Morgunblaðið - 11.02.1988, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
48
Minning:
Ragnheiður Eygló
Eyjólfsdóttir
Fædd 26. ágúst 1925
Dáin 1. febrúar 1988
í dag er kvödd Ragnheiður Ey-
gló Eyjólfsdóttir, tækniteiknari á
skrifstofu bæjarverkfræðings í
Hafnarfírði. Sjáum við starfsfélag-
ar hennar þar á bak hæfum og
samviskusömum starfsmanni, sem
ekki mátti vamm sitt vita og hafði
ávallt heilbrigðan metnað fyrir hönd
vinnustaðarins um vönduð og áreið-
anleg vinnubrögð i hvívetna.
Hér munu ekki hafðar uppi orða-
lengingar um æviatriði hennar, en
lítillega minnst þeirra ára er við
áttum saman.
Eygló, en svo var hún jafnan
nefnd í daglegu tali, var fædd 26.
ágúst 1925 og lést 1. febrúar 1988
eftir stranga baráttu við illvígan
sjúkdóm. Hún hafði ung lært ljós-
myndun og starfaði við hana í um
áratug uns við tóku annir á vax-
andi heimili. Hún giftist árið 1951
Sævari Magnússyni, sem lengi var
starfsmaður {Hafnarfjarðarapóteki
og nú seinni árin fulltrúi á skrif-
stofu Hafnarfjarðarhafnar. Þau
áttu þrjú böm: Kristin tæknifræð-
ing, Armann verkfræðing og Önnu
Kristínu kennara. Eru þau öll gift
og búsett í Hafnarfirði.
Sá er þetta ritar vissi fátt um
þá konu, sem gaf sig fram og vildi
taka að sér starf tækniteiknara
fyrir nærri 15 árum. Fram kom þó,
að hún hafði lært ljósmyndun og
starfað við þá iðn í tæpan áratug.
A þeim tíma hafði hún gifst og átt
böm eins og gengur, en einnig átt
við þrálát veikindi að stríða, þjáðst
af astma ámm saman og verið með
köflum vemlega illa haldin.
Hálffímmtug að aldri, er sá fyrir
endann á uppeldi og umönnun
bama hennar hafði hún drifíð sig
í að læra tækniteiknun og var nú
að leita fyrir sér um sitt fyrsta starf
utan heimilis í áratugi.
Allir, sem reynt hafa, vita hvert
átak er fyrir konur á þessum aldri
að komast aftur á skrið í atvinnu
eftir langt hlé. Það var gæfa okkar
á skrifstofunni að sjá í hendi okk-
ar, að kunnátta í ljósmyndun og
reynsla af stjóm heimilis í áratugi
mundi vera gott veganesti, þótt alla
starfsreynslu við tækniteiknun
vantaði. Allt gekk að óskum frá
fyrsta degi, enda var hér kominn
starfsmaður sem ekki var físjað
saman. Það sem á vantaði kunnáttu
og starfsreynslu var umsvifalaust
afgreitt með því að kynna sér mál-
in, spyija skynsamlegra spuminga
þegar á þurfti að halda og ræða
verkefnin frá ýmsum hliðum. Kom
fljótlega að því að okkur fannst
Eygló aldrei hafa gert annað en að
sinna þessu starfí, sem krefst
sífelidrar árvekni, nákvæmni og
alúðar. Kom sér þar vel, að Eygló
var vel af guði gerð til munns og
handa, greind vel, listræn, nákvæm
og vönd að virðingu sinni í hvívetna.
Heilsa hennar var þokkaleg á þess-
um ámm og mun betri en verið
hafði lengi.
Minnist ég vel, hve okkur hinum
á skrifstofunni fannst syrta að fyr-
ir sex ámm, er Eygló sagði okkur
með stöku æðmleysi, að fundist
hefði meinsemd í bijósti sínu, sem
taka yrði föstum tökum þegar í
stað. Tók nú við hörð barátta, sem
þó virtist ljúka með fullum sigri um
hálfu ári síðar. Kom hún þá aftur
til starfa og lét engan bilbug á sér
fínna, þótt sjá mætti, að henni
væri verulega bmgðið. Tóku nú enn
við góð ár, eða ekki lét hún á öðm
bera en vel gengi.
Fyrir um ári héldum við að henn-
ar fomi fjandi, astmaveikin, væri
að hrella hana eins og oft vill verða
í vetrarkulda og kveftíð. Hér fór
hins vegar í verra, því bijóstveikin
reyndist illkynja og varð ekki við
neitt ráðið. Sá tími sem nú tók við,
en gat aðeins einn endi fengið, var
öllum kunnugum erfíður. Sjálfri var
Eygló manna ljósast að hveiju dró,
en bar sig ætíð vel og hetjulega.
Helst hefur verið huggun í því að
vita hana í góðum og ömggum
höndum á Vífílsstaðaspítala, * þar
sem frábært starfsfólk létti henni
lífíð á allan hátt, enda fékk hún
þá einkunn, að hún væri góður og
duglegur sjúklingur.
