Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 Geðlæknir klórar í bakkann Hugleiðingar um áfengt öl eftírlngimar Sigurðsson Það er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn að ætla sér að fjalla um bjór eftir þau reiðinnar ósköp, sem um þennan drykk hefur verið skrifað að undanfömu. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Hinn 10. þ.m. birtist í Morgun- blaðinu grein eftir geðlækni, að öllu leyti hinn ágætasta mann af annáluðum bindindisættum. Geð- læknirinn, Grétar Sigurbergsson, hefur starfað um margra ára skeið í heilbrigðiskerfinu og er m.a. þekktur fyrir hjálparstarf við þá, sem orðið hafa undir í lífínu vegna misnotkunar áfengra drykkja. í grein sinni gerir hann m.a. að umræðuefni grein, er ég og félagi minn Hrafn Pálsson, félagsráð- gjafí, rituðum og birtist í Morgun- blaðinu og fleiri blöðum fyrir skömmu. Þar vöruðum við sterk- lega við þeim hættum, sem við teljum samfara því að leyfa sölu á áfengum bjór hér á landi. Grein- in var ekki skrifuð með það fyrir augum að gera bjór tortryggilegri en aðra áfengi, heldur eingöngu í því skyni að benda á þá einföldu staðreynd að drykkja muni auk- ast. Sjálfur er ég síður en svo meira á móti bjór en öðru áfengi, en bendi á að við bjórvandamál höfum við ekki þurft að stríða og að það gæti verið dýru verði keypt að kalla það yfír þjóðina. Útúrsnúningar í greininni gerir geðlæknirinn tortryggilegar þær röksemdir, sem við Hrafn færum fyrir því, að heildameysla afengis hafí aukist um helming á undanfömum tveim til þrem áratugum Virðist hann jafnvel halda að með helmingi sé átt við 100% aukningu, eins og reyndar Staksteinahöfundur Morgunblaðsins gerir að skóna í pistli, er birtist í blaðinu 12. þ.m., þar sem gerð er að umræðuefni grein geðlæknisins. Til þess að fyrirbyggja frekari misskilning hjá geðlækninum er helmings viðbót sama og 50% viðbót og vænti ég þess að hann skilji það við lestur þessarar greinar. Lengi má deila um það, hvort rétt sé að nota töflur eins og þá, sem geðlæknirinn snýr út úr, máli sínu til stuðnings. Ennfremur má endalaust deila um það, hvort beri að nota töflur, sem sýna heildar- framleiðslu eða heildameyslu, en mjög erfitt hefur reynst að festa hendur á hinu síðamefnda. Sjálfur tel ég öruggara að miða við fram- leiðslutölur, því þá verð ég ekki sakaður um að lita neysluna of sterkum litum. Þegar heilbrigðis- yfírvöld hér á landi meta neyslu áfengra drykkja er t.d. bætt fjórð- ungi við sölutölur, ekki síst vegna ýmis konar neyslu, sem þær tölur ná ekki yfír. Samkvæmt töflu þeirri, sem geðlæknirinn sakar okkur Hrafn um að rangtúlka, kemur fram að bjórframleiðsla hefur aukist á ár- unum 1960—1980 úr 13,4 lítrum á mann í 20,2, eða sem nemur rúmum 50%. Framleiðsla léttra vína hefur á árunum 1965—1980 dregist saman úr 8,4 í 7,7 eða sem nemur rúmum 9%. Framleiðsla sterkra vína hefur hins vegar auk- ist úr 1,5 í 1,9, eða sem nemur tæpum 27%. Við Hrafn héldum því aldrei fram að þetta þýddi helmings (50%) aukningu á hrein- um vínanda eins og geðlæknirinn gerir okkur upp. Það hefði geð- læknirinn átt að sjá eins og aðrir menn, sem lásu greinina, og hafí hann lesið skýrslu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, sem stend- ur fyrir þessum upplýsingum, er honum engin vorkunn. Stóraukin áfengisneysla með tilkomu bjórs Á ofanrituðu má sjá svo ekki verður um villst, að á undanföm- um áratugum hefur bjórfram- leiðsla stóraukist og hverjir eru fylgikvillamir? Þeir virðast vera minnkuð neysla léttra vína en veruleg aukning á neyslu sterkra vína. Því hlýt ég að spyrja sjálfan mig jafnt sem geðlækninn, hvort það sé ekki í hæsta máta eðlilegt að álykta sem svo, að aukin