Morgunblaðið - 11.02.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 11.02.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Flugleiðir — góð þjónusta S.E. hringdi: „Níu ára dóttursonur minn sem býr í Gautaborg var hjá okkur fyrir skömmu. Eg varð að senda hann til baka einan og fór með hann út á flugvöll til innritunar. Stúkan sem sá um innritun var ákaflega greiðvikin við okkur. Þegar hún vissi að hann var einn á ferð tók hún að sér að fylgja honum alveg að dyrunum þar sem gengið er út í flugvélina. Einnig sendi hún telex til Gautaborgar þar sem starfsfólk var beðið að taka á móti honum, fylgja honum í gegn um tollinn og gæta hans þar til foreldrar hans tóku á móti honum. Mer leið miklu betur að vita um þetta allt saman þegar ég skildi við hann. Hafí Flugleiðir þökk fyrir." Of mikið spilað af sömu lögunum Sigtryggur hringdi: „Mér fínnst að fijálsu útvarps- stöðvamar spili allt of mikið af sömu lögunum sem sum er búið að spila alltof oft. Hins vegar mætti spila meira af lögum sem sjaldan hafa heyrst og væri það kærkomin tilbreyting." Köttur Hálfstálpaður fressköttur, grár með hvíta bringu og hvítar hosur, kom í hús á Baldursgötu fyrir nokkru. Eigandi hans er beðinn að hringja í síma 25859. Gullhringur Gullhringur með ekta perlu tap- aðist við Hlemm. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 35188. Fundarlaun. Síamsköttur Vegna flutnings vantar mjög elskulegum síamsfressketti gott heimili þar sem hann fengi ástúð og umhyggju, helst í sveit. Síminn er 19492 á kvöldin. Sirkus Zoo Geir Þormar hringdi: „Árið 1951 var hér á ferð danskur sirkus sem nefndist Sirk- us Zoo og kom hann hingað á vegum SIBS. Þegar sirkusinn ætlaði að sýna hér í Reykjavík gerði danska aðstoðarfólkið verk- fall og framdi skemmdarverk á raflögnum fyrir sýninguna. Var þá leitað til mín um viðgerðir og fékk ég annan rafvirkjameistara með mér í þetta verk. Ég hef verið að rifja ýmislegt upp fyrir mér frá þessum tíma og vantar að komast í samband við þennan rafvirkjarpeistara. Bið ég hann að hringja í mig í síma 19896 ef hann les þetta. Hvaða rök eru fyrir afnámi vaxtafrádráttar? Stefán Ingólfsson hringdi: „Hver eru rökin fyrir þvi að afnema I raun vaxtafrádrátt þann sem húsbyggendur hafa notið með þessari nýju vaxtaafsláttarreglu. Bamlaus hjón með eina milljón og fímmhundruð þúsund í tekjur og hundrað og fímmtíu þúsund í vaxtafrádrátt samkvæmt gömlu reglunni fá aðeins átján þúsund krónur í vaxtaafslátt eftir breyt- inguna. Húsbyggendur hljóta að mótmæla þessari aðför harðlega. Óskað er eftir svari íjármálaráð- herra." Veitum Bubba viðurkenningu Þröstur J. Karlsson hringdi: „Ég þekki Bubba ekki neitt persónulega en veit þó það að þama er snillingur á ferð, bæði hvað varðar lög og ljóð. Þessum manni þarf að veita viðurkenn- ingu að mínu mati og hann ætti vera einn af þeim er hljóta æðstu listamannagráðu hérlendis.“ Hvernig er farið að því að ganga úr Þjóðkirkjunni? Þegn hringdi: „Ég var innlimaður í íslensku Þjóðkirkjuna í frumbernsku en nú er ég kominn til vits og ára og er ekki viss um að ég vilji vera í henni lengur. Hvemig á ég að fara að því að ganga úr Þjóðkirkj- unni og láta það gjald sem greiða ber fremur renna til Háskólans?“ Hvítur páfagaukur Hvítur páfagaukur flaug út um svaladyr í Stangarholti 5 fyrir skömmu. Þeir sem orðið hafa var- ir við hann eru vinsamlegast beðn- ir að hringja í síma 21437 á kvöld- in eða síma 622265 á daginn. Kápa Þykk grá vetrarkápa, tvíhneppt með stórum kraga tapaðist í Lækjartungli, laugardaginn 30. janúar. Sá sem kápuna hefur und- ir höndum er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 83956. Ennisband Skærgrænt ennisband tapaðist í rútunni sem fór frá Bláfjöllum kl. 6 fostudaginn 5. febrúar. Á armbandinu stendur m.a. „Lech“. