Morgunblaðið - 21.02.1988, Side 1

Morgunblaðið - 21.02.1988, Side 1
96 SIÐURB 43. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja MorgTinblaðsins Shultz hittir Shevardnadze og Gorbatsjov í Moskvu í dag Helsinki, Reuter. 6E0RGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kom í gær til Helsinki á leið sinni til Moskvu þar sem hann mun reyna að koma skriði á viðræður um hugs- anlegt samkomulag risaveldanna um lielmings fækkun lang- drægra kjarnorkuflauga. Shultz mun eiga fundi með Eduard Shevardnadze, sovézkum starfs- bróður sínum, og Míkhaíl Gorb- atsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. Leiðtogar risaveldanna urðu sammála um að hittast í Moskvu í sumar og sagði Shuitz eftir leið- togafundinn í Washington í des- ember sl. að útlínur samkomulags um fækkun langdrægra flauga væru borðliggjandi. Hægt hefur hins vegar miðað í Genfarviðræðum ríkjanna um fækkun langdrægra kjamorkuvopna. Embættismenn, sem eru í för með Shultz, sögðu að óheyrilega mikil vinna væri eftir ef takast ætti að undirrita sam- komulag á leiðtogafundinum. Shultz og Shevardnadze munu einn- ig hittast f marz og apríl til þess að freista þess að koma samkomu- lagi um flaugamar f höfn fyrir leið- togafundinn í Moskvu. Hæstiréttur Svíþjóðar: Dómsorð um forræði yfir dauðum ketti Stokkhólmi, Reuter. HÆSTIRÉTTUR Svíþjóðar hefur dæmt dýravemdarsam- tökum forræði yfir dauðum fressketti. Úrskurði réttarins er ætlað að skýra lög um meðferð flækingsdýra, sem útvegaður er nýr samastaður. Með dómi þessum, sem kveð- inn var upp á föstudag, lýkur langvinnum og bitrum málaferl- um milli dýravemdarsamtak- anna undir forystu Else Wigh og fjölskyldunnar, sem tók að sér köttinn. Wigh fann köttinn f Gauta- borg árið 1985 og skaut skjóls- húsi yfir hann, áður en hún út- vegaði honum nýja forsjármenn. Kötturinn, sem kallaður var Astor, strauk frá fósturforeldr- unum, og Wigh, sem fann hann aftur eftir margra vikna leit, neitaði að afhenda þeim hann aftur og bar fyrir sig klásúlu í forræðissamningnum, þar sem kveðið var á um illa meðferð. Á eftir fylgdi mikið málastapp. Astor drapst í fyrra, þegar til slagsmála kom á fósturheimil- inu, eftir að fjölskyldan hafði tapað forræðismálinu í undir- rétti. Hæstiréttur staðfesti und- irréttardóminn. í dómsorðinu sagði, að málið hefði verið tekið fyrir í því skyni að skýra viðkom- andi iög. „Þetta felur í sér, að við höf- um rétt til að taka ketti frá fóst- urfjölskyldum, sem fara illa með þá,“ sagði Else Wigh. Punjab: Mikið manntjón í aðgerð- um síka Amritsar, Reuter. ÖFGAMENN síka myrtu 10 manna fjölskyldu nærri Amrits- ar, hinni helgu borg síka í Punjab-fylki á Indlandi, i gær- morgun. Stöfluðu þeir líkunum upp, helltu benzíni yfir köstinn og kveiktu í. Talið er að um hefndarmorð hafi verið áð ræða. í fyrradag biðu 13 manns bana og að minnsta kosti 50 slösuðust er sprengjur sprungu í dóm- húsum þriggja borga í Punjab. Öfgasinnaðir síkar eru grunaðir um að hafa komið sprengjunum fyrir. Lögregla er nú í viðbragðs- stöðu í Punjab og dómhúsum hefur verið lokað. Að sögn lögreglu í Chandigarh, höfuðborg Punjab, eru þetta fyrstu meiriháttar sprengjuárásir síka í tvö ár ög í fyrsta skigti er þeim beint gegn dómhúsum. í borginni helgu, Amritsar, var heimatilbúinni sprengju varpað að aðsetri dóms- yfirvalda á hádegi í gær. Einn maður fórst og 19 særðust. Klukku- stundu síðar sprakk sprengja í borginni Gurdaspur með þeim af- leiðingum að tveir létust og 23 særðust. Nokkrum mínútum síðar létust tveir menn og fjórir særðust er sprengja sprakk í borginni Hos- hipur. Að sögn yfirvalda voru sprengj- umar þijár á stærð við hand- sprengjur og samanstóðu af sprengiefni, nöglum og skrúfum. Félagar í Khalistan-hersveitunum sem berjast fyrir heimastjóm síka í Punjab em gmnaðir um sprengju- árásimar. Alls hafa 220 manns beðið bana í ofbeldisverkum í Punjab það sem af er árinu. í fyrra biðu 1.200 manns bana í ofbeldisaðgerðum í Punjab. 0 ^ Morgunblaðið/RAX IGRIMSEY Hallar á Waldheim 1 nýrrí skoðanakönnun Vin. Reuter. KURT Waldheim, sem lýst hefur yfir, að hann muni ekki segja af sér embætti forseta Austurríkis, fékk enn eitt bakslagið í skoð- anakönnun, sem birtist í gær. Samkvæmt niðurstöðum hennar hefur hann tapað fylgi meirihluta kjósenda. Fleiri voru fylgjandi afsögn hans en áframhaldandi setu í embætti. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar, sem birtist í íhaldsblað- inu Salzburger Nachrichten töldu 45% þeirra 522 kjósenda, sem spurðir vom, að forsetinn ætti að segja af sér, en 42% töldu, að hann ætti að sitja áfram. Einnig kom fram, að 42% að- spurðra kváðust ekki mundu ljá honum atkvæði, ef forsetakosning- ar fæm fram í dag, en 31% kvaðst mundu lcjósa hann. Af þeim, sem þá em eftir og ekki vom eins af- dráttarlausir í svömm, kváðu 11% ólíklegt, að þeir mundu kjósa Wald- heim, en 14% kváðu það líklegt. Þetta er fyrsta skoðanakönnun- in, sem sýnir, að Waldheim hefur tapað meirihlutafylgi meðal aust- urrískra kjósenda._ Margt bendir einnig til þess, að í íhaldsflokknum, sem stutt hefur dyggilega við bak- ið á honum, sé nú verið að endur- skoða afstöðuna til forsetans. Helmut Hukacka, aðalritari flokksins, segir í viðtali, sem birtist í íhaldsblaðinu Die Presse í gær, að sumir flokksmanna muni ekki styðja Waldheim á kostnað flokks- ins. „Forsetinn verður að taka af skarið og veija sig gegn ásökunum um, að hann hafi logið til um feril sinn í stríðinu og ávinna sér það traust, sem hann hefur glatað,“ sagði Hukacka í viðtalinu. Waldheim hefur lýst yfír þeim staðfasta ásetningi sínum að sitja áfram í forsetaembættinu, þar sem hann njóti stuðnings meirihluta Austurríkismanna og afsögn hann mundi leiða til glundroða í landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.