Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 11 Hugmyndafræði og franska stjórnarbyltingin Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson J.L.Talmon: The Origins of Tot- alitarian Democracy. Penguin Books 1986. Bené Sédillot: Le Coflt de la Ré- volution Frangaise. Paris: Perrin 1987. Alexis de Tocqueville er flestum kunnur fyrir „Democracy in Amer- ika“, sem kom út fyrst 1835. Hann vann að rannsóknum á sögu frönsku stjómarbyltingarinnar síðustu árin sem hann lifði, en hafði aðeins lokið fyrsta bindinu, sem kom út 1856, en hann lést þremur ámm síðar. Þetta inngangsrit að frönsku byltingunni, „L’Ancien régime et la revolution", er talið með merkari ritum um orsakir og eðli byltingar- innar. í þessu fyrsta bindi rekur de Tocquevillé margvíslegar ástæð- ur, sem ollu því að innri tengsl sam- félagshópanna eða stéttanna rofn- uðu. Tengsl landeigenda og bænda taka að rofna með búsetu þeirra fyrmefndu í borgunum og sam- þjöppun valdsins. Það mætti ætla að kjör ánauðarbænda miðalda hafi verið skárri en sjálfseignarbænda 18. aldar, en þeim fjölgaði mjög á 18. öld. Patemalisminn var ekki lengur einkenni stjómunar, sam- bandið var rofið. De Tocqueville álítur að þó að franska byltingin hafi stefnt að pólitískum markmiðúm, hafí hún jaftiframt borið ýmis einkenni trú- arlegrar byltingar. Hann taldi að stjómarbyltingar hafí löngum verið bundnar þeim ríkjum þar sem þær brutust út, en að franska byltingin hafi verið alþjóðleg og því átt hljóm- gmnn um alla Evrópu vegna þess að stefna hennar var mótuð af hug- myndafræði, sem varð þeim sem ginnkeyptastir voru fyrir kenning- um hennar, upplifun af trúarlegum toga, veraldleg trúarbrögð um ríki frelsis, jafnréttis og bræðralags. Það var fyrst og fremst hugmynda- fræði sem varð kveikja þessarar byltingar. Margir hafa rakið hugmynda- fræði byltingarinnar, en meðal kunnustu og nýlegra rita um efnið em rit J.L.Talmons. Þetta rit er það fyrsta þeirra þriggja og fjallar um uppmna hugmyndafræðanna á FVakklandi og hvemig hugmyndim- ar um lýðræðið stefndu til tveggja átta. Annars vegar hugmyndir um lýðræði í skilningi Burkes, sam- komulag innan samfélaganna milli andstæðra hagsmuna og stétta, þar sem einkageiri og ríkisgeiri leitast Virðing Alþingis eftirÓlafÖm Arnarson Undirritaður er einn þeirra 133 lækna, sem höfðu ákveðna skoðun á því hvemig afgreiða eigi fmm- varp um bmggun áfengs öls, sem legið hefur fyrir Alþingi. Við töld- um jafnframt, að geftiu tilefni, eðlilegt og sjálfsagt að skoðun okkar kæmi fram á þann veg, sem gert var og flestum er kunnugt. Síðan höfum við orðið fyrir miklu aðkasti bjórandstæðinga. Mest öll sú umraeða hefur verið á þann veg, að það sem þar hefur komið fram er ekki svara vert. í sjón- varpsfréttum 24. febrúar sl. var greint frá umræðum á Alþingi um bjórfmmvarp það sem nú liggur fyrir. Þar vom umræður á þann veg að ekki er laust við að nokkr- ar áhyggjur vakni af lýðræðinu í þessu landi, ef einstaklingar mega ekki hafa skoðanir á ákveðnum málum né heldur láta þær opin- berlega í ljósi án þess að eiga á hættu kveðjur eins og þær, sem komu fram á þingi í þessum um- ræðum. Sverrir Hermannsson, fyrrver- andi menntamálaráðherra og ný- skipaður bankastjóri Landsbank- ans, viðhafði í þessum umræðum orð, sem ég get ekki Iátið hjá líða, sem óbreyttur sjálfstæðismaður, að gera athugasemd við. Hann ræddi þar um samflokksmann sinn, 2. þingmann Reyknesinga- Ólafur Órn Arnarson og formann