Morgunblaðið - 21.02.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
Jón Baldvin Hannibalsson:
Sjálfsagt að afnema innflutn-
ingsbann á frönskum kartöflum
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Litlu munaði að jarðýtan rynni af vagninum og skylli á götuna.
Ohapp við flutning
FJORUTlU tonna jarðýta, sem
verið var að flytja hér í gegnum
bæinn, rann til á dráttarvagni og
munaði litlu að hún skylli niður á
götu hér inni í bæ.
Jarðýtan er í eigu eins aðstand-
enda Héraðsverks og var verið að
flytja hana i gegnum Egilsstaðabæ
að athafnasvæði nýja flugvallarins.
Töluverðar tilfæringar þurfti að
viðhafa til að rétta þetta stórvirka
tæki á dráttarvagninum en ýtan veg-
ur um 40 tonn eftir að ýtutönn hefur
verið tekin af til að auðvelda flutning.
Héraðsverk er nú að hefja undir-
búning við annan áfanga nýs Egils-
staðaflugvallar eftir hlé frá því um
jól en fyritækið lauk 1. áfanga verks-
ins að mestu. í öðrum áfanga verks-
ins felst m.a. uppgröftur og fylling
í 600 m af um 2000 m flugbraut
Myndlistar-
sýning í Is-
lensku óperunni
í TILEFNI frumsýningar Islensku
óperunnar á Don Giovanni gáfu
listamennimir Jóhannes Geir
Jónsson og Jón E. Guðmundsson
operunni málverk til fjáröflunar
fyrir starfsemina.
Þetta er annað árið í röð sem lista-
menn gefa íslensku óperunni mál-
verk en í janúar fyrir ári var opnuð
sýning á verkum fjölda listamanna
í íslensku óperunni. Frá því sýningin
var opnuð hafa æ fleiri listmálarar
sent myndir á sýninguna og hafa
þeir allir gefið operunni verk sín.
Andvirði allra myndanna nemur tæp-
lega 2 milljónum króna og þegar
hafa selst myndir fyrir rúmar 1,5
milljónir króna.
Sýningin er opin alla virka daga
frá kl. 15.00 til 18.00 og að sjálf-
sögðu einnig fyrir gesti operunnar
þau kvöld sem sýningar fara fram.
nýja vallarins og gerð nýs farvegs
fyrir Eyvindará. - Bjöm
JÓN Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra segir að það hafi
verið sjálfsagður hlutur, í fram-
haldi af tollabreytingunum um
síðustu áramót, að tilkynna
tollayfirvöldum að ekkert inn-
flutningsbann væri lengur á
frönskum kartöflum.
Jón Baldvin sagði við 'Morgun-
blaðið að ekkert sérstakt byggi á
bak við þessa ákvörðun. „Það var
sjálfsagður hlutur að tilkynna
tollayfírvöldum, í framhaldi af toll-
breytingunum, að áður útgefið
bréf um stöðvun á þessum inn-
flutningi ér ekki í gildi. Við höfum
aðeins tilkynnt að þetta beri að
meðhöndla eins og hvem annan
innflutning, þetta er ekki undir
neinu sérstöku banni," sagði Jón
Baldvin.
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra sagði við Morgunblaðið á
miðvikudag að þessi ákvörðun
hefði komið sér mjög á óvart og
ekkert hefði verið rætt við land-
búnaðarráðuneytið áður. Um þetta
sagði fj ármálaráðherra að §ár-
máðaráðuneytið hefði litið svo á
að þama væri um einfald fram-
kvæmdaatriði að ræða á eigin
verksviði. „En ég minni á að það
var ekki haft samráð við okkur
við útgáfu á reglugerð um það að
koma kjúklinga- og eggjafram-
leiðslu undir framleiðslustjómun
þrátt fyrir að ágreiningur væri um
það í ríkisstjóm og fyrri ríkisstjóm
hefði skuldbundið sig til þess í
kjarasamningum að grípa ekki til
slíkra aðgerða," sagði Jón Baldvin.
-Er þá þama að kristallast tog-
streita milli Qármála- og land-
búnaðarráðuneytis?
„Eg vil ekkert um það segja,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
Hið íslenska
náttúrufræðif élag:
Æxlunarhegð-
un bleikju í
Þingvallavatni
HREFNA Siguijónsdóttir líffræð-
ingur heldur fyrirlestur mánu-
dagskvöldið 22. febrúar og segir
þar frá niðurstöðum rannsókna á
kuðungableikju i Þingvallavatni.
M.a. kom í ljós að mikil sam-
keppni er milli hænga um hrygnur.
Hængamir hegða sér mismunandi
eftir stærð og stöðu og er óhætt að
segja að meira gerist niðri í vatninu
en halda mætti við fyrstu sýn. í lok-
in verður sýnt myndband, sem enn
er ekki fullunnið, af hegðun fiskanna
niðri við botn vatnsins.
Fyrirlesturinn, sem er er öllum
opinn, verður í stofu 101 í Odda,
Hugvísindahúsi Háskólans, og hefst
kl. 20.30.
Höfðar til
.fólksí öllum
starfsgreinum!
Páskaferð
1.-5. apríl.
Gist á 5 stjörnu hóteli, sem er með glæsilegum
herbergjum og gullfallegum veitingasölum
þar sem boðið er upp á
stórglæsilegar veislumáltíðir.
Auk þess er í hótelinu m.a.:
Sundlaug, líkamsrækt,
sauna og Ijós
o.m.fl.
Brottfön l.apríl
1. dagur
• KomiðtilAmsterdamkl. 12.05.
• Farið í verslunarferð
• Kvöldið frjálst
2. dagur
• Frjálsdagur
3. dagur
• Síkjasigling með íslenskum farar-
stjóra
• Þriréttaður kvöldverður á hinum
fraega veitingastað „Sea Palace“
4. dagur
• Frjáls
6. dagur
• Brottförfrá Amsterdam kl. 13.00.
Komið til Keftavikur kl. 14.15.
Næturiífið í Amsterdam á sér enga hliðstæðu. Frábær-
ar kabarettsýningar og hollensku matsölustaðimir sem
heilla alla.
P.S. Fólk utan að landi færsérstök vildarkjör.
Alltþotta fyrir aðeins kr. 28.900,-
Takmarkaður sætafjöldi.
VERTU HRESS
OG HAFÐU SAMBAND
m rm -
m w&'1
M i- fé ;’í -t
*-t w j/i'
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐALSTRÆTI 16S:621490
Umboðsmenn um land allt