Morgunblaðið - 26.02.1988, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.02.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 9 Glæsileg karlmannaföt margir litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,-og 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og 1.795,- teryl./ull/stretch. Gallabuxur kr. 790,-, 850,- og 875,- sandþvegnar. Flauelsbuxur kr. 795,- Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Innilegar þakkir til þeirra, sem glöddu mig á áttrceÖis afmœli minu 2. febrúar sl. meÖ heim- sóknum, gjöfum og heillaskeytum. Sérstakar þakkir til kvenfélags BessastaÖahrepps fyrir vináttu og hlýhug. Júlíanna K. Björnsdóttir, Garðshorni. Frábærtúmlaf Hudson sokkabuxum. Nýkomnarsamhmmokkabuxur ToppClass, LAUGAVEGI 51, SÍM112128. omRon AFGREIÐSLUKASSAR H5H23UU-BIX UÓSRITUNARVÉLAR UTSALA ,// SKI UN°SP0RTSW™j^® cWSPOrt TkJORHEIMl ílTi()(;i\|]SS skíðafatnaður buxur, peysur, jogginggallar; rúllukragabolir o.f!., o.fl. HVÉRFISGÖTU 105. SÍMI 23444. Bjórinn og Alþingi Enn einu sinni er nú bjórinn til umfjöllun- ar á Alþingi og virðist sem svo muni verða um sinn. í Staksteinum í dag er fjallað um afdrif þessa drykkjar á Alþingi í vetur. Góðkunningi Alþingis Frumvarp þess efnis að leyfður verði innflutn- ingur og sala & áfengum bjór liggur nú enn einu ainni fyrir Alþingi. Frum- varp þessa efnis kom til fyrstu umræðu á Alþingi siðastliðið haust og var eftir langa og ftarlega umrseðu visað til alls- heijarnefndar neðri deildar. Eftir að hafa haft frumvarpið til skoð- unar ákvað meirihluti nefndarinnar að flytja nýtt „bjórfrumvarp“ vegna tæknilegra galla á þvf fyrra. Þetta sfðara frumvarp, sem er efnis- lega samhþ'óða hinu fyrra, kom nú til fyrstu umræðu f neðri deOd f þessari viku. Skoðanakannanir meðal almennings sýna að fylgi við bjórinn er verulegt og ekki má held- ur gieyma þeirri stað- reynd að þegar er um- talsvert magn af bjór f landinu. Sá hluti þjóðar- innar sem hefur tækifæri til þess að ferðast til út- landa má lögum sam- kvæmt flytja með sér ákveðið magn af bjór inn f landið. Það sama á við um sjómenn og flugá- hafnir. Við þetta bætist síðan umtalsvert magn af smygiuðu öli sem er- fitt er að henda reiður á hversu mikið sé. Það er þvf ekki sfður mikflvægt af þessari ástæðu að Alþingi gangi hreint til verks og taki f eitt skipti fyrir 511 skýra afstöðu tfl þess hvort Ieyfa eigi neyslu hins umdeflda drykkjar eður ei. Ef þingmenn komast að þeirri niðurstöðu að viðhalda eigi banninu hjýtur það þá jafnframt að þýða að hairnið nái tfl allrar þjóðarinnar en ekki bara þess hluta sem heima situr. Vegna þeirrar gagn- rýni sem fram hefur komið á meðferð Al- þingis á bjórmálunum er nauðsynlegt að alþingis- menn sýni f verki að hún eigi ekki við rök að styðj- ast. Eðlilegt er að al- þingismenn þurfí að tjá, sig ftarlega um jafn um- deitt mál og bjórinn en einnig er nauðsynlegt að þeir taki efnislega af- stöðu með málinu áþessu þingi. Annars mun fram- haldssagan halda áfram og bjórfrumvörp verða flutt um ókominn tfma. Með hliðsjón af þeim tfma sem farið hefur f umræður um þetta mál á síðustu þingum hlyti þingmönnum eínnig að vera akkur