Morgunblaðið - 21.02.1988, Síða 37

Morgunblaðið - 21.02.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 37 Um falskar nótur og fuglastríð eftir Geir G. Gunnlaugsson í Morgunblaðinu þ. 11. febrúar sl. birtist grein eftir Jónas Bjama- son, fyrrum formann Neytenda- samtakanna. Greinin nefnist „Fuglastríð eftir fölskum nótum" og vitnar Jónas m.a í klausu sem ég fékk birta í Morgunblaðinu nýverið þar sem ég lýsti skoðunum mínum á innflutningi landbúnaðar- afurða. Tel ég að tilvitnunin sé ekki alls kostar makleg og vil víkja að því hér á eftir. Eitt af því sem Jónas segir í grein sinni er það að mikil gjá sé milli viðhorfa minnar kynslóðar og nútímans að því er landbúnaðar- mál varðar. Þama er verið að skauta framhjá þýðingarmiklum hlutum á billegan hátt. Við erum öll neytendur í samfélagi okkar hver svo sem aldur okkar er og höfum mótað skoðanir okkar í ljósi reynslu og þekkingarleitar. Auk þess að hafa lifað af innfluttar svínafóðurkartöflur til manneldis, þorskastríð, leku flötu þökin, Kröfluævintýri, alkalískemmdir í steinsteypu, þá hefur mín kynslóð allgott minni af hörmungum tveggja heimsstyijalda. Erum við því minnugir þess sem mannleg skjmdiglöp geta leitt af sér. Sem betur fer verður vonandi engin heimsstyijöld úr fuglastríði Neyt- endasamtakanna, en feilnótumar, sem fram hafa komið í málflutn- ingi þeirra um alifuglabændur, eru mjög ómaklegar, því vegið er að þeim sem lengst héldu út í barátt- unni um frjálsa verðlagningu á landbúnaðarvörur. Þeir urðu því miður að láta undan síga að lokum fyrir hinu almennt háa verðlagi á íslandi og álögum hins opinbera. Ein eða tvær vörutegundir eins og egg og kjúklingar geta ekki verið til langframa langt undir öðmm neysluvamingj í verði, enda skiptir það ekki slíku meginmáli fyrir neytendur að það mundi auka til muna framfærslukostnað flöl- skyldunnar. Hið alvarlega er hið almenna, háa verð á neysluvörum á íslandi og mér er spum hvort stríðsyfirlýsingar Neytendasamta- kanna á hendur uppgefnum fugla- bændum séu ekki til þess gerðar að beina sjónum fólks frá því hvar vandinn raunverulega liggur. Enda þótt hagfræði mín sé heimasmíðuð langar mig að koma skoðunum mínum á framfæri tæpi- tungulaust: A íslandi em tvær megin fram- leiðslugreinar, sjávarútvegur og landbúnaður. Á þessum tveim meginstoðum hvílir allt annað at- hafnalíf: iðnaður, verslun, stjóm- sýsla, svo og flöldinn af þjónustu- greinum af ýmsu tagi. Nú hefur það gerst (þakkað veri tækni vorra tíma) að færri og færri þarf til þess að starfa við framleiðsluat- vinnuvegina. Fleiri og fleiri starfa því utan þessara mikilvægustu greina þjóðlífsins og tilfinning fólks fyrir þýðingu þeirra dvínar. Þegar þjónustustörf þrýtur verða stjómvöld að fara að dulbúa at- vinnuleysi og kemur þá til kasta þess hve styrkar framleiðslugrein- amar era til þess að bera yfírbygg- inguna án þess að velmegun al- mennings hnigni. Ef landbúnaður yrði af lagður á íslandi fyrir sakir heimsku, skammsýni eða hrekkvísi manna (nema allt komi til), væm neytendur síður en svo bættari. Þá þyrfti að útbúa ráðuneyti fyrir þá sem áður unnu framleiðslustörf- in. Þar væm innkaupendur, mats- menn og sérfræðingar í því hversu mikið af gerlum og ormum mætti vera í hinum innfluttu vömm. Til þess að standa straum af öllu sam- an þyrfti að leggja stjómunarskatt á landbúnaðarvömna svo hún yrði fljótlega í takt við annan vaming í landinu. Nú vita allir i raun og vem að íslendingar era jafnokar annarra þjóða á flestum sviðum ef þeir fá tækifæri til þess að afla sér þekk- ingar og spreyta sig. Það þætti flestum fyrir neðan allar hellur ef nýlagður söluskattur á innlenda tækniþjónustu yrði til þess að ódýr- ara væri að kaupa húsa- og verk- fræðiteikningar frá útlöndum. Ætti þá að leggja þessa þjónustu niður hérlendis, senda hámenntaða menn í atvinnubótavinnu og leggja háskóladeildir hérlendis niður? Hið sama gildir um verslun, að ekki er að vita nema erlendar sölukeðj- Geir G. Gunnlaugsson * „Eg skora nú enn á Neytendasamtökin að líta á hinn raunveru- lega vanda, sem er hversu mjög gegndar- lausar lántökur er- lendis í greiðslukort- um, vöruúttekt og lánsleigusamningum (sem auka að sönnu stundargróða) munu spilla fyrir velmegun þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Spá mín er sú að hvorki megi vanta sjávarútveg né land- búnað þegar kemur til þeirra skuldaskila.