Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraidur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Vandræði vegna þjóðernishyggju Lögboðin dráp og útrýming dýra Eitt af því sem marxistar hafa jafnan lagt höfuð- áherslu á er alþjóðahyggjan, að í þágu málstaðar öreiganna eigi menn og þjóðir að heija sig á nýtt svið og Iáta af þeim kennd- um, sem eiga rætur að rekja til þjóðemishyggju. Með þessa gmndvallarkenningu að vopni hafa marxistamir/lenínistamir, sem fara með völdin í Kreml leit- ast við að rússneska þær þjóðir, sem hafa verið lagðar undir rússnesku herraþjóðina innan Sovétríkjanna. Fyrir okkur íslendinga og aðr- ar þjóðir í Norður-Evrópu hefur þessi viðleitni til rússneskunar blasað næst við í Eystrasaltsríkj- unum: Lettlandi, Látháen og Eistlandi. Nú hefur þess verið minnst í Ldtháen og Eistlandi, að um þessar mundir em 70 ár liðin frá því að þessar þjóðir fengu sjálfstæði. Það var skammvinnt því að með griða- sáttmála Hitlers og Stalíns 1939 vom þjóðimar sviptar sjálfstæði sínu að nýju. í tilefni af 70 ára afmælinu hafa íbúar í Litháen og Eistlandi verið hvattir til þess að hafa ekki í frammi nein mót- mæli gegn nýlenduhermnum, höfðingjunum í Kreml. Er ljóst af þeim hvatningarorðum, að víða hafa menn áhyggjur af þeirri ólgu, sem undir býr. Þrátt fyrir þrotlaust starf í þágu rússn- eskunar hefur ekki tekist að svipta íbúa Eystrasaltsríkjanna þjóðemistilfinningu þeirra í nafni Marx og Leníns. Við suðurlandamæri Sov- étríkjanna er Armenía og þar býr fomfræg þjóð. Telja raunar sum- ir, að þar sé vagga mannkyns, því að örkin hans Nóa hafí strandað í íjallinu Ararat, sem sést á björtum degi frá höfuð- borg Armeníu Jerevan. Armenar em stolt þjóð og láta ekki bug- ast þótt á móti blási. Grimmiieg átök þeirra og nágrannanna í suðri, Tyrkja, em alkunn og em þau háð enn í dag með laun- morðum. Segjast Armenar vera að hefna fyrir þau hundmð þús- unda Armena, sem Tyrkir myrtu í ofsóknum á hendur kristnum mönnum um og eftir aldamótin síðustu. Skammt frá Jerevan er gríðarmikill minningarreitur um þá, er féllu í því blóðbaði. Nú berast þær fréttir, að Armenar séu að rísa upp gegn hermnum í Moskvu og höfði þar til þjóðem- is síns og ævafomra landsrétt- inda. Er óvíst hvaða lyktir þeir atburðir allir hafa. Ekki verður hjá því komist þegar þessi mál em íhuguð að leiða hugann að breyttum stjóm- arháttum í Sovétríkjunum á þeim tveimur ámm, sem liðin em frá því að Míkhaíl Gorbatsjov tók við embætti aðalritara sovéska kommúnistaflokksins. Opnari umræður um þau mál, sem ein- ræðisherrar telja viðkvæm, en við sem búum í frelsi sjálfsögð mannréttindi, em þeim sem er annt um þjóðemi sitt, vafalaust hvatning til að láta þjóðemistil- fínningar sínar í ljós. Telja Kremlveijar það ógnun við veldi sitt? Óttast þeir af þeim sökum um undirstöður ríkis síns? Það á eftir að koma í ljós. Þegar Ung- veijar sýndu Moskvuvaldinu mótþróa 1956 vom þeir brotnir á bak aftur með hervaldi, sömu sögu er að segja um Tékkóslóv- aka 1968. í Póllandi tók herinn völdin, þegar alþýða manna hafði tekið höndum saman í fíjálsri verkalýðshreyfíngu. Hver verður afleiðing þess að þjóðemishyggj- an sprettur upp innan Sovétríkj- anna sjálfra? Óþarft orð- bragð Umræður um bjórinn á Al- þingi íslendinga hafa oft orðið langar og strangar. Hefðu líklega flestir ætlað, að þing- menn hefðu haft nægan tíma til að láta tilfínningar sínar í ljós í málinu og gætu nú staðið þannig að afgreiðslu þess, að málefnaleg afstaða og festa setti svip á fram- göngu þeirra. Því miður sýnist annað upp á teningnum. í umræðum á þingi í fyrradag um bjórmálið var notað þannig orðbragð um talsmenn þess, að heimiluð verði sala á bjór í versl- unum ÁTVR, að það getur ekki talist þinginu til sóma. Þá var einnig gengið þannig til verks við lestur á nöfíium lækna, sem hafa lýst sig fylgjandi sölu áfengs öls hér á landi, að engu var líkara en upplesarinn liti á þingtíðindi sem sakaskrá. Þing- menn njóta