Morgunblaðið - 11.02.1988, Page 44
44
MORGUNBLAÐIB, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
BÆTIÐ HEILSUNA MEÐ
INNHVERFRIÍHUGUN
Rannsókn, sem nýlega birtist í hinu virta lækna-
tímariti „Psychosomatic Medicine“, sýndi að þeir,
sem iðkuöu íhugunartækni Maharishi, Innhverfa
íhugun (Transcendental Meditation), leituðu 44%
sjaldnar til læknis en aðrir og vora 53% sjaldnar lagð-
ir inn á sjúkrahús. Munurinn var enn meiri hjá þeim
sem vora eldri en 40 ára. Þeir leituðu 74% sjaldnar
til læknis og lögðust 69% sjaldnar inn á sjúkrahús.
eið hefst með kynningu í kvöld,
fimmtudag í Garðastræti 17 (3. hæð) kl. 20.30.
íslenska íhugunarfélagið,
si'mi 16662.
Bakarar og aðrir
matvælaframleiðendur
Til sölu lítið notuð pökkunarvél (keyrslutími 330
klst.) frá Rose Forgrove, gerð RF 250 N Flowpak.
Hagkvæm fjárfesting.
★ COzpökkun möguleg.
★ Hraði 30-85 pakkar/mín.
★ Stærðirvörunnar:
Lengd 50-380 mm.
Breidd 203 mm - max.
Hæð 102 mm - max.
★ Filmustærð:
Lengd 102 mm-406 mm.
Breidd 482 mm - max.
Upplýsingar veitir Óskar Húnfjörð í
síma 95-4500 eða 95-4501.
Annie Anxiety Bandez
í kvöld heldur breska hljóm-
svertin Current 93, söngkonan
Annie Anxiety Bandez, S.h.
draumur og Megas tónleika f
Hótel íslandi.
Current 93 er hljómsveit breska
tónlistarmannsins Tíbet 93, en
hann skýrði frá því fyrir skemmstu
aö þetta yrðu síöustu tónleikar
hljómsveitarinnar. Tíbet hefur
starfað hór á landi með Hilmari
Erni Hilmarssyni og syngur meðal
annars í laginu Crowleymass sem
Hilmar sendi frá sér fyrir jól. Hilm-
93 Current 93
Hughljómun á Hótel íslandi
ar borgar fyrir sig og leikur með
Current 93 í kvöld, en auk hans
mun Guðlaugur Óttarsson leika á
gítar. Þeir Hilmar og Guðlaugur
hafa meira fyrir stafni þetta kvöld,
því þeir koma fram með Megasi
og kynna með honum plötu sem
verið er að leggja síðustu hönd á
um þessar mundir, en á þeirri plötu
leika Megas, Hilmar og Guðlaugur
á öll hljóðfæri og gera útsetningar
í sameiningu. Þær Inga og Björk
Guðmundsdætur syngja bakraddir
hjá Megasi og Rose McDowell,
söngkona Current 93, syngur einn-
ig bakraddir.
Eins og áöur sagði kemur S.h.
draumur fram á tónleikunum, en
þetta verða fyrstu tónleikar sveit-
arinnar frá því platan Goð kom út.
Auk ofangreindra kemur fram
skáldið Jóhamar, en tónleikarnir
verða hljóðritaðir til síðari útgáfu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Megas kemur fram á tónleikunum og kynnir þá væntanlega plötu
með þeim Guðlaugi Óttarssyni og Hilmari Erni Hilmarssyni.
Rokkkvöld í Duus
Næstkomandi miðvikudag,
17. febrúar, verður rokkkvöld
í Duus.
Fram koma hljómsveitirnar
16 eyrnahlífabúðir, Múzzólíní,
Fjúkyrðin með að utan, Daisy
Hill Puppy Farm og Bleiku
bastarnir. 16 eyrnahlífabúðir
er á meðal nýrri sveita þó svo
hún hafi átt lög á Snarlspól-
unni síðari og Fjúkyrðin með
að utan er og ný. Fjúkyrðin er
reyndar stofnuð uppúr Akra-
nessveitinni Óþekktum andlit-
um, sem átti 3 lög á Snarlspól-
unni, og er á nokkuð annarri
línu tónlistarlega að sögn
sveitarmeðlima. Múzzólíní hef-
ur ekki látið mikið á sér bera
sem af er vetri og gengu þær
sögur fjöllum hærra, reyndar
komnar frá sveitarmeðlimum,
að sveitin hefði lagt upp laup-
ana. Svo er þó ekki og sl.
mánudagskvöld hélt sveitin
tónleika með fjórum öðrum í
Duus. Daisy Hill Puppy Farm
hefur haldið tónleikafjöld í
sumar og vetur og væntanleg
er frá sveitirini fjögurra laga
plata sem Erðanúmúsík gefur
út. Bleiku bastarnir hafa víða
leikið og gaf hljómplötuútgáfan
Gramm út plötu með þeim
stuttu fyrir jól. Talsmaður
Bastanna lét þau orð falla að
á þessum tónleikum yrðu ein-
göngu leikin lög sem sveitin
hefur ekki flutt opinberlega
áður.