Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 49 Vetrarólympíule-ikarnir Calgary 19 8 8 AllMrto Tomba á fleygiferð i stórsviginu í gærkvöldi. 20 km ganga kvenna: Þrefalt hjá sovésku stúlkunum Sovétmenn hafa haft mikla yfir- burði í göngugreinunum á Vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada og fengið 13 verðlaunapen- inga í þeim, en áður höfðu þeir mest fengið 10 verðlaun — árið 1976. í gærkvöldi var keppt í 20 km göngu kvenna og röðuðu sovésku stúlkumar sér í þrjú fyrstu sætin með Tamara Tikhonova, silf- urhafa í fímm km göngu, í broddi fylkingar. Brautin var mjög góð og árangurinn eftir því. Fyrstu 30 stúlkumar voru allar á betri tíma en Maria-Liisa Hamalainen-Kirvesniemi frá Finn- landi gekk á í Sarajevo 1984, en hún hlaut þá gullverðlaunin. Tikhonova sigraði á 55:53,6 mínút- um, Anfíssa Reztsova gekk á 56:12,8 og Raisa Smetanina fékk tímann 57:22,1. Sovéska þrenning- in fékk mikla keppni frá Christina Gilli-Brugger frá Sviss, sem hafn- aði I fjórða sæti, og Simone Opitz frá Austur-Þýskalandi, sem varð fímmta. Brugger var samhliða bronshafanum Raisa Smetanina, þegar fímm kflómetrar voru eftir, en hún lauk keppni 15,3 sekúndum á eftir þeirri sovésku. Þar með fékk Smetanina, sem er 35 ára, sinn níunda verðlaunapening á fjórum Ólympíuleikum ogjafnaði met Sixt- en Jemberg frá Svíþjóð, sem hlaut níu ólympíuverðlaun á ferlinum. Sænski heimsmeistarinn, Marie- Helen Westin, hafnaði í 11. sæti og hafa Svíar ekki staðið undir þeim vonum, sem bundnar voru við þá í göngugreinunum. Nina Gavriliuk frá Sovétríkjunum hafnaði í níunda sæti, en var dæmd úr leik, þar sem vömmerki var á húfunni og slíkt er ekki leyfílegt. Firm- og félagshópa- keppni KR1988 Hin árlega firma- og félagshópakeppni KR í innanhúss- knattspymu hefst laugardaginn 5. mars. Skráning i sfma 27181 eða á skrifstofu knattspyrnudeildar í KR heimllinu. Reuter Verðlaun Skipting verðlauna á Vetrarólympíuleikunum í Calgary f Kanada fyrir keppni í dag (gull fremst, þá silfur og loks brons): Sovétrfkin.................9 9 7 Austur-Þýskaland............7 6 4 Finnland...................4 0 2 Austurríki..................3 4 2 Svfþjóð.....................3 0 1 Sviss.......................2 5 4 Vestur-Þýskaland............2 2 1 Bandaríkin..................2 1 1 Holland.................. 1 2 2 Frakkland...................1 0 1 ítalia......................1 0 1 Noregur.....................0 3 2 Kanada......................0 1 3 Tékkoslóvakía...............0 1 2 Júgóslavia..................0 1 1 Japan.......................0 0 I Tomba - besturí stórsviginu Daníel Hilmarsson í 42. sæti ALBERTO Tomba var öryggið uppmálað f stórsviginu í gœr- kvöldi, var rúmri sekúndu á undan Hubert Strolz í fyrri umferð og þó Austurríkis- manninum tœklst að saxa ör- lítið á muninn í seinni umferð, var sigur ítalans aldrei í hœttu — fyrstu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum voru í höfn. Daníel Hilmarsson hafnaði í 42. sæti á 2.22,74 mínútum, en 70 keppendur komust í mark. 19 fóllu úr f fyrri umferð, sjö í þeirri seinni, þrfr hættu eftir fyrri umferð og 18 keppendur voru dæmdir úr leik. Tomba fór fyrri ferðina á 1.03,91 mínútu og þá seinni á 1.02,46 eða 2.06,37 samanlagt. Tími Strolz var 2.07,41 og Pirmin Zurbriggen frá Sviss varð þriðji á 2.08,39. Andreas Wenzel frá Liechtenstein, sem er 30 ára silfurhafí frá leikun- um í Lake Placid 1980 og hlaut brons í Sarajevo 1984, var fíórði eftir fyrri umferðina, en féll niður í 6. sæti. Ingemar Stenmark frá Sviþjóð sýndi að hann er á niður- leið, var í 30. sæti eftir fyrri um- ferð og fór ekki upp aftur. 18 keppendur voru dæmdir úr leik eftir fyrri umferð, margir ef ekki. allir vegna þess að alþjóða skíða- sambandið samþykkti ekki búninga þeirra. Vonbrígði PIRMIN Zurbrigg- en frá Svlss var allt annað en án- ægður með tfma sinn í fyrri ferð- inni. Hann var í þriðja sæti tæp- um þremur sek- úndum á eftir Tomba og Ijóst að gullverðlaunin voru úr augsýn. SPÁÐU í L/ÐIN OG SP/LAÐU MED Þrefaldur pottur Hægt erað spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 ISLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaidar vinningslíkur. LEIKVIKA 26 Leikir 27. febrúar 1988 1 Derby - West Ham 2 Newcastle - Chelsea 3 Portsmouth - Liverpool 4 Q.P.R.- Wimbledon 5 Sheffield Wed. -Tottenham 6 Watford - Coventry 7 Barnsley - Ipswich 8 Huddersfield - Birmingham 9 Leeds-Blackburn 10 Leicester - Manchester City 11 Middlesbro - Bradford 12 Swindon - Millwall Smetanina hætt Raisa Smetanina, sem verður 36 ára á mánudaginn, tilkynnti eftir 20 km skíðagönguna að þar með væri þátttöku hennar í alþjóðleg- um mótum lokið. „það er langt í næstu ólympíuleika og ég get með góðri samvisku hætt núna, þvf hinar sovésku stúlkumar eru mjög góðar og líklegar til afreka," sagði Smetanina í gærkvöldi. Hún hefúr 16 sinnum orðið sovéskur meistari, þrisvar fengið gullverð- laun á Ólympfuleikum, fímm sinnum silfur og einu sinni brons. Hún hefur verið f sovéska landBliðinu síðan 1972.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.