Morgunblaðið - 11.02.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
41
Verkfalhð í Ford verksmiðjiiniim í Bretlaiidi;
Ríkísstjórnin hyggst
ekki grípa í taumana
Lundúnum, Reuter.
BRESKA stjórnin er staðrádin í
að grípa ekki til aðgerða vegna
verkfalisins í Ford verksmiðjun-
um sem hófst á mánudag. Tals-
maður Ford verksmiðjanna sagði
á þriðjudag að fyrirtækið hygðist
ekki að svo stöddu halda áfram
samningaviðræðum við leiðtoga
verkamannanna. Áhrifa verk-
fallsins er þegar farið að gæta í
Ford verksmiðjunum á megin-
landi Evrópu. 2500 manns var til
að mynda sagt upp störfum í
Ford verksmiðju í Genk í Belgíu
á þriðjudag.
Norman Fowler, atvinnumála-
ráðherra Bretlands, sagði á breska
þinginu á mánudag að hann teldi
ekki ráðlegt að ríkisstjómin grípi
inn í verkfallið í Ford verksmiðjun-
um, sem nær 32 þúsund manns.
David Nash, talsmaður Ford
verksmiðjanna, sagði að öllum
bresku Ford verksmiðjunum 22
hefði verið lokað og um 100 manns
hefði þegar verið sagt upp störfum
í Ford verksmiðjunni í Antwerpen
í Belgíu, auk uppsagnanna í Genk.
„Við höfum ekki í hyggju að halda
samningaviðræðunum áfram enn
sem komið er,“ sagði Nash.
Talið er að Ford verksmiðjurnar
tapi 19 milljónum punda (um 1,3
milljarði íslenskra króna) á degi
hverjum vegna deilunnar um laun
og vinnutilhögun. Ennfremur má
búast við að fleiri belgískum starfs-
mönnum Ford fyrirtækja í Belgíu
verði sagt upp störfum og að fram-
leiðsla Ford verksmiðjanna í Vest-
ur-Þýskalandi og Spáni minnki
verulega.
Gaddafi Líbýuleiðtogi íAlsír
Reuter
Muammar Gaddafi, leiðtogi Lobýu, átti á sunnudag
viðræður við Chadli Benjedid, forseta Alsír. Að sögn
APS, hinnar opinberu fréttastofu Alsír, var umræðu-
efnið hugmjmdir Gaddafis um aukna samstöðu fimm
arabaríkja á norðurströnd Afríku. Gaddafi ræddi um
helgina við ráðamenn í Túnis og kynnti þar hug-
myndir sínar um sameiningu ríkjanna fimm, sem
síðar gæti orðið til þess að sameina öll ríki araba.
Að sögn sendimanna vilja stjómvöid í Líbýu og
Túnis að Hassan konungur Marokkó eigi einnig hlut
að slíku samkomulagi. Alsírbúar styðja hins vegar
skæruliða Polisario-hreyfingarinnar, sem hafa í 12
ár barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Spönsku-
sahara, sem Hassan konungur telur að tilheyri
Marokkó.
Ástralía:
Ahrifamikill
ráðherra
segir af sér
Canberra, Reuter.
MICK Young, formaður ástr-
alska Verkamannaflokksins og
ráðherra innflytjendamála, sagði
á mánudaginn af sér ráðherra-
embætti og þingmennsku vegna
deilna sem risið hafa um fjár-
stuðning sem renna átti í kosn-
ingasjóð Verkamannaflokksins
en var notaður i annan rekstur
flokksins.
Samkvæmt áströlskum kosn-
ingalögum þarf að gera opinberlegá
grein fyrir fjárstuðningi í kosninga-
sjóði stjómmálaflokka, en ekki ef
fjármunimir ganga í annan rekstur
flokkanna. Young hefur hins vegar
verið sakaður um að hafa notað
10.000 ástralska dali (259 þúsund
íslenskra króna) í almennan rekstur
Verkamannaflokksins, en ekki í
kosningasjóðinn eins og gefandinn
hafi ætlast til.
Young hefur ekki enn tilkynnt
hvort hann ætli að segja af sér sem
formaður Verkamannáflokksins, en
að sögn talsmanns ríkisstjómar er
líklegt að hann geri það á fundi
framkvæmdastjómar flokksins á
föstudag. Bob Hawke, forsætisráð-
herra, sagðist hafa reynt án árang-
urs að fá Young til að halda áfram
þingmennsku.
Filippseyjar:
Uppreisnar-
menn drepa
12 manns
Manila, Reuter.
SKÆRULIÐAR drápu opinberan
embættismann í árás úr launsátri
í Manila og 11 aðrir voru drepn-
ir í árásum utan höfuðborgarinn-
ar á mánudag.
Talsmaður hersins sagði að sjö
hermenn og tveir óbreyttir borgarar
hefðu verið drepnir þegar ráðist
hefði verið á bílalest hersins á leið
til þorpsins Tudaya, þar sem her-
mennimir áttu að fylgjast með
sveitarsjómarkosningum sem þar
fóru fram í gær. Þrír launmorðingj-
ar hefðu drepið sáttasemjara ríkis-
ins í Manila, og tveir lögreglumenn
á vélhjólum hefðu verið skotnir í
Negros-eyju. Þá hefði 60 manna
skæruliðahópur drepið 3 óbreytta
borgara um helgina og kveikt í
kapellu í norðvestur Filippseyjum.
Hermenn drápu fimm uppreisnar-
menn í þremur hémðum.
Launareíkníngur
Alþýðubankans er
tékkareikníngur með háa
nafnvexti og skapar
lántökurétt.
Cegn reglubundnum
viðskiptum á launareikningí í
a.m.k. 3 mánuði fást
tvennskonar lán án milligöngu
bankastjóra, að ákveðnum
skilyrðum uppfylltum.
AMt að kr. 50.000
á eígin víxlí tíl
fjögurra mánaða.
8EIIN
Allt að kr. 150.000
á skuldabréfi til
átján mánaða.
Víð gerum vel við okkar fólk
Alþýðubankínn hf