Morgunblaðið - 21.02.1988, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
ið er loksins orðið að sjálfstæðri
stofnun í orði og á borði.
Umhyggjan ræður hér ríkjum,
því að húsakosturinn bauð ekki upp
á meira rými, ef allir þessir þættir
skyldu virlqaðir ásamt viðgerðar-
verkstæði, sem er ein mikilvægasta
nýjungin.
Myndlistarmenn áttu í upphafi
von á margfaldri stækkun sýning-
arrýmisins, en það var lfkast því
sem safnið minnkaði með ári hverju
og nýjum upplýsingum um fram-
vindu mála, svo að síðustu voru
menn orðnir kvíðnir og hrelldir í
senn.
í ljós kemur svo, að sýningarrým-
ið er sennilega þrefalt of lítið strax
í upphafi — ef vel og vandlega á
að standa að kynningu fslenzkrar
myndlistar. Það hefur og löngu
verið gefið upp á bátinn að flytja
allt Ásgrfmssafii á staðinn, svo sem
Myndllst
Bragi Ásgeirsson
Það var mikið um dýrðir er
Listasafn íslands opnaði dyr
sínar 30. janúar. Fólk streymdi að
einsog verið væri að opna meiri
háttar sýningu f stórlistaafni í útl-
andinu — og raunar gott betur. Um
tíma ætlaði maður varla að geta
athafnað sig fyrir þrengslum og að
sögn mun það að nokkru hafa ver-
ið vegna þess, að fólk, sem m.a.
var að viðra sig f blíðviðrinu á vin-
sælum áningarstað við Ijömina,
bættist ? hópinn — svona fýrir for-
vitni.
Þetta voru mikil tfmamót fyrir
íslenzka myndlist, íslenzka mynd-
listarmenn og ekki sfst fslenzku
þjóðina. Er trútt um talað ákaflega
merkilegt til þess að vita, að þetta
gerist 104 árum eftir að safiiið var
stofnað og heilum 44 árum eftir
að íslenzka þjóðin varð lýðveldi.
Mun þess vissulega minnst í fram-
tíðinni, að það liðu rúmir flórir ára-
tugir mesta uppgangstfmabils í
sögu þjóðarinnar, frá þvf að landið
byggðist. Mesta góðæris og pen-
ingastreymis — áður en hún taldi
sig hafa efni á að rækja þær sjálf-
sögðu skyldur menningarríkis að
koma myndlistararfi sínum í eigið
hús og verkunum í boðlegar hirzlur.
'Þá eru gríðarlegar menningar-
legar framfarir fólgnar í eins sjálf-
sögðum hlutum og listaverkabóka-
safni, fyrirlestrasal, aðstöðu fyrir
ffæðimenn og að ekki sé talað um
sölubúð fyrir kort og bækur svo og
annan fróðleik, er safninu tengist
— þótt allt þetta sé í vasaútgáfu.
Framar öllu er það mikilvægast,
að menn sifja einir að öllu og safn-
Minnast ber dr.Selmu Jónsdóttur með virðingu á sögulegum tímamótum. Hér sést hún á góðrí stund
fyrir nokkrum árum ásamt forseta íslands, Vigdfsi Finnbogadóttur. Myndina tók greinarhöfundur við
opnun sýningar Svavars Guðnasonar f Listasafni íslands áríð 1980.
einhvem tíma var ráðgert, að þvf
er ég best veit.
Það verður því enn um stund bið
á því, að útlendingar fái myndað
sér sjálfstæða og raunhæfa skoðun
á þróun íslenzkrar myndlistar aug-
liti til auglitis, þvf að aldrei verður
hægt að hafa nema lítið brot af
myndverkaeign safnsins á veggjum
og gólfi — hvað þá er sérsýningar
eru á ferðinni með allri sinni röskun.
Það er brýn ástæða til að fara
strax að huga að stækkun safnsins
í framtíðinni, jafnvel þó að vísast
verði hér nokkur bið á. Ásgrímssafn
verður virkjað áfram og nú sem
sérstök deild eða útibú frá safninu
og af því tilefni dettur mér í hug,
að tilvalið væri að reyna að festa
kaup á hinum helmingi hússins og
hengja upp úrval af verkum Jóns
Stefánssonar og Gunnlaugs Schev-
ings, sem báðir lifðu þar og störf-
uðu um árabil, og jafnvel byggja
skála út f garðinn. Myndi þá bæt-
ast við allnokkurt sýningariými, um
leið og sjálfur staðurinn yrði til
muna forvitnilegri til heimsókna.
