Morgunblaðið - 11.02.1988, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
Höfum bætt við á útsöluna
mikið af góðum fatnaði.
Stórkostleg verðlækkun, t.d.:
Kápur.......
Blússur......
Kjólar.......
Úlpur........
Jogginggallar
frá kr. 2.000,-
frá kr. 500,-
frá kr. 500,-
frá kr. 1.500,-
frá kr. 1.500,-
Eddufdli 2 *Sínú 71730
Símar 35408 og 83033
SKERJAFJ.
Einarsnes
SELTJNES
Látraströnd
Hrólfsskálavör
MIÐBÆR
Tjarnargata 3-40
Tjarnargata 39-
Lindargata 39-63 o.fl.
Hverfisgata 4-62
Laugavegur1-33o.fl.
ÚTHVERFI
Ystibæro.fi.
Sogavegur
Sæviðarsund lægri tölur
Sæviðarsund hærri tölur
Efstasund 2-59
Kambsvegur
KOPAVOGUR
Sunnubraut
Laufbrekka
Nýbýlavegur
VESTURBÆR
Hringbraut 37-77
Hringbraut 74-91
Ægisíða 44-78
Frakkland:
Barre gefur kost
á sér sem forseta
Af mörgum talin helsta von
hægrimanna gegn Mitterrand
Lyon. Reuter.
RAYMOND Barre, fyrrum for-
sætísráðherra Frakklands, tíl-
kynnti á mánudag að hann ætl-
aði að gefa kost á sér í forseta-
kosningunum, sem verða í apríl
eða maí. Á sínum tima beittí hann
sér fyrir mjög hörðum verð-
bólguaðgerðum og var þá ekki i
miklu uppáhaldi meðal almenn-
ings en siðan hefur vegur hans
farið vaxandi.
Barre skýrði frá ákvörðun sinni
á fréttamannafundi í borginni Lyon,
sem er hans kjördæmi, og sagði, að
í kosningabaráttunni ætlaði hann
að leggja mesta áherslu á efnahags-
málin. „Atvinnuleysið er orðið við-
varandi og á síðustu árum höfum
við Frakkar dregist aftur úr keppi-
nautum okkar. Við erum á kross-
götum. Ef kjósendur vilja sósíal-
ismann, sem einkennist af efna-
hagslegum ófamaði, munu afturför
og hnignun taka við af einstökum
áföllum," sagði Barre á fundinum
en margir hægrimenn telja, að hann
sé líklegastur til geta steypt Fran-
cois Mitterrand forseta af stóli.
Barre var forsætisráðherra þegar
Valery Giscard d’Estaing var for-
seti 1976 til 1981 og einna óvinsæl-
astur franskra stjómmálamanna
þegar hann lét af embætti. Stafaði
það af baráttu hans gegn verð-
bólgunni og ströngum efnahagsað-
gerðum en þær ollu atviiínuleysi og
kaupmáttarrýmun. Hann hélt því
ávallt fram, að aðgerðimar hefðu
Raymond Barre
verið nauðsynlegar og hefur þeim
sífellt fjölgað, sem taka undir það.
í skoðanakönnunum hefur Barre
yfirleitt haft heldur meira fylgi en
Jacques Chirac, forsætisráðherra,
sem einnig sækist eftir forsetaemb-
ættinu, en síðustu vikumar hefur
þó Chirac farið fram úr honum. Er
fylgi hvors um 20% en Mitterrand
forseti fær jafnan um 40%.
Samnmgnr um eyðingn meðaldrægra kjarnaflaug:
Æðstaráðið hvatt til að
staðfesta samninginn
Moskvu, Reuter.
EDUARD Shevardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna,
hvattí utanríkisnefndir beggja
deilda Æðstaráðsins á þriðjudag
til að staðfesta afvopnunarsamn-
inginn sem leiðtogar stórveld-
anna undirrituðu i Washington.
Hann sagði meðal annars að Sov-
étmenn ættu ekki að hafa
áhyggjur þótt þeir eyðilegðu
fleiri eldflaugar en Bandaríkja-
menn.
Shevardnadze sagði á sameigin-
legum fundi utanríkisnefndanna að
samningurinn um upprætingu með-
al- og skammdrægra kjamorkueld-
flauga væri „réttlát málamiðlun."
Samkvæmt samningnum eiga Sov-
étmenn að eyðileggja 1.752 kjam-
orkuflugskeyti, sem draga 500 til
5.000 kílómetra, á meðan Banda-
ríkjamenn eyðileggja aðeins 859.
