Morgunblaðið - 21.02.1988, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
Morgunblaðið/Sverrir
Þjóðmiiyavörður í myndasafninu. Fremst er myndasafn Lofts Guð-
mundssonar, ljósmyndara, sem Þjóðminjasafninu áskotnaðist.
n Morgunblaðið/Sverrir
Margrét Gisladóttir sem vinnur við varðveislu textíla (vefta) í Þjóðminjasafninu. Ljósmyndarinn rakst
á hana í þessari geymslu gamalla nytjahluta og smellti af henni mynd.
I
§
I
Eins og mörgum er
kunnugt hefur Sig-
urður Guðmunds-
son málari löngum
verið talinn frum-
kvöðull stofnunar
íslenska þjóðminjasafnsins. Hann
kynntist slíkum söfnum á námsá-
rum sínum í Kaupmannahöfn þar
sem hann lagði stund á listnám.
Þar fékk hann ódrepandi áhuga á
menningarsögu þjóðarinnar, enda
fór svo að hann lagði listnámið á
hilluna og helgaði sig einvörðungu
varðveislu þjóðminja og menningar-
arfs í breiðasta skilningi.
Fyrstu hugmyndir um stofnun
þjóðminjasafns eru hins vegar tald-
ar eiga rætur að rekja til þess að
fommannsgröf fannst við bæinn á
Baldursheimi í Mývatnssveit árið
1860—61. Þá komu á daginn marg-
ir merkilegir gripir og í framhaldi
af þeim fundi skrifaði Sigurður
hugvekju til íslendinga í Þjóðólf
árið 1862 um þjóðminjar.
Sú grein varð síðan til þess að
sr. Helgi Sigurðsson, prestur á
Melum í Melasveit, sendi stiftsyfir-
völdum bréf og bauðst til að gefa
15 fommuni sem vom í hans eigu
til þjóðminjasafnsins ef af stofnun
yrði. Yfirvöld svömðu þessu bréfi
jákvætt með öðm bréfí sem dag-
sett er 24. febrúar 1863 og sá dag-
ur er síðan talinn stofndagur.
Fyrstu gripir safnsins em því 'úr
fommannakumlinu í Baldursheimi
og munir sr. Helga.
Tijtekið var í fyrmefndu bréfi að
Jón Ámason bókavörður skyldi taka
við safninu og veita því forstöðu.
Hann hafði hins vegar nóg á sinni
könnu við bókasafnið og fékk því
Sigurð Guðmundsson til liðs við sig.
Sigurður vann síðan við safnið af
eindæma elju og áhuga, enda safna-
maður og safnari út í fíngurgóma,"
sagði Þór.
„Safninu var fyrst komið fyrir á
Dómkirkjuloftinu með bókasafninu.
Sfðan var það flutt á ýmsa staði í
bænum. Um tíma var það í Hegn-
ingarhúsinu við Skólavörðustíg,
annað tímabil í Alþingishúsinu.
Árið 1908 var það flutt í safnahús-
ið við Hverfísgötu ásamt öðmm
söfnum landsins og í núverandi
byggingu árið 1950, en þetta hús
gaf þjóðin sér í tilefni lýðveldis-
stofnunarinnar.
Nú er efst á dagskrá að endur-
bæta aðstöðuna og skipuleggja upp
á nýtt, eftir að listasafnið flutti út.
Hjörleifur Stefánsson arkitekt hef-
ur verið ráðinn til að hafa forsögn
um breytingar á húsinu. Nú þegar
hafa verið lagðar fram tillögur um
viðgerð að utan og innan og ný-
byggingu í kring, geymsluhúsi, við-
bót við sýningarsali og bættri sýn-
ingaraðstöðu. Einnig er gert ráð
fyrir lítilli veitingastofu, bættri
snyrtiaðstöðu, inngangi á jarðhæð
og lyftu upp á efri hæðir og neyðar-
útgangi á suðurgafli.
Þessar endurbætur em gróflega
áætlaðar að muni kosta um 308
milljónir. Þegar þetta hús var byggt
fyrir 40 ámm höfðu menn ekki
skýra hugmynd um hvemgi slíkt
safn ætti að vera. Margt hefur
breyst síðan. Þá þótti t.d. sjálfsagt
að ganga upp virðulegar tröppur
til að komast inn í húsið, en þær
em okkur núna þymir í augum af
ýmsum sökum.
