Morgunblaðið - 11.02.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
25
Loðnanað
grynnaásér
LOÐNAN er nú að grynna á sér
og færa sig nær landi í Beru-
fjarðaráli. Skipin eru því óðum
að skipta yfir á grunnnætur til
að geta betur átt við veiðina.
Aflinn á þriðjudag varð alls 6.440
tonn og siðdegis í gær var hann
orðinn 8.320.
Auk þeirra skipa, sem fengu afla
á þriðjudag og áður er getið, fór
Rauðsey AK með 610 tonn til Akra-
ness.
Síðdegis í gær höfðu eftirtalin
skip tilkynnt um afla: Eldborg HF
1.200 og Guðrún Þorkelsdóttir SU
600 til Eskifjarðar, Hákon ÞH 900
til Seyðisfjarðar, Huginn VE 510
til Reyðarfjarðar, Beitir NK 700 til
Neskaupstaðar, Súlan EA 650 til
Krossaness, Albert GK 400 og Galti
ÞH 540 til Homafjarðar. Eftirtalin
skip höfðu ekki ákveðið löndunar-
stað: Höfrungur AK 920, Sjávar-
borg GK 700 og Fífill GK 520 tonn.
Ráðunautar
kynna
hrossarækt
og tölvuspár
Síðasti fundurinn í
Félagsheimili Fáks
í kvöld
HROSSARÆKTIN í landinu og
niðurstöður úr tölvuútreikningi
á kynbótagildi hrossa eru helstu
umræðuefni á fundum ráðunaut-
anna Þorkels Bjarnasonar og
Kristins Hugasonar sem þeir
halda með hestamönnum og öðr-
um áhugamönnum um hrossa-
rækt þessa dagana. Ráðunaut-
amir hafa þegar haldið fundi í
Borgarnesi og á Selfossi, en
þriðji og siðasti fundurinn verð-
ur haldinn í Fáksheimilinu í
Reykjavík í kvöld.
Þorkell Bjamason hrossaræktar-
ráðunautur sagði í samtali við
Morgunblaðið að tilgangur með
þessum fundum væri að ræða við
hestamenn um það sem helst er á
döfínni í hrossaræktinni, enda væru
ýmis mál sem brenna á hestamönn-
um í sambandi við rekstur þessa
starfs. Rætt er um það sem helst
gerðist í hrossaræktinni á síðasta
sumri og einnig er rætt um framtíð-
ina, til dæmis Fjórðungsmótið sem
haldið verður á Vesturlandi í vor.
Þá er fjallað um starf hrossa-
ræktarsambandanna átta sem
starfa í landinu, fjármögnun á starf-
semi þeirra, stóðhestakaup og
fleira.
Kristinn Hugason kynnir síðan
nýjar niðurstöður úr tölvuspá um
hrossarækt og útskýrir kynbóta-
einkunnir og spár. í erindi sínu
kemur hann einnig inn á ræktunar-
mál og kynbætur.
Fundurinn sem haldinn verður í
Félagsheimili Fáks í Víðidal í kvöld
er öllum opinn. Hann hefst klukkan
20.30.
Elli- og örorkulífeyrisþegar í Reykjavík:
Fasteignaskattur miðast við
tekjur frá Tryggingastofnun
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að viðmiðunartölur vegna
lækkunar á fasteignarskatti
elli- og örorkulífeyrisþega,
skuli miðast við tekjur frá
Tryggingastofnun rikisins.
Samkvæmt þeim skal fella niður
álagðan fasteignaskatt hjá þeim,
sem aðeins hafa tekjur frá Trygg-
ingastofnun ríkisins, það er elli-
og örorkulífeyrir, tekjutryggingu
og heimilisuppbót.
Einstaklingar með tekjur allt
að 320.000 krónum á ári og hjón
með allt að 480.000 krónum á
ári, fá 80% lækkun á fasteigna-
skatti. Einstaklingar með tekjur á
bilinu 320.000 til 380.000 krónur
á ári og hjón með tekjur á bilinu
480.000 krónum til 570.000 krón-
um, fá 50% lækkun á fasteigna-
gjöídum árisns 1988.
meirí háttar
0STV
TIIfiOÐ
stendur tíl 12. febrúar
á ca. 450 g stykkjum af brauðostinum góða.
Verð áður:
kr. 5(Kf/kílóið
Tilboðsverð:
kr.39
1 • X
kílóið
Rúmlega 20% lækkun!