Morgunblaðið - 26.02.1988, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
Rímfræði.
hagvaxtarins
eftir Harald Blöndal
„Því við getum jólahaldi frestað fram í mars,
bar1 ef oss svo býður við að horfa."
Jónas Ámason.
Það er löngu vitað, að þeir, sem
mæla allt á stokk hagkvæmni og
arðs, hafa mestu skömm á öllu
helgihaldi og fríum. Fyrirmynd
þessara manna er gamli onkel Jóa-
kim, sem ævinlega fyllist vandlæt-
ingu um jól vegna þess annars veg-
ar, hvað fólk eyðir miklu og hins
vegar vegna allra þessara frídaga.
Þeir bræður Jónas og Jón Múli
Ámasynir sömdu söngleik fyrir 30
árum byggðan á þeirri hugmynd
að fresta jólunum. Þessi söngleikur
er enn sýndur við miklar vinsældir
og þykir alltaf jafnfyndin ádeila á
þá, sem telja sig í krafti ímyndaðs
valds stjóma öllu milli himins og
jarðar. Miklu seinna bámst um það
fréttir og birtust í Morgunblaðinu,
að Fidel Kastró hefði ætlað að
fresta jólunum, þannig að helgihald
félli betur að vinnuvikunni. Þá kom
í Staksteinum athugasemd um það,
að þeir bræður væru komnir á bekk
með klassískum kennismiðum í
marx-lenínisma og brandaramir í
Deleríum Búbónis væru orðnir að
fúlustu alvöru fyrir austan tjald.
Nú standa yfir kjarasamningar.
Lítið hefur heyrst um þá. Þó borist
af því fréttir, að búið sé að ná samn-
ingum um að breyta dagatali og
helgihaldi íslendinga. Annars vegar
mun eiga að færa sumarið til en
hins vegar fresta uppstigningunni.
Og hver er ástæðan? Stokkameist-
arar og talnaspekúlantar, sem
raunar em að verða búnir að koma
hálfri þjóðinni í gjaldþrotameðferð
með vaxtabrjálæði, sjá ofsjónum
yfír því, að frí á fímmtudegi valdi
því, að föstudagurinn þar á eftir
verði arðminni en venjulega. Og til
þess að koma arðseminni í lag dug-
ir ekki minna en færa til sumardag-
inn fyrsta og uppstigningardag.
Það verður að gera ráð fyrir að
flestir þeirra, sem standa að kjara-
samningum á íslandi, séu kristnir.
Og sem kristnir menn eiga þeir að
vita, að uppstigningardagurinn er
einn af helstu hátíðisdögum krist-
inna manna. Páskar, jól og upp-
stigningardagur em helgustu dagar
kirkjunnar, og hafa verið frá upp-
hafí — í kristinna laga þætti Grá-
gásar segin
„Hinn fímmta dag í gagndögum
er uppstigningardagur. Hann skul-
um vér halda sem páskadag."
Uppstigningardagur nýtur
vemdar skv. helgidagalöggjöfínni
og er ekki heimilt að vinna þá aðra
vinnu en þá, sem nauðsynlega kann
að teljast. Það em því hrein laga-
brot, ef vinnuveitendur og verka-
lýðsfélög ætla að gera uppstigning;-
ardag að venjulegum verkadegi,
sem sé ekki merkilegri en svo, að
flytja megi hann til næsta mánu-
dags. Mér þykir skrítið, að allir
prestar landsins þegja yfír þessari
ósvinnu.
Þá má benda á það líka, að skv.
stjómarskránni ber ríkisvaldinu að
efla þjóðkirkjuna og þar með standa
vörð um helgidaga hennar. Verður
því ekki trúað að óreyndu, að al-
þingismenn fari að hrófla við
ævagömlu helgihaldi í landinu.
