Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 Flest kvöld eru stræti smábæjarins Carmel svo fáfarin og hljóð að mávamir taka þar völd. Aftur á móti breytist þessi litli, friðsæli bær gersamlega fyrsta þriðjudag hvers mánaðar, því þá stígur bæjarstjórinn inn í bifreið sína og ekur að ráðhúsinu. Carmel er lítill bær 120 mílur suður af San Francisco. Borgarstjórinn heitir Clint Eastwood og er öllu þekktari sem kvikmyndaleikari. BÆ JARST J ÓRINN CLENT EASTWOOD Clint skildi við konu sína sem hann hafði veríð kvæntur í 30 ár og tók saman við leikkonuna Söndru Locke, sem hér sést. Það er langt síðan sá orðrómur komst að kreik að Clint, sem er einhver frægasti og umdeildasti kvikmyndaleikari í Bandaríkjunum fyrr og síðar, stefndi ótrauður að mikilvægu, opinberu embætti. Hann er eitilharður repúblikani og því telja menn sig sjá hann taka sömu sporin og annar frægur mað- ur, Ronald Reagan. Clint er tíður gestur hjá Reagan, bæði á býli for- setans í Santa Barbara sem og í Hvíta húsinu, þeir ræða gjaman gamlar bíómyndir, og ef til vill stjómmál. En Clint Eastwood blæs á' allar hugmyndir um að hann stefni hærra en hann er kominn nú þegar. Hann segin „Ég skil ekki þetta tal. Ég hef alls ekki metnað í þá átt. Ég stefndi á bæjarstjóraembættið hér í Carmel af þeirri einfóldu ástæðu að hér bý ég og hef gert í mörg ár og hér langar mig að búa áfrarn." En það em margir sem telja að það hljóti að vera leiðinlegt fyrir gamla kvikmjmdastjömu, vana glensi og gleði f Hollywood, að taka að sér stjóm dvergríkis eins og Carmel. Eastwood þvertekur fyrir það. Hann segir að starfið sé at- hyglisvert, mjög hvetjandi fyrir sig, og vissulega tilbreyting því hann hafi aldrei fyrr staðið í stjómmál- um. Hann notar gjaman tækifærið til að benda á að hann fái aðeins 200 dali (um 8000 kr.) á mánuði, og bætir kankvíslega við að sumir bæjarbúar telji það alltof há laun. Clint Eastwood kann illa við að trana sér fram í fjölmiðlum, og hefur alltaf gert. Hann er heldur ekki hrifinn af ýtnum blaðamönn- um. Hann er mjög feiminn að eðlisfari og metur ekkert meir en einkalíf sitt, en hann segir að hann hafi orðið að fóma því að vissu marki eftir að hann tók við nýja starfinu. „Ég geri mér grein fyrir því strax og ætli ég sætti mig ekki við það í nokkur ár,“ segir hann. Sumir íbúar í Carmel kvarta und- an því að bærinn hafi illu heilli breyst úr lítilli, hljóðri paradís og e.k. felustað hæglátra manna í há- væra „Clintville". Rútur drekk- hlaðnar ferðamönnum koma og fara alla daga til að skoða þennan stað og kaupa skyrtur og minjagripi með áletrunum eins og „Clint bæjar- stjóri“. Ferðamennimir, og raunar allir sem ekki eiga þar lögheimili, spyija fólkið hvar það geti barið bæjarstjórann og hörkutólið frá Hollywood augum. Clint tekur þessu með jafnaðar- geði, en segist þó ekki skilja í því hvers vegna hann njóti þvílíkra vin- sælda. Hann bjóst auðvitað við látum þegar hann bauð sig fram og kosningaherferðin hófst í janúar 1986, en hvem óraði fyrir því að athyglin héldist ótrauð áfram út lqörtímabilið? En Clint telur sig hafa fundið ástæðuna. Carmel er allsérstæður bær í ein- stöku umhverfi. Hann er djásn Montery-skagans; gamaldags smá- þorp með laufskurðarskreyttum húsum, fomum götuheitum, sér- kennilegum krám, áttatíu lista- verkasöfnum og dásamlegri baðströnd, íbúamir eru enn ekki 5.000. Þar eru engin einkenni nútímaborgar, svo sem umferðar- ljós, götunúmer, neonljós, stöðu- mælar, og engin bygging er hærri en þijár hæðir. Aður en Clint Eastwood kom til sögunnar var bæjarins helsta stolt árlegt golfmót í febrúar, tónleika- hátíð á ströndinni í júlí, og jazzhá- tíðir tvisvar á ári. Og þar til Clint gerði sig breiðan vom þar engin frægari nöfn en gömlu brýnin Paul Anka, Joan Fontaine og Doris Day. Því vaknar spumingin hvað það var sem fékk leikarann til að fórna einkalífi sínu sem hann mat svo mikils og bjóða sig fram til bæjar- stjóra. Hvers vegna leitaði hann hnefafylli atkvæða heldur en doll- ara? ■'tsm Bæjarstjórínn Clint Eastwood hefur ríka ástæöu til að brosa, enda heffur honum vegnað vel í starfi. Kjörtímabilið rennur út í apríl nk. Clint Eastwood, sem hef- ur átt heima í Carmel síðustu fimmtán árin, var kosinn bæjarstjóri til tveggja ára í apríl 1986. Yfírburðir hans yfir andstæð- ing sinn vom miklir. Clint hefur einbeitt sér að embættinu síðan hann var kosinn og leikið aðeins í einni kvikmynd (Heartbreak Ridge). Clint nýtur mikilla vinsælda sem bæjarstjóri og aukast þær með hveijum mánuði. Bæjarstjómar- fundir em haldnir mánaðarlega og er slegist um sætin í ráðhúsinu. Flestir sem koma er fólk sem dáð hefur hann sem leikara en einnig keppast blaðamenn hvaðanæva úr heiminum um að fylgjast með fund- unum. Þegar þeim lýkur ijúka þeir að borgarstjóranum og spyqa spuminga eins og: „Ætlarðu aftur í framboð þegar þessu kjörtímabili lýkur? Eða stefnirðu kannski á mik- ilvægara embætti. t.d. forsetann?" Clint Eastwood hristir bara hausinn eins og Harry Callaghan gerði gjaman í bíómyndunum forðum. En nókkmm svarar hann þó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.