Morgunblaðið - 14.01.1988, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988
-<«
' Qaorg Mallard og Jóhann Kjartans-
son.
mWK
FOLK
■ BADMINTONSAMBAND ís-
laads hefur ráðið tvo þjálfara.
Georg Mallard sem mun sjá um
þjálfum A-landsliðsins og Johann
Kjartansson sem mun þjlfa ungl-
ingalandlsiðið. Mallard er Hollend-
ingur, en ættaður fra Asíu og hefur
þjálfað hér á landi í rúmt ár. Jó-
' hann er hinsvegar úr Garðabænum
og hefur verið einn af okkar sterk-
ustu badmintonmönnum síðustu ár.
■ JOSIP Skoblar, sem var rek-
inn frá Hamburger SV á dögunum,
er byrjaður að þjálfa í heimalandi
sínu - Júgóslavíu. Skoblar þjálfar
Celik Zenica, sem er á botninum
íjúgóslavnesku 1. deildarkeppninni.
■ DANSKI landsliðsmaðurinn í
knattspymu Preber Elkjær Lars-
en, sem leikur með Verona á
Italiu, hefur fengið sterkan leik-
7 mann sér við hlið. Verona hefur
fest kaup á argentinska landsliðs-
manninum Claudio Paul Caniggia,
sem er 20 ára. Verona borgaði
Rivera Plate kr. 102 millj. fyrir
Caniggia. Juventus og Roma
höfðu einnig áhuga á þessum snjalla
leikmanni, sem skrifaði undir fjög-
urra ára samning við Verona. Þrír
útlendingar eru nú hjá félaginu.
Fyrir voru Elkjær og Thomas
Berthold frá V-Þýskalandi. Allt
bendir nú til að þrír útlendingar fái
að leika með ítölsum 1. deildarliðum
næsta keppnistímabil.
■ JAN Heintze, danski lands-
liðsmaðurinn í knattspyrnu hjá
Eindhoven í Hollandi, meiddist á
fæti í æfingaleik í vikunni. Fyrst
var talið að hann væri fótbrotinn.
Annað kom í ljós á sjúkrahúsi.
Heintze hafði tognað illa á fæti og
verður hann frá keppni í fjórar vik-
KÖRFUKNATTLEIKUR
Mál ívars
Websterfer
fyrirdóm
MÁL ívars Websters verður
tekið fyrir í dómstól UMSK á
næstunni. Málið hefur dregist
nokkuð, nú er búið að dómtaka
málið sem þýðir að dómurinn
hefur samþykkt kæruna og tek-
ur hana til meðferðar. Áður
hafði kæru UBK verið vísað frá
vegna formgalla, en nú hefur
kæran verið samþykkt.
Upptökin áttu sér stað í leik
Hauka gegn Breiðbliki í Úrv-
alsdeildinni í körfuknattleik 12.
desember. Þá sló ívar Webster, leik-
maður Hauka, Bjöm Hjörleifsson,
leikmann Breiðbliks. Atvik þetta
gerðist í leikhlé og átti sér nokkum
aðdraganda. Höggið var þungt og
Bjöm meiddist. Því var kallað var
á lögregluna og hún tók skýrslu
af atvikinu.
Síðan þetta gerðist er liðinn mánuð-
ur, en málið hefur ekki enn komið
fyrir dóm. Það er þó útlit fyrir að
dæmt verði í málinu 18. eða 20.
janúar.
Þar sem dómarar leiksins sáu ekki
atvikið verður það lögregluskýrslan
sem vegur þyngst. Haukar hafa
einnig hafa sent inn myndbands-
snældu úr leiknum þar sem viðskipti
ívars og Bjöms í leiknum sjást.
Þar sem að málið verður ekki tekið
fyrir strax getur ívar leikið með
Haukum gegn Þor í Úrvalsdeildinni
15. janúar. Hann lék með Haukum
um síðustu helgi gegn Tindastól í
Bikarkeppninni.
„Við vonumst að sjálfsögðu til að
dómurinn verði ekki of þungur.
Þetta mál á sér nokkra forsögu og
ég held að það væri ekki sann-
gjamt að dæma bara eftir högg-
inu,“ sagði Pálmar Sigurðsson,
þjálfari Hauka í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Það kom upp
svipað mál í 1. deild kvenna er ein
stúlkan réðist á aðra. Það var kært,
en of seint og var kæmnni var vísað
frá. Það er í raun eina málið sem
á sér hliðstæðu við þetta mál.
