Morgunblaðið - 11.02.1988, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Rltstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Aðhald almenn-
ingsálitsins
Hóflegir kjara-
samningar forsenda
fyrir lækkun vaxta
- segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri
JÓHANNES Nordal seðlabanka-
Hagsmunaátökin í sam-
félagi okkar taka stund-
um á sig undarlegar myndir.
Þessa dagana er unnið að því
að koma á nýjum kjarasamn-
ingum. Enn einu sinni er lögð
mest áherzla á það af hálfu
verkalýðsforingja og stjórn-
málamanna, að kjör hinna
lægst launuðu verði bætt. Kjör
fólks er hægt að bæta með
margvíslegum hætti. Ein að-
ferðin er sú að hækka kaup,
önnur að útvega vöru og þjón-
ustu á lægra verði en áður.
Um helgina bárust fréttir
um það, að forráðamenn Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur
ættu í viðræðum við erlent
flugfélag um leiguflug milli
íslands og annarra landa í
sumar með félagsmenn VR.
Ástæðan fyrir því, að þessar
viðræður fara fram er váentan-
lega sú, að félagið hefur ekki
náð samningum við íslenzku
flugfélögin, sem það telur við-
unandi. Þá bregður svo við, að
forráðamenn Starfsmannafé-
lags Flugleiða lýsa því yfir, að
ef VR semji við hið erlenda
félag muni starfsmenn Flug-
Ieiða segja sig úr VR, þar sem
atvinnuöryggi starfsmanna
Flugleiða sé stefnt í hættu!
Nú vill svo til, að rekstur
Flugleiða gekk illa á sl. ári
m.a. vegna þess, að félagið
tapaði miklu fé á flutningi út-
lendinga milli Bandaríkjanna
og Evrópu. Það er því engan
veginn útilokað, að VR fái ekki
viðunandi tilboð frá félaginu
vegna þess, að það þarf að
vinna upp tapið á Ámeríkuflug-
inu. Er við hæfí, að félagsmenn
VR greiði það tap? Þá má líka
spyija, hvort eðlilegt sé, að
allir hinir félagsmenn VR
greiði hærri fargjöld milli landa
til þess að atvinnuöryggi
starfsmanna Flugleiða sé
tryggt.
Nú stefnir í það, að eggja-
og kjúklingaframleiðsla verði
tekin inn í það framleiðslukerfí
landbúnaðarins, sem hefur
gefízt illa og kostað neytendur
mikla fjármuni án þess að það
hafí tryggt bændum lífvænleg
kjör. í umræðum um þau mál
hefur komið fram, að hugsan-
legt sé, að egg og kjúklingar
kosti jafnvel fjórum sinnum
meira hér en í Evrópu. Er eitt-
hvert vit í því, að íslenzkir
neytendur haldi uppi atvinnu-
starfsemi, sem kostar þá svo
mikið umfram það,-sem fólk
þarf að borga í nálægum lönd-
um? Er ekki nóg komið í þeim
efnum? Eigum við að bæta við
atvinnustarfsemi, sem þrífst
ekki nema með margföldum
kostnaði á við það, sem tíðkast
annars staðar? Morgunblaðið
hefur á undanfömum árum
tekið undir þau sjónarmið, sem
margir í hópi eggja- og kjúkl-
ingaframleiðenda hafa sett
fram um nauðsyn frjálsrar
samkeppni á þessu sviði. Þótt
þeir sýnist nú hafa skipt um
skoðun er afstaða Morgun-
blaðsins óbreytt. Það má auð-
vitað spyrja, hvort minni fram-
leiðendur á þessu sviði hafí
markvisst haldið verði niðri
lengur en eðlilegt gat talizt í
því skyni að knýja stærri fram-
leiðendur inn í einokunarkerfí.
En hver sem hin raunverulega
ástæða er, hefur það nú tekizt
að því er virðist.
Það gengur ekki lengur, að
annars vegar standi hér árleg-
ar deilur um kaup og kjör fólks
og ítrekaðar kröfur um bætt
kjör fyrir þá lægst launuðu og
hins vegar rísi hagsmunaaðilar
upp, hvort sem um er að ræða
eggja- og kjúklingaframleið-
endur eða starfsmenn Flug-
leiða, og krefjist þess, að hags-
munir þeirra verði tryggðir á
kostnað almennings í landinu,
þegar leitað er leiða til þess
að bæta kjör fólks með því að
lækka verð á eftirsóttri vöru
eða þjónustu.
Þótt hér séu nýleg og nær-
tæk dæmi tekin til umfjöllunar
eru fjölmörg önnur af svipuðu
tagi, sem koma upp á ári
hverju. Við hofum um langt
árabil verið að vinna okkur út
úr því landbúnaðarkerfí, sem
hefur reynzt neytendum dýr-
keypt. Þetta þjóðfélag getur
ekki staðið undir fleiri atvinnu-
greinum, sem byggja á því að
þær njóti sérstakrar verndar,
sem íslenzkir neytendur borga
að lokum. Samt er það svo,
að stöðugt eru hafðar uppi
kröfur á hendur ríkisvaldinu
eða öðrum aðilum um einhvers
konar vemdunar- eða björg-
unaraðgerðir, sem kosta mikla
flármuni.
