Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 7

Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 7 Fengur á Grænhöfðaeyjum: Erfiðleikar vegna deilna heimamanna Veiðar eru þó hafnar og aðstoðin gengur samkvæmt áætlun FENGUR, skip Þróunarsam- vinnustofnunar Islands, er nú við veiðar frá Grænhöfðaeyjum. Skipið kom þangað i byrjun árs- ins og mættu útgerð þess þá nokkrir erfiðleikar vegna stirðra innbyrðis samskipta þeirra, sem útgerð, fiskvinnslu og markaðs- setningu stjórna á staðnum. Þess- ir erfiðleikar eru nú að mestu yfirstaðnir og þróunaraðstoðin mun áfram ganga samkvæmt áætlun að sögn Bjöms Dagbjarts- sonar, stjómanda stofnunarinn- ar. Fyrirtækið, sem Þróunarsam- vinnustofnunin hefur haft mest samskipti við á Grænhöfðaeyjum, er orðið að tveimur. Annað sér um útgerð, hitt um fiskvinnslu og mark- aðsmál og virtust samskipti þeirra á milli stirð. Fiskvinnslu- og mark- aðshlutinn virtist telja sig ekkert hafa með útgerðina'að gera, hann ætti aðeins að sjá um aflann og hafa af honum tekjur. Útgerðar- hlutinn ætti hins vegar að sjá um útgerðina og bera kostnað því fylgj- andi. Um þessi verkaskipti náðist ekki samkomulag. Bjöm Dagbjartsson sagði að þessi staða hefði komið nokkuð flatt upp á menn. Þeir hefðu talið sig vera að skipta við stjómvöld eyjanna, sem tælqu á sig ýmsan kostnað og hefðu á móti tekjur af sölu aflans. Málið væri að mestu leyst, en hlut- imir væm þó enn þyngri í vöfum, en þeir hefðu verið. Þá gat Bjöm þess, að í síðustu viku hefði Olafur Karvel Pálsson, fiskiffæðingur, verið á eyjunum til að leggja gmnn að sýnatöku og ein- földum rannsóknum á staðnum. Axel Bjömsson, jarðeðlisfræðingur, væri síðan á fömm suður eftir til frumathugana, meðal annars í því skyni að kanna hvort heitt vatn væri finnanlegt með bomnum. Þá færi Öm Traustason suður í vor til að kenna heimamönnum að nota dragnót við veiðar á bátum sínum. Með Feng á Grænhöfðaeyjum em nú fjórir íslendingar og er Stefán Þórarinsson verkefnisstjóri. Skip- stjóri er Sigurður Hreiðarsson, stýri- maður Jóhann Gunnarsson og vél- stjóri Jóhann Pálsson. í marz fer síðan Hrafn Heimisson suður til afleysinga. Mal Jons Kristmssonar: Aðilar skili áliti um sættir fyrir 15. mars Mannréttindanef nd Evrópu hefur farið þess á leit að fulltrú- ar íslenska ríkisins og Jóns Krist- inssonar frá Akureyri skili áliti sinu fyrir 15. mars, um það hvort mögulegt verði að koma á sáttum í málinu. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu þann 14. október síðastlið- inn ákvað nefndin að mál Jóns Krist- inssonar skyldi tekið til efnismeð- Engey seldi í Bremerhaven TOGARINN Engey RE seldi á miðvikudag afla sinn í Bremer- haven. Verð fyrir aflann var við- unandi. Engey seldi alls 184 tonn, mest karfa. Heildarverð var 11,9 milljón- ir króna, meðalverð 64,88. 20 tonn af þessu voru dæmd ónýt og fóm í gúanó. Ástæða þess var sú að ís, sem notaður var um borð, reyndist ekki nægilega vel og rann of mikið. Séu þessu 20 tonn dregin frá söl- unni er meðalverðið 73,18. ferðar. Jón kærði til nefndarinnar þá tilhögun mála á íslandi, að sami maður gæti farið með rannsókn máls og dæmt í því, eins og raunin er með sýslumenn. Nefndin taldi sakarefnið alvarlegt, en ekki var um endanlega afgreiðslu að ræða. Næsta skref í málinu var að leita sátta og hefur mannréttindanefndin nú farið þess á leit að aðilar skili áliti sínu þar um fyrir 15. mars. Takist sættir ekki fer málið fyrir ráðherranefnd og loks fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu, Eiríkur Tómasson, sem fer með málið fyrir hönd Jóns, sagði í gær að fullur vilji væri meðal aðila að koma á sáttum og hefðu aðilar rætt málið sín á milli. „Ég tel sættir ráð- ast af væntanlegu frumvarpi um aðskilnað dómsvalds og fram- kvæmdavalds," sagði hann. „Nefnd, sem dómsmálaráðherra skipaði til að Qalla um þann aðskilnað, hefur ekki skilað áliti enn.“ í Morgunblaðinu í síðustu viku var haft eftir dómsmálaráðherrra, Jóni Sigurðssyni, að álits nefndar- innar væri að vænta um miðjan fe- brúar. Leðurj akkar, stakar buxur, skyrtur og rúllukragabolir Tilvalið £yrir ferminguim - Verö staögr. 1.035.000 með ryðvörn. Átta óra ryðvarnarábyrgð ÚTBORGUN: 25% EFTIRSTÖÐVAR: 18-36 MÁN. Allar gerðir til afgreiðslu strax. Sýningarbílar í Volvosal. Opið í Volvosal mán.-fðs. 9-18 laugardaga 10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.