Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 31 Utanríkisráðherra gagnrýnd- ur fyrir breytta afstöðu hjá SÞ UMRÆÐUR um skýrslu utanrík isráðherra fóru fram á AJþingi £ gser. Matthías Á. Mathiesen, samgöngumálaráðherra gagnrýndi að utanríkis- ráðherra hefði breytt afstöðu Islendinga til tíu tillagna á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. I skýrslunni væri engan rökstuðning við breytinguna að finna annan en óljósar tilvísanir í þingsályktun frá 1985 um að fagnað væri allri viðleitni til gagukvæmrar og alhliða afvopnunar. Steingrimur Hermannsson sagðist telja að taka ætti mál- efnalegrar afstöðu tíl hverrar tillögu fyrir sig sem kæmi fram á Alls- heijarþinginu. Hann gæti ekki réttlætt það fyrir sjálfum sér að greiða atkvæði gegn eða sitja hjá við sumar þessar tillögur eins og íslending- ar hefðu hingað til gert. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagði þessa skýrslu vera í hefðbundnu formi en hann hefði hug á að breyta því formi áður en hann legði fram skýrsluna næst. Þegar utanríkisráðherra ræddi ástandið í fjarlægum löndum gagn- rýndi hann stjóm ísraels harðlega fýrir stefnu sína. Ekki væri hægt að líta svo á að það sem þar væri að gerast væri annað en hin verstu hryðjuverk. Hann ságðist myndu beita sér fyrir því að Norðurlöndin mótuðu sameiginlega stefnu og mót- mæla þessum yfirgangi. Utanríkisráðherra sagðist telja að íslenskur fiskur ætti tvímælalaust að vera fríverslunarvara, og að leiðin til þess lægi í gegn um Príverslunar- bandalag Evrópu, ÉFTA. Aðgangi að EFTA væri hins vegar best að ná í gegn um Norðurlandaráð, og nauð- synlegt væri því að taka þessi mál upp á Norðurlandaráðsþingi, sem haldið verður innan skamms. „Menn líta svo á að Norðurlönd séu einn markaður, heimamarkaður," sagði ráðherra. „Auðvitað stendur slíkur markaður ekki undir nafni nema við getum selt okkar fisk þar tollfrjálst.“ Vill aukna þró- unarhjálp Steingrímur sagðist telja að auka ætti verulega framlög íslendinga til þróunarhjálpar. Hann sagði að ef öll framlög landsmanna til þróunar- hjálpar væru reiknuð saman, þar með talið söfnunarfé stofnana á borð við Rauða krossinn og Hjálparstofn- un kirkjunnar, næmu þau um 0,05 - 0,06% af þjóðartekjum, en hins vegar hefðu Sameinuðu þjóðimar mælst til þess að hinar ríkari þjóðir samtakanna létu um 1% þjóðarfram- leiðslu af hendi rakna til hinna fá- tækari. Steingrímur lýsti þeirri skoðun sinni að íslendingar ættu fremur að taka að sér afmörkuð þróunarverk- efni heldur en að taka þátt í stórum verkefnum með öðrum þjóðum. Gott Kjartan Jóhannsson; Nefnd fjalli um samskiptin við EB Skili áliti fyrir áramót KJARTAN Jóhannsson, þingmaður Alþýðuflokksins, leggur til að stofnuð verði sérstök nefnd til að gera úttekt á stöðu fslendinga gagnvart Evrópubandalaginu og gera tillögur um aðgerðir islenskra stjómvalda í þeim málum. Kjartan lagði til við umræður nm skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi í gær að nefndin skilaði áliti fyrir árslok. Kjartan sagði að við stefnumörk- un gagnvart EB yrði að mótast af eftirfarandi þáttum: Að tryggja viðskiptahagsmuni íslendinga og samræma ýnisa iðn- staðla og reglur háttum EB til þess að ryðja úr vegi tæknilegum hindr- unum í vegi viðskipta við bandalag- ið. Þama séu nokkur atriði, sem geti orðið viðkvæm, til dæmis inn- flutningur lifandi dýra og plantna, en þessi samræming ætti þó ekki að vera neitt efnahagslegt vanda- mál. Kjartan sagði aðild að banda- laginu þó ekki vera á dagskrá að sínu mati. • Fylgst verði vel með framvindu mála hjá bandalaginu og séð til þess að sjónarmið Islendinga kom- ist vel til skila. Kjartan sagði að þama væri einkum á