Tíðarandinn er breyttur.
Hinn mikli fjöldi fólks í þétt-
býli sættir sig ekki lengur við
að greiða mikla skatta til þess
að standa undir atvinnustarf-
semi, sem ekki er hægt að reka
á eðlilegum grundvelli. Þess
vegna er aðhald almennings-
álitsins harðara og gagnrýnna
en nokkru sinni áður.
stjóri telur hóflega kjarasamn-
inga tii sem lengst tíma forsendu
þess að jafnvægi náist á lána-
markaðnum og skilyrði skapist
fyrir því að að vextir lækki. „Sú
óvissa sem nú ríkir um kjara-
samninga og verðbólguþróun
eykur eftirspum eftir lánsfé og
hækkar raunvexti. Til þess að
raunvextir geti lækkað hér á
landi þarf að koma á betra jafn-
vægi í efnahagsmálum í heild,
draga úr lánsfjáreftirspurn
ríkisins og að jafna lánskjör á
mismunandi lánum á f jármagns-
markaðnum. “
Að baki núverandi ástands í
vaxtamálum liggja fjórar megin-
ástæður, að mati seðlabankastjóra.
í fyrsta lagi hafí vaxtafrelsið frá
nóvember 1986 haft sín áhrif með
því að jafna bilið milli vaxta inn-
og útlána í bankakerfínu og þeirra
va xta sem ríktu á verðbréfamark-
aðinum. Jafnframt því sem vextir
bankanna hafa hækkað til sam-
ræmis því sem gerist annars staðar
hafa raunvextir á frjálsa markaðn-
um farið heldur niður á við. Þessi
nálgun bendi eindregið til þess að
náðst hafí verulega betra jafnvægi
á milli framboðs og eftirspumar á
lánsfé á fjármagnsmarkaðnum
heldur en áður var, eða hefði orðið
Rafmagnskostnaður vegna upp-
hitunar á Hofsósi er nú orðinn
þrisvar sinnum hærri en i ná-
grannabænum Sauðárkróki og
hefur hækkað helmingi meira á
einu ári en olía til húsahitunar.
Að sögn Ófeigs Gestssonar, sveit-
arstjóra, er engin regla á hvenær
rafmagnsreikningarnir eiga að
greiðast. Þvi komi reikningar
sem falli í gjalddaga i byijun
„ÞAÐ er í sjálfu sér ekkert við
það að athuga að sett sé fyllri
löggjöf um þessa starfsemi,"
sagði Gunnar Helgi Hálfdánar-
son framkvæmdastjóri Fjárfest-
ingafélagsins, inn fréttir af fyr-
irhuguðu frumvarpi viðskipta-
ráðherra um starfsemi á fjár-
magnsmarkaði utan banka og
fjárfestingalánakerfis. Þar eru
meðal annars boðuð ákvæði um
láusafjárstöðu verðbréfasjóða og
bindiskyldu gagnvart Seðla-
banka.
„Þó tel ég að rökréttara hefði
verið að endurbæta gildandi lög um
verðbréfamiðlun og verðbréfasjóði,"
sagði Gunnar Helgi. „Með því móti
hefði hætta á misræmi orðið minni.
Hins vegar hefði mátt semja sérstök
ef vextir hefðu ekki verið gefnir
frjálsir.
í annan stað hafí halli á ríkis-
sjóði og aukin áhersla á fjármögnun
hallabúskapar ríkisins á innlendum
lánsfjármarkaði hækkað vexti. í
þriðrja lagi eigi vaxandi verðbólga
og aukin óvissa um þróun hennar
sinn þátt . Samkvæmt reglulegri
úrtakskönnun Seðlabankans hefur
ótti mánna við verðbólgu og óvissa
um þróun gengis og launa vaxið
verulega undanfarið. í upphafi
þessa árs býst almenningur þannig
við helmingi hærri verðbólgu næstu
tólf mánuði, en hann gerð i í byrjun
árs 1987. Við aðstæður sem þessar
er tilhneigingin ætíð sú að eftir-
spum eftir lánsfé vex og vextir leita
upp. Þessu til viðbótar hefur mikið
framboð á niðurgreiddu lánsfé, eins
og nú er í gegnum húsnæðislána-
kerfíð, þau áhrif að hvetja til meiri
framkvæmda, auka heildareftir-
spum lánsfjár og þar með hækka
vexti af öðmm lánum á markaðin-
um. „Af öllu þessu leiðir að háir
raunvextir innanlands eru ekki or-
sök erfiðleikanna heldur afleiðing '
þess óstöðugleika sem nú ríkir í
efnahagslífinu .“
„Vissulega eru raunvextir háir
hér á landi þótt þeir séu ekki hærri
en vlða annars staðar þar sem ríkja
svipaðar aðstæður og hér“, sagði
Jóhannes enn fremur. „En ég tel
mars ákaflega ílla niður á heimil-
unum en þeir berist á þeim tima
sem vitað er að greiðslugeta
heimilana sé minnst, eftir jól og
áramót. Ástæðu þess að Hofsós
sé ekki með eigin hitaveitu segir
hann þá að Orkustofnun hafi
ekki enn fundið heitt vatn á þeim
stað þar sem hagkvæmt sé talið
að virkja það og of dýrt sé talið
að leggja hitaveitu utan úr Fljót-
lög um þá þætti sem ekki gæti
rúmast innan þeirra laga. Ég sé
ekki að það þurfí tvenn lög um
verðbréfamiðlun og verðbréfasjóði,
það býður heim hættu á ósam-
ræmi.“
„Spurningin um bindiskyldu er
út í hött og þekkist hvergi meðal
siðmenntaðra þjóða, vegna þess að
þessir sjóðir eru hvergi taldir til
innlánsstofnana. En með þessu eru
stjómmalamenn auðvitað að gera
kröfu um að fá að ráðskast með
fé þessara sjóða og stýra því í enn
eina vitleysuna.
