Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 17
-h
17
heldur þeirri einföldu staðreynd
að heildarneysla mundi aukast
með tilkomu bjórs. Eins og geð-
læknirinn veit voru í nefndinni
menn með ýmis konar skoðanir á
áfengu öli eins og gerist hjá öðrum
landsmönnum. Hefði geðlæknin-
um verið nær að gera þessum at-
riðum skil í grein sinni, ekki síst
vegna þess hversu trúverðugar
hann telur skoðanir sínar og fram-
setningu alla.
Heilbrigð skynsemi
Ein aðalástæðan fyrir því að ég
ritaði margnefnda grein var fyrst
og fremst sú, að ég hefði stórar
áhyggjur af þróun áfengismála hér
á landi. Neysla áfengis eykst statt
og stöðugt og sú óáran, sem henni
fylgir. Allir vita að kostnaður heil-
brigðiskerfísins af áfengisdrykkju
er miklu meiri en sá fjárhagslegi
ávinningur, sem hið opinbera hef-
ur. Sannast sagna hefí ég meiri
áhyggjur af ástandi áfengismála
en margra þeirra dægurmála sem
þjóðin og þjóðþingið eru að
drukkna í, einfaldlega vegna þess
að takist ekki að halda heilsu og
sæmilegri skynsemi, er annað
hjóm eitt.
Mjög virðist fara fyrir bijóstið
á geðlækninum að við Hrafn
skyldum leyfa okkur að hafa skoð-
un á þessu máli vegna þess að við
störfum í heilbrigðisráðuneytinu.
Ég tel hins vegar miklu alvarlegra
mál, að geðlæknir, sem starfað
hefur innan heilbrigðiskerfísins,
m.a. að hjálp við áfengissjúka,
skuli gera lítið úr þeirri hættu sem
fylgir bjómeyslu. Mér vitanlega
notkunar róandi lyfja og svefnlyfja,
minna þunglyndis og færri ofskynj-
ana. Einnig minnkaði kvíði, eða
óróleiki, sem svo oft virðist vera
kjaminn í heildareinkennum geð-
rænna sjúkdóma. Fjölmargir geð-
læknar og sálfræðingar erlendis,
sem jafnframt eru kennarar í Inn-
hverfri íhugun, beita tækninni í
meðferð sjúklinga sinna, þó að inn-
hverf íhugun sé fyrst og fremst
tækni fyrir hvem.þann sem bæta
vill árangur sinn og heilsu.
Innhverf íhugun er einföld og
örugg sjálfsþroskaaðferð sem nýtur
þess að vera rannsökuð meira en
nokkur önnur hliðstæð aðferð. Eng-
in dæmi eru um neikvæð áhrif
tækninnar, hvorki hér á landi né
annars staðar, enda hefur djúp hvfld
og slökun hingað til reynst heilla-
vænleg fyrir andlega og líkamlega
heilsu.
Rannsókn dr. David Orme-John-
son, sem getið var í upphafi, er
fyrsta langtímarannsóknin sem
sýnir alhliða aukið heilbrigði þeirra
sem iðka Innhverfa íhugun, þótt
aðrar rannspknir hafí ávallt bent í
sömu átt. A grundvelli hennar er
hægt að gera markvissar áætlanir
um aukið heilbrigði í samfélaginu
sem kosta lítið en geta sparað mikla
§ármuni.
Kennarar íslenska íhugunarfé-
lagsins hafa víða kynnt Innhverfa
íhugun að undanfömu og hafa orð-
ið varir við meiri skilning á mikil-
vægi og möguleikum tækninnar en
oft áður. Um hélgina verða haldin
tvö námskeið, annað á Akureyri og
hitt í Reykjavík.
Tilvlsanir
X. Ormc-John8on DW. „Medical care utiliza-
tion and the Transeendental Meditation
Program”. PBychosomatic Medicine 49. bls.
493-507, 1981.
2. Wallace, R.K., H. Benson og A. Wilson.
„A Wakeful Hypometabolic Physiologic
State.“ American Joumal of Physiology,
Vol. 221, No. 3, Sept. 1971, bls. 795-799.
3. Allison, J. „Respiratory Changes During
TranscendentaJ Meditation.” Lancet, No.
7661, London, April 18, 1970, bls.
833-834.
4. Wallace, R.K., „Physiological Effects of
Transcendental Meditation" Science, Vol.
167, 27 Mars, 1970. bls. 1751-1754.
5. Wallace, T.K., H. Benson. „The Physiology
of Meditation“. Scientific American, Vol.
226, No. 2, Feb. 1972, bls. 84-90.
6. Glueck, B.C., og C.S. Stroebel. „The Use
of Transcendental Meditation in a
Psychiatric Hospital, „Kynnt á „Annual
Meeting of the American Psychiatric Assoc-
ation“, Detroit, Michigan, Mai 1974.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
er hann eini læknirinn, sem starf-
að hefur náið að þessum málum,
sem heldur slíku fram. Allt tal um
steintröll, sem ég tel geðlækninn
sérstaklega beina að þeim félögum
sínum í læknastétt, sem mest hafa
lagt af mörkum til þess að reisa
við fallna menn, er geðlækninum
til skammar.