f þvf að geta nýtt þann tfma f umræð- ur nm önnur mál á næstu þingum. Bjórfrumvarpið sem flutt var sfðastliðið haust var til umræðu á fímm fundum f neðri defld áður en það var afgreitt til nefndar. Það mætti þvf ætla að þegar allshetjar- nefnd flytur nýtt, efnis- lega samhjjóða frum- varp, f stað þess að flytja breytingartillögur ætti þaö að vera formsatriði að afgreiða hið nýja frumvarp tfl nefndarinn- ar á ný, nema þingmenn þyrftu að gera athuga- semdir við tæknflegar hliðar þess. Heimilisföng læknanna Svo virðist þó ekki ætla að verða. Eftir að bjórfrumvarp allsheijar- nefndar hefur verið rætt á tveimur fundum neðri defldar hefur ekki enn tekist að afgreiða það tfl nefndar. Upphaflega stóð tfl að ljúka umræð- unni á fundi defldarinnar á þriðjudag en sfðastí maðurinn á mælenda- skrá, Ólafur Þ. Þórðar- son, óskaði -eftír þvf að fundi yrði frestað. Hann æsktí þess að tjá sig um málið en hefði ráðstafað sér annars staðar á þess- um tfma og þyrfti þvf að bregða sér frá. Þegar Jón Kristjánsson, forseti neðri defldar, varð ekki strax við þessari beiðni þingmannsins sakaði hann forseta um „vald- níðslu" og hótaði þvf að styðja hann ekki aftur f forsetakjöri. Eftír að þingmenn höfðu þrætt um þetta mál nokkra stund frestaði forseti fundi en bentí á að enn væru tvær klukkustundir eftír af venjulegum starfstfma þingsins þenn- an dag. Daginn eftir, miðviku- dag, fór allur fundartfmi deildarinnar f umræður um þetta frumvarp en ekki tókst að vfsa málinu tíl nefndar frekar en fyrri daginn. Á þessum fundi fíuttí Ólafur Þ. Þórðarson ræðu þá sem ekki máttí bfða annarrar umræðu um málið. Meg- inuppistaða ræðunnar var orðréttur upplestur & laugardagspistli eftir Flosa Ólafsson og nöfn og heimilsföng þeirra 133 lækna sem birst höfðu f blöðum með ályktun um bjórmálið. Hér skal ekki lagt mat á það hvort heimilisfanga- lestur þingmannsins hafí verið það brýnn að fresta þyyrfti þingfundi af hans sökum heldur einungis ftrekuð nauðsyn þess að þingmenn sjái tíl þess að málið komi tfl málefnale- grar afgreiðslu á þessu þingi. Ef þingið treystir sér ekki til þess að af- greiða þetta eilffðarmál mættí fara þá leið, sem Morgunblaðið hefur bent á áður, án þess að taka málefnalega afstöðu, að vfsa málinu tíl þjóðarinn- ar. Kaupleigan og þingflokkamir Jóhanna Sigurðardótt- ir, félagsmálaráðherra, hefur verið gagnrýnd af þingmönnum úr sam- starfsflokkum hennar í ríkisstjóm fyrir að vera einum of fjjót á sér að leggja fram frumvarp sitt um kaupleigufbúðir. Heimilað var að leggja fram frumvarpið á rfkis- stjómarfundi sfðastliðinn fimmtudag en þeir þing- menn Framsóknarfíokks og Sjálfstæðisfíokks sem höfðu málið tíl umfjöll- unar fyrir hönd sinna þingflokka höfðu ekki enn lagt blessun sfna yfír það. Félagsmálaráðherra lætur gagnrýni af þessu tagi sem vind um eyru þjóta og vfsar til þess að samkomulag hafí náðst um málið f rfkisstjóm. Það eru þó þingflokkar stjómarflokkanna sem endanlega eiga að sam- þykkja frumvarpið á Al- þingi og hlýtur það að vera ráðherra kappsmál að hafa við þá sem nán- ast samráð. Borðbúnaður - sem ber af

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.