Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
Grímseying-
artakaöll
veiðarfæri
áland
BÁTAR í Grímsey voru allir
í höfn í gær vegna íshættu.
Þeir fóru flestir á sjó í fyrra-
dag, en tóku þá upp öll veið-
arfæri sín og héldu til hafn-
ar. Slæmt skyggni var í eynni
í gær og sáu menn aðeins um
það bil 500 metra út á hafið
frá ströndinni og nokkurt
íshrafl á sveimi í sjónum.
Ekki var farið í könnunarflug
í gær.
„Ástandið virðist svipað og í
fyrradag að því er við best sjáum.
ísinn er ekki ennþá orðinn land-
fastur hjá okkur, en við bíðum
eftir fréttum úr fyrirhuguðu
ískönnunarflugi. Á meðan sitjum
við rólegir heima með netin í
landi," sagði Finnur Jónsson
Grímseyingur í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Árekstrum fjölgar mjög mikið
Aukið eftirlit með ölvunar- og hraðaakstri
Árekstrafjöldi hefur verið mjög mikill á Akureyri undan-
farin ár. Er þar ýmislegt sem kemur til, svo sem tíðarfar,
lega bæjarins og fleira. Þó virðist það algengast er að öku-
menn virða ekki einfaldar reglur um það hvernig á að aka.
Allt of algengt er að hvorki biðskylda né umferðarréttur
sé virtur, að sögn Ólafs Ásgeirssonar aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns.
Á árinu 1986 urðu samtals 436
árekstrar og umferðarslys sem
lögreglan gerði skýrslur um og
344 árekstrar þar sem umferðar-
réttur var augljós og ökumenn því
sendir beint til tryggingafélaga
sinna til skýrslugerðar. Þetta eru
samtals 780 árekstrar. Á árinu
1987 varð töluverð aukning á
þessum óhöppum. Lögreglan gerði
skýrslur um 543 óhöpp, og í 381
skipti voru ökumenn sendir til
tryggingafélaga sinna, en alls ger-
ir þetta 924 árekstra og óhöpp. í
mörgum tilfellum var um slys á
fólki að ræða og tvisvar varð
dauðaslys.
Á árinu 1986 voru 363 ökumenn
kærðir fyrir of hraðan akstur, en
616 á árinu 1987. Eftirlit með of
hröðum akstri eykst sífellt og bú-
ast má við að þetta eftirlit aukist
til muna á þessu ári, þar sem lög-
reglan mun þá hafa til umráða
tvær bifreiðir með fullkomnum
búnaði til að mæla akstur bifreiða
sem lögreglan mætir eða ekur á
eftir.
Á árinu 1986 voru 90 ökumenn
teknir grunaðir um ölvun við akst-
ur en 115 árið 1987. Að sögn lög-
reglunnar má sennilega rekja
þessa fjölgun einnig til aukins eft-
irlits með ástandi ökumanna, en
ekki til þess að öivun við akstur
fari vaxandi. Svo virðist sem al-
menningur vinni með lögreglunni
hvað þetta varðar, þar sem sífellt
fleiri hringja inn til að tilkynna
um ölvaða ökumenn.
í fyrra voru 1.985 ökumenn
kærðir fyrir að leggja bílum sínum
ólöglega og um 700 voru kærðir
fyrir að greiða ekki í stöðumæla.
Áf þeim 1.985 sem kærðir voru
fyrir ranga stöðu voru 576 kærðir
fyrir að leggja bifreiðum sínum á
gangstíg sunnan við Alþýðubank-
ann, en þar rétt við eru mjög stór
og góð almenningsbifreiðastæði,
þar sem engin gjaldskylda er, að
sögn lögreglunnar. Sekt fyrir að
leggja bifreið rangt er 1.000 krón-
ur.
Leikfélag
Akureyrar:
Pétur læt-
uraf störf-
um leik-
hússtjóra
PÉTUR Einarsson, sem
verið hefur leikhússtjóri
hjá Leikfélagi Akureyrar
síðastliðin tvö ár, lætur
af störfum þann 1. maí
nk. og hyggst flytja sig
aftur suður á bóginn.
Hann sagðist í samtali við
Morgunblaðið i gær ekki
vera búinn að ráða sig í
neitt ákveðið fyrir sunn-
an, en það væri ýmislegt
á pijónunum.
Theódór Júlíusson, form-
aður leikhússtjómar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
á næstu dögum yrði auglýst
eftir nýjum leikhússtjóra, en
enginn arftaki væri í sigtinu
að svo stöddu. Theódór sagði
að mikil eftirsjá væri í Pétri.
Hann hefði sjálfur ákveðið
að hætta, enda hefði hann
upprunalega verið ráðinn til
tveggja ára. Það tímabil væri
nú á enda.
Arleg maraþon-
danskeppni hald-
in um aðra helgi
Pétur Einarsson
HIN árlega maraþon-danskeppni hefst laugardaginn 20. febrú-
ar klukkan 10.00. Keppendur eiga að mæta klukkan 9.00 og
hafa meðferðis læknisvottorð eða vottorð frá foreldrum um
að þeir séu nógu hraustir og heilsugóðir til þátttöku.
