Morgunblaðið - 21.02.1988, Síða 61

Morgunblaðið - 21.02.1988, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 61 Lionsklúbburinn Keilir: Kynning á verkefninu „ Að ná tökum á tilverunni“ Vogum. LIONSKLÚBBURINN Keilir í Vogum bauð hreppsbúum að mæta á fund klúbbsins nýlega þar sem var verið að kynna verkefnið „Lions-quest", sem kallast á íslensku „Að ná tökum á tilver- unni“, en verkefnið hefur verið tekið til tilraunakennslu í sex skólurn, þar á meðal Stóru-Voga- skóla í Vogum. Fjöldi fólks mætti á fundinn þar sem Arthur Knut Farestveit formaður fíkniefnavamamefndar Lions kynnti verkefnið og Bergsveinn Auðunsson skólastjóri ræddi um þátt skólans í tilraunakennslunni, sem fer fram í 6. bekk, en í honum eru 22 nemend- ur að þessu sinni. Tilraunakennslan hófst í byijun þessa árs og henni verður siðan haldið áfram næsta vet- ur. Arthur sagði í samtali við frétta- ritara Morgunblaðsins: „Þið hafið áhugasaman kennara, áhugasaman skólastjóra og áhugi foreldra er greinilega mjög mikill, enda bíða menn spenntir eftir árangrinum." Engir kennarar fá að kenna þetta námsefni nema hafa áður sótt sér- stakt námskeið á vegum mennta- málaráðuneytisins, en það var haldið í nóvember síðastliðnum. í lok fundarins afhenti Jón Bjama- son, formaður Lionsklúbbsins Keilis, tuttugu og tvö þúsund krónur í fíkni- efnavamarsjóð Lions, sem er eitt þúsund krónur á hvem nemanda' í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla á þessu skólaári. Arthur Farestveit veitti gjöfínni viðtöku og sagði: „Þetta er höfðinglegt og ég er mjög ánægður með hve mikill áhugi er sýndur þessu máli hér.“ . - EG Miklaholtshreppur: Fjölmenni við útför elsta íbúans Borg i Miklahottahreppi. SÍÐASTLIÐINN laugardag var gjörð frá Fáskrúðarbakkakirkj u útför Sigriðar Þórðardóttur frá Hofsstöðum f Miklaholtshreppi. Fjölmenni fylgdi þessari heiðurs- konu sfðasta spölinn. Sigríður var fædd 17. september 1891, og var því 96 ára. Hún var elsti íbúi Miklaholtshrepps. Hún var ein af 16 bömum hjónanna Sesselju Jónsdóttur og Þórðar Pálssonar í Borgarholti. Ég veit ekki um að nokkur íbúi þessarar sveitar hafi náð þessum háa aldri. Maður Sigríð- ar var Eggert Kjartansson, mikill dugnaðar og drengskaparmaður. Hann lést árið 1967. Mestan hluta búskapar sfns bjuggu þau hjónin að Hofsstöðum hér í sveit. Þau eign- uðuSt 3 böm og ólu upp eina fóstur- dóttur. Páll Lazer Tag er stórskemmtilegur íþróttaleikur framtíðarinnar. Lazer Tag settið inniheldur: Geislara, sem sendir frá sér innrautt ljós, (svipað og fjarstýringar sjónvarpstækja), geislanema, sem skráir allt að 6 sendingar, belti og hulstur fyrir geislarann. Vegna mjög hagstæðra samninga, getum við nú boðið nokkur Lazer Tag sett og aukahluti á sérlega góðu verði. ^980^ 1790,- land Húfa 2250^. Hjálmur '3v45&^ Vesti '1785,-= 1.350,- 2.070,- 1.070,- f _ T UOSRITUNARVELAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.