Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
31
Jóhannes Nordal
er kominn inn á markaðinn hefur
átt verulegan þátt í að hamla
spennu og jafnvægisleysi sem ann-
ars hefði orðið mun meiri. Reyndar
hefur útlánaaukning bankanna orð-
ið hlutfallslega meiri en aukning
innlána en sé aðeins tekinn sá hluti
lánanna sem er fjármagnaður með
innlánsfé þá lætur nærri að í krónu-
tölu hafi staðist á aukning útlána
og innlána í bankakerfmu á síðasta
ári. “
Það að háir vextir hafi ekki einir
sér nægt til 'að draga úr þenslunni
sem hér hefur ríkt stafar ekki af
því að vextir séu áhrifalausir heldur
af því að margt annað skortir , að
sögn seðlabankastjóra - aðrar ráð-
stafanir eru jafnframt nauðsynleg-
ar til að jafnvægi skapist í efna-
hagslífínu. „Stórt skref var stigið í
þá átt þegar afgreidd voru hallalaus
Qárlög en þó er enn of mikil láns-
.ijáreftirspum hjá opinberum aðilum
í heild. Úr henni verður að draga
samans 29.083 krónur. Orkuverð í
janúar 1987 var 1,02 krónur hver
kflówattstund en er orðin 1,54 krón-
ur í janúar 1988. Hækkunin nemur
því 50,98%. Orkuverðið er skilgreint
þannig að í janúar 1987 kostaði
seld orka til húsahitunar 1,65 krón-
ur og niðurgreiðslur námu 0,63
krónum. í janúar 1988 var verðið
komið upp í 2,17 krónur en niður-
greiðslan var enn sú sama. Hún er
háð því að notkunin fari ekki yfir
40.000 kflówattstundir á ári.
Ef miðað er við að venjulegt
heimili noti 40.000 þúsund kflów-
attstundir á ári, þá er rafmagns-
kostnaður vegna upphitunar á
Hofsósi um 60.000 krónur á ári.
Það er um 30.000 til 40.000 krónum
hærra en á Sauðárkróki sem er í
næsta nágrenni. Þar er orkureikn-
ingurinn um það bil 22.500 krónur
á ári. „Nú spyrja menn á Hofsósi
sig að því hvort það sé eðlilegt að
upphitunarkostnaður þeirra sé þref-
alt hærri en í nágrannabyggðum
þar sem orkan er ódýr. Hvers vegna
þeir megi ekki sitja við sama borð
í orkukaupum og þegar þeir kaupa
afnotagjöld sjónvarps, mjólk, bensín
og brennivín," segir Ofeigur Gests-
son. „Þetta er mjög áleitin spum-
ing, því ef heldur fram sem horfir
verður fólk að velja milli þess að
búa á stöðum þar senm orkan er
svona dýr og hinna þar sem hún
er ódýrari. Hér verða menn verða
nú að vinna um 200 dagvinnutímum
meira á ári en þarf á Sauðárkróki
til að greiða orkureikninginn. Með
öðrum orðum, þetta er spuming um
fólksflótta."