Annars finnst mér að það hefði átt
að vera búið að ganga frá þessu
fyrir löngu. Það er til skammar að
láta þetta dragast svona og láta
alla bíða í óvissu", sagði Pálmar
að lokum.
HANDBOLTI / AFMÆLISMOT KA
KA-menn sigurvegarar
Um helgina fór fram hand-
knattleiksmót á Akureyri
sem KA hélt í tilefni 60 ára af-
mælis síns. Liðin sem mættu til
leiks voru gest-
FráReyni gjafamir KA, Þór
Eiríkssyni og Breiðablik.
áAkureyrí Leikin var tvöföld
umferð og var það
afmælisbamið sem stóð uppi sem
sigurvegari í lokin — vann alla
sína leiki.
Úrslit í einstaka leikjum á mótinu
urðu sem hér segir:
KA-Þór..............20:15
Þór-UBK.............21:31
KA-UBK..............35:26
Þór-UBK.............27:20
KA-Þór..............30:18
KA-UBK..............35:26
Upphaflega stóð til að landsliðs
íslands skipað leikmönnum 21 árs
og yngri tæki þátt í mótinu, en
HSI afboðaði komu liðsins á föstu-
dagskvöld, hálfum sólarhring
áður en mótið hófst. Fannst Akur-
eyringum það lúaleg framkomu
af hálfu HSÍ.
MorgunblaÖið/BAR
íwar Webster sést hér í leik með Haukum. Hann á yfír höfði sér þungan dóm.
KNATTSPYRNA
EM 1992 íSví-
þjóð eða Spáni?
Spánveijar og Svíar hafa sent inn umsókn til Knattspymusamband
Evrópu, um að fá að halda úrslitakeppni Evrópukeppni landsliðs
1992. Sovétmenn hafa hætt við að sækja um að halda keppnina.
Svíar taka það fram í umsókn sinni að nokkrir leikir í keppninni, ef
þeir fá að halda hana, fari fram í Kaupmannahöfn í Danmörku.
Þijátíu og fjórar þjóðir af 35 sem eru í UEFA hafa tilkynnt þátttöku
í Evrópukeppninni. Smáríkið San Marino á Ítalíu hefur sent inn þátt-
tökutilkynningu. Aðeins Liechtenstein hefur ekki tilkynnt um þátttöku.
AMERÍSKAR ÍÞRÓTTIR
Kuldaboli setur strik í reikninginn
Washington og Minnesota-vinna óvænt á útivelli
ur.
I UPPSELT er á opnunarleik
EM í knattspymu - leik V-Þýska-
lands og Ítalíu. Strax eftir að búið
var að draga í riðla, urðu símalínur
rauðglóandi og miðar pantaðir. Þá
seldist einnig upp á úrslitaleikinn,
sem verður í Múnchen. Fáir miðar
eru eftir á leiki V-Þýskalands gegn
Danmörku og Spáni. Forráða-
menn keppninnar sögðu í gær
að enn væri til hellingur af mið-
um á hina ellefu leikina í EM.
■ MARTINA Navratilova ein
besta tenniskona heims ætlar ekki
að taka þátt í Ólympíuleikunum
í Seoul í september. Hún segir að
Ólympíuleikarnir falli illa inní
skipulagið og hún leggi meiri
áherslu á Grand Prix mótin. Navr-
atilova sem er 32 ára segist
hinsvegar ætla að taka þátt I
Olympiuleikunum 1992 í Barcel-
ona. Chris Evert mun heldur ekki
taka þaft í Olympíuleikunum í
Seoul og heldur ekki Frakkinn
Yannick Noah . Hann sagði: „Mér
Ok-finnst ekki að atvinnumenn eigi að
taka þátt í Olympíuleikum. Við
æfum alla daga, þénum vel og erum
þekktir. Olympíuleikar eru hins-
vegar fyrir áhugamenn sem leggja
sig alla fram við að koma ser á
framfæri og leikamir em þeirra
stærsta von. Ég var valinn í lið
Frakka en það hvarlaði aldrei að
mér að fara.“
ÞAÐ fór eins og marga grunaði
íátta liða úrslitum NFL-deildar-
innar í ameríska fótboltanum
um helgina. Þrátt fyrir að hei-
maliðin væru talin sigurstrang-
legri í öllum fjórum leikjunum
komust aðeins tvö þeirra í und-
anúrslit.
