Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 Dómstólar og stjómarskrá I kvöld, fimmtudaginn 11. febrúar, kl. 20.30 munu Heimdall- ur, FUS í Reykjavík, og landsmálafélagið Vörður halda sameiginlegan fund um hlutverk dómstólanna og stjórnar- skrána. Frummælandi verður Jón Steinar Gunn- laugsson, lögfræðingur og höfundur bókarinnar „Deilt á dómarana". Hann mun svara fyrirspurnum að loknu framsögu- erindi. Allir sjálfstæðismenn eru hvattir til að fjöl- menna á fundinn. Kaffiveitingar verða á boðstólum. Fundurinn verður haldinn i neðri-deild Valhallar. Stjómimar. Antik Rýmingarsala Allt á að seljast. Húsgögn, speglar, lampar, málverk, postulín, kristall, nýr sængur- fatnaður, gjafavörur. Góö greiöslukjör Antikmunir, Grettisgötu 16, sími 24544. Opið frá kl. 12-18 virka daga. Láugardaga frá kl. 12-16. TÖLVUPRENTARAR Samtökin 78: Stofnuð ráðgjafar- þjónusta um alnæmi Samtökin 78, félag homma og lesbía á íslandi, eru um þess- ar mundir að hefja síma- og ráðgjafarþjónustu um sjúk- dóminn alnæmi. Á blaðamanna- fundi, sem samtökin boðuðu til af þessu tilefni, kom fram, að Island er meðal verst settu þjóða heims varðandi fjölda smitaðra, miðað við íbúafjölda. Þorvaldur Kristinsson, fræðslu- fulltrúi samtakanna, sagði veru- lega þörf fyrir þessa þjónustu. Hún væri ætluð jafnt öllum þegnum þjóðfélagsins, sem vildu fræðast um sjúkdóminn og leita ráða. Fram kom í máli Þorvaldar, að hér á landi eru nú 39 manns með alnæmissmit, þar af 5 með sjúk- dóminn á lokastigi. Á síðustu fjór- um mánuðum hafa 5 bæst í hóp smitaðra. Viðbót við verslunarinn- réttingar Gínurog útstillinga- vörur í miklu úrvali á mjög hagstæðu verði. WHF.OFNASMIflJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI 7. S: 21220 Þorvaldur gagnrýndi heilbrigð- isyfirvöld fyrir að bregðast ekki við alnæmi af nægilegri alvöru, „...heilbrigðisyfirvöld haga sér aft- ur og aftur eins og sjúkdómurinn sé ekki kominn til að vera“, sagði hann. Þorvaldur sagði biýnasta verkefnið nú, að hefja öflugt fræðslustarf og fyrirbyggjandi aðgerðir. Helsti áhættuhópurinn og jafnframt sá, sem erfiðast væri að ná til væru„...karlar, sem lifa kynlifí með öðrum körlum, en kalla sig ekki homma“, eins og Þorvald- ur orðaði það. Þeir væru ekki reiðubúnir til að horfast í augu við kynhneigð sína og þar af leið- andi ekki heldur kynhegðan sína. Þorvaldur hvatti heilbrigðisyfír- völd til að fara að dæmi annarra Norðurlandaþjóða í fyrirbyggjandi starfí gegn eyðni. Fræðslufulltrúi Samtakanna 78 er til viðtals á skrifstofu samtak- anna alla virka daga kl 15 til 18, Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í íslenskum „ viskubrunni“ stend- ur þessi lífsspeki: „Ef þú vilt að aðrír leyni, þá leyn þú sjálfur.“ Það er smá leyndardómur falinn í næsta rétti, en hann á ekki að fara leynt. Þessi réttur getur verið kærkominn þeim sem gera vilja mikið úr litlu. Hér er „helgarsteik- in“ úr hökkuðu kjöti. Eldunartími 1 klst. Kjöthleifur í brauðhjúp með sænskum kartöflum og ASEA Cylinda uppþvottavélar ★ sænskar og sérstakar Taka 14 manna borðbúnað og fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, þurrkun, hljóð- leika og orkusþarnað. Efnisgæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3 /FOniX HATUNI 6A SÍMI (91)24420 ------------- WK Viðtalstími borgarfulltrúa Ví Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtajs í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög- um frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 13. febrúar verða til viðtals Hilmar Guðlaugsson, formaður bygg- inganefndar Reykjavíkurborgar og varaformaður stjórnar verkamannabústaða og Guðrún Zoega, í skólamálaráði, fræðsluráði og í stjórn veitustofnana. kryddjurtasósu 700 g hakkað lambakjöt l/2 bolli brauðmylsna 1 tsk. salt + malaður pipar V2 tsk. oregano 1 eggjahvíta undanrenna 4 sneiðar beikon 1. Hakkaða kjötið er sett í skál og er brauðmylsna, saít, krydd og eggjahvíta blandað vel saman við kjötið. Undanrennu, u.