Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 7 Fengur á Grænhöfðaeyjum: Erfiðleikar vegna deilna heimamanna Veiðar eru þó hafnar og aðstoðin gengur samkvæmt áætlun FENGUR, skip Þróunarsam- vinnustofnunar Islands, er nú við veiðar frá Grænhöfðaeyjum. Skipið kom þangað i byrjun árs- ins og mættu útgerð þess þá nokkrir erfiðleikar vegna stirðra innbyrðis samskipta þeirra, sem útgerð, fiskvinnslu og markaðs- setningu stjórna á staðnum. Þess- ir erfiðleikar eru nú að mestu yfirstaðnir og þróunaraðstoðin mun áfram ganga samkvæmt áætlun að sögn Bjöms Dagbjarts- sonar, stjómanda stofnunarinn- ar. Fyrirtækið, sem Þróunarsam- vinnustofnunin hefur haft mest samskipti við á Grænhöfðaeyjum, er orðið að tveimur. Annað sér um útgerð, hitt um fiskvinnslu og mark- aðsmál og virtust samskipti þeirra á milli stirð. Fiskvinnslu- og mark- aðshlutinn virtist telja sig ekkert hafa með útgerðina'að gera, hann ætti aðeins að sjá um aflann og hafa af honum tekjur. Útgerðar- hlutinn ætti hins vegar að sjá um útgerðina og bera kostnað því fylgj- andi. Um þessi verkaskipti náðist ekki samkomulag. Bjöm Dagbjartsson sagði að þessi staða hefði komið nokkuð flatt upp á menn. Þeir hefðu talið sig vera að skipta við stjómvöld eyjanna, sem tælqu á sig ýmsan kostnað og hefðu á móti tekjur af sölu aflans. Málið væri að mestu leyst, en hlut- imir væm þó enn þyngri í vöfum, en þeir hefðu verið. Þá gat Bjöm þess, að í síðustu viku hefði Olafur Karvel Pálsson, fiskiffæðingur, verið á eyjunum til að leggja gmnn að sýnatöku og ein- földum rannsóknum á staðnum. Axel Bjömsson, jarðeðlisfræðingur, væri síðan á fömm suður eftir til frumathugana, meðal annars í því skyni að kanna hvort heitt vatn væri finnanlegt með bomnum. Þá færi Öm Traustason suður í vor til að kenna heimamönnum að nota dragnót við veiðar á bátum sínum. Með Feng á Grænhöfðaeyjum em nú fjórir íslendingar og er Stefán Þórarinsson verkefnisstjóri. Skip- stjóri er Sigurður Hreiðarsson, stýri- maður Jóhann Gunnarsson og vél- stjóri Jóhann Pálsson. í marz fer síðan Hrafn Heimisson suður til afleysinga. Mal Jons Kristmssonar: Aðilar skili áliti um sættir fyrir 15. mars Mannréttindanef nd Evrópu hefur farið þess á leit að fulltrú- ar íslenska ríkisins og Jóns Krist- inssonar frá Akureyri skili áliti sinu fyrir 15. mars, um það hvort mögulegt verði að koma á sáttum í málinu. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu þann 14. október síðastlið- inn ákvað nefndin að mál Jóns Krist- inssonar skyldi tekið til efnismeð- Engey seldi í Bremerhaven TOGARINN Engey RE seldi á miðvikudag afla sinn í Bremer- haven. Verð fyrir aflann var við- unandi. Engey seldi alls 184 tonn, mest karfa. Heildarverð var 11,9 milljón- ir króna, meðalverð 64,88. 20 tonn af þessu voru dæmd ónýt og fóm í gúanó. Ástæða þess var sú að ís, sem notaður var um borð, reyndist ekki nægilega vel og rann of mikið. Séu þessu 20 tonn dregin frá söl- unni er meðalverðið 73,18. ferðar. Jón kærði til nefndarinnar þá tilhögun mála á íslandi, að sami maður gæti farið með rannsókn máls og dæmt í því, eins og raunin er með sýslumenn. Nefndin taldi sakarefnið alvarlegt, en ekki var um endanlega afgreiðslu að ræða. Næsta skref í málinu var að leita sátta og hefur mannréttindanefndin nú farið þess á leit að aðilar skili áliti sínu þar um fyrir 15. mars. Takist sættir ekki fer málið fyrir ráðherranefnd og loks fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu, Eiríkur Tómasson, sem fer með málið fyrir hönd Jóns, sagði í gær að fullur vilji væri meðal aðila að koma á sáttum og hefðu aðilar rætt málið sín á milli. „Ég tel sættir ráð- ast af væntanlegu frumvarpi um aðskilnað dómsvalds og fram- kvæmdavalds," sagði hann. „Nefnd, sem dómsmálaráðherra skipaði til að Qalla um þann aðskilnað, hefur ekki skilað áliti enn.“ í Morgunblaðinu í síðustu viku var haft eftir dómsmálaráðherrra, Jóni Sigurðssyni, að álits nefndar- innar væri að vænta um miðjan fe- brúar. Leðurj akkar, stakar buxur, skyrtur og rúllukragabolir Tilvalið £yrir ferminguim - Verö staögr. 1.035.000 með ryðvörn. Átta óra ryðvarnarábyrgð ÚTBORGUN: 25% EFTIRSTÖÐVAR: 18-36 MÁN. Allar gerðir til afgreiðslu strax. Sýningarbílar í Volvosal. Opið í Volvosal mán.-fðs. 9-18 laugardaga 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.