“ ur væm fúsar til þess að veita hingað flármagni, lækka tíma- bundið álagningu sína og storka innlendri verslun. Þetta finnst mönnum auðvitað fráleitt bull en í raun er þessu miklu alvarlegar farið með fram- leiðsluatvinnuvegina að Qárfesting og þekking væri enn lengur að byggjast upp á ný ef þeim yrði veitt náðarhöggið. Því er fráleitt að heimila hömlulausan innflutn- ing á lélegum vamingi í sam- keppni við íslenskar atvinnugrein- ar sem búa við hátt verðlag og ýmsar hömlur. Slíkt myndi leiða til þess að íslendingar glötuðu f raun sjálfstæði sínu. Þama finnst mörgum tekið of djúpt í árinni en það er ekki að ástæðulausu að stjómvöld hafa sett takmörk fyrir því hver eignaraðild erlendra fyrir- tækja getur verið hérlendis. Ef við seljum íslensk atvinnutækifæri til útlanda seljum við raunvemlega fjöregg okkar úr landi. Það er eggið sem Neytendasamtökin eiga að snúa sér að í þessu fuglastríði. Vöndum valið, veljum íslenskt var skynsamleg hvatning, sem ég fullyrði að á betur við um land- búnaðarvömr en nokkum annan vaming. Ég skora nú enn á Neytenda- samtökin að líta á hinn raunvem- lega vanda, sem er hversu mjög gegndarlausar lántökur erlendis í ^ greiðslukortum, vömúttekt og lán- sleigusamningum (sem auka að sönnu stundargróða) mun spilla fyrir velmegun þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Spá mín er sú að hvorki megi vanta sjávarútveg né landbúnað þegar kemur til þeirra skuldaskila. Landbúnaðurinn og það sem hann stendur fyrir í dag er eign þjóðarinnar, sem ekki verður keypt til baka frá útlöndum. Látum ekki þá heimsku henda okkur að steypa okkur í skúldafen eins og vanþróuð lönd þriðja heimsins fyrir sakir óhóflegrar eyðslu og glámskyggni. Höfuadur er bóadi á Lundi í Kápavogi. Hreinsun Signu lokið París. Reuter. TEKIZT hefur að hreinsa ána Signu, sem liðast um Paris og nágrenni, af óþverra og rusli. Lýstu borgaryfirvöld þessu yfir við athöfn á fimmtudag. Við það tækifæri var ýmsum fisktegund- um sleppt i ána. Árið 1976 var ákveðið að hreinsa Signu. Á þeim tíma var vatnið í henni ekkert annað en þykkur og eitraður slepjustraumur. Var hún full af óþverra og msli fyrir 12 ámm og aðeins fjórar tegundir vatnafiskjar tórðu enn. Hreinsunin hefur hins vegar tekizt vel því nú iðar áin af fiski og tegundimar em orðnar 32. Reiknað er með að þær verði tvöfalt fleiri árið 1994, en þá er gert ráð fyrir að allt skolp í París og nágrenni verði hreinsað í sérstökum stöðvum. Fyrsta skrefið við að minnka mengun í Signu var bygging skolp- hreinsistöðva. í stað þess að láta skolpi renna beint út í fljótið fór það í þessar stöðvar. Nú er 70% af ölli skolpi í París hreinsað en eftir 6 ár verður fer það allt í gegn- um hreinsistöðvar, eins og fyrr seg- ir. GÓÐA FERÐ MEÐ Páskaferð til Thailands MEÐ ÍSLENSKUM F ARARSTJÓRA FRÁ1. APRÍL -19. APRÍL Flogið er um Kaupmannahöfn til Bangkok. Gist 4 næturíBangkok á hinu frá- bæra Montien hóteli. Þá liggurleiðin niðurá Pattaya ströndina oggist 10 nætur á Royal Cliffhótelinu í„Deluxe“ herbergjum. Aðlokum erafturgist 2 nætur á Montien hótelinu íBangkok og flogið til Kaupmannahafnar 18. apríl. Komið heim 19. apríl. Allt þetta fyrir aðeins 77.500.- Verð miðast við gistingu í tvíbýli. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni. W Feró/r Ratvís-ferðaskriístofa Hamraborgl-3 Sími: 91-641 522

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.