I„Amerísku“-deildinni léku Cle-
veland Browns og Indianapolis
Colts í nístingskulda í Cleveland á
laugardag. Eftir jafnan fyrri hálf-
leik var stáðan
Gunnar 14:14, en Cleveland
/algeirsson tók leikinn í sínar
skrifar hendur í síðari hálf-
leik og Bemie
Kosar, kastari liðsins, stjómaði
sínum mönnum af miklu öryggi.
Lokatölur urðu 38:21 fyrir Cleve-
land.
Á sunnudag léku Denver Broncos
og Houston Oilers á Mile High Stad-
ium í Denver. Broncos tóku leikinn
strax í sínar hendur, stálu boltanum
tvisvar af Houston í fyrsta leikhluta
og skoruðu. Eftir það var sigur
Denver aldrei í hættu og úrslitin
urðu 34:10 fyrir Denver.
Það verða því Denver og Cleveland
sem mætast í úrslitum í amerísku
deildinni um næstu helgi. Er víst
að leikmenn Cleveland brenna í
skinninu að fá tækifæri að spila við
lið Denver. í fyrra léku sömu lið
til úrslita í deildinni og þá vann
Denver. Eru því eflaust margirleik-
manna Cleveland í hefndarhug
essa dagana.
„National“-deildinni fékk San
Fransiskó 49ers lið Minnesota Vik-
ings í heimsókn á laugardag. Var
lið San Fransiskó talið sigurstrang-
legast af öllum þeim átta liðum sem
léku um helgina. En eins og sannir
víkingar voru liðsmenn Minnesota
ekki á þeim buxunum að láta slá
sig út úr keppninni. Eftir jafnan
fyrsta leikhluta var staðan 3:3. Þá
gerði Minnesota út um leikinn með
17 stigum í röð og eftir það áttu
49ers sér ekki viðreisnar von. Meira
að segja tók þjálfari San Fransiskó
það til bragðs að skipta Joe Mont-
ana, stjómanda liðsins, útaf og setja
varamann hans, Steve Young, inná.
Undir hans stjóm skoraði liðið fljót-
lega tvö snertimörk, en það var þá
orðið of seint til að ráða úrslitum.
Minnesota sigraði því mjög óvænt
36:24.
Seinni leikurinn í „National“-deild-
inni var á sunnudag í Chicago. Þar
tóku heimamenn á móti Washing-
ton Redskins og var þessi leikur
mest spennandi af öllum leikjum
helgarinnar. Það var 11 stiga frost
í byijun leiksins og töluverður
strekkingur á Soldier Field leik-
vanginum í Chicago. Leikmönnum
Chicago gekk betur að aðlagast
þessum kulda og komust í 14:0, en
„Rauðskinnamir“ frá höfuðborg-
inni tóku sig til og jöfnuðu fyrir
hálfleik. í upphafi síðari hálfleiks
náði Chicago Bears 17:14 forystu
með snertimarki, en þá tók vörn
Washington sig til og stöðvaði allar
tilraunir sóknarliðs Chicago það
sem eftir lifði leiksins. Á meðan
skoruðu sóknarleikmenn liðsins þó
eitt snertimark og sigraði því Was-
hington 21:17.
Það verða því Washington og Min-
nesota sem leika til úrslita í
„National“-deildinni. Fer sá leikur
fram í Washington.
Cleveland og Washington eru talin
líklegri til að sigra um næstu helgi,
en það kom vel fram um helgina
að allt getur gerst í þessari úrslita-
keppni. Sigurvegararnir um næstu
helgi keppa síðan í „Super Bowl“
þann 31. janúar nk. í San Diego.
NBA-deildin
Eftir góða sigra í Detroit og Ind-
iana hafa Los Angeles Lakers nú
unnið 14 leiki í röð og eru með
besta árangurinn í NBA-deildinni,
25 sigrar og 6 töp. í Austurdeild-
inni hefur Atlanta Hawks gengið
best, er með 24 sigra og 8 töp, en
næst kemur Boston með 21 sigur
og 10 töp.
Hjá Lakers hefur Byron Scott stað-
ið sig vel að undanförnu, en bæði
Larry Bird og Kevin McHale hafa
átt góða leiki með Boston að und-
anförnu. Þess má geta að stjömu-
leikurinn í NBA-deildinni fer fram
þann 7. febrúar í Chicago og hefur
Michael Jordan fengið langflest at-
kvæði í kosningu áhorfenda til
þessa. Það eru áhorfendur á leikjum
deildarinnar sem kjósa byijunarlið
í báðum deildum, en síðan ákveða
þjálfarar hvaða aðrir leikmenn kom-
ast í lið.