Morgunblaðið - 26.02.1988, Síða 1
80 SIÐUR B/C
11
trcfemilpffifr íí 5ö»
STOFNAÐ 1913
47. tbl. 76. árg.
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Óeirðir við komu
Shultz til Israels
Jerúsalem, Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði við
komuna til ísraels í gær að at-
burðir undanfarið hefðu leitt í
Ijós að óbreytt ástand þar væri
hvorki ísraelsstjórn né Palestínu-
Ræðu Wald-
heims af lýst
Vinarborg, Reuter.
Á FUNDI æðstu valdamanna í
Austurríki var i gær ákveðið að
Kurt Waldheim, forseti landsins,
myndi ekki halda ræðu þann 11.
mars er þess verður minnst að
50 ár eru liðin síðan Hitler inn-
limaði Austurrfki í þýska ríkið.
í tilkynningu frá skrifstofu for-
setans segir að Waldheim muni
þess í stað flytja sjónvarpsræðu
við þetta tækifæri. Áform um að
Waldheim, sem sakaður er um
að tengjast stríðsglæpum nasista
og segja ósatt um fortíð sína,
héldi ræðu við minningarathöfn-
ina höfðu vakið almenna reiði í
Austurríki.
Franz Vranitsky, kanslari Aust-
urríkis, gefur í skyn í viðtali við
vestur-þýska dagblaðið Die Welt
að Waldheim eigi að segja af sér.
Waldheim-málið skyggi svo á öyiur
biýn málefni sem stjómin þurfí að
fást við að vinnuaðstæður séu óþol-
andi.
í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi var
Waldheim spurður hvort hann hefði
einhvem tíma hugleitt afsögn.
„Auðvitað velti ég þeim möguleika
fyrir mér. Ella væri ég ekki mann-
legur. En ég er sannfærður um að
ástandið í Austurríki myndi einung-
is versna ef ég segði af mér,“ svar-
aði forsetinn. Waldheim reiddist
mjög er fréttamaður spurði hann
hvort ekki væri svo að hann hefði
misst öll tök á stjómmálamönnum
landsins að kanslaranum meðtöld-
um. „Þvættingur! Ég hafna þessu
alfarið," sagði Waldheim og hótaði
að slíta samtalinu.
mönnum í hag. Hann sagðist sann-
færður um að tillaga sfn um bein-
ar friðarviðræður araba og ísra-
ela og sjálfstjórn Palestínumanna
á hemumdu svæðunum væri
raunhæf. Palestínumenn efndu til
allsheijarverkfalls í gær f tilefni
heimsóknar Shultz og mikil mót-
mæii áttu sér stað á heraumdu
svæðunum og f Vestur-Beirút í
Líbanon.
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels, hefur snúist öndverður gegn
tillögum Shultz og sagði hann í út-
varpsviðtali í gær að hann væri ekki
reiðubúinn að láta hemumdu svæðin
af hendi í skiptum fyrir frið við
Palestínumenn. Shamir gagnrýndi
einnig tímasetningu fímm daga
heimsóknar Shultz til Mið-Austur-
landa og sagði samningaumleitanir
ógerlegar við núverandi aðstæður.
Shimon Peres, utanríkisráðherra,
hefur á hinn bóginn lýst yfír stuðn-
ingi við tillögur Shultz.
Shultz segist vonast til að geta
hitt leiðtoga Palestínumanna þrátt
fyrir að Frelsissamtök Palestínu
(PLO) hafí hvatt til þess að heim-
sókn Shultz verði hundsuð líkt og í
október síðastliðnum. Leiðtogar PLO
segja að fram hjá þeim sé gengið í
tillögum bandaríska utanríkisráð-
herrans.
ísraelskir hermenn skutu til bana
tvo Palestínumenn á hemumdu
svæðunum í gær. Að minnsta kosti
68 Palestínumenn hafa fallið síðan
óeirðir hófust þann 9. desember.
Hermenn handtóku einnig 100 Pal-
estínumenn í þorpinu Khabatiyeh á
vesturbakka Jórdanár. Þeir eru
grunaðir um að hafa hengt Pal-
estínumann í fyrrakvöld sem þeir
sökuðu um að hafa njósnað fyrir
ísraela. Maðurinn sem tekinn var
af lífi hét Mohammed al-Ayad og
þegar múgurinn réðst að húsi hans
hleypti hann af skotum í mannfjöld-
ann með þeim afleiðingum að fjög-
urra ára gamalt bam lést og 13
manns særðust.
Sjá „Öryggi ísraels . . .“ á bls.
22.
■■. r*>»
* v*»..
-Æv f*4 1
Ué tV iís þfSTROyf P yö^ K
HS 4uar Tf-et
Reuter
Shítar hliðhollir írönum efndu til mótmæla f Vestur-Beirút í gær
vegna heimsóknar Georges Shultz utanrfkisráðherra Bandaríkjanna
til Miðausturlanda. Þeir hrópuðu vfgorð fyrir framan sendiráð
Bandaríkjanna og brenndu brúður sem líktust Shultz, Reagan for-
seta Bandaríkjanna og Yitzhak Shamir forsætisráðherra ísraels.
