tið „Hans og Gréta“, en það sýndi
hann síðast á fyrsta starfsári leik-
hússins, eða fyrir 33. ámm síðan.
Þá sá Ævar Kvaran um uppsetn-
inguna, Erlingur Gíslason aðstoð-
aði, og Baldur Georgsson skemmti
í híéum.
Jón var spurður að því hve margar
sýningar hann hefði set upp í gegn-
um tíðina.
„Ansi mörg. Ætli ég hafi ekki sett
upp 15-16 leikgerðir, auk annars
konar sýninga. Margar þessara
sýninga fór ég með um allt landið,
í alla bæi og þorp. Ég fékk leyfi
hjá Thorbjöm Egner til að sýna
„Dýrin í Hálsaskógi", en hann var
mikill áhugamaður um brúðuleik-
hús, og sennilega sýndi ég það um
-eitt hundrað sinnum. Flestar sýn-
ingar vom þó á „Kardimommu-
bænum“, en sýningamar á því
verki vom um eitt hundrað og tutt-
ugu,“ sagði Jón E. Guðmundsson.
Morgunblaðið/Sverrir.
f vetur hefur Jón verið með sýningu sem byggist á frásögnum, dansi, söng og hljóðfæraleik. Af skrifum áhorfenda í gestabók Jóns má ráða að sýningar hans hafi vakið mikla lukku.