Ofan á þetta bætist, að um nok-
kurra missera skeið hefur sérstakt
orkuspamaðarátak Iðnaðarráðu-
neytisins' staðið yfír og hefur fólk
verið hvatt til að taka upp raf-
magnshitun í stað olíuhitunar á
þeim svæðum þar sem ekki er ódýr
hitaveita. Olían hefur hækkað um
24,64% á sama tíma og rafmagn
hefur hækkað um 50,98%. Líter af
olíu kostaði í janúar 1987 6,90 en
er orðinn 8,60 krónur. „Á sínum
tíma fengu menn sérstök lán til að
og það er enginn vafi að æskileg-
ast væri, miðað við núverandi efna-
hagsaðstæður, að hafa verulegan
afgang á ríkisbúskapnum til að
mæta fjárfestingaþörf opinberra
aðila í stað þess að jafna hana með
lántökum. Állar niðurgreiðslur líkt
og er á íbúðalánum skapa einnig
jafnvægisleysi á markaði og auka
óeðlilega eftirspum. Mikilvæg að-
gerð til að draga úr misvægi á lána-
markaðinum væri að jafna lánskjör
á ijármagnsmarkaðinum með því
að breyta kjörum húsnæðislána og
hækka vexti á íbúðarlánum, þannig
að þeir yrðu raunhæfír miðað við
aðra vexti. Mikilvægasta skrefið í
átt að lækkandi vöxtum er þó að
draga úr óvissu manna um þróun
verðbólgunnar með hóflegum kjara-
samningum til s em lengst tíma,
að minnsta kosti til eins árs. Takist
það ætti þróunin að geta farið að
snúast við þó auðvitað komi fleiri
atriði þar inn í, svo sem aðhald í
opinberum fjármálum og peninga-
málum.
Miðað við skilyrðin í dag sagðist
Jóhannes sjá lítlar líkur til þess að
raunvextir lækki hratt á næstunni.
Meginatriðið sé að háir vextir stafa
af því efnahagsástandi sem er hér
núna og það hljóti að taka nokkum
tíma þar til menn eru sannfærðir
um að verðbólguþróunin hafí snúist
við. „Ég tel óvarlegt að knýja fram
vaxtabreytingar fyrr en öruggt er
að þetta traust hafi verið endur-
heimt og viðunandi jafnvægi hafí
náðst. Seðlabankinn hefur verið og
er enn þeirrar skoðunar að það sé
ekki skynsamlegt að grípa inn í
markaðsþróun vaxta meðan fyrir
henni eru eðlileg rök eins og verið
hefur. Sé hins vegar ljóst að efna-
hagsþróun sé að snúast við og skil-
yrði fyrir vaxtalækkunar séii að
myndast getur verið réttlætanlegt
að bankinn reyni að hafa áhrif til
vaxtalækkunar. En þessi skilyrði
er ekki enn fyrir hendi og það er
erfítt að spá um hvenær þau verða
það “, sagði seðlabankastjóri að
lokum.
( Ófeigur Gestsson sveitarstjóri á
Hofsósi.
breyta kyndibúnaðinum, svonefnd
orkuspanaðarlán. Sem dæmi má
nefna að þau lán sem voru í kring-
um 50.000 við lántöku, eru orðin
150.000.
Að því var unnið með oddi og
egg að fá fólk til að nota innlenda
orku í stað erlendrar og nú standa
menn frammi fyrir þessum hækk-
unum auk þess að þurfa að greiða
af orkuspamaðarlánum sem tekin
voru hjá Húsnæðisstofnun.
Þessi hái rafmagnskostnaður
skapar einnig misræmi milli sveitar-
félaga. Sem dæmi má nefna að
sveitarfélög sem hafa sína eigin
rafveitu og hitaveitu, svo sem Sauð-
árkrókur, fá niðurgreiddan um
helming kostnaðar við götulýsingu.
Einnig borgar rafveitan ljósastaur-
ana. Við sem kaupum okkar orku
frá Rafínagnsveitunni, greiðum
fullt verð fyrir hvorutveggja. Vegna
þessa misræmis vaknar sú spuming
hvort ekki sé rétt að Jöfnunarsjóður
ráðstafí einhveiju fé til að jafna
þennan mun. Einnig spyija menn
sjálfa sig hvort ástæðan sé sú að
Landsvirkjun ætii að greiða Blöndu-
virkjun upp á einum áratug" sagði
Ófeigur Gestsson.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Norður-Kórea;
Kim Jong* II að verða
valtur í arftakasessinum
SJATNAÐ hefur fréttastreymi vestrænna fjölmiðla um hryðju-
verkið á suður-kóresku flugvélinni yfir Burma fyrir rúmum
tveimur mánuðum. Þá létust 115 manns. Eftir að annar ódæðis-
mannanna, norður-kóreska stúlkan Kim Hyon Hui, játaði sök
sína og útskýrði hvernig að því hefði verið staðið hafa blöð á
Vesturlöndum að mestu látið málið lönd og leið.
