Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 Þórður Friðjónsson, forstjórí Þj óðhagsstofnunar: Kjara- og gengismál ráða verðlagsþróun næstu misseri Hækkamr vöru og þjonustu vóru meiri hjá hinu opinbera á liðnu ári en meðalhækkun verðlags í landinu. Kjarasamningar og gengisþróun ráða mestu um verðlag í landinu næstu misseri. Skattkerfisbreytingin hafði að likindum ekki mikil verðlags- áhrif. Virðisaukaskattur 1989 hefur væntanlega áhrif til lækkun- ar verðlags. Viðskiptahallinn var um 7000 milljónir króna 1987 en gæti orðið meira en 10.000 m.kr. á þessu ári. Verðbólga, við- skiptahalli og slæm afkoma útflutnings- og samkeppnisgreina eru helztu vandamál íslenzks efnahagsbúskapar um þessar mund- ir. Þetta eru kjamaatriði i viðtali við Þórð Friðjónsson, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar, sem fer hér á eftir. Samanburður vafasamur Verðþróun í opinberri þjónustu lýtur oft öðrum lögmálum en verð- þróun á samkeppnismarkaði. Hækkunarþörf getur safnast saman hjá ríkisstofnunum yfír nokkum tíma. Verðhækkanir verða því gjaman í rykkjum og þá á stundum allnokkrar á einu bretti. Það er því erfítt að bera saman hækkun á verði vöru og þjónustu hjá opinberum stofnun- um, ríkinu, og almenna verðlags- þróun á tilteknu tímabili, eins og þú spyrð um. Það er Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofti- unar, sem þannig kemst að orði í viðtali við blaðamann Morgun- biaðsins, en spurt hafði verið um verðþróun opinberrar þjónustu 1987 í samanburði við almenna verðlagsþróun. Hann heldur áfram: Meirí verðhækkun opinberrar þjónustu Á tímabilinu frá desember 1986 til janúar 1988 mældist vísitala framfærslukostnaðar, sem notUð er sem mælikvarði á almenna verðlagsþróun ílandinu, 29,1%. Á sama tíma hækkuðu afnotagjöld Ríkisútvarpsins um 109,2%, síma- gjöld um 55,8% (með 20% hækk- un í janúar sl.), leikskólagjöid um 42%, lyfjakostnaður um 40,8%, fargjöld strætisvagna um 40,4%, raftnagn og húshitun um 35,7%, tóbak um 38%, áfengi um 32%. Þessar tölur benda til þess að verð á vöru og þjónustu hjá hinu opinbera hafí að minnsta kosti hækkað til jafns við vísitölu fram- færslukostnaðar á umræddu tímabili — og í sumum tilfellum mun meira. Afnotagjöld RÚV skera sig þó óneitanlega úr, en aðrir tekjupóstar þeirrar stofnun- ar munu hafa dregizt saman á tímabilinu. Við samanburðinn verður og að hafa í huga þann fyrirvara sem ég vék að í upphafí. í þessu sambandi er og rétt að benda á að tiltölulega miklar gjaldskrárhækkanir opinberra fyrirtækja að undanfömu ættu að öðru jöfnu að draga úr lánsflár- þörf þeirra. Traust staða ríkis- fyrirtækja getur þannig stuðlað að því að draga úr þenslu, einkum ef jafnframt er gætt aðhalds í framkvæmdum og rekstri. Erfítt er að spá í hækkanir á opinberri þjónustu 1988. Ég hygg þó að opinberar gjaldskrár muni breytast tiltölulega lítið á þessu ári, ef ekki koma til miklar breyt- ingar á launakostnaði þeirra eða í gengi islenzku krónunnar. Breyt- ingar á þessum þáttum munu auðvitað kalla á endurmat á ópin- berum gjaldskrám. Hlutur ríkisins í almennu vöruverði Áhrif opinberrar skattheimtu í verði vöm og þjónustu? Já, í þessu sambandi verðum við að hafa nokkur atriði í huga. í fyrsta lagi að óbeinir skattar (neyzluskattar o.fl.), sem koma fram í verði vöm og þjónustu, em miklu hærra hlutfall af skatttekjum ríkisins hér á landi en í flestum ef ekki öllum nálægum löndum, sem við bemm okkur helzt saman við. I annan stað em beinir skattar (tekju- skattar o.fl.) lægri hér en víðast annars staðar. Þá er hlutfall heild- arskatta (neyzluskatta og tekju- skatta til samans) af landsfram- leiðslu nokkm lægra hér en víðast annars staðar og vemlega lægra en á hinum Norðurlöndunum. Það er þannig einkennandi fyr- ir okkar skattakerfí að tekjur ríkisins em teknar með óbeinum sköttum fremur en beinum