Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 7

Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 7 1 \ Ögri við löndunarbryggjuna í Bremerhaven. Morgunblaðið/HG Fiskmárkaðarnir í Þýzkalandi: Búizt við lágn verði í næstu viku Ögri RE seldi fyrir 16 milljónir í þessari viku FRAMBOÐ á ferskum fiski á mörkuðunum í Þýzkalandi hefur að undanförnu verið í hærri kantinum. Verð fyrir fiskinn hef- ur að sama skapi verið í lægri kantinum. í síðustu viku féll það niður í 30 krónur fyrir karfakíló- ið. í þessari viku hefur það verið i kringum 50 krónur. Stjórnend- ur fiskmarkaðsins í Bremer- haven telja að verð í næstu viku verði lágt, rétt rúmlega 40 krón- ur. Nokkur togstreyta er á milli útflytjenda á fiski f gámum og skipum og hefur nú verið skipuð nefnd til að kanna með hvaða hætti bezt sé að stjórna útflutn- ingi á gámafiskinum. I síðustu viku féll verðið úr rúm- um 60 krónum í rúmar 30. ögri RE seldi á mánudag og þriðjudag um 320 tonn fyrir rúmar 16 milljón- ir króna, meðalverð rétt rúmar 50 krónur. Snæbjörn Össurarson, sskipstjóri á Ögra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að miðað við aðstæður væri hann sáttur við verð- ið. Mikið magn hefði bjargað túm- um. Hann sagðist vera á móti boð- um og bönnum, en sæi enga aðra leið en að taka upp einhverja stjóm á útflutningi á fiski í gamum á svipuðum gmnni og siglingum fiski- skipanna væri stjómað. Hins vegar mætti ekki gleyma^ því, að það væm líka félagar í LÍU, sem sendu fiskinn utan í gámum. Ennfremur virtist ríkja einhver „gullgrafar- stemming“ í gámaútflutningum og vegna vanþekkingasr á markaðnum ætluðu allir að verða ríkir á þessu. Ludwig Janssen, ræðismaður ís- lands í Bremerhaven og umboðs- maður við fisksölur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að stundum væri erfitt að skilja gang mála. Þrátt fyrir viðvaranir um mikið framboð, kæmi of mikið af fiski og verðið félli. Það yrði að koma einhverri syóm á þessi mál. Samúel Hreinsson, umboðsmað- ur í Cuxhaven sagði, að undanfama daga hefði hann verið að hringja í menn til að vara þá við því að senda gáma til sölu í næstu viku. Þá væm mörg skip með mikinn afla og 10 til 15 gámar umfram eðlilegt framboð felldu markaðinn fyrir öll- um. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slys vegna offramboðs væri ábyggileg upplýsingamiðlum á báð- um stöðum og að menn fæm eftir því, sem þeim væri sagt. Fiskurinn úr Ögra boðinn upp á þriðjudagsmorgun. Morgunblaðið/HG Forseti íslands: Ávarpar þjóðina á öllum rásum útvarps og sjónvarps Vekur athygli á nýjum umferðarlögum og átaki fyrir bættri umferðarmenningu FÓRSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, mun flytja ávarp til þjóðarinnar, sem sent verður samtímis út á báðum sjónvarps- stöðvum og öllum útvarpsrás- um, að kvöldi næstkomandi mánudags, 29. febrúar. Tilefni ávarpsins er að vekja athygli á að 1. mars taka gildi ný umferðarlög og mun forseti með ávarpinu vilja veita atbeina sinn til þess að almenningur kynni sér breytingamar og taki þátt í þjóðarátaki fyrir bættri umferðar- menningu. Enn er ekki ljóst klukkan hvað ávarpið hefst, en forsvarsmenn stöðvanna vinna nú að því að fínna hvaða útsendingatími hentar best. Væntanlega verður ávarpið flutt milli klukkan 20-21 að sögn Eiðs Guðnasonar formanns nefndar fyrir þjóðarátaki í umferðarmál- um. HINN EINI OGSANNI STÓRÚTSÖLUMARKAÐUR FOSSHALS113-15 AÐEINS 2 DAGAR EFTIR Utsölumarkaðurinn FJÖLDi FYRIRTÆKJA - gífurlegt vöruúrval i/oruurvaf , M Ótrúlegt vero Sfeðnar- Hljómplötur - Kassettur Karnabær - Bonaparte - Garbó - Tískufatnaður og efni Gefjun - Fatnaður o.m.fl. Axel 6 - Skófatnaður Hummel - Sportvörur alls konar Radíóbær - Hljómtæki o.m.fl. Kári - Sængurfatnaður o.m.fl. Ánar - Fatnaður Bylgjubúðin Fatnaður Skóglugginn - SkóT Mæra - Skartgripir o.m.fl. Theódóra - Tískufatnaður "EfnT gyáfnlausabúðiiÁ Heildsaian Blik - Fatnaður Madam - Sundbolir, náttkjólar, sloppar o.m.fl.f Myndprent - Mynd af þér áprentuð á boli eða plaköt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.