Sumardagurinn fyrsti er líklega
hvergi haldinn hátíðlegur nema hér
á landi. Hann var lengi messudagur
til 1744, en hefur alltaf verið há-
tíðisdagur, einkum bamanna, sem
sjá loksins á enda vetrinum og öllu
myrkrinu. Þegar ég var bam var
margt gert til þess að gera þennan
dag hátíðlegan og miklar skrúð-
göngur fóm um götumar og vetur
og sumar mættust. Það mátti
hlakka til þessara miklu atburða
allt árið. Einhvem veginn fínnst
mér, að minna fari fyrir sumardeg-
inum fyrsta hin síðari ár. Ef til villx
er það vegna þess, að skrúðgöng-
Haraldur Blöndal
umar stóm em horfnar og hátíða-
höldin orðin innandyra. Samt sem
áður er þessi dagur mikils virði
fyrir íslendinga og ekki er sá siður
af lagður að gefa sumargjöf. Mér
fínnst það skondin sumargjöf hjá
„aðilum vinnumarkaðarins" að
sameinast um að leggja þennan
foma dag af og nauðsynlegt að
menn snúist gegn því.
Ef vinnuveitendur og verkalýðs-
menn vilja taka upp trú á stokkinn
má benda þeim á nokkra daga, sem
færa mætti til. Upplagt er t.d. að
hafa 1. maí alltaf á laugardögum,
17. júní mætti hafa á sunnudegi,
jólin mætti ævinlega halda þannig,
að aðfangadagur væri á föstudegi,
og jafnframt stilla svo til að gaml-
ársdagur verði á laugardegi. Það
getur að vísu orðið svolítið vesen
með tímatalið, en það skiptir vitan-
lega engu máli, ef hægt er að
tryggja meiri arð og samhangandi
„Það verður að gera
ráð fyrir að flestir
þeirra, sem standa að
kjarasamningnm á ís-
landi, séu kristnir. Og
sem kristnir menn eiga
þeir að vita, að upp-
stigningardagurinn er
einn af helstu hátíðis-
dögum kristinna
manna. Páskar, jól og
uppstigningardagur
eru helgustu dagar
kirkjunnar, og hafa
verið frá upphafi — í
kristinna laga þætti
Grágásar segir: „Hinn
fimmta dag í gagndög-
um er uppstigningar-
dagur. Hann skulum
vér halda sem páska-
dag.““
vinnudag. Svo má reyna að færa
frídag versluharmanna á sunnudag
eða laugardag, en þá hafa verslun-
armenn frí hvort sem er. Hugsan-
legt væri jafnvel að gefa mönnum
kost á því að bæta öllum helgidög-
unum við sumarfríið sitt eða vetrar-
fríið enda næðist þá einna mest
skipulag og mestur hagnaður fyrir
landið.
Höfundurer hæstaréttarlögmað-
ur.
A EIGIN ABYRGÐ
„Nú, nema ég kem heim
úr vinnunni fimmtu-
daginn 4. febrúar
síðastliðinn kl. 10 að
eftír Guðrúnu S.
Gísladóttur
Fyrir utan svefnherbergis-
gluggann minn stóðu tré, reyndar
bak við grindverk ríkisins og þykir
það nú engin frágangssök um tré
á íslandi, hafí maður á annað borð
yndi af tijám, og ég var víst ekki
ein um að hafa yndi af þessum.
Ég hafði nú samt ekki virt þau
fyrir mér lengur en í ein fímm ár,
en tré eru lengi að vaxa, vitum við
öll sem vaxin enim úr grasi. Þessi
tré aftur á móti voru á aldrinum 8
til 38 ára, kannski eldri (fullyrði
ekkert um það) um hæð þeirra full-
yrði ég þá ekki heldur, því ég
mældi þau aldrei, nema með augun-
um, og hér er ekkert mark tekið á
augum.
Þessi tré voru í eigu ríkisins og
stóðu fyrir utan fyrrverandi ferða-
skrifstofu þessa sama ríkis f Gimli.
Þetta svæði er nú til umráða fyrir
vemdunarsamtök hér í bæ sem
heita Torfusamtökin. Ég er íbúi sem
bý við bakhliðina eða við skulum
segja að tjaldabaki Torfusamtak-
anna. Þar liggur ein minnsta gatan
í bænum og telur afskaplega fá
atkvæði. Nú, nema ég kem heim
úr vinnunni fimmtudaginn 4. febrú-
ar síðastliðinn kl. 10 að kvöldi og
þá er búið að taka rafmagnið af
götuljósinu og mikill hávaði, stórar
vélar að skófía tijánum upp á vöru-
bílspall, konnumar héngu úti í
glugga með krakka sem ekki var
hægt að svæfa. Ég spurði hvert
þeir ætluðu með trén, þeir sögðu
að mér kæmi það ekkert við.
