Morgunblaðið - 21.02.1988, Side 64

Morgunblaðið - 21.02.1988, Side 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Sverrir Fræg altaristafla úr Ögurkirkju frá 16. öld - flæmsk að þjóðerni - sannarlegt augnayndi vestfirskum útgerðarbændum og fólki þeirra. ÞJÓÐMINJASAFN ÁTÍMAMÓTUM Þarf að samræma kröfum tímans Morgunblaðið/Sverrir Altaristafla frá Berufjarðar- kirkju — prédikunarstóll frá Saurbæ á Barðaströnd. í bókinni „100 ár í Þjóðminja safni11 kemst Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörður og síðar forseti Islands, svo að orði meðal annars: „Segja má að á vorum dögum séu söfnin stórveldi í menningarlífi flestra þjóða. Allt er gert til að uppræta hinn gamla hugsunar- hátt að safni sé líkjandi við dauðs manns gröf. Nútímasöfn eru full af lífi og birtu. Þjóðminjasafn íslands verður að fylgjast með þessari þróun og verka vakandi fulltrúi íslands á sfnu sviði... Þjóðminjasafnið á að vera alþýðleg menntastofnun og rann- sóknarstofnun í íslenskri menningarsögu og hlýtur í framtíðinni að reyna að styrkja aðstöðu sína til að gegna þessu tvíþætta hlutverki...“ Þegar þessi orð voru skrifuð stóð Þjóð- minjasafnið á vissum tímamótum vegna ald- arafmælisins. Nú eru komin ný tímamót. Safnið á 125 ára afmæli um þessar mundir og mun á næstunni ganga í endurnýjun lífdaga með auknu húsrými sem varð þegar Listasafn íslands flutti úr húsakynnum sfnsins í eigið hús. Nú opnast möguleikar á því að endurbæta og efla starfsemina og færa hana í nýjan búning svo hún megi samræmast kröfum tímans. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, var beðinn að segja lesendum Morgunblaðsins örlftið frá safninu — upphafi stofnunarinn- ar, stöðunni nú og framtíðardraumum. Honum fórust svo orð: Morgunblaðið/Sverrir Þór Magnússon, þjóðminjavörður. Fyrir framan hann eru gripir frá 10. öld úr kumlinu við Baldursheim í Mývatnssveit. Þetta eru fyrstu gripir sem safnið eignaðist ásamt munum sr. Helga á Meluin í Mela- sveit. Á myndinni má sjá taflmenn, spjótsodd, heimbrýni, járnnál, gjarðahringju og slitur af sverði. Morgunblaðið/Sverrir Fyrir nokkrum árum var endurbyggð gömul baðstofa í Þjóðminjasafninu sem gefur góða mynd af slíkum húsakynnum fyrr á öldum. Baðstofan er frá Skörðum í Dalasýslu. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.