Það er einnig rætt um að lög-
binda lausafjárhlutfall. Það er auð-
vitað kappsmál þessara sjóða að
hafa iausafjárhlutfall sitt f lagi. Það
er vopn í samkeppninni að hafa
góða Iausafíárstöðu en ef menn vilja
það fjarri öllu lagi að vextir hafi
ekki áhrif á lánsfjáreftirspurn hér
á landi eins og haldið hefur verið
fram eða að háir vextir dragi ekki
úr þenslu og eftirspum eftir lánsfé.
Hér gildir sama lögmál og á öllum
öðrum mörkuðum og öðrum löndum
að hærra verð dregur úr eftirspum
en lágt verð eykur hana. Eitt dæmi
um áhrif vaxta á fjárráðstafanir
manna er hin gífurlega eftirspum
eftir lánum í húsnæðislánakerfinu
þar sem vextir hafa verið lækkaðir
langt niður fyrir markaðssvexti.
Það sama má segja um ásókn í
erlend lán sem stafar að sjálfsögðu
af því að þau eru hagstæðari en
þau innlendu vegna vaxtanna. í
öðm lagi er það vel þekkt að áhrif-
in af hækkun vaxta koma ekki að
fullu fram fyrr en að nokkrum tíma
liðnum. Vextir hafa fyrst og fremst
áhrif á fjárfestingaákvarðanir s em
eru teknar til lengri tíma og eru
tiltölulega ósveigjanlegar.
Onnur hlið á hinum háu raun-
vöxtum er sú gífurlega aukning á
framboði fjármagns í formi spari-
fjár og verðbréfasölu sem þeir hafa
leitt af sér. Þótt ekki séu til tæm-
andi tölur um markaðinn frá síðasta
ári þá lætur nærri að aukning á
framboði á innlendu flármagni til
útlána hafi aukist um nálægt 50%
1987, eða um 20% umfram verð-
bólgu. Þessi aukni spamaður sem
um.
Reikningar fyrir áætlaða notkun
rafmagns í tvo og hálfan -mánuð,
bámst íbúum Hofsósshrepps í byij-
un vikunnar. Sem dæmi má nefna
reikning upp á 14.061 krónu fyrir
hitun hússins og 6.312 í lýsingar-
kostnað, sem til samans gera
20.373 krónur. Annar hljóðaði upp
á 22.138 krónu hitunarkostnað og
6.945 króna lýsingarkostnað, til
binda það í lög, verður að gera þá
kröfu að menn geti uppfyllt laga-
skilyrðin með kaupum á bréfum á
Verðbréfaþingi íslands.
Ef hanna á einhveija sérpappíra,
sem Seðlabanki hefur einkaleyfi á
þá er það úr öllu samræmi við eðli-
lega framþróun á fíármagnsmark-
aði og ólíkt öllu sem þekkist erlend-
is. Þama er tviskinnungur á ferð.
Þessi ríkisstjóm vill leyfa íslending-
um að fjárfesta erlendis í framtíð-
inni. Þá verða þessir sjóðir og
íslensk verðbréfafyrirtæki komin í
beina samkeppni við erlenda aðila
og ef búa á okkur þrengri og verri
starfsskilyrði en erlend fyrirtæki
búa við, er verið að draga úr sam-
keppnishæfni íslenskra þjónustuað-
ila á fíármagnsmarkarði."
Upphitun þrefalt dýrari á
Hof sósi en á Sauðárkróki
Rökréttara að endurbæta
lög um verðbréfasjóði
- segir framkvæmdastjóri Fjárfestingafélagsins um
frumvarp viðskiptaráðherra um fjármagnsmarkaðinn