Morgunblaðið - 26.02.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 26.02.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 Ljós frá íslandi LjósmyndA^aldís Magnúsdóttir Er tímar liðu og starfíð þróaðist komu fram raddir um að ekki væri hægt að halda áfram að safnast saman undir stóra trénu til eilífðar, sérstaklega á rigningartímanum, og að við yrðum að fara að hugsa fyrir kirkjubyggingu. Ég sagði, að það væri allt í lagi, ef þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Síðan var ákveðið, að þeir skyldu koma með trén í húsið og ég með bárujámið. Hafíst var handa og á hverjum föstudagsmorgni, á undan vikulegri samkomu okkar, söfnuð- umst við saman og mældum tré, styttum þau og settum á sinn stað í byggingunni. Smátt og smátt tók húsið á sig mynd. Ungir, nýútskrif- aðir smiðir, fengu það verkefni að setja þakið á kirkjuna. Þeir voru ekki lengi að því og allir voru glað- ir yfír að nú væri hægt að fara að setja mold í veggina — nema ég. Þakið var nefnilega sigið í miðju! Mig verkjaði í augun af að þurfa að horfa upp á, að „fína kirkjan“ okkar skyldi enda svona. En þetta var bara vandamál hvíta mannsins, sem var alinn upp við beinar línur og nákvæm mál. Engum datt í hug að fárast yfír smámunum, enda var kirkjan þeirra fínasta húsið í ná- grenninu og það einasta, sem hafði bárujámsþak. Skímamámskeiðið hafði verið haldið á kvöldin undanfarin ár. Ég minntist þess er ég stóð eitt sinn frammi fyrir fólkinu. Kolsvört hita- beltisnóttin hafði breitt þykka slæðu sína yfír allt. Inni í kirkjunni var dauf skíma frá olíulampa. Ein- hveijum hafði dottið í hug að setja maíssekkina sína til geymslu þama inni (þótt það væri ekki leyfílegt!) vegna þess að kirkjan var alveg við veginn og því auðvelt að skella þeim upp á bíl, ef svo ólíklega vildi til, að einhver æki framhjá, og koma kominu í sölu. Lokapel, einn af eldri mönnunum, sat uppi á sekkjahrúg- unni, vegna þess að það var miklu mýkra en að sitja á hörðum bekkj- unum, þ.e. tijástofnum, sem lágu þversum ofan á tijástubbum, u.þ.b. í hnéhæð, og trónaði hátt yfír sam- kundunni. Eg kenndi Biblíusögur og lét fólkið síðan endursegja þær. Það gekk misvel fyrir sig, en alltaf var Lokapel tilbúinn að hjálpa félög- um sínum út úr erfiðleikunum. Hann hafði greinilea mjög gott minni, því að hann kunni orðið flest- ar sögumar alveg rétt. Þar sem hann sat uppi á hrúgunni sagði hann frá með líkama og sál ef svo má að orði komast. Hann átti við talörðugleika að stríða og stundum stóðu orðin föst í honum. Hann ranghvolfdi í sér augunum og reyndi af öllum kröftum að koma þeim út úr sér er þau „festust", en áfram hélt hann og frásagnargleðin skein út úr andlitinu. — boðskapur- inn var meðtekinn. Við hossuðumst á moldarvegin- um, sem hafði verið grafínn inn í hlíðina með handafli fyrir nokkrum ámm, svo að rykið, sem smýgur alls staðar inn, þyrlaðist upp á eft- ir okkur. Hvergi sást ský á lofti og hitabeltissólin sendi brennheita geisla sína niður á skrælnandi jörð- ina. Það var eins gott fyrir hvítingja með viðkvæma húð að bera sólar- olíu vel á nefíð svo það brenndist ekki. Er við komum á leiðarenda vom margir þegar mættir. Flestir vom önnum kafnir. Laufskála hafði verið hróflað upp. Þar vom margir pottar á hlóðum með maís og baun- um, kjöti, hrísgijónum og mjólkur- tei. Svona veisla er ekki haldin á hveijum degi, enda dýr fyrir fátækt bændafólk, sem aflar ekki mikið