Listasafn íslands er falleg bygg-
ing og stílhrein og þykja mér breyt-
ingamar hafa tekist vel miðað við
það, hve húsameistara rfkisins var
hér þröngur stakkur skorinn. Að
sjálfsögðu koma fram ýmsir gallar
einsog jafnan við slfkar og jafn
gagngerðar breytingar á gamalli
og sögufrægri byggingu. Sitthvað
má lagfæra t.d. lýsinguna og taka
má fyrir speglunina á gólfi á ýmsan
hátt t.d. með mjóum einlitum dregli
undir myndunum — einnig er sá
möguleiki fyrir hendi, að speglunin
hverfí einfaldlega af sjálfu sér. Það
sem efiðara er að lagfæra er að
virkja dagsbirtuna og hér hefði
auðveldlega mátt opna þakið og
veita loftljósi inn, sem er í flestum
tilvikum réttasta birtan. En ég er
ekki viss um, að hér sé við húsa-
meistara að sakast, því að húsfrið-
unamefnd gæti állt eins verið inni
f dæminu.
Það er og merkilegt að segja
má, að höggmyndir séu oflýstar,
en málverkin vanlýst. Höggmynd-
imar njóta hinnar fullkomnustu
náttúmbirtu, en málverkin mega
búa við gerviljós að hluta. Eðli
málverka er þó einmitt að taka stöð-
ugum breytingum eftir birtuskilum
og þannig er mikill munur á því
að skoða málverkasöfn að morgni
dags, um miðjan dag og svo í gervi-
birtu á kvöldin. Gervibirtan er harð-
ari, hún er og afmörkuð og býr
ekki yfir mýkt og fjölbreytileika
náttúrubirtunnar.
Þetta vita allir málarar og vilja
langflestir, að náttúrubirtan prýði
myndir þeirra eftir því sem hægt
er á söfnum.
Þetta er öllu breytilegra með
höggmyndir og myndir efnislegrar
dýptar, allt til hreinna lágmynda,
sem þurfa iðulega sérstaka birtu
og umhverfi til að njóta sín og hér
hefur sérstök lýsing heilmikið að
segja. Ég nefni sem dæmi hina
miklu sýningu á verkum Torvalds-
ens á sögusaftiinu nýja í Köln fyrir
liðlega áratug. Menn nýttu hér lýs-
inguna svo vel, að út kom nýr Thor-
valdsen og menn sáu hann bókstaf-
lega í nýju ljósi, enda varð þetta
fræg sýning og Dönum heilmikill
lærdómur.
Ég nefni hér sem annað dæmi,
að fólk gengur kannski árum saman
framhjá sömu myndastyttunni dags
daglega án þess að veita henni til-
takanlega athygli. En sé sama
mynd sett upp á safiii og tækni-
brögðum lýsingar beitt á meistara-
legan hátt verður sama fólkið
furðulostið. Hér er þó ekki um ann-
að að ræða en að lögð er áhersla
á að draga fram og dýpka rúmtak
myndarinnar.
Að sjálfsögðu njóta höggmyndir
sfn einna best úti f náttúrunni, en
við verðum að athuga, að söfii eru
ekki náttúran sjálf og því þarf upp-
bót að koma til, því að annars er
hætta á, að höggmyndir séu sviptar
dýpt sinni og áhrifamætti.
Aðkoman að safninu er einkar
skemmtileg og jafnframt glæsileg
f'stflhreinleika sfnum og þetta atrii
hefur gríðarmikið að segja og er
þannig rauð iós f hnappagat húsa-
meistara. Hún sér um að bjóða
gest og gangandi velkominn og
lyfta honum upp á augabragði.
— Það var lfka létt yfir fólkinu
við opnunina og margir glaðir f
bragði, og það ég best veit þá hef-
ur aðsóknin verið mjög góð alla
daga og ekkert lát á henni og fólk
yfirleitt í hátíðarskapi. Þannig á það
að vera.