Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 COSPER ©pi» • COSPER — Þetta er svo sem eftir öðru hjá mannmum mínum,hann hefur aldrei gert vélina hreina. UNGLINGALEIKHÚS Reyniði að hreyfa varirnar Sumir sungu ekki með í síðasta laginu... Varimar á þér voru eins og strik...Reyniði að hreyfa var- imar og vera ekki eins og dauðyfli." Leikendur Unglingaleikhússins í Kópavogi höfðu margt að segja hver við annan eftir æfingu í félagsheimil- inu á miðvikudaginn. Benóný Ægis- son leikstjóri kom þó ýmsum ábend- ingum að. Sjónleikur hans, Vaxtar- verkir, vérður frumsýndur í kvöldr 26. febrúar, klukkan níu og að lok- inni sýningu verður slegið upp balli í félagsheimili Kópavogs. Sýningin er liður í Kópavogsvöku, flölbreyttri menningardagskrá á veg- um lista- og menningarráðs Kópa- vogs, sem staðið hefur þessa viku í félagsheimilinu að Fannborg 2 og lýkur um helgina. Önnur sýning á Vaxtarverkjum verður á morgun klukkan §ögur og þegar er búið ákveða flórar sýningar eftir að Kópa- vogsvöku lýkur. Þær verða 7., 9., 11. og 14. mars. Frumsýningin er aðeins ætluð unglingum og uppselt er á laugardagssýninguna. í Vaxtarverkjum er ekki sögð saga í algeru samhengi, heldur dregnar upp myndir úr lífi nútíma unglinga í borg. Áhorfendur fylgjast með krakkahóp í skólanum, úti á lífinu og heima. í verkinu er fjallað um ýmislegt sem er unglingum mikil- vægt; afstöðu fullorðinna til þeirra og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. „Ann- ars eru unglingar homrekur í leik- bókmenntum. Sé á annað borð skrif- að um krakka á þessum aldri eru þau annað hvort höfð algerir vand- ræðagemlingar eða sakleysið upp- málað. En auðvitað eru fæstir ungl- ingar svona, þeir eru þama mitt á milli," segir Benóný Ægisson leik- stjóri. Leikendur era sautján talsins og koma úr flórum grannskólum í Kópa- vogi. Þeir elstu era byrjaðir í mennta- skóla, en sýningin hefur verið í mót- un f tæpt ár. „Fyrstu æfingamar fóra í að tala við krakkana og fiska eftir afstöðu þeirra til lífsins og til- verannar," segir Benóný. „Við rædd- um líka oft saman áður en byrjað var að vinna atriði. Ég valdi sem sagt þá leið að skrifa út frá sjónar- hóli krakkanna sjálfra, sem er tals- vert frábrugðinn viðhorfum eldra fólks. Stundum eru dregnar upp skrípamyndir af fullorðnum og mál- farið í verkinu er óhefðbundið." „Vaxtarverkir era klæðskera- sniðnir fyrir einmitt þessa krakka, ég hafði þau alltaf í huga þegar ég skrifaði verkið. Af því að við spjölluð- um um atriðin jafti óðum gafst gott tóm til alls kyns lagfæringa og oft höfðu krakkamir betri hugmyndir en ég. Nú hef ég unnið í félagssmið-. stöð í ijögur ár og er orðinn nokkurs konar húsgagn þar. Þess vegna heyri ég og upplifi hluti sem aðrir fullorðn- ir verða kannski ekki varir við. Þetta auðveldar mér vissulega að skrifa unglingaleikrit." Benóný kveðst frekar vera verk- syóri en leikstjóri, þar sem hann hefur haft umsjón með hönnun og gerð búninga, leiktjalda og fleiri fylgihluta auk eiginlegrar leikstjóm- ar. „Hópurinn sá um alla þessa vinnu," segir Benóný, „tónlistin í verkinu er samin og flutt af fímm strákum úr leikhópnum og þeir leika fyrir dansi eftir framsýninguna." Hljómsveitin Tríó Jóns Leifssonar var að sögn strákanna fimm sem hana skipa stofnuð fyrir tveimur áram. Síðan hafa þeir töluvert spilað í skólum og héldu reyndar til Dan- merkur í síðasta mánuði og tóku þátt í tónlistarhátíð norrænna ungl- ingahljómsveita. Meðlimir hljóm- sveitarinnar þvemeita að gefa skýr- ingu á nafni sveitarinnar. Þeir segja lögin í Vaxtarverkjum vera rokkuð og era ófúsir að skilgreina tónlistina nánar. Meðfylgjandi myndir vora teknar á æfingu hjá Unglingaleikhúsinu í Kópavogi fyrr í. vikunni. Miðar á Vaxtarverki era seldir í félagsheimil- inu frá klukkan fimm á sýningardög- um, en í símá 41985 era veittar upplýsingar og tekið á móti pöntun- um. Morgunblaðið/Þorkell Benóný Ægisson er leik- eða verkstjóri sýning- ar Unglingaleikhúss Kópavogs. fclk f fréttum Reuter Adrian Lyne, fyrrum auglýsinga- maður er leikstjóri „Fatal Attrac- tion“, sem sýnd er í Háskólabíói. Lasse Hailström leikstýrir mynd- inni „My Life as a Dos“. Norman Jewison er leikstjóri „Moonstruck", en hann leikstýrði einnig Agnesi barni Guðs, sem ýmsir muna eftir. Bemardo Bertolucci er leikstjóri Síðasta keisarans, sem sjá má í Regnboganum. John Boorman heitir leikstjóri myndarinnar „Hope and Glory“. BESTI LEIKSTJÓRINN E inn þessara heiðursmanna hlýtur Óskarsverðlaun í vor fyrir bestu kvikmyndaleikstjómina. íslenskir bíógestir hafa einungis barið augum tvær myndir af þeim þeim fímm, sem útnefninganefnd Óskarsverð- launa þótti svo ljómandi vel leikstýrt. Mjmdimar „My Life as a Dos“, „Moonstruck" og „Hope and Gloiy“ eru enn ókomnar í kvikmynda- hús hérlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.