þingflokks Sjálfstæð- isflokksins, á þann hátt, sem eng- an veginn sæmir. Ég vil skora á Sverri Hermannsson að biðjast opinberlega afsökunar á þessum ummælum um þingmann sem við sjálfstæðismenn höfum treyst til mikilvægra starfa. Virðing Al- þingis og sæmd flokks okkar ligg- ur við. Reylq'avík, 25. febrúar 1988. Höfundur er yfirlæknir Landa- kotsspítala. Höfum fengið í sölu: • Glæsilega 3ja - 4ra herbergja íbúð á 2 hæð í Stóragerði. íbúðinni fylgir sérherbergi í kjallara. • Glæsilegt raðhús ca. 230 fm á 2 hæðum á góðum stað í Kópavogi. Báðar eignimar em ný standsettar og lausar strax. LÖGMANNASTOFAN SF. Gísli Gíslason hdl. Gunnar Jóh. Birgisson hdl. Sigurður A. Þóroddsson hdl. Skipholti 50b, 105 Reykjavík S. 688622-689944 við að halda jafnvægi. Ríkisvaldið er ekki allsráðandi og allsmótandi. Hins vegar er alræðis-lýðræði, sem gerir ráð fyrir einum réttum pólitískum sannleika, öll mennsk viðleitni er af pólitískum toga og samfélagið stefnir til ákveðinnar samfélagslegrar þróunar, sem full- komnast í samvirku samfélagi þar sem andstæðumar upphefjast. Annars vegar er stöðug togstreita, hins vegar ein leið og vídd. Fulltrúar þessara tveggja þátta koma fram og móta átökin í frönsku stjómarbyltingunni og síðan hafa þessar stefnur mótað stjómmála- kenningar 19. og 20. aldar. Talmon rekur kenningar helstu hugmynda- fræðinganna á síðari hluta 18. ald- ar og framkvæmd þeirra hugmynda á byltingarárunum. Báðar þessar steftiur gera ráð fyrir þróun, fram- fömm og bættu ásigkomulagi manna og að maðurinn móti örlög sín, að því leyti eru þær báðar and- stæðar inntakinu í kristnum dómi, um erfðasynd, endurlausn og náð. Það fór svo, að hinar hátimbmðu ætlanir hugmyndafræðinganna um frelsið, jafnréttið og bræðralagið og framtíðarríkið reyndust mýrar- ljós og sú reynsla stuðlaði að skarp- ari skilum milli tveggja stefna, hægri og vinstri. Stöðlun til einnar áttar eða valfrelsi og réttur hvers einstaklings til eigin lífsforms. Afleiðingar frönsku stjómarbylt- ingarinnar er stjómmálabarátta 19. og 20. aldar, sem er mótuð af hug- myndafræðum og þá einkum af hugmyndafræðum marxismans og socio-darwinismans á síðari hluta 19. aldar og enn frekar þegar kem- ur fram á 20. öld. Talmon ijallar um upptökin og rekur kenningamar. Mottó ritsins er tekið úr „Dé la Démocratie en Amérique", en Tocqueville virðist hafa séð fyrir hvert stefndi og telur að upp muni renna tímar slíkrar kúgunar og ríkisstöðlunar sem verði einsdæmi í allri veraldarsögunni. Tocqueville álítur að alþjóðahugtök- in „depotisme et de tyrannie" nái ekki að tjá þá algjöru kúgun, sem upp muni koma. Þessi sýn Tocque- villes má nú vera öllum augljós í fjölmörgum ríkjum vorra daga. René Sédillot er kunnur blaða- maður og hefur sett saman ritsmíð- ar um efnahagssögu og sögu. Bók hans, „Le Coflt de la Révolution Francaise", fjallar um þær fómir sem færðar vora í frönsku stjómar- FaUöxin i Frakklandi. byltingunni í mannslífum, eyðilegg- ingu listaverka og menningarverð- mæta. Niðurstaða hans er sú, að með þessari byltingu hafí pólitísk morð hafíst til vegs meðal þeirra pólitíkusa og lýðskramara sem náðu að móta og staðla pólitíska meðvit- und lýðsins. Óheilindi lýðskramar- ans féllu í góðan jarðveg meðal hins breiða fjölda. Tilgangur byltingar- mannanna var, segir Sédillot; algjör eyðilegging alls sem minnti á fyrri stjómarhætti og form. Nýr dagur var uppranninn og framtíðin brosti við. Morðæðið jókst eftir því sem á