Dansað verður í 28 klukku-
stundir og lýkur keppninni þá
klukkan 14.00 á sunnudag. Á
klukkustundar fresti verður gefín
þriggja mínútna hvíld. Dómnefnd
getur vísað þátttakendum úr
keppni ef þeir virðast pína sig eða
eru að niðurlotum komnir. Ef fleiri
en einn eru eftir þegar keppni lýk-
ur, sker dómnefnd úr um hver
vinnur. Tekið er mið af hressleika
og hreyfígetu, svo og dansstíl og
úthaldi. Reykingar verða bannaðar
í húsinu. Læknir verður á bakvakt
og kemur ef þurfa þykir.
hliða keppninni og hefst klukkan
21.00. Miðaverð verður 250 krón-
ur. Skráning fer fram í Dynheim-
um á opnu húsi alla virka daga
milli kl. 15.00 og 19.00. Frestur
til að skrá sig rennur út föstudag-
inn 19. febrúar klukkan 18.00.
Fyrstu verðlaun eru 5.000 krón-
ur auk farandbikars. Önnur verð-
laun eru 3.000 krónur og þriðju
verðlaun eru 2.000 krónur. Þá fá
allir þátttakendur viðurkenningar-
spjöld.
Opið hús verður klukkan 14-17
og eru þá allir velkomnir að líta
inn og fylgjast með. Diskótek ’74
verður á laugardagskvöldið sam-
Útsending í fullum gangi í Hljóðbylgjunni.
Morgunblaðið/GSV
Oddur Thorar-
ensen kaupir
Hljóðbylgjuna
ODDUR Thorarensen hefur keypt útvarpsstöðina Hljóðbylgjuna á
Akureyri. Hljóðbylgjan hóf útsendingar síðastliðið vor og stofnuðu
fyrirtækið fimm einstaklingar á Akureyri. Fljótlega komu fleiri
aðilar inn i reksturinn og hafa hluthafar lengst af verið fjórtán
talsins og átti Oddur 10% hlutafjár. Oddur vildi ekki staðfesta
kaupverð á fyrirtækinu í samtali við Morgunblaðið í gær, en sagði
að kaupin hefðu farið fram. Aðeins væri eftir að lögfesta þau hjá
bæjarfógeta.
„Þetta er búið að standa til í
allnokkum tíma, að minnsta kosti
frá því fyrir jól. Nú stendur til að
fara vel ofan í reksturinn og gera
betur þar sem því verður við kom-
ið. Við höfum til dæmis ekki verið
með útsendingar á sunnudögum
hingað til og aðeins til miðnættis
á virkum dögum nema um helgar
er útvarpað hefur verið til kl. 4.
Til að byija með verður uppteknum
hætti haldið, en breytinga má
vænta smám saman. Fastir starfs-
menn stöðvarinnar eru fjórir auk
lausráðins dagskrárgerðarfólks og
er engra verulegra breytinga að
vænta á því að svo stöddu. Ómar
Pétursson mun eftir sem áður vera
útvarpsstjóri," sagði Oddur.
Oddur á og rekur tvö önnur
fyrirtæki á Akureyri, Nýja filmu-
húsið og Borgarsöluna. Oddur
sagði að ýmsar þreifíngar hefðu
verið uppi hjá Hljóðbylgjumönnum
um samstarf við sunnlenskar út-
varpsstöðvar og hefur Stjaman
sýnt þeirri hugmynd mikinn
áhuga. Oddur sagði að engar
ákvarðanir hefðu verið teknar um
samstarf. Fyrst vildi hann sjá hvort
norðlenski markaðurinn gæti ekki
einn og sér haldið starfsemi Hljóð-
bylgjunnar uppi. Ætlunin væri að
fullreyna það áður en gengið yrði
til samstarfs við utanaðkomandi
aðila. „Stöðin er rekin á auglýs-
ingatekjum einum saman og hefur
reksturinn hingað til ekki gengið
nægjanlega vel. Það kostar okkur
jafnmikið að koma á fót útvarps-
stöð hér fyrir norðan og þá fýrir
sunnan. Hinsvegar er auglýsinga-
markaðurinn margfalt minni hjá
okkur, 14.000 manns á við
130.000 manna markað fyrir sunn-
an. Óneitanlega vorum við of stór-
tækir í byijun þannig að markað-
urinn stóð einfaldlega ekki undir
rekstrinum. Dagskráin var allt of
dýr. Því var farið í endurskipulagn-
✓
Oddur Thorarensen eigandi
Hljóðbylgjunnar.
ingu í haust.“
Oddur sagðist ætla að sinna
félagsstarfssemi á Akureyri og í
nágrannabyggðunum meira en
gert hefði verið og gera þannig
stöðina meira fyrir fólkið en hingað
til hefði tíðkast. Samvinna við
ýmis heimafyrirtæki kæmi þar vel
til greina og væri til dæmis nú
þegar komin vísir af slíku með
samvinnu Hljóðbylgjunnar, Zebra
og Stjörnusólar um keppnina
„Herra ísland". „Það á eftir að
koma í ljós hvort hægt er að reka
stöðina með einhveijum árangri.
Samkeppnin um auglýsingamar
er örugglega eins mikil hér norðan-
lands og fyrir sunnan. Hljóðbylgj-
an væri í beinni samkeppni við
svæðisútvarpið RUVAK. TVö dag-
skrárrit, sem gefín em út á Akur-
eyri, taka sinn toll af auglýsinga-
markaðnum auk þess sem dag-
blaðið Dagur og Eyfírska sjón-
varpsfélagið selur auglýsingar.
Hljóðbylgjan er í eigin húsnæði
á Ráðhústorgi 1. Svæðið er rúm-
lega 100 fermetra stórt sem er
nægjanlegt fyrir þá starfsemi sem
fram fer á vegum Hljóðbylgjunn-
ar, að sögn nýja eigandans.