A okkar litla vinnustað er nú
skarð fyrir skildi. Hér em starfs-
menn ekki fleiri en svo, að forföll
og frí verður oft að brúa með sam-
vinnu og hjálpsemi. Gildir þá einu
hver hefðbundin verkaskipting er á
staðnum, hver grípur í störf annars
eftir því sem geta og kunnátta leyf-
ir. í þessu sem öðm var Eygló hinn
dyggi og trúi þjónn síns vinnustað-
ar og samfélags.
Þótt Eygló ætti við andbyr að
stríða á löngum köflum lífs síns,
hélt hún reisn sinni til hins síðasta.
Hún átti fjölmennan frændgarð hér
í Hafnarfirði, eignaðist góðan maka
og afkomendur, svo gleðjast mátti
yfír mörgu, þótt á móti blési.
Veit ég mig mæla fyrir munn
allra hér á skrifstofunni, er ég kveð
með söknuði þessa prúðu konu, er
nú hefur mætt þungum örlögum
sínum, róleg og hnarreist eins og
ætíð áður.
Innilegar kveðjur okkar allra til
Sævars, bamanna, maka þeirra og
bamabamanna.
Björn Árnason
Dag er tekið að lengja. Eitt
hænufet á dag sækir sólarljósið
fram á kostnað skugga og myrk-
urs. Smám saman hörfar kuldi og
dmngi vetrar fyrir birtu og yl vor-
komunnar. Þetta er lífsins gangur.
Arstíðimar koma og fara. Flest
emm við sennilega böm birtunnar
— bíðum í eftirvæntingu eftir sum-
arkomu á hveiju ári. Eftir sem áður
tökum við því sem að höndum ber
— umberum og lifum við langa
skugga vetrarins. Náttúran fer sínu
fram og manninum er gert að búa
við hana hvort sem honum líkar
betur eða verr.
Á sama hátt er æviskeið manns-
ins jafnan háð breytingum. Lífíð
er ekki áfallalaus gleðiganga. Það
skiptast á skin og skúrir í lífi hvers
manns, sambærilegt því þegar nátt-
úran hefur sín hamskipti. Og víst
er það svo, að alveg á sama hátt
og árstíðimar koma og fara, þá
víkst enginn undan þeim stóra dómi
almættisins, að á þeirri tilveru sem
við þekkjum er upphaf og endir,
fæðing og dauði. Sá tími rennur
upp í lífí hvers manns að lokið er
hans æviskeiði hér á jörð — á þessu
tilverustigi. Dauðinn er óumflýjan-
leg staðreynd í lífí hvers manns. Á
þann hátt em líf og dauði jafn sam-
ofín og vetur og sumar.
Hitt er það, að stundum gerir
náttúran eins konar uppreisn gegn
sjálfri sér hvað veðurfar varðar.
Fyrir kemur að vetur konungur tek-
ur öll völd löngu fyrir hans upp-
gefna tíma samkvæmt dagatalinu.
Það gerir él um mitt sumar. Þann-
ig er því líka stundum farið þegar
samferðamenn em langt fyrir aldur
fram burtkallaðir úr þessari vist hér
á Hótel Jörð.
Kveðjustundin rennur upp miklu
fyrr en okkur öllum fínnst ástæða
til — fínnst réttlátt. Og við fyllumst
eftirsjá og trega, jafnvel biturð í
garð almættisins. En engu verður
breytt.
Ragnheiður Eygló Eyjólfsdóttir,
sem um árabil hefur unnið hjá
Hafnarfjarðarbæ, á skrifstofu bæj-
arverkfræðings, var kölluð fyrir
tímann. Hún átti svo margt ógert
í lífínu; með fjölskyldunni, vinum,
í starfí. En ekki tjáir að deila við
dómarann.
Og hún mun, þrátt fyrir langvar-
andi alvarleg veikindi, aldrei hafa
misst kjarkinn. Andlegur kraftur
hennar og æðmleysi á örlagastundu
er vissulega styrkur til handa þeim
sem eftir lifa.
En sorgin er sár — eftirsjáin
mikil á kveðjustund.
Ég vil þakka fyrir samfylgdina
og hafa átt þess kost að vinna með
og þekkja hana Eygló. Það verða
allir betri eftir slík kynni. Starfs-
fólk Hafnarfjarðarbæjar sér á eftir
samstarfsmanni og vini. Þar er
skarð fyrir skildi.
Sævari Magnússyni, eiginmanni
Eyglóar, sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Hans missir er
mikill. Og ekki síður hjá bömunum,
Kristni, Armanni og Önnu Kristínu.
Megi Guð milda sorg þeirra og allra
annarra ættingja og vina, sem um
sárt eiga að binda.
Blessuð sé minning Ragnheiðar
Eyglóar Eyjólfsdóttur.
Guðmundur Arni Stefánsson
Frændkona mín, Ragnheiður
Eygló Eyjólfsdóttir, andaðist á
Vífílsstaðaspítala 1. febrúar eftir
langa og stranga sjúkdómslegu.
Jarðarförin fer fram frá Þjóð-
kirkjunni í dag.