Shevardnadze sagði að einfaldur
reikningur ætti ekki við þegar um
hemaðarjafnvægi væri að ræða, því
lókaárangurinn skipti öllu máli.
Utanríkisnefndimar eiga að at-
Reuter
Dimitri Jasov, vamarmálaráð-
herra Sovétríkjanna sagði á
fundi utanrikisnefnda Æðsta-
ráðsins að sovéski herinn styddi
samninginn um upprætingu með-
aldrægra kjarnorkueldflauga.
huga samning stórveldanna og skila
áliti um hann til framkvæmda-
stjómar Æðstaráðsins, sem hefur
meðal annars það hlutverk að stað-
festa alþjóðlega samninga. í lok
fundarins á þriðjudag vísuðu ut-
anríkisnefndimar málinu til undir-
nefnda sem athuga eiga samning-
inn frekar.
Fundinum var sjónvarpað beint
um morguninn og erlendir frétta-
menn fengu að fylgjast með honum.
Fréttaskýrendur sögðu að sovésk
stjómvöld virtust vilja sýna að Sov-
étríkin væm að taka upp lýðræðis-
legar aðferðir. Enginn mælti hins
-vegar gegn samningnum og allir
þeir sem tóku til máls hvöttu til
þess að hann yrði staðfestur sem
fyrst.
Sovéskir embættismenn hafa
gefið í skyn að sovésk stjómvöld
hygðust staðfesta samninginn, en
svo gæti farið að þau vildu breyta
honum færi svo að Bandaríkjaþing
gerði vemlegar breytingar á hon-
um.
Geimvarnaráætlun Bandaríkjastjórnar:
Gervitungli skotið á
loft í tilraunaskyni
Kanaveralhöfða, Reuter.
BANDARÍKJAMENN hafa
komið sérhönnuðu gervitungli
á braut umhverfis jörðu og er
þetta Iiður í tílraunum með
búnað tengdan geiinvarnará-
ætlun Bandaríkjastjórnar. Að
sögn vísindamanna sem vinna
við áætlunina er tilraun þessi
sérlegfa mikilvæg og fullyrða
þeir að þetta sé eitt tæknilega
erfiðasta verkefnið frá upphafi
geimaldar.
Gervitunglinu var skotið með
burðarflaug af gerðinni Delta frá
Kanaveralhöfða á mánudag.
Áætlað er að tilraunir með búnað-
inn standi yfir í níu daga. í gervi-
tunglinu hefur verið komið fyrir
sérhönnuðum búnaði sem á að
geta greint kjamorkueldflaugar,
sem skotið hefur verið á loft, og
fylgt eftir ferðum þeirra. Fyrir-
hugað er að skjóta fjórum eld-
flaugum á loft, sem eiga að líkja
eftir ferðum langdrægra sovéskra
kjamorkuflauga, og er búnaðin-
um ætlað að greina þær frá gervi-
tunglum sem eru á sveimi um- i
hverfís jörðu.
Kostnaðurinn við þessar til-
raunir nemur um 200 milljónum
Bandaríkjadala en að sögn dr.
Gordons Smiths, sem fer fyrir
hópi sérfræðinga sem vinnur að
áætluninni, munu þær upplýsing-
ar sem fást með þessum hætti
koma að gagni á öllum stigum
geimvamaráætlunarinnar. Von-
ast er til að tilraunir þessar verði
til þess að flýta fyrir hönnun bún-
aðar er geti greint raunverulegar
lqamorkueldflaugar frá öðrum
sem hugsanlega yrði skotið á loft
í blekkingarskyni. Sérfræðingar í
bandaríska vamarmálaráðuneyt-
inu telja að hægt verði að ljúka
uppsetningu hluta geimvamar-
kerfísins seint á næsta áratug.
Tilraunir þessar eru taldar sér-
lega mikilvægar, ekki síst í ijósi
þess að ýmsir virtir sérfræðingar
hafa látið í ljós efasemdir um að
geimvamaráætlunin sé f raun
framkvæmanleg. Þingmenn hafa
takmarkað nokkuð Qárframlög til
áætlunarinnar og bindur ríkis-
stjómin vonir við að unnt verði
að sannfæra þingheim um gildi
áætlunarinnar gangi tilraunimar
með gervitunglið að óskum.
Upphaflega hafði verið ráðgert
að skjóta gervitunglinu á loft
síðasta fimmtudag en því var
frestað á síðustu stundu vegna
bilunar í burðarflauginni.