Morgunblaðið - 21.02.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.02.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 25 Veitingabúðin er lítil, en ákaflega geðþekk og við bætist hið fagra útsýni yfír Hljómskálagarðinn og 'Ijamarendann sitji maður við glugga. Trúa mín er, að hér geti orðið nafntogaður stefnumótastað- ur líkt og á MoMA í New York, sem ratað hefur í bækur og kvikmyndir! Að öðm leyti vil ég fara varlega í það að dæma húsið og bygginguna og láta tímann skera úr því, hvem- ig hún venst. Það hefur og komið fyrir, að það sem hafa virst gallar við söfn í upphafí, vandist vel, en hins vegar sumt það, sem dregið var fram sem vel heppnað, illa. Það mikilvægasta er hér, að byggingin er komin upp og safnið tekið til starfa. og nú er að sjá, hvemig tekst til með reksturinn, og sé ég ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn. Og hér vil ég enn einu sinni árétta og ítreka mik- ilvægi þess, að safnið fái fastan tekjustofn til rekstursins og kaupa listaverka eins og t.d. listaverka- sjóður Kópavogs og listasafn Há- skólans. Safnið má ekki vera komið undir náð misviturra einstaklinga á Alþingi, svo sem sjálf reynslan er gleggsta dæmið um. Það hefur vakið athygli, að kostnaður hefur farið fram úr áætl- un og hér hafa menn verið ótrúlega, snöggir við að skipa nefiid til rann- sóknar þeirri „ósvinnu" að bmðla með fé til menningar. Væri ekki rétt að rannsaka það um leið, hve mikið af gjafafé, en safnið væri órisið án þess, hefur rýmað við taf- ir og seinkanir framkvæmda. Einn- ig það hve mikill kostnaðarauki það hefur verið, að flárframlög vom skorin niður af Qárveitingavaldinu og menntamálaráðherrar tímabils- ins urðu að beijast fyrir flárveiting- um til safnsins. Allar tafír em dýr- ar í verðbólguþjóðfélagi. Ég vil vísa til þess hér, að það tók 3 ár að reisa hið mikla þjóðlista- safn í Berlín, sem er allt að 20 sinn- um stærra, en það tók okkur 8 ár að innrétta þessa smáútgáfu af listasafni. Hér er auðvitað ólíku saman að jafna, því að Sambands- lýðveldið er rík þjóð. En hitt er einn- ig staðreynd, að Þjóðveijar moka peningum til menningar og lista — söfii þeirra hafa fastan tekjustofn auk lögbundinna framlaga frá get- raunum hvers konar á íþróttasviði og lotto. Þannig fá þeir fótmenning- una til að stíga upp til höfuðsins. — Ýmsir hafa fárast út af því, að ekki séu næg bílastæði við safn- ið og hér er eins og menn haldi, að þeir geti nálgast listasafnið með sama hugarfari og stórmarkaði eða íþróttakeppni. Ég tel að enginn sé of góður til að nálgast safnið á tveim jafnfljótum, enda er staðsetn- ingin sú hugsanlega besta í borg- inni og umhverfið yndislegt. Til að auðvelda fólki aðkomuna mætti kannski láta strætisvagna stoppa nær því eða við það á opnunartíma þess. En meginmáli skiptir, að safn- ið er komið upp og tekið til starfa og menn búast við miklu um öfluga og lifandi starfsemi innan þess og- utan í framtíðinni. Eitt ber að hafa í huga frá upphafi og það er, að þetta er þjóðlistasafn yfír myndlist- ir með þeim kvöðum og skyldum sem slík hafa, en ekki sérsafn — hér þarf einnig að koma til sérsafn fyrir listiðnað og annað fyrir nýlist- ir. Verði innan þess jafnan til sýnis brotabrot af öllu mögulegu innan sjónlista, nær það ekki tilgangi sínum vegna smæðar sinnar. Mögu- legt væri einnig og jafnvel æski- legt, að sérsöfnin yrðu sérstakar deildir innan safnsins, er litu sér- stakri stjóm — væru sjálfstæðar einingar. Safnið sjálft yrði þá miðstöð íslenzkra sjónlista og fari svo, getur það á engan hátt talist skraut — né monthús yfír íslenzka myndlist heldur vegleg og rismikil umgjörð um íslenzkar sjónlistir. — íslenzkri myndlist og mynd- listarmönnum ber að óska til ham- ingju með þetta safn, — forstöðu- manni og starfsfólki velgengni í rekstri þess. í annarri grein vík ég svo sér- staklega að sýningunni Aldarspeg- ill. Borgarnes: Skautasvell á íþrótta- vellinum UNGIR skautaiðkendur í Borgarnesi hafa að und- anförnu fengið gott tæki- færi til að leika listir sínar á góðu svelli á íþróttavell- inum. Það voru starfsmenn Borgamesbæjar sem gerðu svellið og hafa þeir haldið því rennisléttu. Á myndinni sjást ungir Borgnesingar í fímleg- um æfíngum og í bakgrunni ber Hafnarfjallið við himin. Morgunbladið/Theodór :eu’™So°í la íerðir . 0g rstJórar . £eí mta strax
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.