meira en fyrir brýnustu lífsnauð- synjum. — Það var stórhátíð, jóla- dagur, stofndagur nýs safnaðar. Allir skörtuðu sínu fínasta til að undirstrika tilefnið. Gleði og eftir- vænting skein úr hveiju andliti. Upphaf Þar sem við stóðum og virtum fólkið fyrir okkur hvarflaði hugur- inn nokkur ár aftur í tímann. Yms- ar myndir komu upp í hugann. Það vom nú liðin nærri sex ár síðan við hófum kirkjustarf á þess- um stað. Fyrstu árin safnaðist fólk- ið saman undir tré. Það vom ekki alltaf margir sem komu við, sem að þessu stóðum, spurðum okkur stundum, hvort þetta gagnaði nokk- uð. Um skeið urðum við að hætta að fara þangað. Er við tókum upp þráðinn að nýju fór undirritaður á mótorhjóli til þess að freista þess að finna fólkið aftur. Er á áfanga- stað kom sá ég marga karlmenn samankomna í skugga undir stóm og laufmiklu tré. Þeir tóku lífínu með mikilli ró. Sumir sátu og spil- uðu, aðrir ræddu um nýjustu frétt- ir, enn aðrir stóðu kviknaktir úti í ánni, sem rann þar framhjá, og böðuðu sig. Það var ró og friður yfír öllu. Enginn var að flýta sér. Stress var óþekkt hugtak þama, að minnsta kosti þennan dag. Þetta var á þurrkatímanum. Allri akur- vinnu var lokið og þvi lítið að gera, að minnsta kosti hjá körlunum, þar til rigningin kæmi eftir um tvo mánuði. Er ég steig af mótorhjólinu varð . mér á að hugsa: Hvernig skyldu þeir taka erindi mínu? Ég gekk til karlanna og heilsaði öllum með handabandi, eins og siður er. Er við höfðum skipst á fréttum nokkra stund sagði ég þeim að nú langaði mig til að sýna þeim nokkrar mynd- ir og segja þeim sögur um Guð. Þeir höfðu ekkert á móti því. Síðan söfnuðust flestir saman undir stóra trénu. Einn þeirra kunni nokkra kristilega söngva og síðan byijaði hann að klappa saman lófunum eins og venja er við söng. Félagar hans tóku undir þar sem það passaði í söngnum, en hinir sem ekki kunnu hann, létu sér nægja að klappa. Er ég dró myndimar upp úr pússi mínu og sýndi þeim fékk ég at- hygli allra. Ég sagði þeim nokkrar sögur úr Biblíunni og reyndi að heimfæra boðskapinn inn í aðstæð- ur þeirra. Það var mjög gaman, því að oft komu alls konar athugasemd- ir og spumingar. Eiginlega varð þetta eins konar samtal á milli mín og þeirra. Menn voru ófeimnir að tjá sig. Reyndar var tungumálið okkur nokkur Þrándur í Götu því að ég kunni lítið í máli þeirra og þeir vom ekki góðir í swahílí. En með sameiginlegu átaki tókst okkur að skilja hveijir aðra, enda reyndi ég að tala eins einfalt mál og ég gat. Þegar mér fannst ég vera búinn að tala nógu lengi sleit ég þessum Fullorðinsskim — nýtt líf — ljóa frá íslandi. LjósmyndA/aldís Magnúsdóttir Ungur veislugestur. Hluti hins nýja safnaðar. LjósmyndA^aldís Magnúsdóttir LjóamyndA^aldís Magnúsdóttir Lokapel meðlimur nýja safnaðar- ins í Chelekatet í Pókóthéraði i Kenýu. — Hér er verið að spyrja hann út úr skímarfræðslunni. fundi okkar og forsöngvarinn leiddi hópinn í söng. Það var ákveðið, að við skyldum halda áfram að hittast undir stóra trénu í hverri viku upp frá því. Og það gerðum við. Ég tók sérstaklega eftir eldri manni, sem var farinn að grána nokkuð í vöng- um. Hann var mjög áhugasamur og virtist kunna nokkuð af þeim sögum, sem kenndar voru. Nafn hans var Chepira. LjósmyndAfaldís Magnússon Veislumaturinn á hlóðum. Hálfur geitarskrokkur hangir niður úr „þakinu". Sr. Kjartan Jónsson skrifar frá Kenýu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.