Þá var aðeins gert ráð fyrir einni
lítilli skrifstofu og sýningarsalir
vom með mörgum gluggum, sem
þykja ósækilegir nú. Það er ókostur
að fá sólarljós inn á slíkum söfnum
og erfítt að halda réttu hita- og
rakastigi í sýningarsölunum. Þess
utan er húsið byggt af vanefnum
eins og reyndar fleiri opinberar
byggingar frá þessum ámm og það
hefur alla tíð þurft mikið viðhald."
Þór var beðinn að víkja örlítið
að innra starfí og hvemig því væri
skipt í deildir inan stofnunarinnar.
„Ifyrst var stofnuð sérstök þjóð-
háttadeild árið 1963 á 100 ára af-
mæli safnsins. Þar er unnið að söfn-
un heimilda um atvinnu- og lifnað-
arhætti þjóðarinnar. Síðan komu til
fleiri sérdeildir. Fomleifadeild ann-
ast fomleifarannsóknir. Húsvemd-
ardeild annast viðhald og viðgerð
gamalla bygginga sem em friðarðar
á fomleifaskrá.
í myndadeild er mikið safn af
gömlum myndaplötum og ijósmynd-
um — bæði mannamyndum og
myndum af sérstökum atburðum.
Safninu berast oft myndir og
myndasöfn að gjöf. Mest em þetta
gamlar myndir, en þær em líka frá
síðari tímum og er þá einkum um
að ræða myndir sem hafa eitthvert
heimildargildi. Þetta safn stækkar
ört.
Textíl-deild sér um meðferð,
skráningu og umönnun vefta
(textíla). í forvörsludeild er gert við
muni og gengið frá þeim svo að
þeir varðveitist til frambúðar. Þar
er gert við ýmsa muni úr safninu,
til dæmis kirkjumuni, og það er
gífurleg þörf fyrir slíka viðgerðar-
vinnu.
Fomleifadeild annast fomleifa-
rannsóknir og fomleifaskráningu.
Síðan má nefna safn- og sýningar-
deild, tækniminjasafn og sjóminja-
safn. Þar er lítil sýning á sjóminjum
en í ráði er að koma upp veglegu
sjómir\jasafni I Hafnarfirði í sam-
vinnu við sveitarfélagið þar, en þar
er nú þegar vísir að sjóminjasafni.
Þess utan er svo almenn skrifstofa.
Þá má geta þess að á vegum
safnsins em oft unnin sérverkefni
sem kostuð em að hluta eða öllu
leyti af öðmm, t.d. fomleifarann-
sóknir á Bessastöðum nýverið og á
Þingvöllum.
Við safnið starfa 10 sérfræðingar
t ýmsum greinum þjóðfræða, en í
allt em hér 14 stöðugildi, ein styrk-
þegastaða, nokkuð um lausráðning-
ar og sumarstarfsfólk. Okkur sár-
vantar hins vegar bókavörð, vegna
þess að við eigum allgott bókasafn
MorgunblaðiS/Sverrir
Krístin Sigurðardóttir, sérfræðingur í viðgerðtun fomgripa, við
vinnu sína. Hún er að gera við styttu úr altaristöflu úr Hóladóm-
kirkju sem er frá því um 1540.
í ferhymdu öskjunum á borðinu em vaxtöfluraar sem nýlega fund-
ust í Viðey. Þær’ liggja i sérstökum vökva og biða þess að lesið verði
af þeim.
Morgunblaðið/Sverrir
Útskorinn skápur, íslensk list-
asmið frá því um 1670.
á sviði fomleifa-, menningar- og
safnfræða og sérstakan ljósmynd-
ara vantar líka til að vinna ljós-
myndavinnu.
Safnið á samstarf við ýmsa aðila,
bæði laust og bundið, t.d. við
byggðasöfnin. Mikið er leitað hing-
að varðandi ýmis mál sem tengjast
þjóðminjum. Hlutverk safnsins er
því fólgið í ýmsu öðm en því sem
snertir beint varðveislu og umönnun
á fomminjum í eigu rfkisins."
Okkur er spum hvar húsfriðunar-
sjóður komi við sögu.