leið, ný aftökutækni var tekin upp með fallöxinni og aftökumar urðu meira en lítil afþreying fyrir alþýðu Parísarborgar. Þegar Bastillan var tekin, vora ailir fangamir leystir úr haldi, þeir vora sjö talsins, fímm falsarar og tveir hálf riglaðir ein- staklingar. Fimm áram síðar vora um 400.000 fangar í ríkisfangels- unum. Höfundur telur að umskipti hafí órðið í hemaði snemma á bylt- ingaráranum, fjöldaútboð til vamar föðurlandinu skapaði Qölmennustu heri sem 18. öldin hafði nokkra sinni barið augum. Blóðbaðið á vígvöllunum var nýjung í hemaði 18. aldar. Höfundur tíundar eyðileggingu listaverka, sem minntu á fyrri tíma og tengdu þjóðina við söguna. Nú var öll sagan í rauninni ómark, villuráf. Ný saga var hafm, nútíma- maðurinn þurfti ekki á sögu að halda. Sagan höfðaði ekki til hinnar nýju byltingarkynslóðar. Hug- myndafræðingamir lögðu mjög mikla áherslu á nýtt og staðlað skólakerfi og með því átti að ijúfa öll menningartengsl við fortíðina og undirbúa æsku Frakklands und- ir þátttöku í þvi lýðræðislega nú- tímalega samfélagi sem skyldi vera í stöðugri þróun. Höfundur lýsir því ömurlega andrúnislofti tortryggni, svika og lyga, sem eitraðu sam- félagið á þessum áram. Það var sem öll neikvæðustu einkenni manna næðu sér veralega niðri, græðgi og öfund, rógburður og slepjuleg til- fínningavæmni, sem var nefnd glansnöfnum, svo sem félags- hyggja, jafnrétti, bræðralag o.s.frv. o.s.frv. Og bak við þennan orða- glans var einkum gróf græðgin. Eins og áður segir var menntun þjóðarinnar stefnumark hugmynda- fræðinganna. „Á eftir brauðinu kemur bókin." Útkoman varð sú að það vora færri Frakkar sem gátu klórað nafnið sitt 1815 en 1789 (30% á móti 37%). Þetta var slæm útkoma, sé haft í huga að Napóleón staðlaði franskt skóla- kerfí og að á hans dögum jókst læsi talsvert í Frakklandi. Sédillot á margt sameiginlegt með lýsingu Taines á byltingarár- unum, og niðurstaða hans er, að það sem menn telja að unnist hafí í mannréttindum og fijálsljmdi, minnkandi stéttamun og aftiámi ýmissa kvaða, hefði eins unnist þótt byltingin hefði aldrei orðið í Frakklandi. Aðrar þjóðir komu á skaplegu stjómarfari án þeirra fóma sem Frakkar færðu á bylt- ingaárunum og á stjómaráram arf- taka byltingarinnar, Napóleóns I. Skoðanir sem hér birtast stang- ast á við ríkjandi skoðun um nauð- sjm frönsku stjómarbyltingarinnar og að byltingin hafi verið söguleg nauðsjm. Ef það er söguleg nauðsyn að fóma tveimur milljónum manns- lífa, samkvæmt tölum Sédillots, var þá söguleg nauðsjm að fóma sextíu milljónum í kínversku menningar- byltingunni og hvað um milljóna- tugina sem fómað var til þess að ráðstjómarríki verkamanna og bænda mætti fullkomnast? Joseph Marie Comte de Maistre talar um aftöku Lúðvíks XVI. sem „crime national" í hugrenningum sínum um stjómarform í „Les siriées de Saint-Petersbourg", sem kom út 1821. í þeirri bók flallar hann með- al annars um hættuna sem allri sið- menningu stafar af því „þegar pöp- ullinn skríður upp“. Það er mikið um slíka atburði á 20. öld og for- sendur þeirra má rekja til margra þeirra hugrrijmdafræða sem komu upp í og með frönsku stjómarbylt- ingunni, en á næsta ári era 200 ári liðin frá þeim atburðum. AUGLÝ9NG UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1982-1. fl. 01.03.88-01.03.89 kr. 750,16 1983-1. fl. 01.03.88-01.03.89 kr. 435,82 1984-2. fl. 10.03.88-10.09.88 kr. 280,24 ‘Innlausnárverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.