Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 Bophuthatswana: Valdatökunni hrundið með að- stoð hers Mmabatho í Suður-Afríku. Reuter. STJÓRNYÖLD í Suður-Afríku gáfu fyrirskipun um að herínn hefði afskipti af valdatökunni í heimalandinu Bophuthats- wana í gær. Að sögn stjórnar Suður-Afríku er það að beiðni ráðamanna í heimalandinu að þeir grípu inn í atburðarásina og komu stjórninni sem steypt var til hjálpar. Botha forseti Suður-Afríku sagði á þinginu í Höfðaborg í gær að hann hefði fyrirskipað afskipti ERLENT S-Afríku hersins eftir að stjómin, sem var steypt af hemum í Bophuthats- wana, bað um aðstoð. Heimal- andið sem aðeins er álitið sjálf- stætt ríki af stjóminni í Pretoríu, er þekkt sumarleyfisparadís og hefur hingað til verið álitið róleg- ast hinna tíu heimalanda S- Afríku! Herinn í Bophuthatswana, steypti stjóminni vegna spillingar innan hennar að sögn talsmanns hersins í útvarpi í gær. Tilkynnt var að stjóm landsins hefði verið falin Rocky Malebane-Metsing, sem hefur um árabil verið fremsti andstæðingur stjómar Lucasra Mangopes, forseta. Ein af ástæð- um valdatökunnar var sögð vera tengsl forsetans við Shabtai Kal- manovitsj sem er kaupahéðinn sem handtekinn var í ísrael grun- aður um njósnir fyrir Sovétríkin. Reuter Lucas Mangope, forseti Bophut- hatswana. Botha sagði að utanríkisráð- herra Bophuthatswana, sem hefði flúið í sendiráð Suður-Afríku í Mmabatho ásamt öðmm stjómar- liðum, hefði hringt og beðið um aðstoð. „Suður-afríski herinn er einungis að framfylgja óskum hans,“ sagði Botha. Herinn frels- aði Mangope forseta úr höndum hermanna á íþróttavelli í borginni og að sögn sjónarvotta var honum ekið til forsetahallarinnar. 22222222 222222222 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 AFMÆUSTILBOÐ 2 FJÚRIR STERKIR OG ENDINGAGÓÐIR SNOWCAP ÍSSKÁPAR Á FRABÆRU VERÐI ★★★★ 120FM 120 lilra frystiskápur mtí fjórum skúllum Hægri eJa vinstri opnurtarmöguleikar Plasl- huOufl spónarplata ofan á skápnum. ★★★/★★ 180/800L 280 litra frysti og kæliskápur með sér 80 litra frystihólfi að neðan Hægri/vinstri opnunar- möguleikar. Affrystír sig sjállur. ★★★/★★ 280M 280 litra tvískiptur kæliskápur méö 45 lilia fryslihúlli. Hsgri eða vinstri opnunarmðgu- leikar. Sjálfvirk affrysting. ★★ 150DL 150 lítra kæliskápur meö frystihólfi. Hægri eöa vinstri opnunarmöguleikum Plasthúöuö spónarplata ofan á skápnum. Verö kr. 20.425.- Tilboósverð kr. 17.900.-stgr. Verö kr. 27.990.- Tilboösveró kr. 23.900.- mgr. Verö kr. 23.465.- Tilboösverð kr. 19.900.- stgr. Verö kr, 17.670.- Tilboösverð kr. 14.900.- stgr. TILBOÐIÐ STENDUR TIL 1. MARS ’88 OPIÐ LAUGARDAGA TIL KL. 16.00 GÆÐI Á GÓÐU VERÐI SKIPHOLT 7 S: 20080 - 26800 ÁRA ÖRUGG ÞJÓNUSTA Nýútkomin mannréttindaskýrsla: Mannréttinda- ástand batnar víða þótt hægt fari Ástandið verst 1 Rúmeníu og kommúnistaríkj- um Afríku Washington, Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN skýrði frá þvi í gær að ástand mannréttinda- mála hefði víða batnað á síðasta ári, en hefði þó hrakað sums stað- ar — sérstaklega í Rúmeníu og kommúnistarilgum Afriku. Þá kom fram í skýrslunni að þrátt fyrir að ofbeldi hefði minnkað í Suður-Afríku, hefðu stjórnvöld dregið úr almennum lýðréttind- um. Sérstaklega var fagnað fram- förum í lýðræðisátt i Suður-Kóreu og á Filippseyjum. Fram kom í skýrslunni að í Sov- étríkjunum hefði margt breyst til betri vegar, en jafnframt var sagt að stjómvöld vistuðu andófsmenn í geðveikrahælum og að tjáningar- frelsi væri enn sem fyrr heft. Fagnað var lausn um 300 pólitískra fanga, en talið er að margfalt fleiri séu enn í fangelsum og þrælkunarbúðum. í skýrslunni sagði að fleiri farar- leyfi til útlanda væru nú veitt en síðustu ár á undan, reglugerðir um brottflutning frá Sovétríkjunum hefðu verið rýmkaðar og að sumum trúarhópum væri sýnt meira umburð- arlyndi en áður. Gyðingar og aðrir minnihlutahópar sæta þó enn ýmis konar mismunun ef ekki ofsóknum. í Austur-Evrópu hafa stjómvöld víðast hvar slakað á klónni .og var þess getið að í Albaníu sæjust í fyrsta skipti ýmis merki breytinga í fijálsræðisátt. Skýrslan var sérstaklega harðorð í garð Rúmeníu og sagði að ástandið færi þar hríðversnandi og hefði það ekki verið beysið fyrir. Var alræðis- stjóm Ceaucescus harðlega gagn- rýnd, en leiðtoginn hefur mjög hert tökin að undanfömu. Ástandið í kommúnistaríkjum Afríku var sagt hafa breyts mjög til hins verra með einni undantekningu, Mozambique. Þyngstum orðum var farið um marxistastjómina í Eþíópíu, en undanfarin ár hefur hún yfírleitt notið þess vafasama heiðurs að telja það ríki heims þar sem mannréttindi em mest fótum troðin. Fundur leiðtoga EB-ríkja: Delors uggandi um ágreining Breta og Vest- ur-Þjóðverja Brilssel, Reuter. JACQUES Delors, forseti Evrópu- ráðsins, sagði í gær að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér ef Bretar og Vestur- Þjóðverjar sneru fundi leiðtoga Evrópubandalagsríkja um land- búnaðarmál í „þursabardaga." Á fundinum, sem hefst á fímmtu- dag, verður flallað um aukafjárveit- ingu til landbúnaðarins og hvemig draga megi úr ört vaxandi útgjöldum til hans. Delors sagði á blaðamannafundi í gær að allar líkur bentu til þess að leiðtogar ríkja Evrópubandalagsins kæmust ekki að samkomulagi. Hann sagði hins vegar að ekki ætti að vera of erfítt að draga úr landbúnað- arútgjöldunum. „Ef leiðtogamir snúa fundinum ekki upp í þursabardaga verður hægt að leysa vandamálin. En ef eitt ríki reynir að þröngva eig- in sjónarmiðum upp á hin ríkin næst ekki samkomulag og þá megum við vænta mikilla þrenginga," sagði Del- ors meðal annars. FEBRÚAR-TILBOÐ fteirmiisiccjvi KRINGLUNNI -SÍMI (91)685868
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.