brattan að sækja í landbúnaðar- og sjávarút- vegsmálum. „Ég tel að samhentur hópur hagsmunaaðila standi að baki sjávarútvegsstefnu EB, og það verður eflaust erfítt að hnika henni til, en í þessu efni ættu beinar við- ræður við bandalagið þó að geta borið árangur," sagði þingmaður- inn. Aðildin að EFTA verði nýtt til að ná samningum við EB og EFTA eflt og stutt í því skyni. Stofnuð verði samstarfsneftid ráðuneyta til að samræma ákvarð-. anatöku og steftiumótun, einnig verði haft samráð við aðila atvinnu- lífsins um þessi mál. Áfram verði rætt við EB um sam- starf og samskipti við íslendinga 'A og reynt verði að kynna sérstöðu íslendinga eftir föngum. Kannað verði hvemig samræma megi íslenska hagstjóm nýjum kringumstæðum og hvemig megi laga hana að því sem tfðkast f helstu viðskiptalöndum okkar. Kjartan sagði að svokölluð „full- veldisskilyrði" kynnu að vefj’ast fyr- m Steingrimur Hermannsson, anríkisráðherra. dæmi um slíkt væri fískveiðiaðstoð okkar við Grænhöfðaeyjar. „Ef við gætum sinnt tveimur eða þremur svona verkefnum, lægi eitthvað eftir okkur,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er líka mikilvægt að nægilegt fjármagn sé fyrir hendi til þess að greiða götu okkar að verkefnum í þróunarríkjunum. “ Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk) sagði skýrsluna „ekki bera sömu merki ofstækis og fordóma og hjá sfðasta utanríkisráðherra,“ en setti út á ýmis atriði. Hún sagði það vera kyndugt, að fslendingar hefðu nú hafið þátttöku í kjarriorkuáætlana- nefnd Atlantshafsbandalagsins, þar sem hún gerði áætlanir um hemaðar- lega uppbyggingu, en íslendingar hefðu hins vegar engan her. Þing- konan vildi fá að vita, hvort íslend- ingar hefðu látið bóka afstöðu sína á fundum nefndarinnar og hvort þeir hefðu þar lagt áherslu á kjam- orkuvopnaleysi íslands. Hún kallaði afstöðu stjómvalda til Suður-Afríku vingulshátt og krafðist efriahags- legra refsiaðgerða gegn stjóminni f Pretoríu, jafnvel þótt þær hefðu að- eins táknrænt gildi. Guðrún gerði að umtalsefrii að fulltrúar frá Vamarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins hefðu fylgst með heræfíngum í Kanada. „Ég bið góðan Guð að hjálpa mér,“ sagði hún. „Hveijir eru eiginlega sérfræð- ingar okkar í heræfingum? Eru það þeir sem eiga að verjast þegar við hin erum dauð? Það þarf ekki mikla kímnigáfu til að sjá fyrir sér fulltrúa Vamarmálaskrifstofunnar á heræf- ingu.“ Engin ástæða til afstöðubreytingar hjá SÞ Matthfas Á. Mathiesen (S/Rn) sagði ljóst af skýrslu utanríkisráð- herra að utanríkisstefnan væri sú sama í höfuðatriðum og verið hefði f tíð fyrri ríkisstjómar. Hann gagn- rýndi hins vegar að utanríkisráðherra hefði breytt afstöðu íslendinga til tíu tillagna á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. í skýrslunni væri engan rökstuðning við breytinguna að finna annan en óljósar tilvísanir í þingsá- lyktun frá 1985 um að fagnað væri allri viðleitni til gagnkvæmrar og alhliða afvopnunar. „Hvers vegna gátu fyrirrennarar Steingríms fylgt sömu þingsályktun, en greitt at- kvæði á annan veg?“ spurði Matt- hías. „Þingsályktunin felur ekki í sér að samþykkja eigi hvaða tillögu sem er á Allsheijarþinginu, þótt hún jfjalli um afvopnun. Margar þessara til- lagna eru eingöngu lagðar fram í áróðursskyni," sagði Matthías. Júlfus Sólnes (B/RN) gerði ut- anríkisstefnu Borgaraflokksins að umtalsefni. „Við teljum það stað- rejmd, að við séum í vamarbandalagi vestrænna þjóða. Það er staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er líka staðreynd að þetta banda- lag hefur tryggt frið í okkar heims- hluta í flöratíu ár,“ sagði Júlfus. „Hins vegar era stríð og skærar víða