sérstakrar friðhelgi þegar þeir flytja mál sitt í sölum Alþingis, þeim fer það einstak- lega illa að nota þann stað til að ráðast á aðra fyrir að láta skoðanir sínar í ljós á opinberum vettvangi. Alþingi setur niður við orð- bragð eins og það, sem viðhaft var í þingumræðum um bjórmál- ið í fyrradag. Raunar er það aldr- ei til marks um að menn telji sig hafa góðan málstað að veija, þegar þeir grípa til stóryrða og uppnefna. eftir Birgi Guðjónsson Dráp hvítabjamar á Homströnd- um í maí 1974 varð mér tilefni til greinar sem birtist í Morgunblaðinu 28. maí það sama ár. Við fjölskyld- an vorum þá nýkomin til landsins eftir tæplega 8 ára dvöl í Banda- ríkjunum. Flestum fríum á þessum árum höfðum við varið til tjaldlegu og útiveru í þjóð- og ríkisgörðum. Við vomm því vel kunnug stöðu dýra- og náttúruvemdunar þar sem og alþjóðlega. Á einfaldan hátt má segja að nútíma viðhorf til náttúruvemdunar miða að því að viðurkenna að hver lífvera eigi sér sinn tilvemrétt í lífríkinu og útrýming einstakra teg- unda sé með öllu óréttlætanleg. Einföld skilgreining á þjóðgarði (national park) er fríðlýsing og varðveisla á þeim jurta- og dýrateg- undum sem eiga heimkynni sín á því svæði og er aðflutningur á öðr- um tegundum ekki leyfður. Ströng lög er þetta varðar hafa verið sett með flestum þjóðum. Stórvirkjun hefur t.d. orðið að víkja fyrir smásfl- um sem talin vom í útrýmingar- hættu. Við urðum undrandi á stöðu nátt- úmvemdarmála á íslandi. Var ljóst að alþjóðleg viðhorf t.d. í náttúm- og dýravemdun höfðu ekki náð til landsins. Skýr mörk virtust ekki vera milli skrúðgarðs og þjóðgarðs. Litið var enn í meginatriðum á villt dýr sem ýmist vond og réttdræp, eða góð og alfriðuð, að vísu með nytjadýr inn á milli. Augljóst var hvaða flokki hvítabjöm tilheyrði. Þjóð sem hafði þegar útrýmt einni dýrategund, þ.e. geirfuglinum, átti þau lög á bókum að útrýma skyldi a.m.k. þremur öðmm. Annað tveggja uppmnalegra landspendýra var ekki einu sinni friðlýst í þjóð- garði. Átti það að vera sárabót að aðalþjóðgarðurinn var skreyttur útlendum aðfluttum barrtijám? í grein minni skýrði ég frá því að þær þjóðir sem ráða yfír þeim landsvæðum þar sem hvítabimir hafa aðsetur, þ.e. Kanadamenn, Danir, Norðmenn, Bandaríkjamenn og Rússar, höfðu á þessum tíma allar viðurkennt að stofninn væri í hættu og komið sér saman um frið- un hans. Veiði á bjamdýmm var óheimil nema eskimóum sem höfðu lífsviðurværi sitt af veiðum. Mæltist ég til þess að þessi mál yrðu endurskoðuð hér og benti á hagnýtar leiðir sem mætti fara til að komast hjá að tortíma undan- tekningarlaust öllum þeim dýmm sem hingað flæktust og taldi þetta vera verðugt verkefni fyrir áhuga- menn um náttúruvemd. Að ungs manns æði hóf ég bréfaskriftir við ýmsar stofnanir og samtök úti í heimi sem höfðu þekkingu á þessum málum til að afla hagnýtra upplýs- inga. Engin viðbrögð urðu við grein minni og heyktist ég á málflutn- ingnum. Tvisvar síðan og nú síðast fyrir nokkmm dögum hafa bjamdýr ver- ið felld og í þetta sinn ungt dýr. Ekki vil ég álasa þeim sem það verk unnu með tilliti til liðins tíma þar eð enginn undirbúningur hefur farið fram til að fanga slík dýr. Það er hins vegar mikið ánægjuefni að nú heyrast margar raddir sem virð- ast skilja að það þarf ekki að vera sjálfsagt í öllum tilfellum að drepa slík dýr tafarlaust. Ef almenn náttúmvemdarsjónar- mið hafa nú ekki áhrif til endur- skoðunar er illa farið. íslendingar eiga með réttu eða röngu undir högg að sækja á alþjóðavettvangi hvað snertir orðstír í náttúmvemd- unarmálum. Vonandi uppgötva er- lendir ákafamenn ekki að útrýming vissra dýrategunda er hér enn lög- boðin þótt langt sé liðið á tuttug- ustu öldina. Það er þó óskynsam- legt að gefa erlendum hópum frek- ari vopn í hendur með þeirri vitn- eskju að bjamdýrshúnn sé hér drep- inn án nokkurrar tilraunar til björg- unar. Slíkt gæti leitt til frekari ófrægingarherferðar, eða yrði það kannski sannleiksherferð? Ég leyfí mér því að minna á fyrri tillögur mínar og ræða ýmsa val- kosti sem mér virðast vera fjórir: 1. Friðun dýranna, þ.e. láta þau afskiptalaus. 