skött- um, sem segir að sjálfsögðu til sín í verði vöm og þjónustu. Hlutur ríkisins í vömverði er að sjálfsögðu hæstur þegar tóbak og áfengi eiga í hlut. Þar er sölu- verð til neýtenda á stundum margfalt gmnnverð. Þar er hin opinbera álagning talin í hundmð- um prósenta. Á það má minna að tekjur ríkisins af ÁTVR em svipaðar og allur tekjuskattur ein- staklinga og heimila (nettó). í öðmm vörutegundum er verð- hlutur ríkisins mjög mismunandi. Þannig er hlutur ríkisins t.d. tæp- lega 70% í benzínverði og 30-40% af verði venjulegra fólksbifreiða — en enginn í verði almennra fjár- festingarvara atvinnuveganna. Til fróðleiks má einnig vekja athygli á því í sambandi við sam- anburð við önnur lönd, að útgjöld hins opinbera skiptast talsvert á annan veg hér á landi en í helztu nágranna- og viðskiptalöndum. Meðal annars em tekjutilfærslur frá ríkinu til einstaklinga og heim- ila mun minni hér á landi en víðast annars staðar. Þá em útgjöld til vamarmála að sjálfsögðu önnur og meiri hjá samanburðarríkjum okkar. Loks virðist opinber stjóm- sýsla dýrari hér á landi en víða annárs staðar. Lítil áhrif skatt- kerfisbreytingarinnar Fækkun undanþága í söluskatti (matarskattar) og lækkun tolla og vömgjalds? Söluskatts- og tollabreyting- amar um áramótin höfðu mikil áhrif á verð einstakra vömteg- unda, enda var um víðtækar kerf- isbreytingar að ræða, sem höfðu það að meginmarkmiði að einfalda skattkerfið. Hinsvegar em bein áhrif á meðalverðlag talin lítil þegar til nokkurs tíma er litið. óbein áhrif til dæmis á laun og síðan verðlag er hinsvegar nánast ómögulegt að meta. Hagstofa íslands mat áhrif skattkerfísbreytingarinnar þann- ig, að áhrifín á byggingarvísitölu yrðu 1,6% til lækkunar. Ennfrem- ur að áhrifín á framfærsluvísi- töluna myndu nánast jaftiast út. Líkiega hafa áhrifín til hækk- unar á framfærslu verið einhver, Þórður Fríðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Opinberar verðhækkanir meiri en almennar 1987 Verður viðskiptahallinn 10 milljarðar 1988? 22% virðisaukaskattur þýðir 3% lækkun almenns verðlags þar sem í þessum útreikningum var sennilega vanmetin hækkun á búvöm en vinnsluvömr land- búnaðar, svo sem mjólkurvömr ýmsar, hækkuðu nokkuð. Heildaráhrif af skattkerfís- breytingunni á framfærsluvísitölu vóm engu að síður lftil — þegar litið er til nokkurra mánuða. Hins- vegar komu hækkunaráhrifin strax fram en tollalækkanir tóku lengri tíma, nokkrar vikur eða mánuði, em þó að líkindum að stærstum hluta fram komnar. Áhríf virðisaukaskatts? Áhrif virðisaukaskatts 1989? Við verðum að bíða frumvarps um virðisaukaskatt áður en spáð verður í áhrif hans. En rætt hefur verið um að skattprósenta virðis- aukaskatts verði 22% f stað 25% í söluskatti nú. Skattkerfisbreyting af þessu tagi hefur að sjálfsögðu áhrif á verð og verðhlutfoll. Lækkun skattprósentunnar ætti að leiða til einhverra verðlækkana. Áætlað er að 22% virðisaukaskattur geti leitt til allt að 3% lækkunar verð- lags þegar allt er talið. Á móti vegur hinsvegar nokkuð að 22% virðisaukaskattur gefur minni ríkissjóðstekjur en 25% söluskatt- ur. Því þarf að hækka aðra skatta, ef ná á sömu tekjum eftir sem áður. % 501 Verðbólga og viðskiptahalli’ 40- l -—Verðbólga 30 \ y \ \ r \ ♦ 20- \ / \ /\ \y \ 10- 0- Viðskiptahalli 1984 1985 1986 1987 1988 * Verðbólga á mælikvarða vísitölu framfærslu- kostnaðar síðustu 12 mánuði. Viðskiptahalli í hlutfalli við landsframleiðslu. Verðlagshorfur 1988? Verðlagshorfur hér á landi til loka þessa árs? í því skyni að meta verðlags- horfur á árinu skiptir mestu máli að skoða tvö gmndvallaratriði: 1) Hvemig verður launaþróun- in á árinu, þ.e. hver verður niður- staða yfírstandandi kjaradeilna? 