Eyja, eins og hún var alltaf köll-
uð af minni fjölskyldu, fæddist í
Hafnarfirði 26. ágúst 1925, dóttir
hjónanna Eyjólfs Kristinssonar og
Guðrúnar Ólafsdóttur. Þau bjuggu
alla tíð á Selvogsgötu 2 í Hafnar-
fírði. Eygló átti glaða og áhyggju-
lausa æsku í faðmi stórrar fjöl-
skyldu.
Frá heimilinu á Selvogsgötu 2 á
ég margar ljúfar minningar. Mæður
okkar Eyju voru systur og mjög
samiýndar. Mikill samgangur var á
milli heimilanna, ekki bara á stór-
hátíðum eins og nú tíðkast heldur
hittust þær minnst einu sinni í viku
og þá fengum við krakkamir oft
að fylgja með.
Það var skemmtilegt að heim-
sækja Gunnu frænku suður í Fjörð.
Fjölskyldan á Selvogsgötu var stór,
bömin voru sex: Eyja elst, Ólafur
Hermann f. 1927, Þórunn Marta
f 1931, Eyrún f. 1933, d. 1935,
Eyrún Sigurlaug f. 1935 og Inga
María f. 1941. Á heimilinu voru
einnig Massi bróðir Eyjólfs. Ragn-
heiður, móðir þeirra, sem var rúm-
föst þegar ég man til, og Kristinn,
afínn sem setti virðulegan blæ á
heimilið. Kristinn var gott skáld,
smiður og listaskrifari, sem ætt-
menn hans margir hafa erft, ekki
síst Eygló. Hún fékk líka fljótt
æfínguna því afi Kristinn var
sjóndapur, seinna blindur og skrif-
aði Eygló það sem hann orti. Hús-
bóndinn Eyjólfur var sjaldnast
heima eins og títt er um togarasjó-
menn en húsmóðirin hafði nóg að
starfa á stóm heimili. Þama ríkti
gleði og góðvild, sem allir fundu
og var mikill gestagangur.
Á loftinu bjuggu hjón með 2 eða
3 böm og í kjallaranum var líka
bamafjölskylda. Þetta þætti þröngt
setinn bekkur í dag í litlu húsi.
Ragnheiður fór í Flensborgar-
skóla, lauk þaðan gagnfræðaprófí
1943, lærði síðan ljósmyndun og
starfaði við það þar til hún stofnaði
heimili 1951.
Þegar bömin fóm að stækka
lærði hún tækniteiknun við Tækni-
skóla íslands og starfaði hjá Bæjar-
verkfræðingi Hafnarfjarðarbæjar
þar til heilsan fór að bresta.
Ung að ámm felldu þau hugi
saman Eygló og Sævar Magnússon,
loftskeytamaður. Hann er borinn
og bamfæddur Hafnfírðingur. Þau
vora bekkjarsystkini í Flensborg.
Heimili þeirra var alla tíð í Hafnar-
fírði, mörg síðustu árin í húsi sem
þau byggðu að Álfaskeiði 59.
Sævar og Eygló vom sérlega
samhent og einstök snyrtimennska
jafnt úti sem inni einkenndi heimili
þeirra. Þeim varð þriggja bama
auðið, Kristinn Amar f. 1946, raf-
tæknifræðingur, kvæntur Bjöigu
Leifsdóttur. Þau eiga 2 böm; Ar-
mann f. 1952, verkfræðingur,
kvæntur Gunnvöra Karlsdóttur.
Böm þeirra em 3; Anna Kristín f.
1956. Maður hennar er Þórður
Helgason, verkfræðingur.
A unglingsámm var Eyja mikið
í íþróttum, lék í handboltaliði FH.
Þó hún væri ekki há í loftinu var
hún meðal bestu leikmanna liðsins.
Hún var kappsöm og hafði mikinn
metnað til þess að ná langt, hugð-
ist meðal annars fara á íþrótta-
skóla. Þá bilaði heilsan. Ekki var
um annað að ræða en láta þennan
bemskudraum á hilluna.
Sævar og Eygló fóra í mörg
ferðalög bæði innanlands og utan.
Náttúran var henni hugleikin og
kær.
Eyja réðst til tengdaforeldra
minna þegar þau fluttu heim frá
Ameríku 1947 og komu sér fyrir á
gamla heimilinu Esjubergi við Þing-
holtsstræti, þar sem nú er Borgar-
bókasafnið. Þetta var áður en ég
tengdist þessari Qölskyldu.
Guðrún, tengdamóðir mín, talaði
oft um hvað henni líkaði vel við
Eygló, verk hennar bám af verkum
annarra.
Ég kveð Eyju frænku mína með
bæninni sem amma Herdís kenndi
okkur:
Bænin má aldrei bresta þig.
Búin er freisting ýmisleg,
þá líf og sál er líð og þjáð,
lykill er hún af drottins náð.
Maðurinn minn, t BJÖRN SVEINBJÖRNSSON fyrrv. hæstaréttardómari,
lést 10. þ.m.
Rósa Loftsdóttir.