2. Fanga þau og flytja aftur til heimkynna. 3. Fanga þau og setja í dýragarða. 4. Tortíming í neyðartilfellum eða þegar fullreynt er að fanga þau. Fyrsti kostur kæmi að sjálfsögðu ekki til greina jafnvel þótt dýr gengju á land á óbyggðu svæði hvað þá í byggð sem nú nýlega. Fjórða valkost þarf ekki að ræða, en annar og þriðji möguleiki ættu að vera áhugaverðir. Aðferðir til að fanga villt dýr em vel þekktar og staðlaðar og upplýs- ingar um þær liggja fyrir. Hér á landi er þegar nokkur þekking á slíku og hluti þess búnaðar sem til þarf og kunnátta í umhirðu slíkra dýra. Breyta verður lögum og reglum og veita hvítabimi lágmarks lög- Kaupleignfrumvarp félagsmálaráðherra veldur deilum: Þingflokkar Framsóknj stæðisflokks samþykkja \ ÞINGFLOKKAR Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hafa báðir neitað að samþykkja óbreytt húsnæðiskaupleigu- frumvarp Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra, sem hún lagði fram i neðri deUd Alþingis á mánudag. Segja for- menn þingflokkanna að frum- varpið hafi verið lagt fram án þess að þingflokkamir fjöUuðu um það i endanlegri mynd. Þingflokkur sjálfstæðismanna sendi félagsmálaráðherra bréf í gær þar sem sagt er að breyt- ingar, sem flokkurinn taldi að hefðu komist í gegn, væru ekki í frumvarpinu, og sagt að annað af tvennu verði að gerast: ann- aðhvort verði þingskjaUð prent- að upp með breytingum eða þá að ráðherra lýsi því yfir að breytingamar nái i gegn. Þing- flokkur framsóknarmanna seg- ist hafa fijálsar hendur um að leggja fram breytingartíllögur. Sjálfstæðismenn: framlagning heimiluð með skilyrðum Ólafur Einarsson formaður þingflokks sjálfstæðismanna sagði _að flokkurinn hefði afgreitt þetta mál í síðustu viku og Geir H. Haarde, hafði greint frá sam- komulagi sem orðið hafði í undir- nefnd. Þingflokkurinn hefði þá heimilað framlagningu málsins miðað við að frumvarpið yrði í þeim búningi sem þá var skýrt frá, en með fyrirvara um að hann fengi að sjá það í endanlegri mynd. „Það misfórst og ég veit ekki hveijum það er að kenna en frum- varpið var lagt fram á mánudag án þess að þingflokkurinn fengi að sjá það. Við samanburð á því sem okkur hafði verið tjáð að sam- komulag væri um, kom í ljós að það var ekki að öllu leyti eins. Þess vegna tókum við málið fyrir á þingflokksfundi á miðvikudag og rituðum félagsmálaráðherra bréf þar sem gerð var grein fyrir afstöðu flokksins og fundið að því að málið hefði verið lagt fram án þess að þingflokkurinn fengi að sjá það. Við lýstum því síðan yfír að við værum reiðubúnin að standa að málinu eins og ákveðið hefði verið áður en þá þyrfti ann- að af tvennu að gerast: annað- hvort að prenta þingskjalið upp eða þá að ráðherra lýsti því yfír að þessu yrði breytt," sagði Ólaf- ur. Hann sagði að það sem flokkur- inn gerði aðallega athugasemdir við varðaði vaxtagreiðslu af auk- aláni, 15% íbúðarverðsins, ef leigutaki kaupir íbúðina. Sjálf- stæðisflokkurinn teldi að þetta lán ætti að greiða með markaðsvöxt- um en' ekki niðurgreiddum vöxt- um. Sagðist Ólafur ekki vita ann- að en um það hafí orðið samstaða í nefndinni en ekki væri hægt að lesa það útúr frumvarpinu. Framsóknarmenn: ráðherra allt of bráður á sér Páll Pétursson formaður þing- flokks framsóknarmanna sagði að einstaklega klaufalega hefði tek- ist til með framgang málsins og félagsmálaráðherra verið alltof bráður á sér að henda málinu inn ,f þingið án þess að hafa til þess ákveðnar heimildir frá samstarfs- flokkunum. „Við ákváðum á þing- flokksfundi í gær að bregða ekki fæti fyrir frumvarpið og gera ekk- ert vesen út af þessu. Við hefðum getað heimtað að málið verði tek- ið upp að nýju en gerðum það ekki. Við erum þó með óbundnar hendur með að flytja breytingar- tillögur, sem ég held að þurfí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.