Að halda því fram að það sé
móðgun við heilbrigða skynsemi
að leyfa ekki sölu á bjór á ís-
landi, er með meiriháttar öfug-
mælum. Samfélagið er nú einu
sinni þannig byggt upp, að þar
verður í ýmsum tilvikum að kveða
á um boð eða bönn, t.d. um þætti
er lúta að ýmis konar hegðan, sem
maðurinn ætti þó að bera skyn-
semi til þess að sýna. Það er löngu
viðurkennt að hægt sé með lögum
að^ skerða sjálfsákvörðunarrétt
einstaklinganna, séu miklir hags-
munir í húfí. Hér má nefna mörg
dæmi, t.d. lög um takmarkanir á
tóbaksreykingum og lög um vam-
ir gegn ýmis konar sjúkdómum.
Að nota orðið „heiibrigð skyn- .
semi“ sem einhver töfraorð hér
er ekkert annað en klór rökþrota
manns.
Bann eða ekki bann
Mjög eru skiptar skoðanir um,
hvort banna eigi sölu áfengis eða
ekki. Ég tel bannstefnu ekki þjóna
neinum tilgangi miðað við núver-
andi aðstæður. Þar með er ekki
sagt, að ég ætli mér að gera lítið
úr bannárunum á öndverðri öld-
inni. í fyrsta lagi má ekki gleym-
ast, að stór meirihluti þjóðarinnar
kaus bann. í öðru lagi má með
veigamiklum rökum halda því
fram, að til bannsins megi rekja
þá grósku, sem hófst í íslensku
atvinnulífí, grósku sem við búum
við í dag og gerir okkur m.a.
kleift að öðlast menntun í geð-
lækningum sem öðru og njóta
þeirrar heilbrigðisþjónustu, sem
m.a. ríkisvaldið og SÁÁ veita þeim
sem þurfa aðstoðar við. Okkur
væri meiri sómi að því að sýna
þessum forverum okkar, sem strit-
uðu í svita síns andlits, allsgáðir,
um borð í togurum og bátum og
við önnur framleiðslustörf til sjáv-
ar og sveita, tilhlýðilega virðingu.
Þeir verðskulda ekki köpuiyrði
eins og banndýrkendur og stein-
tröll, eins og geðlæknirinn virðist
halda.
Að klóra í bakkann .
Það er góður siður að standa á
sínu svo iengi sem stætt er. Hins
vegar verða menn að viðurkenna
staðreyndir og beygja sig fyrir
þeim. Það er líka góður siður að
virða skoðanir annarra og það án
tillits til þess, hvort þeir starfa í
heiibrigðisráðuneytinu eða við
önnur störf. Mér er sagt að þetta
sé ein af undirstöðureglum geð-
læknisfræðinnar. Ég tel mig hafa
fulla heimild til þess að hafa skoð-
anir á áfengum bjór og tel mig
jafnvel geta grundað þær betur
vegna starfa minna, en ella. Ég
tel það miklu frekar skyldu mína
vegna starfa minna að vara sérs-
taklega við þeim hættum, sem
fólgnar eru í sölu á áfengum bjór
hér á landi, minnugur þess að eigi
veldur sá er varar annan, eins og
segir í Hrafnkelssögu Freysgoða.
Það eru vond rök og oftast ráð-
þrotarök að gera lítið úr skoðunum
annarra og hreyta í menn skæt-
ingi vegna skoðanaskipta. Slíkum
rökum ásamt útúrsnúningum beita
aðeins þeir, sem klóra í bakkann.
Það er engu líkara en geðlæknir-
inn hafí lent í sömu sporum og
maðurinn, sem vildi ekki takast á
við þann vanda að vaða ána, því
betra væri að bíða þess, að hún
rynni framhjá. Verði sá hugsunar-
háttur almennur, ekki síst á þjóð-
þinginu, og það hjá mönnum, sem
áður hafa samþykkt þingsályktun
um að draga beri úr heiidameyslu
áfengis, er viðbúið að áin verði
. að ófæru stórfljóti áður en yfír
lýkur. Þá er of seint að spyija að
leikslokum.
Höfundur er lögfræðingur og
deildarstjóri i heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Konica
UBIX
UÓSRITUNARVÉLAR
MÁLARAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR 60 ÁRA
Til haminqju
með daginn!
Starfsfólk Málningar hf. sendir málarameist-
urum bestu afmæliskveðjur í tilefni 60 ára
afmælis Málarameistarafélags Reykjavíkur.
Á þessum tímamótum er vert að minnast
þeirrar þróunar sem orðin er á málaraiðninni,
frá stofnun Málarameistarafélags Reykjavíkur
þann 26. febrúar árið 1928.
Málning hf. hefur tekið virkan þátt í eflingu
málaraiðnar á íslandi, og viljum við þakka
málarameisturum áratuga samstarf.
Fyrir hönd starfsfölks Málningar hf.
Stefán Guðjohnsen framkvæmdastjóri.
4-
Höfundur er kennari ílnnhverfri
íhugun ÍReykjavik.