Sama er ekki upp á teningnum í löndum Suðaustur-Asíu og
í nýjasta hefti blaðsins Far Eastern Economic Review er fjall-
að ítarlega um málið og bent á, að þetta atvik kunni að draga
dilk á eftir sér i tvennum skilningi, það kunni að veikja stöðu
arftakans Kim Jong II og það geti haft áhrif á samskipti Norð-
ur-Kóreu annars vegar við aðalvinina í Peking og Moskvu.
í greininni segir að tilræðið hafi vakið gremju og stjórnir
Kína og Sovétríkjanna viyi fyrir hvern mun ekki að þetta hafi
sömu áhrif og stjórnin í Pyongyang stefndi að með verknaðin-
um. Sem var að fá þjóðir til að hugsa sig tvisvar um og jafn-
vel hætta við þátttöku í Ólympíuleikunum í Seoul á þessu ári.
Eða það kom fram í máli stúlkunnar Kim Hyon Hui.
Eins og sagt hefur verið frá
í fréttum fyrir nokkru til-
kynntu Sovétmenn og Kínveijar
þátttöku í leikunum. Það vakti
ekki beinlínis undrun, en ýmsir
höfðu álitið, að þessi vinaríki
Norður-Kóreu myndu setja skil-
yrði fyrir þátttöku sinni. Marg-
sinnis hefur það komið fram, að
Norður-Kóreumenn vildu fá hluta
leikanna yfír til sín, en sættu sig
ekki við tilboð það sem þeir fengu
og því fer keppni í öllum greinum
fram í Seoul.
Stjómmálafréttamður Far
Eastem Economic telur að þessir
atburðir, — þ.e. skemmdarverkið
á flugvélinni og svo hitt að Sovét-
menn og Kínveijar ætla ekki að
hætta við að senda ólympíulið
hljóti að hafa í för með sér, að
Norður-Kórea muni einangrast
enn meira á alþjóðavettvangi og
staðhæfír að ráðamenn hafí
þungar áhyggjur af því hvemig
framvinda mála hefur verið. Þrátt
fyrir stuðning frá Sovétríkjunum
og Kínveijum sé óhjákvæmilegt
að svo fari, meðal annars vegna
þess að Kim II Sung, hæstráð-
andi, hefur verið að láta æ meira
af ákvörðunum í hendur sonarins
Kim Jong II, sem nýtur ekki álits
á við föður sinn hvorki í Peking
né Moskvu.
Það er líka heldur betur óheppi-
legt að hann nýtur heldur ekki
trausts og vinsælda heima fyrir.
Margir þeir sem hafa gagnrýnt
persónudýrkunina á föður hans,
Kim II Sun, segja að hún sé rétt-
lætanleg í hæsta máta séu þeir
feðgar bomir saman hvað snertir
hæfni og persónutöfra, þar sem
yngri Kim skorti þessa eiginleika
átakanlega.
Vestrænn stjómarerindreki í
Pyongyang sagði í viðtali við John
McBeth, greinarhöfund hjá Far
Eastem Economic Review, að
Kim Jong II, sem nú er 45 ára
að aldri, væri hrokafullur dekur-
drengur og derringslegur í fram-
komu. Hann þykir hégómagjam
með afbrigðum og munaðarsegg-
ur hinn mesti. Eftir því sem faðir
hans hefði fengið honum fleiri
verk að vinna, kæmi svo náttúr-
lega æ betur í ljós, að hann hafí
engan veginn hæfni til að leysa
þau sómasamlega af hendi.