Ég spurði hvort þetta væri lög-
iegt, þeir sögðust ekki vita það en
það gæti svo sem vel verið að ein-
hveijum „rauðsokkakellingum
fyndist það ólöglegt“, við svo búið
brunuðu þeir úr hlaði, og við fórum
að lcveða niður krakkana.
Ég hafði áður átt í leiðindum við
Torfusamtökin og er þá víst svona
langrækin að égtek upp þráðinn nú.
Fyrir alveg nógu mörgum árum
stóð nefnilega stórt og myndarlegt
kort af íslandi, fyrir utan Gimli,
kvöldi og þá er búið að
taka rafmagnið af
g’ötuljósinu og mikill
hávaði, stórar vélar að
skófla tijánum upp á
vörubílspali, konurnar
héngu úti í glugga með
krakka sem ekki var
*
hægt að svæfa. Eg
spurði hvert þeir ætl-
uðu með trén, þeir
sögðu að mér kæmi það
ekkert við.“
Undan grænni torfu.
það var upphleypt, málað og úr
steinsteypu. Það var farið með okk-
ur krakkana úr skólunum að skoða
það, okkur þótti svo gaman að geta
strokið yfír Vatnajökul, Háubungu,
eða potað puttanum inn allt ísa-
fjarðardjúp, það var örugglega ein-
hvem veginn eins og guði líður,
héldum við. En þá komu líka Torfu-
samtökin og vemduðu íslandskortið
mélinu smærra og skófluðu því upp
á vörubflspall. Hvert þeir fara með
þetta, og undir hvaða torfu þeir
grafa, það væri gaman að vita? Ég
spurði náttúrlega af hveiju, þeir
sögðu að íslandskortið væri ekki
nógu gamalt.
Nú hef ég ekki í höndunum nein-
ar stefnuskrár frá samtökunum, en
gaman væri að fá svör. Er það ein-
hver stefna sem ég hef misst af,
að kasta beri öllu sem ekki er nógu
gamalt, hvað er nógu gamalt?
Gildir það sama um kvenfólk?
Vilja Torfusamtökin 200 ára kven-
fólk, engin böm og tóma afleggjara
í garðana héma, hvflíkt himnaríki.
Lfka, hvaða framkvæmdir eru það
Morgunblaðia/Sverrir
sem em að sprengja sig hér ofan
í Bakarabrekkuna?
Hvað á að vera héma?
Hvar er það á skipulagi og hvers
vegna?
Vonandi ekki til þess eins' að
hægt sé að skrifa upp eftirá fyrir
borgina, hvað var hér áður.
Á kannski að planta héma tijám?
Ég biðst velvirðingar fyrirfram á
að nota þessa langsóttu leið gegn-
um dagblöðin við að spuija, en það
er eitthvað bogið við símana i göt-
unni, svo ég verð bara svona hálf-
partinn að morsa þetta, vil heldur
ekki láta hrópa á eftir mér í þriðja
sinn misvel íhuguð svör.
Höfundurersvseðissljóri 1 lýá
íbúasamtökum Þingholtanna.
Skálavík- nýtt skip til Ólafsvíkur
NÝTT skip, Skálavík, hefur bæst
í flota Ólafsvíkinga. Skálavík er
70 tonna skip, smíðað í Wisla-
skipasmíðastöðvunum í Gdansk í
Póllandi fyrir Þorgrím og Rúnar
Beqjamínssyni í Ólafsvík.
Skálavfk er 21,7 metrar að lengd,
6 metrar á breidd og 3 metrar á
dýpt. Hún er með 600 hestafla Cat-
erpillar aðalvél og er búin til alhliða
veiða; á net, snurvoð og togveiðar.
Skálavík kostar 32 milljónir
íslenskra króna komin í höfn.
Skálavík er systurskip Auðbjarg-
ar, sem er nýlega komin til Ólafsvík-
ur, en tvö önnur skip sömu gerðar
em nú í smíðum í Póllandi, og fer
annað þeirra til Ólafsvíkur en hitt
til Hafnarfjarðar.
Skálavík, nýkomin til landsins, i Reykjavíkurhöfn