bjór- neysla muni einnig auka verulega neyslu á sterku áfengi og þar með heildameyslu áfengis? Vænti ég þess að geðlæknirinn svari þessu á málefnalegan hátt í stað þess að hreyta í okkur Hrafn skætingi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að aukin bjómeysla leiði til aukinn- ar heildameyslu. Ekki síst þess vegna hefur stofnunin lagt til við þátttökuþjóðimar, að þær reyni með tiltækum ráðum að draga úr heildameyslu áfengis um fjórðung fyrir næstu aldamót. Á Alþingi árið 1982 var samþykkt þingsá- lyktun um að draga úr heildar- neyslu áfengis og var sérstakri fjölskipaðri nefnd falið að gera tillögur þar að lútandi. Skilaði nefndin tillögum fyrir rúmu ári og voru allir nefndarmenn sammála um, að ef takast ætti að draga úr áfengisneyslu samkvæmt tillög- um Alþingis og tilmælum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar mætti ekki leyfa sölu á áfengum bjór. Þessi niðurstaða var ekki bundin við skoðanir manna á áfengu öli, Ingimar Sigurðsson „ Að halda því fram að það sé móðgnn við heil- brigða skynsemi að leyfa ekki sölu á bjór á Islandi, er með meiri- háttar öfugmælum. Samf élagið er nú einu sinni þannig byggt upp, að þar verður í ýmsum tilvikum að kveða á um boð eða bönn, t.d. um þætti er lúta að ýmis konar hegðan, sem maðurinn ætti þó að bera skynsemi til þess að sýna.“ íhugunartækni Maharishi og heilbrigði Svar við grein Jóhanns Guömundssonar eftírAra Halldórsson Jóhann Guðmundsson ritar grein í Morgunblaðið síðastliðinn þriðju- dag um íhugunartækni Maharishi. Hún minnti mig á hversu mikil þörf er á grundvallarfræðslu um þessa einföldu en stundum mis- skildu aðferð, Innhverfa íhugun. Tiiefni Jóhanns er grein eftir mig í Morgunblaðinu frá 20. janúar sl., þar sem ég lýsti stuttlega nýlegri rannsókn sem birtist í virtu banda- rísku læknatímariti; Psychosom- atic Medicine. Rannsóknin leiddi í ljós að iðk- endur Innhverfrar íhugunar leituðu 44% sjaldnar til læknis og voru 53% sjaldnar lagðir inn á sjúkrahús en sambærilegir viðmiðunarhópar. Þegar litið var á einstaka sjúkdóma kom í ljós að iðkendur tækninnar lögðust 55,4% sjaldnar inn á sjúkrahús vegna krabbameins, 83,7% sjaldnar vegna hjartasjúk- dónia, 30,4% sjaldnar vegna smit- sjukdóma, 30,6% sjaldnar vegna geðrænna sjúkdóma og 87,3% sjaldnar vegna taugasjúkdóma. Rannsókn dr. David Orme-Johnson var byggð á skýrslum bandafísks sjúkratryggingafélags og náði til 2.000 iðkenda Innverfrar íhugunar á fímm ára tímabili. Aukið heilbrigði þeirra sem iðka Innhverfa íhugun má rekja til djúpr- ar slökunar sem skapast þær tutt- ugu mínútur sem tækninni er beitt kvölds og morgna. Slökunin stuðlar að auknu jafnvægi hugar og líkama og hefur þannig fyrirbyggjandi áhrif á myndun sjúkdóma. Um 350 aðrar rannsóknir stað- festa uppbyggileg áhrif Innhverfrar íhugunar. Þetta eru sálfræðilegar, lífeðlisfræðilegar, læknisfræðilegar og félagsfræðilegar rannsóknir sem margar hafa birst í þekktum tíma- ritum undanfarin fímmtán ár. Sem dæmi má nefna: American Joumal „Háskólínn hefur gerbylt atvinnulíf i í Fairfield á örfáum árum því nemendur skólans kjósa að búa áfram í því streitulausa o g uppbyggilega sam- félagi sem einkennir háskólann og umhverfi hans. Þar hafa þeir stofnað tugi nýrra fyr- irtækja sem flest standa í miklum blóma. Einstaklingstekjur í Fairfield jukust um 55% á árunum 1980— 1984.