Morgunblaðið - 11.02.1988, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
Bophuthatswana:
Valdatökunni
hrundið með að-
stoð hers
Mmabatho í Suður-Afríku. Reuter.
STJÓRNYÖLD í Suður-Afríku
gáfu fyrirskipun um að herínn
hefði afskipti af valdatökunni
í heimalandinu Bophuthats-
wana í gær. Að sögn stjórnar
Suður-Afríku er það að beiðni
ráðamanna í heimalandinu að
þeir grípu inn í atburðarásina
og komu stjórninni sem steypt
var til hjálpar.
Botha forseti Suður-Afríku
sagði á þinginu í Höfðaborg í gær
að hann hefði fyrirskipað afskipti
ERLENT
S-Afríku
hersins eftir að stjómin, sem var
steypt af hemum í Bophuthats-
wana, bað um aðstoð. Heimal-
andið sem aðeins er álitið sjálf-
stætt ríki af stjóminni í Pretoríu,
er þekkt sumarleyfisparadís og
hefur hingað til verið álitið róleg-
ast hinna tíu heimalanda S-
Afríku!
Herinn í Bophuthatswana,
steypti stjóminni vegna spillingar
innan hennar að sögn talsmanns
hersins í útvarpi í gær. Tilkynnt
var að stjóm landsins hefði verið
falin Rocky Malebane-Metsing,
sem hefur um árabil verið fremsti
andstæðingur stjómar Lucasra
Mangopes, forseta. Ein af ástæð-
um valdatökunnar var sögð vera
tengsl forsetans við Shabtai Kal-
manovitsj sem er kaupahéðinn
sem handtekinn var í ísrael grun-
aður um njósnir fyrir Sovétríkin.
Reuter
Lucas Mangope, forseti Bophut-
hatswana.
Botha sagði að utanríkisráð-
herra Bophuthatswana, sem hefði
flúið í sendiráð Suður-Afríku í
Mmabatho ásamt öðmm stjómar-
liðum, hefði hringt og beðið um
aðstoð. „Suður-afríski herinn er
einungis að framfylgja óskum
hans,“ sagði Botha. Herinn frels-
aði Mangope forseta úr höndum
hermanna á íþróttavelli í borginni
og að sögn sjónarvotta var honum
ekið til forsetahallarinnar.
22222222
222222222
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
AFMÆUSTILBOÐ 2
FJÚRIR STERKIR OG ENDINGAGÓÐIR
SNOWCAP ÍSSKÁPAR Á FRABÆRU VERÐI
★★★★ 120FM
120 lilra frystiskápur mtí fjórum skúllum
Hægri eJa vinstri opnurtarmöguleikar Plasl-
huOufl spónarplata ofan á skápnum.
★★★/★★ 180/800L
280 litra frysti og kæliskápur með sér 80 litra
frystihólfi að neðan Hægri/vinstri opnunar-
möguleikar. Affrystír sig sjállur.
★★★/★★ 280M
280 litra tvískiptur kæliskápur méö 45 lilia
fryslihúlli. Hsgri eða vinstri opnunarmðgu-
leikar. Sjálfvirk affrysting.
★★ 150DL
150 lítra kæliskápur meö frystihólfi. Hægri eöa
vinstri opnunarmöguleikum Plasthúöuö
spónarplata ofan á skápnum.
Verö
kr. 20.425.-
Tilboósverð
kr. 17.900.-stgr.
Verö
kr. 27.990.-
Tilboösveró
kr. 23.900.- mgr.
Verö
kr. 23.465.-
Tilboösverð
kr. 19.900.- stgr.
Verö
kr, 17.670.-
Tilboösverð
kr. 14.900.- stgr.
TILBOÐIÐ STENDUR TIL 1. MARS ’88 OPIÐ LAUGARDAGA TIL KL. 16.00
GÆÐI Á GÓÐU VERÐI
SKIPHOLT 7 S: 20080 - 26800
ÁRA
ÖRUGG
ÞJÓNUSTA
Nýútkomin mannréttindaskýrsla:
Mannréttinda-
ástand batnar víða
þótt hægt fari
Ástandið verst 1
Rúmeníu og
kommúnistaríkj-
um Afríku
Washington, Reuter.