annars staðar, svo við teljum nauð- synlegt að vera áfram í NATO, þótt gjaman vildum við sjá heiminn án hemaðárbandalaga." Júlfus sagði að Borgaraflokkurinn vildi draga úr mikilvægi herstöðvar- innar í Keflavík með því að láta koma upp herstöð einhvers staðar fyrir norðan ísland. ‘ Einnig teldi hann koma til greina að færa herstöðina út á land til þess að draga út hættu þeirri er höfuðborgarbúum stafaði af árás á hana. Hann hvatti einnig til þess að haldin yrði friðarráðstefna í Reylqavík til að draga út vígbúnaði á Norðurhöfum og að ísland yrði gert að miðstöð viðskipta milli Evr- ópu og Ameríku, meðal annars með stoftiun fríverelunarsvæða. Tortryggni frumrót vigbúnaðar Kjartan Jóhannsson (A/Rn) sagði miklar breytingar hafa orðið undanfarið í öiyggis- og afvopnunar- málum. Nánast hefði orðið bylting í samskiptum stórveldanna. Hann sagðist telja að þeir aðilar sem létu í ljós ótta yfir samkomulaginu um meðaldrægar eldflaugar eða gert lítið úr samkomulaginu af því að fækkun- in væri smávægileg hefðu báðir á röngu að standa. Vfgbúnaðaijafn- væginu í Evrópu hefði ekki verið raskað Vestur-Evrópu í óhag. Kjartan sagði tortryggni vera frumrót vígbúnaðár og samningar um afvopnun væra tæki til þess að auka samskipti rfkjanna og draga þannig úr tortryggninni. Hin hlið málsins væri sú að eðlilegum sam- skiptum og gagnkvæmu trausti yrði ekki komið á nema almenn mannrétt- indi væra fyllilega virt og landamæri ekki gerð að óyfiretíganlegum þrö- skuldi. *" Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk) sagði fíarlægðina frá mengaiidi iðn- aði hafa orðið okkur til góðs hingað til og við að mestu leyti sloppið við þá miklu eyðingu sem hefði orðið í iðnríkjunum vegna andvaraleysis í mengunarmálum. Á seinni áram hefðum við þó orðið áþreyfanlega vör við breytingar í þessum málum. ís- land hefði færet nær umheiminum. Mengun sjávar myndi ógna afkomu íslendinga um leið og hún væri ógn- un við allt líf á jörðinni. Okkur staf- aði til dæmis hætta af kjamorkukn- únum kafbátum í hafinu umhverfiÉ; ísland. Eitt slys gæti ógnað öllu lífi f hafinu umhverfis ísland. Kristín sagði mikið hafa verið framleitt af vopnum undanfarin ár. Vopnaframleiðslan hefði svo reynt að kynda undir og viðhalda óvinaí- myndinni og selt svo öllum vopn til að ógna nágrannanum. Henni fynd- ist það nöturlegt ef vilji til að fækka vopnum nú byggðist einungis á efna- hagslegum erfíðleikum. Hún sagðist vona að svo væri ekki. { skýrelu utanríkisráðherra sagði hún ekki koma skýrt fram hvort við ætluðum að hafa hér herlið til fram- búðar. Kvennalistinn væri andvígur hugarfari hermennskunnar og okkur bæri að stöðva allar hemaðarfram- kvæmdir hér á landi þegar í stað og stefna að friðlýsingu íslands án vfgbúnaðar 1 heimi án hemaðar- bandalaga. Kristín vék einnig að EB og sagði aðild að bandalaginu ekki koma til greina. Hún sagði ekki heldur koma til greina að tengja á neinn hátt samninga um aðgang að mörkuðum EB við aðgang að fiskimiðum eða að „selja landið“ fyrir aðgang að mörkuðum EB eins og formaður Al- þýðuflokksins vildi nú ólmur gera. _ Perestrojkulestur Steingrimur Hermannsson, ut- anrflrisráðherra, rakti lauslega þær tillögur á allsheijaþingi Sameinuðu þjóðanna sem ísland hefði breytt um afstöðu til. Varðandi tillögu Mexf- kana og Svfa um frystingu kjama- vopna sagðist hann vera reiðubúinn að láta fara fram atkvæðagreiðslu á þinginu ef menn héldu að hann hefði farið gegn vilja þess. Hann sagðist ekki vilja flokka neinar tillögur sem áróðurstillögur heldur vilja taka mál- efnalega afstöðu til hverrar fyrir sig. Steingrímur sagði kaldastríðs- hugsunarháttinn vera á undanhald® og hann hefði meðal annars