“ of Physiology (1), Lancet (2), Scien- ce (3) og Scientific American (4). Grein Jóhanns virðist vera ætlað að véfengja þessi áhrif Innhverfrar íhugunar á heilbrigði (samanber fyrirsögn). Ekki þó faglega, heldur með því að birta þýðingu úr banda- rísku riti um óskilt efni, þ.e. Mahar- ishi-alþjóðaháskólann í Banda- ríkjunum. Maharishi-alþjóðaháskólinn Reynsla margra vísinda- og fræðimanna í Bandaríkjunum af innhverfri íhugun leiddi til þeirrar hugmyndar að iðkun tækninnar og hugmyndir Maharishi hlytu að vera ákjósanlegur grundvöllur alls náms. Iðkunin virtist auka skýrleika hug- ans, bæta minni og einbeitingar- hæfni og þar með námsárangur. Hugmyndin leiddi til stofnunar Maharishi-alþjóðaháskólans árið 1971. Næstu árin unnu frumkvöðl- ar háskólans í nánu samstarfi við Ari Halldórsson Maharishi að uppbyggingu mennta- kerfis sem nýta mundi það besta úr hefðbundinni háskólamenntun auk fraeða Maharishi um vitundina og iðkun Innhverfrar íhugunar. Maharishi-alþjóðaháskólinn hef- ur vaxið hröðum skrefum á örfáum árum. Meginstöðvum háskólans var komið á fót árið 1974 í Fairfíeld í Iowa-fylki. Árið 1982 var opnuð deild í Washington og 1983 í Ösló. Háskólinn hlaut fulla viðurkenn- ingu árið 1980, sem var sérstakt fyrir svo ungan háskóla. Árið 1984 var búið að koma á masters-námi í flestum fögum og doktors-námi í taugalíffræði, eðlisfræði, lífeðlis- fræði og sálarfræði. Fjórir íslend- ingar stunda nú nám við Mahar- ishi- alþjóðaháskólann í Fairfíeld og einn er við nám í Ósló. Það er rétt sem fram kemur í grein Jóhanns að Maharishi- alþjóðaháskólinn hefur „komist efst á blað þeirra einkaskóla í Hópur Iðkendur gem ekki eftir (hujfar. 8 vikna ástundun. Eftir 4 vikna iðkun. Eftir Eftir 8 vikna 12 vikna iðkun. iðkun. Bætt andleg heilsa með Innhverfri íhugun. Rannsókn þar sem notuð voru tvenns konar stöðluð próf tíl að mæla kviða eða óróleika (svokallað „Institute of Personality og IP- AT-próf) sýndi marktækan mun á kviða eftir að iðkun innhverfrar íhugunar hófst og að íhugunarhópurinn var almennt haldinn minni kviða en samanburðarhópur. Minnkun kvíða varð meiri þvi lengur sem tælmin hafði verið iðkuð. HEIMILD: Zoe Lazer, Lawrence Farwell og John Farrow, The Effects of the Transcendental Meditation Program on Anxiety, Drug Abuse, Cigarette smoking and Alcohol Comsumtion, (Har- ward University, Boston, Massachusetts). Iowa-fylki sem hlotið hafa opinbera styrki". Ástæðan er sú að háskólinn er kominn f röð fremstu háskóla í Bandaríkjunum í rannsóknum á ein- stökum sviðum og almennur árang- ur nemenda þar er mjög góður. Háskólinn hefur gerbylt atvinnu- lífí í Fairfield á örfáum árum því nemendur skólans Icjósa að búa áfram í því streitulausa og upp- byggilega samfélagi sem einkennir háskólann og umhverfí hans. Þar hafa þeir stofnað tugi nýrra fyrir- tækja sem flest standa í miklum blóma. Einstaklingstekjur í Fair- fíeld jukust um 55% á árunum ’ 1980-1984. Velgengni Maharíshi-alþjóða- háskólans og uppgangurinn í Fair- field virðist þó ekki vera öllum jafn mikið að skapi eins og marka má af greininni sem birtist á síðum Morgunblaðsins á þriðjudag. Þar er getið gjaldþrotamáls og vinnu- deilna sem fyrirtæki tveggja fyrr- verandi nemenda háskólans hafa staðið í. Þau tengjast á engan hátt Maharishi- alþjóðaháskólanum eða þeirri hreyfingu sem kennir Inn- hverfa íhugun. Lokaorð Mér dettur í hug, varðandi kvalir Kropinski sem þjáðist af „höfuð- verk, kvíða, ofbeldishneigð, of- skynjunum, fáti, minnisleysi, öskur- köstum, óskýrri sjón, ofsóknar- kennd og einfaralöngun", að Inn- hverf íhugun hefur reynst vel sem liður í meðferð geðsjúkra. Rann- sóknir á þessu sviði hafa verið gerð- ar við stofnun semnefnist „Institute of Living" undir stóm Bemard glueck M.D. og Charles Stroebel, M.D., Ph.D., (6). Flestum sjúkling- anna sem þeir rannsökuðu reyndist unnt að læra tæknina og halda iðk- uninni áfram. Meðferðin virtist í mörgum tilvikum leiða til minni i f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.