Að því er stúlkan Kim Hyon
sagði var hún að hlýða skipunum
frá Kim Jong II sjálfum með því
að sprengja KAL-vélina í loft upp
og sagðist hún hafa verið látin
Kim II Sung- efast hann um
hæfni sonar síns.
sveija eið við mynd af Kim Jong
II.
Bæði fréttamenn og stjómar-
erindrekar hafa vitanlega bent á
að ógemingur sé að sanna að
Kim Jong hafí verið potturinn og
pannan í málinu, en óhætt er að
segja að flestir utan Norður-
Kóreu hallast að því að frásögn
stúlkunnar sé rétt. Um skoðun
manna í Norður-Kóreu fer ekki
sögum af, en pískur um hroka-
gikkshátt og valdníðslu Kim yngri
hefur hækkað að því er Far East-
em segir.
Kim Jong II var einnig sá sem
að flestra dómi skipulagði „morð-
in við minnismerkið" eins og at-
burðurinn í Rangoon í Burma
hefur verið nefndur, þegar Norð-
ur-Kóreumenn komu fyrir
sprengju þar 1983. Sprengjunni
var ætlað að gera út af við Chun
Doo Hwan, forseta Suður-Kóreu,
sem var þar í opinberri heimsókn.
Forsetinn var örfáum mínútum á
eftir áætlun og varð það honum
til lífs. Nokkrir suður-kóreskir
ráðherrar létust í tilræðinu. Indó-
nesiskur blaðamaður skrifaði
síðar bók um þennan atburð og
færði óyggjandi rök að þætti Kim
Jong II f þessum verknaði. Stjóm-
in í Burma handtók nokkra Norð-
ur-Kóreumenn og sakaði þá um
morðin, en treysti sér þó ekki til
að kalla stjómina í Pyongyang
til ábyrgðar.
Sumir spá því, að Kim Jong
II sé svo illa þokkaður í Norður-
Kóreu, að það sé ekki sjálfgert,
að hann taki við af föður sínum,
þegar Kim II Sung fellur frá. Þá
kunni að bijótast út valdabarátta
með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um. Fyrir þessu eru að svo stöddu
engar áþreifanlegar vísbending-
ar, en nokkrir menn hafa verið
nefndir, sem vitað er að Kim II
Sung hefur traust á. Það er einn-
ig haft fyrir satt, að þeir hinir
sömu séu ekki par ánægðir með
Kim Jong H, hrokafullt dekur-
barn á fimmtugsaldri.
yngra Kim og gætu því lagt á
ráðin um að rísa gegn honum.
Þar eru oftast nefndir til sög-
unnar Oh Gyuk Ryol, yfírmaður
herráðs landsins, og Kim Gwang,
aðsópsmikill félági í stjómmála-
ráðinu. Tekið er fram að báðir
þessir menn séu skólafélagar Kim
II Sung og ætla megi að þeir séu
hans nánustu samstarfsmenn, að
frátöldum syninum. Stjómmálaf-
réttaritarar spá því að mennimir
tveir og væntanlega fleiri innan ’
innsta hringsins muni notfæra sér
að staða Kims Jongs hefur veikzt.
Það sé svo ekki gott að átta sig
á, hvaða pól sá fullorðni muni
taka í hæðina. Sennilegt sé að
hann reyni að halda til streitu að
hann taki við völdunum, en hann
sé að öllum líkindum sárgramur
yfir því, hversu áætlanir yngra
Kims hafa verið illa skipulagðar
og þó sérstaklega að Suður-Kórea
hefur nú betur í áróðursstríðinu.
Sumir segja, að Kim II sé farinn
að bila á heilsu og líkja honum
við Mao fyrrverandi Kínaform-
ann. Dómgreind hans sé í molum
og raunveruleikaskyn hans þverr-
andi. En það gegnir sama með
þessar bollaleggingar sem og aðr-
ar varðandi Norður-Kóreu — svör
fást engin að sinni.