Morgunblaðið - 11.02.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
45
Samskiptanám-
skeið fyrir unglinga
ÞESSA dagana stendur yfir
námskeið á vegum Rauðakross-
hússins í Tjarnargötu og Tóm-
stundaráðs Kópavogs fyrir
14—16 ára unglinga í Kópavogi.
í samvinnu við þátttakendur var
ákveðið að fjalla um nýjar leiðir til
bættra samskipta við fullorðna, tjá-
skiptaæfingar og hlutverkaleiki, lög
og reglugerðir er varða ungt fólk,
útivist, sjálfræði, áfengislöggjöfina,
atvinnu, tryggingamál og fleira
þess háttar, vímuefnamál og þátt-
töku í samfélagsstjómun.
Námskeiðið er tilraun á vegum
framangreindra aðila og liður í þvi
að þróa nýjar leiðir til þess að virkja
unglinga til virkari þátttöku og
ábyrgðar þannig að þeir geti auð-
veldar hajft áhrif á sitt nánasta
umhverfi.
Leiðbeinendur eru Ómar Krist-
insson frá Tómstundaráði og Ólafur
Oddsson frá Rauðakrosshúsinu og
gefa þeir allar nánari upplýsingar
ef óskað er.
(Úr fréttatilkynningu)
Daði Guðbjörnsson
sýnir hjá Félagi starfs-
fólks í húsgagnaiðnaði
í HÚSAKYNNUM Félags starfs-
fólks í húsgagnaiðnaði, Suður-
landsbraut 30, 2. hæð, stendur
yfir málverkasýning Daða Guð-
björnssonar.
A sýningunni eru 17 verk, unnin
á síðustu þremur árum. Sýningin
er haldin af félagi starfsfólks í hús-
gagnaiðnaði í samvinnu við Lista-
safn ASÍ. Sýningin er tilraun fé-
lagsins til þess að rækta tengslin
milli myndlistar og handverks og
er sú fyrsta í væntanlegri sýninga-
röð, þar sem kynnt verða verk lista-
manna, sem áður störfuðu í hús-
gagna- og innréttingaiðnaðinum.
Sýningin er opin alla virka daga
kl. 10-17, en laugardaga og sunnu-
daga kl. 15-17. Henni lýkur sunnu-
daginn 14. febrúar.
(Fréttatilkynning)
fWC’-tiJvnlin
tilbreyting
Ljúffengt gæðakex í þremur bragðtegund-
um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt
sér. TVC- eitt það besta. Láttu það ekki
vanta.
1009 r
CRACKEAS
—
EGGERT
KRISTJÁNSSON H/F
SÍMI 6-85-300
Fiðluleikur í Fríkirkj
imui á föstudagiim
Miha Pogacnik fiðluleikari.
JÚGÓSLAVNESKUR fiðluleik-
ari, Miha Pogacnik, leikur á tón-
leikum í Fríkirkjunni föstudaginn
12. febrúar nk. Á tónleikunum
flytur hann einleiksverk fyrir
fiðlu eftir Johann Sebastian Bach.
Miha Pogacnik fæddist í Slóveníu
árið 1949, nam fiðluleik hjá Igor
Ozym, Max Rostahl, Henryk Sze-
ryng og Josef Gingold í Júgóslavíu
og Vestur-Þýskalandi, auk þess sem
hann hlaut Fulbright-styrk til náms
í Bandaríkjunum, þar sem hann er
nú búsettur. Hann heldur yfir eitt
hundrað konserta á ári, bæði sem
einleikari og sem sólisti með hljóm-
sveitum. Sem dæmi um tónleika
hans á þessu ári má nefna staði eins
og Tbilisi í Sovétríkjunum, Oaxaca
í Mexíkó, í Peking, Búdapest og
Bled.
Tónleikamir í Fríkirkjunni eru
haldnir á vegum alþjóðafélags sem
nefnist IDRIART sem stendur fyrir
„Stofnun til eflingar samvinnu ólíkra
menningarsvæða með hjálp listar-
innar". Pogacnik er einn af frum-
kvöðlum félagsins sem hefur höfuð-
stöðvar í Genf.
Á efnisskrá tónleikanna eru eftir-
talin verk: Sónata nr. 1 í g-mo)l,
BWV 1001, Partíta nr. 3 í C-dúr,
BWV 1006, Sónata nr. 3 í C-dúr,
BWV 1005 og Chaconna úr Partítu
nr. 2 í d-moll, BWV 1004. Tónleik-
amir hefjast kl. 20.30 og verður
gert hlé eftir fyrstu tvö verkin.
SAITKIörOG
BAUNIR
Fáðu þér góða baunasúpu á
Sprengidaginn. Veldu þérgott hráefni.
Whitworths baunir gefa rétta bragðið.
Whitworths baunir,
gular og fallegar, viðurkennd gæðavara.
Hkristján ó.
SKAGFJÖRÐ HF.
i