Englands-
drottning
efst á lista
London, Reuter.
NÝVERIÐ birti breska tímaritið
Money lista yfir 200 helstu
auðkýfinga Bretlands. Eins og
vera ber trónir þar efst Elísabet
Englandsdrottning en fasteignir
hennar, hlutabréf, skartgripir,
veðhlaupahestar og listaverk eru
metin á 3,34 miljjarða punda eða
219 miUjarða fsl. króna.
Breskir milljónamæringar eru nú
taldir vera tuttugu þúsund talsins.
Athyglisvert þykir að mikill meiri-
hluti þeirra ber ekki aðalstitil eins
og vænta mátti fyrr á tímum heldur
eru flestir nýríkir athafnamenn.
Næstríkasti maður Bretlands er
John Moores sem helst hefur unnið
sér til frægðar að finna upp get-
raunakerfíð í fótbolta. Hann hefur
þó einkum hagnast á póstverslun
og eru eignir hans metnar á 111
milljarða ísl. króna.
Yngsti milljónamæringurinn á
listanum er Sophie Mirman 31 árs
gömul sem grætt hefur tvo millj-
arða ísl. króna á verslun með sokka.
Tímaritið getur þess að drottn-
ingin komist ekki í hálfkvisti við
ríkasta mann heims sem er soldán-
inn af Brunei. Eigur hans eru metn-
ar á hvorki meira né minna en 917
milljarða fsl. króna..
Mótmæli í höfuðborg Armeníu:
Ein þjóð - eitt lýðveldi,
hrópaði mannfjöldinn
Moskvu, París, Reuter.
GEYSILEGUR mannfjöldi safn-
aðist saman á götum úti f Jere-
van, höfuðborg Armeníu, í gær
og krafðist þess að landamæri
Armenfu og Azerbajdzhan yrðu
Dræm þátttaka í trúarhátíð
Reuter
Munkar í Tíbet mynda röd fyrir framan Jokhang musterið f Lhasa, höfuðborg landsins. Nú stend-
ur yfir hin mikla Mon Lam trúarhátíð en þátttaka er dræm. Margir munkar hafa sniðgengið hana
til að mótmæla kúgunum kfnverskra stjórnvalda. Einnig hafa yfirvöld bannað pílagrímum að koma
til höfuðborgarinnar til að taka þátt f bænahátfðinni.
endurskoðuð. „Miðborgin er troð-
fuU af fólki, ég hef aldrei séð ,
nokkuð þessu líkt,“ sagði heima-
maður í viðtali við fréttamann
Reuters f Moskvu. Hann bætti þvf
við að tilraunir lögreglu til að
dreifa mannfjöldanum hefðu ekki
borið árangur.
Armenar búsettir í Frakklandi
vitnuðu í heimildamenn í Jerevan
og sögðu að allt að ein milljón manna
hefði verið saman komin í borginni.
Fjöldi fólks hefði komið til höfuð-
borgarinnar víðs vegar að úr lýðveld-
inu til að taka þátt í mótmælunum.
Að sögn veifuðu menn borðum og
hrópuðu: „Ein þjóð, eitt lýðveldi!"
Sovésk yfírvöld lokuðu í gær fyrir
allan fréttaflutning frá Armeníu og
Azerbajdzhan. Tugþúsundir manna
þar hafa krafist þess að Nagomo-
Karabakh-héraðið í Azerbajdzhan
sameinist aftur Armeníu. Héraðið
tilhejrrði Armeníu fram til ársins
1923 og flestir íbúanna þar eru Arm-
enar.
Mótmælin nú éru þau mestu í
Sovétríkjunum síðan stúdentar í
Alma Ata efndu til uppþota í des-
ember árið 1986. Fjórir háttsettir
embættismenn í Moskvu hafa verið
sendir til Jerevan og Nagomo-
Karabakh til að koma reglu á
ástandið.
Sjá forystugrein á miðopnu.
Noriega rekinn
Panamaborg, Reuter.
ERIC Arturo Delvalle forseti
Panama kom fram í sjónvarpi
sfðdegis f gær og tilkynnti að
hann hefði sett Manuel Noriega
hershöfðingja af sem yfirmann
herafla landsins. Að sögn þeyttu
bílstjórar í höfuðborginni horn
og vegfarendur veifuðu vasklút-
um þegar fréttin barst.
Noriega sem hefur verið hinn
raunvemlegi stjómandi í Panama
var fyrir skemmstu ákærður fyrir
fíkniefnasmygl í Bandaríkjunum.
Gabriel Lewis, fyrrum sendiherra
Panama í Bandaríkjunum, sagði í
samtali við Reuters-fréttastofuna
að ólíklegt væri að Noriega hlýddi
skipun Delvalles. Hann sagðist dást
að hugrekki forsetans og bætti því
við að öll lýðræðisríki álfunnar
myndu styðja hann ef Noriega þrá-
aðist við.