BANDARÍKJASTJÓRN skýrði frá
þvi í gær að ástand mannréttinda-
mála hefði víða batnað á síðasta
ári, en hefði þó hrakað sums stað-
ar — sérstaklega í Rúmeníu og
kommúnistarilgum Afriku. Þá
kom fram í skýrslunni að þrátt
fyrir að ofbeldi hefði minnkað í
Suður-Afríku, hefðu stjórnvöld
dregið úr almennum lýðréttind-
um. Sérstaklega var fagnað fram-
förum í lýðræðisátt i Suður-Kóreu
og á Filippseyjum.
Fram kom í skýrslunni að í Sov-
étríkjunum hefði margt breyst til
betri vegar, en jafnframt var sagt
að stjómvöld vistuðu andófsmenn í
geðveikrahælum og að tjáningar-
frelsi væri enn sem fyrr heft. Fagnað
var lausn um 300 pólitískra fanga,
en talið er að margfalt fleiri séu enn
í fangelsum og þrælkunarbúðum.
í skýrslunni sagði að fleiri farar-
leyfi til útlanda væru nú veitt en
síðustu ár á undan, reglugerðir um
brottflutning frá Sovétríkjunum
hefðu verið rýmkaðar og að sumum
trúarhópum væri sýnt meira umburð-
arlyndi en áður. Gyðingar og aðrir
minnihlutahópar sæta þó enn ýmis
konar mismunun ef ekki ofsóknum.
í Austur-Evrópu hafa stjómvöld
víðast hvar slakað á klónni .og var
þess getið að í Albaníu sæjust í
fyrsta skipti ýmis merki breytinga í
fijálsræðisátt.
Skýrslan var sérstaklega harðorð
í garð Rúmeníu og sagði að ástandið
færi þar hríðversnandi og hefði það
ekki verið beysið fyrir. Var alræðis-
stjóm Ceaucescus harðlega gagn-
rýnd, en leiðtoginn hefur mjög hert
tökin að undanfömu.
Ástandið í kommúnistaríkjum
Afríku var sagt hafa breyts mjög til
hins verra með einni undantekningu,
Mozambique. Þyngstum orðum var
farið um marxistastjómina í Eþíópíu,
en undanfarin ár hefur hún yfírleitt
notið þess vafasama heiðurs að telja
það ríki heims þar sem mannréttindi
em mest fótum troðin.
Fundur leiðtoga
EB-ríkja:
Delors uggandi
um ágreining
Breta og Vest-
ur-Þjóðverja
Brilssel, Reuter.
JACQUES Delors, forseti Evrópu-
ráðsins, sagði í gær að það myndi
hafa alvarlegar afleiðingar í för
með sér ef Bretar og Vestur-
Þjóðverjar sneru fundi leiðtoga
Evrópubandalagsríkja um land-
búnaðarmál í „þursabardaga."
Á fundinum, sem hefst á fímmtu-
dag, verður flallað um aukafjárveit-
ingu til landbúnaðarins og hvemig
draga megi úr ört vaxandi útgjöldum
til hans.
Delors sagði á blaðamannafundi í
gær að allar líkur bentu til þess að
leiðtogar ríkja Evrópubandalagsins
kæmust ekki að samkomulagi. Hann
sagði hins vegar að ekki ætti að
vera of erfítt að draga úr landbúnað-
arútgjöldunum. „Ef leiðtogamir snúa
fundinum ekki upp í þursabardaga
verður hægt að leysa vandamálin.
En ef eitt ríki reynir að þröngva eig-
in sjónarmiðum upp á hin ríkin næst
ekki samkomulag og þá megum við
vænta mikilla þrenginga," sagði Del-
ors meðal annars.
FEBRÚAR-TILBOÐ
fteirmiisiccjvi
KRINGLUNNI -SÍMI (91)685868