þ.b. V4 úr bolla, er bætt við þar til kominn er vel viðráðanlegur kjöthleifur. 2. Kjötið er síðan mótað í aflang- an hleif (brauðhleif) og sett á smurðan, eidfastan disk. Beikonið er skorið í 1 sm breiðar ræmur. Þeim er þrýst með borðhnífsoddi niður í kjöthleifínn-hverri við hlið annarrar. Beikonið gefur kjötinu mjög gott bragð. 3. Kjötið er síðan sett inn í 225 gráðu heitan ofn og bakað í 1 klukkustund. Þegar það hefur bak- ast í 30 mínútur er það tekið úr ofninum og það vafíð brauðdeginu og siðan bakað áfram í 30 mínútur. Brauðdeig Fljótgert smjördeig: IV4 bolli hveiti V2 bolli smjörlíki V2 bikar sýrður ijómi 1 eggjarauða + 1 matsk. mjólk 1. Hveiti, smjörlíki og sýrður ijómi (lítið eitt salt) er sett í skál og hrært vel saman. Best er að útbúa það nokkru áður og láta það Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna 78, á blaðamanna- fundi um ráðgjafarþjónustu sam- takanna vegna eyðni. og síma- og ráðgjafarhópur sam- takanna svarar í síma þijú kvöld í viku í síma félagsins, viðtalstím- amir eru auglýstir í dagblöðunum. standa í kæli áður en það er notað. 2. Brauðdeigið er flatt út í af- Ianga köku, nægjanlega stóra til að hægt sé að skera af lengdinni tvær þunnar ræmur (með kleinu- jámi) og þijár af enda, en hafa samt nóg eftir til að setja utan um kjöthleifínn. 3. Brauðdeigið er lagt utan um kjötið með samskeytin undir hleifn- um. Brauðræmumar eru síðan lagð- ar á brauðdeigið á ská og kross. Það er sfðan stungið út með gaffli og penslað vel með eggjarauðu, þeyttri með litlu einu af mjólk. Eggjarauðan gefur brauðinu fal- lega glansandi, stökka áferð. 4. Kjötið með smördeiginu er síðan sett í ofninn aftur og bakað áfram í 30 mínútur til viðbótar. Sænskar kartöflur 1 kg kartöflur meðalstórar og lítið eitt aflangar 50 g smjör eða smjörvi salt Kartöflumar eru afhýddar, hreinsaðar vel og þerraðar. 'Síðan er hver kartafla sett f matskeið, hún er skorin í þunnar sneiðar, en að- eins niður að rönd skeiðarinnar. Kartöflunum er síðan raðað í smurt eldfast mót og er bræddu smjöri hellt yfír þær. Ágætt er að pensla þær síðan svo smjörið nái að kom- ast á milli sneiðanna. Kartöflumar eu bakaðar í 1 klukkustund í ofni, samtfmis kjöt- inu. Á meðan kartöflumar og kjötið ér að bakast er sósan útbúin: Kryddjurtasósa 2 matsk. smjörlíki eða matarolía V2 laukur saxaður 1 hvítlauksrif, pressað 1 bolli vátn 1 tsk. rósmarin-lauf, mulið 1 tsk. tarragon 2 ten. kjúklingakraftur 1 matsk. kartöflumjöl V2 bikar sýrður ijómi 1. Feitin er hituð í litium potti og er laukur og hvítlaukur látinn rétt mýkjast upp í kraumandi feiti. Þá er vatni, kryddi og kjúklinga- krafti bætt út í. Lok er sett yfír pottinn 0g er sósuefnið látið sjóða við vægan hita í 20 mínútur. 2. Sósan á að vera 1 bolli og er vatni bætt við ef þarf, einnig salti og pipar eftir smekk. Sósuefnið er sfað og sósan jöfnuð með kartöflu- mjöli. Sýrður ijómi er settur í sós- una sfðast eða rétt áður en hún er borin fram. Soðið grænmeti, eins og strengjabaunir, gulrætur og einnig grænar baunir, er gott meðlæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.