Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
Hreindýradauði á Austurlandi:
Ekki líkur á að um
sýkingu sé að ræða
- segir Jón Pétursson héraðsdýralæknir
„ÉG TEL engar líkur á því að um sýkingu 8é að ræða, þó.ég geti
ekki fullyrt að svo sé. Einasta sýkingin, sem ég hef séð hreindýr
falla úr, er garnapest en það er ótrúlegt að um hana sé að ræða.
Ég skoðaði 2 fallin dýr fyrir skömmu og það var greinilegt að þau
höfðu fallið úr hor,“ sagði Jón Pétursson héraðsdýralæknir í sam-
tali við Morgunblaðið en fréttir hafa borist af óvenju miklum hrein-
dýrafelli að undanförnu.
Jón sagði að á hveijum vetri
dræpust alltaf nokkur dýr en sumar
tölumar sem hefðu verið nefndar í
því sambandi, t.d. 50 dýr, væm
Fulltrúar verktaka á fundi með fjármálaráðherra á miðvikudagsmorgun.
Morugnblaðið/Bjami
Verktakar funda með fjármálaráðherra um framkvæmdir:
Vilja fá að vera með í ráð-
um ef til samdráttar kemur
FULLTRÚAR verktaka fóru á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar
fjármálaráðherra á miðvikudagsmorgun til að kynna honum stöðu
verktakagreinarinnar. Að sögn fjármálaráðherra fóru verktakar
fram á að fá að vera með í ráðum ef uppi væru áform um samdrátt
í framkvæmdum, og lögðu áherslu á að sá samdráttur ætti ekki að
ná til landsbyggðarinnar.
Fjármálaráðherra sagði við
Morgunblaðið að fulltrúar verktak-
anna hefðu lýst þeirri skoðun sinni
að verulegur munur væri á fram-
kvæmdum úti á landi, þar sem
þenslu gætti lítið eða mjög misjafn-
lega, og á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig væri munur á jarðvegs- og
tækjavinnu við margvíslegar fram-
kvæmdir úti á landi og á steypu-
massanum á suð-vesturhominu.
Þeir hefðu lagt á borðið ýmis gögn
um hversu sveiflukenndar þessar
framkvæmdir hefðu verið á liðnum
árum, sem skapaði óhagræði fyrir
greinina, og einnig að opinberar
framkvæmdir hefðu oft orðið til að
magna þær sveiflur í stað þess að
vega á móti þeim.
Fjármálaráðherra sagði að ríkið
hefði að þessu sinni gert hreinna
fyrir sínum dyrum en venjulega,
bæði með aðhaldssömum lánsfjár-
lögum og með niðurskurði á fjár-
festingum, sem næmi um 15% mið-
að við fyrra ár. Á sama tíma hefðu
sveitarfélögun aukið fjárfestingará-
form sín um 40% og höfuðborgin
með 63% þannig að varla væri við
því að búast að ríkið geti gengið
lengra í aðhaldsátt.
Fjármálaráðherra sagði þó að ef
litið væri á nýfjárfestingu væri
hægt að staldra við nýja liði á láns-
ijárlögum eins og feijur, sem á að
fjármagna með erlendum lánum. I
opinbera geiranum gætu menn
staldrað við Landsvirkjun, og Póst-
og síma. Hjá Landsvirkjun yrði þá
að fresta Blönduvirkjun enn um
sinn og stjómstöðvarbyggingu á
höfuðborgarsvæðinu sem væri
raunar mjög þörf ffamkvæmd fyrir
nýtingu á orkuveitukerfínu.
Jón Baldvin sagðist síðan geta
nefnt dæmi um framkvæmdir sem
ríkisvaldið hefði í hendi sér að draga
úr. Til dæmis væri í undirbúningi
útboð á byggingu 250 íbúða á
Keflavíkurflugvelli og væri innan
seilingar utanríkisráðherra að slá
því á frest. Einnig hefði Samband
íslenskra samvinnufélaga í undir-
búningi verulega mannaflsfreka og
dýra framkvæmd við Kirkjusand,
sem hlypi á hundruðum milljóna
króna.
„Þeir sem eru í fararbroddi þeirra
sem heimta að dregið sé úr þenslu
á höfuðborgarsvæðinu geta þama
litið í eigin barm. Það hefði einnig
vonandi góð áhrif á borgarstjórann
í Reykjavík sem gæti þá samkvæmt
góðu fordæmi slegið á frest hring-
leikahúsi sínu ofan á Öskjuhlíðar-
geymunum sem sumir landsbyggð-
arþingmenn tala um sem níðstöng
reista gegn landsbyggðinni á sama
tíma og hitareikningar íbúða á
köldu svæðunum slaga upp í 20
þúsund krónur á mánuði fyrir
venjulegt einbýlishús,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson.
Qarri raunveruleikanum. „Veturinn
hefur verið harður og núna em að
falla dýr sem hefðu fallið í fyrra
eða hitteðfyrra ef vetur hefðu ekki
verið óvenju mildir," sagði Jón.
„Menn hafa fundið dýr með fulla
vömb og ályktað sem svo að þau
hafí ekki fallið úr hor. En dýr, sem
þjáðst hefur af sulti, drepst ef það
kemst í heyrudda og fyllir vömbina,
því það þolir það einfaldlega ekki.
Þetta eru jórturdýr og þola illa
snögg fóðurskipti."