heyrt Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hvetja menn til að lesa bókina Perestrojku eftir Gorbatsjov. „Það fer nú að fölna margt sem ég hef sagt,“ sagði Steingrímur Her- mannsson. Kjartan Jóhannsson ir mönnum, en þar er um að ræða atríði á borð við sameiginlegan vinnumarkað, sameiginlegan fjár- magnsmarkað, fast gjaldmiðils- kerfí, samræmda skattstefnu og fleira. Hann sagðist þó ekki hafa áhyggjur af því fyretnefnda, tungu- mál og loftslag á íslandi hindruðu innflutning erlends vinnuafls í stór- um stfl. Meiri áhyggjur væri að hafa af gengismáium og fijálsum fjármagnsmarkaði, enda væri þar um að ræða tvö hagstjómartæki, sem mikið hefði verið beitt hér á landi. Kjartan sagði að þegar hefðu verið stigin skref í átt til þess að samræma skattkerfið með því sem gilti í öðram Evrópulöndum með breytingum á söluskatti og væntan- legum virðisaukaskatti. Kjartan sagði að nú væri það fyrst og fremst íslendinga að vinna vel að þessum málum. „Við verðum að vera vel viðbúin árið 1992,“ sagði hann. „Við þurfum að vita hvað við viljum og hvað við ætlum okkur." 76 milljónir í Menning- arsjóð útvarpsstöðva Menntamálaráðherra sagði f fyrirspumatíma í Sameinuðu þingi í gær að samtals hefðu út- varps- og sjónvatpsstöðvar greitt 76 m.kr. í Menningarsjóð út- varpsstöðva. Þar af hefðu 85 m.kr. farið til Sinfóníuhljóm- sveitar íslands lögum samkvæmt. Sumum þingmönnum fannst verulegur munur á þvi hversu mikið Stöð 2 greiddi i sjóðinn og hversu stóran hluta auglýsinga- markaðarins Stöðin segðist hafa. Menntamálaráðherra sagði að þetta yrði kannað nánar. Birgir ísleifur Gunnarsson, meimtamálaráðherra, sagði hljóð- varps- og sjónvarpsstöðvar samtals hafa greitt 76 m.kr. í Menningar- sjóð útvarpsstöðva. Greiðslur f Menningarejóðinn skiptust þannig að RÚV hefði greitt rúmar 60. m.kr., íslenska sjónvarpsfélagið rúmar 5 m.kr., íslenska útvarps- félagið rúmar 10 m.kr., Eyfírska sjónvarpsfélagið 238.950, Stjaman 300 þús., Tækifærisútvörp 10.155 kr. og skólaútvörp 4.000 kr. Menningarejóður hefði samtals greitt rúmlega 35 m.kr. til Sinfóníu- hljómsveitar íslands svo sem út- varpslögin gerðu ráð fyrir. Önnur framlög úr sjóðnum væru: RÚV kr. 8.525.000, íslenska sjónvarpsfélag- ið kr. 5.750.000, íslenska útvarps- félagið kr. 9.508.000 og Eyfíreka sjónvaipsfélagið kr. 400.000. Birgir sagði menntamálaráðu- neytið hafa óskað eftir ítarlegri skýrslu um starfsemi Menningar- sjóðs útvarpsstöðva. Eiður Guðnason (A/Vl) sagðist vera tortrygginn á þessar tölur. Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 hefði ný- lega sagt í viðtali við Morgunblaðið að Stöð 2 væri nú með rúmlega helming auglýsingamarkaðarins og u.þ.b. sama verð á auglýsingum ög Ríkissjónvarpið. Annaðhvort væru þessar staðhæfingar rangar eða rétt væri að láta fagmenn líta á bókhald stöðvarinnar. Ingi Björn Albertsson (B/Vl) sagði það vera siðferðilega skyldu ráðherra að láta athuga þetta mál. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamáiaráðherra, sagði að það skyldi ekki standa á sér til þess að láta eyða tortryggninni. Tvennt bæri þó að hafa í huga þeg- ar þessar tölur væru skoðaðar. í fyrsta lagi að þegar talað væri um tekjur frá RÚV væri átt við frá bæði útvarpi og sjónvarpi. Einnig hefði Stöð 2 starfað skemur enRÚ1/ á því tfmabili sem þessar tölur næðu yfír. í öðru lagi hefði sjóðs- stjómin sett sér þá reglu í upphafi að úthluta ekki til þeirra sem skulda. RÚV hefði ekki greitt sín gjöld fyrr en í síðasta mánuði. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) sagði þetta vera svo alvarlegt að það ætti að biðja um skýrslu um málið frá ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.