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 31293 eða 36688. + Fylgjumst betur með er- lendum ferðamönnum Til Velvakanda. Erlendir menn sem hér dvelja eru sumir með vafasama pappíra. Til dæmis fólk sem dvelur hér lengi án þess að skrá sig búsett á íslandi og kemst þannig hjá því að greiða lögbundin gjöld af tekjum sínum, öllum eða hluta þeirra. Síðan eru mörg dæmi um menn sem kalla sig ferðamenn, en koma - til þess að afla sér tekna hér, til dæmis með sölumennsku, umboðssölu, nám- skeiðum eða ráðgjafarstörfum. Sumir koma hingað aftur og aftur og sleppa til þessa oftast við að greiða venjuleg gjöld af tekjunum. I sumum tilvikum getur hið nýja staðgreiðslukerfi skatta gert þessu fólki erfíðara fyrir, en án aukinnar árvekni almennings stoðar hið nýja kerfí lítið eitt sér. Engin ástæðá er til þess að erlendir menn sem afla sér tekna hér á landi greiði ekki af þeim gjöld. Undanlátssemi gagnvart útlendingum í þessu efni leiðir bara til þess að gjöld okkar sem hér búum löglega hækka. íslendingar eru því hvattir til þess að gera fyrirspumir eða koma upplýsingum til yfirvalda um erlent fólk sem ofangreint gæti átt við, til skattstjóra, hagstofu (þjóðskrá) eða útlendingaeftirlits. Að auki getur bætt árvekni og meira eftirlit almennings gagnvart erlendum mönnum hér á landi leitt til handtöku fleiri svokallaðra sölu- manna dauðans, en í að minnsta kosti tveimur mjög stórtækum og nýlegum fíkniefnamálum hafa er- lendir menn verið beinir innflytjend- ur hinna ólögmætu efna. Lesandi góður: Gerðu óhikað fyr- irspumir til ofangreindra embætta ef þér þykir ástæða til. Við verðum að vemda íslenska menningu og þjóðskipulag fyrir mönnum sem ekki fínnst taka því að semja sig að réttum íslenskum lögum. Við megum ekki líða það að erlendir MIG langar til að skrifa stuttlega um umfjöllun Stöðvar 2 um biór- málið í þætti Jóns Óttars Ragn- arssonar, „Leiðaranum" þann 1. febrúar. Þar fullyrti sjónvarps- stjórinn, ásamt Katrínu Fjeldsted lækni, að yrði bjórinn leyfður hér myndi það minnka drykkju. Ég tel þessa fullyrðingu alranga, því ég er viss um að bjórinn yrði notaður sem eins konar „íkveikja". Fyrst drykkju menn bjór og svo færðu þeir sig yfir í sterkari drykki. Þá óttast ég mjög að bjórinn yrði misnotaður af unglingum. Ég tala af töluverðri reynslu í þessum málum. Mér þykir sjálfri bjórinn góður, en hann yrði mér mjög hættulegur, sem og öðrum áfengissjúklingum. Bjórinn virðist saklaus „afréttari", en er stór- hættulegur skaðvaldur. Ég vil benda á, að á Vogi er allt- af yfírfullt og fjöldi fólks á biðlista, svo ég held að öllum ætti að vera ljóst að við búum við nægan vanda nú þegar, án þess að láta bjórinn flæða yfír landið. Ég vil þakka Ótt- ari Guðmundssyni lækni og Árna Gunnarssyni, alþingismanni, fyrir þein-a framlag í þætti Jóns Öttars. Þeir töluðu af mikilli þekkingu og menn reki svarta eða gráa atvinnu- starfsemi í skjóli þess fijálsræðis sem á íslandi er við lýði. íslendingur vonandi hafa orð þeirra valdið þvi að færri óska eftir böli bjórsins. Vonandi verður bjórfrumvarpið aldrei samþykkt. Að lokum vil ég geta þess að ég er mjög ánægð með efni Stöðvar 2 og þá sérstaklega „Nærmyndir" Jóns Óttars. María Sigurðardóttir, 6452- 0407. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Bjór er böl Árshátíð Hestamannafélagsins Fáks verður haldin í félagsheimilinu laugardaginn 13. febrúar nk. oghefstkl. 19.00 meðborðhaldi. Miðar eru seldir á skrifstofu Fáks kl. 15.00- 18.00 þriðjudag og fimmtudag. Einnig í versluninni Astund, Austurveri og Hestamanninum, Ármúla. Hestamannafélagið Fákur. vörum t.d. CANON TOP SHOT verð 15.400 verð nú 12.290 TILBOÐSVERÐ f 15% AFSLAIIUR AF FRAMKÖLLUN LJÓSMYNOABÚÐIN LouQavegi 118 (vio Hlemm) s. 27744 30-50% afsláttur STIMPILDÆLUR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMi 624260 § SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER £

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.