„Með málefni hans fer sérstök
nefnd,“ segir Þór, „og til hans fer
Morgunblaðið/Sverrir
Merkur gripur: Stóll úr Grundar-
kirkju í Eyjafirði sem Þórunn
Jónsdóttir Arasonar biskups af-
henti kirkjunni. Stólamir vom
upphaflega þrír — annar er á
fornminjasafni ( Kaupmanna-
höfn en ekki er vitað um afdrif
hins þriðja. Stólana gerði Bene-
dikt Narfason, einn snjallasti tré-
skeri hérlendis fyrr og síðar,
segir Kristján El^járn í „Hundr-
að ár í Þjóðminjasafni".
sérstök fjárveiting. Þessi nefnd
íjallar um friðlýsingar og viðgerðir
gamalla húsa og nefndin úthlutar
styrkjum úr sjóðnum. Nefndin ann-
ast líka faglega ráðgjöf um viðhald
og viðgerð gamalla bygginga.
1 ár fær sjóðurinn til ráðstöfunar
2,8 milljónir og er þá reiknað með
samsvarandi upphæð úr jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga. Umsóknir á
síðasta ári vom um 490 og um 40
styrkir vom veittir, sem er bara
hungurlús. Meðalupphæð styrkja
var um 100 þúsund krónur. Slíkt
dugir auðvitað skammt en með
þessu er verið að reyna að
einhveija úrlausn.
Utan þessa em svo veittir styrk-
ir til viðhalds einstakra býgginga
upp á 6,2 milljónir, þar af 4,8 millj-
ónir til húsa á fomleifaskrá, torf-
bæja og kirkna, og 1,4 milljónir til
annarra viðfangsefna. Þetta dugar
allt skammt eins og sést þegar tekn-
ar em til viðmiðunar kostnaðartölur
við endurbyggingu Viðeyjarstofu.
Og torfbæir þurfa, eins og menn
vita, næstum árlegt viðhald."
Þjóðminjavörður, Þór Magnús^.
son, er formaður húsafriðunarsjoðS*-
Aðrir í nefndinni em Hörður
Ágústsson, Þorsteinn Gunnarsson,
Sturla Böðvarsson og Guðmundur
Gunnarsson.
En víkjum talinu aftur að Þjóð-
minjasafninu — hver er framtíðar-
sýnin?
„Við þessar breyttu aðstæður
hyggjumst við setja safnið upp á
ný,“ segir Þór, og rekja þá betur
sögulegt samhengi. Nú em sýning-
amar að mestu óbreyttar frá því
upphaflega var flutt inn í húsið, en
nú bjóðast nýir möguleikar með
auknu rými. Á miðhæð verður kom-
ið fyrir gripum frá fomöld og mið-
öldum og fram yfír siðaskiptin. Á
efri hæð verða safngripir frá síðari
öldum, þá 17., 18., 19. og fram á
þá 20. Við verðum lfka að gera
síðari tímum sæmileg skil þótt erf-
iðara verði þá að velja og hafna.
Hér á að sýna allt sem tilheyrir
íslenskri menningarsögu. Þjóð-
mipjasafn á að gefa gott yfirlit.
Minni sérsöfn geta aftur á móti
gert betri skil einstökum þáttum.
Áður var aðaláhersla lögð á að
varðveita muni fram til loka torf-
bæjarins. Menn höfðu minni áhuga
á ýngri tímum. Ef gripir voru gerð-
ir erlendis þá þóttu þeir heldur ekki
nógu áhugaverðir. Nú er þetta við-
horf breytt. Nú finnst okkur full
ástæða til varðveislu ef þessir
ir voru notaðir hér, þeir léttu mönn-
um lífsbaráttuna og eiga þvi sinn
ákveðna sess.
Kirkjugripir frá fyrri öldum eru
líka flestir útlend smíð og fomald-
arsverðin sömuleiðis. En þessir
munir em hluti af fslenskri menn-
ingarsögu. Sama gildir um áhöld
nými tíma.
Á jarðhæð er svo gert ráð fyrir
skrifstofum, vinnustofum, bóka-
safni, myndasafni, forvörslu o.fl."
„Hvemig er tengslum safnsins
háttað út á við?
Hingað hafa verið skipulagðar ”
heimsóknir skólafólks og hér starf-
ar sérstakur safnkennari á vegum
menntamálaráðuneytisins. Skóla-
fólki er fylgt um safnið og útbúin
eru fyrir það verkefni sem sett eru
f sögulegt samhengi. Reyndar
fínnst mér þessi fræðsla eiga að
koma betur inn í skólakerfið. Eins