Morgunblaðið - 21.02.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 21.02.1988, Síða 22
22 MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 \&S& -rrS-4* N'-'fSToC" . Wr>.. Ekkí er allt gull sem glóir Ungur nemur . . . Douglaa að kenna Sheen á svikamyllu verðbréfamangs. KvBkmygidir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN: WALL STREET Leikstjóri: Oliver Stone. Hand- rit: Stone og Stanley Wiser. Tón- list: Stewart Copeland. Kvik- myndatökustjóri: Robert Ric- hardson. Framleiðandi: Edward R. Pressman. Aðalleikendur: Michael Douglas, CharUe Sheen, Daryl Hannah, Martin Sheen, Hal Holbrook, Terence Stamp. Bandarisk. 20th Century Fox 1987. U.þ.b. 120 mín. Wall Street flallar um kaupmang sem íslendingar þekkja vart nema af afspum, (mun að líkindum breyt- ast á sumri komanda) kauphallar- viðskifti, verðbréfabrask, verð- bréfasalana. Þeirra hlutverk er að fínna út hvaða hlutabréf er hag- stæðast að kaupa eða selja, hveiju sinni. { rauninni æsilegt happa- drætti sem fært hefur slyngum mönnum ógn §ár. Eftir lýsingum Stones að dæma eru það lítt geð- þekkir menn sem stunda braskið heldur fyrst og fremst einstakling- ar, sem reknir eru áfram af blindri gróðavon og áfergju í öll hugsanleg lífsins gæði. Menn selja Mámmon sálu sína með glöðu geði, allt er metið til peninga, hér stjómar 1 GOTUKORT: Nákvæm fjórlita götukortyfir höfuðborgarsvæðið, þéttbýl- issvæði á Suðurnesjum, Sel- fossi, Hveragerði, Akranesi ogAkureyri. 4 FYRIRTÆKJASKRÁ: Fyrirtækjaskráin hefurað geyma hagnýtar upplýsingar um fyrirtæki og stofnanir (m.a. kennitölu, sölu- skattsnr., starfssvið og margt fieira). 5 ÞJONUSTUSKRA: íþjónustuskránnierað finna yfir 1200 vöru- og þjónustu- flokka. Hvort sem þú leitar að afleysingaþjónustu eða vantar öryggisbúnað þá hef- urþjónustuskrá Gulu bókar- innar svarið. \*> ca ca \'A ,,.u M» 2 GOTUSKRA: ítarleg götuskrá með tilvísun ikortin. Bráðnauðsynleg i sífellt stækkandi byggðarlög um. 6 FYRIRTÆKJA- SÍMASKRÁ: Gula bókin er viðskiptahand- • bók allra landsmanna. Þar finnur þú símanúmer allra söluskattsskyldra aðila. Gula bókin erþvi tæmandi fyrir- tækjasímaskrá. 3 ÝMISLEGT: Ýmis þjónustukort auk neyð- arhjálpar, umboðaskrár o.fl. Allt i þágu neytandans. 7 SÍMAÞJONUSTA: Neytendaþjónusta sem gagn erað. GUIA BÓKIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3 • 101 RVÍK • SÍMI 624242 græðgi og aftur græðgi. Einn af vonbiðlum peninga- fíkninnar er Charlie Sheen. Sökum óstjómlegrar frama- og auragræðgi fær hann starf hjá einum aaðsta- presti verðbréfabraskaranna, Michael Douglas. Hann kennir hon- um brögðin og Sheen reynist hinn besti nemandi. Smásaman tapar hann öllum mannlegum eiginleikum enda lærimeistarinn óspar á heil- ræði kauphallarmangara, „græðgi er góð“, „ást er þjóðsaga", o.s.frv., jafnframt því sem hann kennir hon- um gróðabrallið sem oftar en ekki þolir illa dagsljósið. En Sheen kemst að því undir lokin að ekki er allt gull sem glóir, hann lendir í braski sem snertir flölskyldu hans og mannkostimir verða ofaná j)ó að það kosti miklar fómir. Wall Street gerist mikið til í fjar- rænu og ógeðfelldu umhverfí pen- ingamustera New York og kaldr- analegum lúxus auðmanna þar sem allt er metið til fjár. Ramminn í kringum persónumar er skarpur og undirstrikar listilega tilbeiðslu þeirra á dollaramerkinu. Fleðu- gangur Sheen og hin kalda, yfír- borðslega en föðurlega umhyggja Douglas er svo sannarlega tragi- kómísk, lífíð er jú aðeins peningar og fyrir þá er öllu fómað ef útí það fer. Sem í Platoon fjallar Wall Street um reynslu Stone af myndefninu, en faðir hans var verðbréfasali í kauphöll New York-borgar og hon- um er myndin tileinkuð. Hann virð- ist líka kunna góð skil í völundar- húsi spákaupmennskunnar, það svo, að þeir peningavitgrönnu eru stundum skildir eftir! Efnið er svo sannarlega inni í dag, eftir verð- bréfahrunadansinn vestan hafs og peningahneyksli Ivan Boesky — sem hæglega gæti verið’fyrirmynd Gekkos (Douglas). Og hann hefur virkjað Douglas, sem hér á geysi- sterkan skapgerðarleik og minnir meira en lítið á karl föður sinn er hann var uppá sitt besta. Sheen er hinsvegar ekki eins trúverðugur f hlutverki „nemans“, vantar hörk- una. Aukahlutverkin em flest í góð- um höndum leikara einsog Hal Holbrook, Terence Stamp (sem nú er farinn að skjóta upp kollinum í hverri myndinni á fætur annarri eftir langar Qarvistir), Sean Young (No Way Out), þá bregður fyrir hinni kyndugu Sylviu Miles í hlut- verki fasteignasala. Myndin er á allan hátt vandvirknislega unnin, metnaðargjöm skemmtun, þó svo að innantómt peningahljóðið láti stundum full hátt í eyrum. Fríkirkjan í Reykjavík: Föstumessur og bænastundír Þijár föstumessur verða sungnar f Fríkirkjunni í Reykjavík á þessari föstu. Hin fyrsta miðvikudaginn 24. febrú- ar, önnur miðvikudaginn 9. mars og sú þriðja og síðasta miðviku- daginn 23. mars. Þær hefjast allar kl. 20.30. Safnaðarprestur flytur stutta hugleiðingu, sungið verður úr Passíusálmum síra Hallgríms Pét- urssonar og Litanfa síra Bjama Þoreteinssonar í Siglufirði verður flutt af Fríkirkjukómum. Söngstjóri og organisti er Pavel Smíd. Þá verða og stuttar bænastundir í kirkjunni þriðjudaga, miðviku- daga, fímmtudaga og föstudaga kl. 18.00, eins og verið hefur undanfar- in ár. Hin fyrsta þeirra verður þriðjudaginn 23. febrúar, en hin síðasta miðvikudaginn 30. mare. (FréttatUkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.