2) Hver verðurgengisþióunin? Eða með öðmm orðum: hver verða starfsokilyrði eða rekstrar- staða atvinnuveganna? Ef launabreytingar verða litlar og fastgengisstefna ræður ferð- inni áfram verða hækkunartilefni fá og mánaðarlegar vísitöluhækk- anir óvemlegar, a.m.k. ef tekst eins og að er stefnt að koma í veg fyrir eftirspumarþenslu með aðhaldi að erlendum lántökum og aðhaldi í peninga- og ríkisfjármál- um. Kjara- og gengismál ráða úr- slitum um verðlagsþróunina á þessu ári. í raun er lítið hægt að spá í verðlagsþróun ársins fyrr en þessi tvö meginmál skýrast; fyrr en fyrir liggur, hvem veg menn leysa þann vanda sem aðil- ar vinnumarkaðarins em að glfma við þessa stundina. Þjóðhagsstofnun gerði mörg dæmi um verðbólgu á árinu miðað við mismunandi forsendur um launa- og gengisbreytingar. Þessi dæmi sýna verðbólgu á bilinu 10%-50% frá upphafí til loka árs, allt eftir því hvaða forsendur em geftiar um launa- og gengisþróun. Hinsvegar em í raun engar forsendur fyrir því á þessari stundu að segja fyrir um fram- vindu þessara höfuð áhrifavalda verðlagsþróunar í landinu, al- mennra lq'arasamninga og gengi gjaldmiðilsins. í þessu efhi verð- um við að bfða um sinn og sjá hvem veg mál þróast. Þessi verð- bólgudæmi em því alls ekki verð- lagsspár, heldur framreikningur miðaður við geftiar forsendur. Þetta er því e.t.v. að svo stöddu fyrst og fremst hugarleikfími, þótt nokkum lærdóm megi draga af dæmunum ef menn vilja. Skattabreytingar framundan? Steftit er f viðamikla breytingu úr söluskattskerfi yfir í virðis- aukaskatt. Ýmsar endurbætur á skattakerfínu hafa verið fram- kvæmdar og em í skoðun. Þín spuming lýtur hinsvegar væntan- lega að því, hvort hugmjmdir um skattahækkanir eða skattalækk- anir kunni að vera í bakhönd ríkis- valdsins vegna yfírstandandi kjaradeilu. Því er til að svara að engar tillögur um þetta efni em á teikni- borðinu hjá okkur, hvorki að því er varðar tekju- né neyzluskatta. Það er hinsvegar sljómmála- mannanna að meta það, hvort ríkisfjármálin geta með einhveij- um hætti orðið þáttur í því að leysa þau vandamál, sem við verð- ur að glíma í eftiahagsmálunum, þegar menn fara að sjá til lands í kjaradeilunum. Leggja verður þó á það áherzlu að ríkisfjármálin verði ekki sá þensluvaldur í eftiahagslífínu á þessu ári sem á því síðasta. -Þó kemur fremur til greina að auka aðhaldið en slaka á þvi. Verður viðskiptahallinn 10 milljarðar? Viðskiptahallinn? Hann er eitt af þremur aðal- vandamálum þjóðarinnar, með og ásamt verðbólgu og slökum starfsskilyrðum samkeppnisat- vinnuveganna. Viðskiptahallinn var tæplega 7.000 milljónir kióna á liðnu ári eða 3,5% af landsframleiðslu, en getur að óbréyttu orðið um eða yfír 10.000 m.kr. 1988, eða ná- lægt 5% af landsframleiðslu. Þetta er gífurlega mikill viðbótar- halli, ekki sízt að teknu tilliti til þess að ytri skilyrði þjóðarbúsins eru góð á flesta mælikvarða. Viðskiptahallinn felur í sér að þjóðarútgjöld eru meiri en þjóðar- tekjumar og því er hann í raun ekkert annað en mælikvarði á það hvað samfélagið ráðstafar eða eyðir umfram það sem það aflar. Þessa eyðslu umfram tekjur verð- ur auðvitað að fjármagna með erlendum lántökum. Viðskipta- hallinn er því mjög alvarlegur í þeirri stöðu sem þjóðarbúskapur- inn er í. Jafiivægisleysi í efnahags'mál- um að undanfömu má ekki sízt rekja til þess að þjóðarútgjöld hafa aukizt hraðar en þjóðartekj- ur. Á ámnum 1985 og 1986 var aukning þjóðartekna meiri en þjóðarútgjalda, en á síðasta ári snérist þessi þróun við og útgjöld- in tóku að aukast meira en tekj- umar. Það var minnkandi við- skiptahalli 1985 og afgangur á viðskiptajöfnuði 1986. Jaftvframt fór verðbólga minnkandi. Á síðasta ári myndaðist hinsvegar viðskiptahalli á ný og að öðm óbreyttu verður hann enn meiri í ár. Við þessar aðstæður er erfítt að koma á jafnvægi og stöðug- leika f þjóðarbúskapnum. Því er gmndvallaratriði að halda aftur af aukningu þjóðarútgjalda á næstunni. — sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.