Undir þessi orð tók Skarphéðinn
Þórisson líffræðingur sem hefur
haft eftirlit með hreindýrunum.
Hann sagðist telja líklegast að þau
hefðu fallið úr hor. „Þau dýr sem
hafa fundist eru gömul dýr, kálfar
og tarfar. Náttúran tryggir viðgang
stofnsins með því að fóma þeim sem
em ekki eins nauðsynlegir fyrir
kýmar. Þetta er einfaldlega gangur
lífsins. Fleiri hreindýr hafa fallið í
vetur en endranær en þetta á ekki
eingöngu við um hreindýr, einnig
hafa fundist ijúpur dauðar úr hor.
Þegar harðnar svona í ári, dregur
af dýmnum og þau spekjast. Þess
em dæmi að menn hafí elt þau á
vélsleðum en einn sprettur getur
eytt það miklu af orku þeirra að
þau lifí ekki af veturinn."
Uppstigningardagur:
Fyrst og f remst spurn-
ing um helgidagavinnu
samkvæmt kjarasamningi
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Stykkishólmur:
Fyrsta heimsókn
nývígðs biskups
Stykkishólmi.
BISKUP kaþólskra á íslandi, hr. Alfreð Jolson, kom í stutta heim-
sókn til safnaðar síns hér i Stykkishólmi fyrir skömmu. Flutti hann
messu í kirkju þeirra og tók séra Jan Habets á móti honum. Hann
var boðinn hjartanlega velkominn i þessa heimsókn.
Síðan fór hann um sjúkrahúsið, Þessi ferð hans var hraðferð þar
skoðaði nýbygginguna og heimsótti sem viðdvölin var rúmur sólarhring-
sjúklingana í allar stofur. Flutti ur. Hann fullvissaði fréttaritara um
hann þeim mikla hlýju og létu þeir að það liði ekki langt þar til hann
það óspart í ljósi við fréttaritara heimsækti Hólminn á ný og innsigl-
Morgunblaðsins er hann kom f aði það í þéttu handtaki.
heimsókn. — Ámi
segir Jón Sigurðsson kirkjumálaráðherra
„ÞAÐ er ekki á valdi verald-
legra yfirvalda að færa til helgi-
daga kirkjunnar, en hins vegar
má velta því fyrir sér hvort helgi
dagsins sé spillt með þvi að
samningsaðilar á vinnumarkaði
takmarki helgihaldið við tímann
að Iokinni vinnu, og færi lög-
bundið fri yfir á aðra daga ef
það hentar þeim betur,“ sagði
Jón Sigurðsson, kirkjumálaráð-
herra, er hann var inntur álits
á þeim hugmyndum samninga-
nefnda Verkamannasambands
íslands og vinnuveitenda að
frídagar á uppstigningardag og
sumardaginn fyrsta, sem alltaf
bera upp á fimmtudag, verði
teknir næsta mánudag á eftir.
Ráðherrann kvaðst ekki líta á
þetta sem spumingu um að færa
til fasta helgidaga í dagatalinu,
heldur fyrst og fremst um það,
hvað væri helgidagavinna sam-
kvæmt kjarasamningum. Lög um
almannafrið á helgidögum þjóð-
kirkjunnar eru frá árinu 1926 og
þar er ákvæði um að banna alla
vinnu úti og inni, sem hefur háv-
aða í för með sér með þeim hætti
að hún raski friði helgidagsins.
Undanþágur eru gerðar vegna
brýnna starfa, sem ekki mega falla
niður. Uppstigningardagur er einn
af helgidögum þjóðkirkjunnar og
fellur undir þessi lög, en haft er
eftir hen-a Pétri Sigurgeirssyni,
biskupi íslands, í frétt Morgun-
blaðsins síðastliðinn þriðjudag, að
breyta þyrfti þessum lögum ef
ákveðið yrði að taka upp virinu á
uppstigningardag. Að sögn Jóns
Ákveðið hefur verið að fram-
lengja skilafrest í samkeppni
læknaf élaganna „Mannvist í
þéttbýli" um einn mánuð. Upp-
haflega var ákveðið að skila-
frestur rynni út síðasta dag fe-
brúarmánaðar en hann verður
framlengdur um einn mánuð.
INIMLENT
w
Sigurðssonar kirkjumálaráðherra,
eru engin áform um breytingar
hvað þetta varðar af hálfu ráðu-
neytisins að svo stöddu.
„Mannvist í þéttbýli" er sam-
keppni sem efnt er til vegna 75
ára afmælis Læknablaðsins og er
henni ætlað að hvetja fólk til um-
hugsunar um húsakost okkar og
umhverfí og ieiða fram nýjar hug-
myndir að umbótum í húsnæðis-,
skipulags- og umhverfísmálum er
geti stuðlað að betra mannlífi.
Samkeppni þessi er jafnframt til
heiðurs fyrsta ritstjóra Lækna-
blaðsins, Guðmundi Hannessyni,
prófessor, en hann var ötull bar-
áttumaður fyrir bættum húsakosti
og betra skipulagi bæja.
Þátttakendur skulu koma úr-
lausnum sínum, sem geta verið
ritgerðir, uppdrættir, myndbönd,
ljóð og fleira, til Útgáfústjómar
læknafélaganna, Domus Medica,
101 Reykjavík eigi síðar en 31.
mars næstkomandi.
Mannvist í þéttbýli:
Skilafrestur í sam-
keppninni lengdur