Morgunblaðið - 26.02.1988, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
Skjalastuldurinn í Vestur-Berlín:
Getum leitt að aðild leyni-
þjónustu Bandaríkjanna
Vestur-Berlín, Observer.
TUGUM þúsunda skjala hefur veríð stolið frá skjalasafni Bandamanna
í Vestur-Berlín, þar sem geymd eru ýmis skjöl, sem tengjast stjórn-
artima nasista. Það var vestur-þýskt dagblað, sem upplýsti skjalastuld-
inn og hefur getum nú veríð leitt að því að þama sé ekki einungis um
að ræða hvinnsku starfsmanna, sem selt hafi skjölin í gróðaskyni, held-
ur spili einnig inn í eftirsókn leyniþjónustu Bandaríkjanna i skjöl sem
sanni nasíska fortíð ýmissa valdamanna.
Þegar hefur tekist að koma hönd-
um yfir um 1.500 hinna týndu skjala
úr Skjalasafni Berlínar og ýmsir
sagnfræðingar hafa gefið í skyn að
fleiri kunni að vera í fórum hinna
bandarfsku embættismanna, sem
fara með yfirstjóm safnsins.
„Hvemig í ósköpunum er hægt
að smygla 80.000 skjölum í gegn
um eitt hlið í safni, sem er vandlega
gætt?“ spyr einn þessara sagnfræð-
inga. Wolfgang Wipplermann, próf-
essor við Fríháskólann í Vestur-
Berlín, bætir við: „Til hvers í ósköp- i
unum halda menn að lejmiþjónustur
tíma árið 1986 og hófst að nýju
1987 eftir að lögreglunni barst vitn-
eskja um 1.500 skjöl í Vestur-Þýska-
landi.
Þrátt fyrir að þeir, sem hafa mál-
ið til rannsóknar, hafi yfirheyrt að-
stoðarsafnstjóra safnsins-og nokkra
fomsala vegna gruns um þjófnað,
misferli og verslun með þýfi, hefur
enginn verið handtekinn enn sem
komið er. Breska lögeglan hefur
einnig aðstoðað viðrannsókn málsins
eftir að breski sagnfræðingurinn
David Irving upplýsti að honum
hefðu verið boðin skjöl úr safninu
fyrir nokkrum ámm.
Safnið er rekið af utanríkisráðu-
neyti Bandaríkjanna, en þar starfa
um 40 Þjóðverjar, sem allir hafa
staðist öryggiskröfur ráðuneytisins.
í safninu eru um 30 milljónir skjala
af ýmsu tagi, en 10,7 milljónir þeirra
em úr nær fullkomri félagaskrá nazi-
staflokksins, sem fannst á mslahaugi
í grennd við Múnchen árið 1945.
Safnið, sem er helsta skjalasafn
heims um valdatfma nazista, var
stofnað af Bandarílqamönnum árið
1947. Það er til húsa í byggingum
í Zehlendorf-hverfí, sem vom á
sínum tíma notaðar af Gestapo,
leynilögreglu nazista, til símhlerana.
UÖF-
Reuter
Suður-Afríka:
Unglingar mótmæla hér herferð suður-afrísku stjórnarinnar gegn
17 samtökum blökkumanna, sem beijast gegn kynþáttastefnu stjórn-
arinnar. Meðal þessara samtaka er sameinaða lýðræðisfylkingin,
UDF, sem í eru um þijár milljónir félaga.
séu — ef ekki til þess að sanka að
sér þess konar skjölum?"
Þegar í upphafi máls þessa var
staðhæft að starfsmenn safnsins
hefðu ekki einvörðungu selt slq'öl
þaðan, heldur hefðu þeir og kúgað
fé út úr ýmsum málsmetandi mönn-
um, sem höfðu ástæðu til þess að
láta fortíð sína liggja f þagnargildi.
Volker Kaehne, talsmaður Vestur-
Þýska dómsmálaráðuneytisins, segir
á hinn bóginn að erfitt hafi reynst
að færa sönnur á tilgátur þessar.
Stjómaremdrekar Bandaríkjanna
í Vestur-Berlín hafa staðfest að þý-
skir starfsmenn hafi orðið kunnir að
því að notfæra sér trúnaðarskjöl af
þessu tagi og sögðu að það kæmi
þeim því ekki á óvart, að starfslið
safnsins seldi slq'öl úr því.
Skjöl, sem sanna veru manna í
nazistaflokknum eða SS-sveitunum,
eru talin hafa verið seld á 2-500
vestur-þýsk mörk (um 4-11.000 ísl.
kr.), en sérlega viðkvæm skjöl kunna
að hafa verið seld fyrir allt að 5.000
DM (rúmar 110.000 krónur).
Frá skjalastuldínum var fyrst
skýrt fyrir um tveimur vikum í dag-
blaðinu Morgenpost f Vestur-Berlín,
en nokkmm háttsettum bandarískum
og vestur-þýskum embættismönnum
mun hafa verið kunnugt um hann í
nokkur ár. Rannsókn á málinu var
fyrst hafin árið 1983, stöðvaðist um
Skert ferða- og málfrelsi
18 leiðtoga blökkumanna
Jóhannesarborg, London, Keuter.
SUÐUR-AFRISKA stjórnin lagði
takmarkanir á ferða- og málfrelsi
áfján helstu leiðtoga blökku-
manna, sem beijast gegn kyn-
þáttastefnu stjórnarínnar. Áður
hafði stjórnin lagt bann við
pólitfskum aðgerðum _ sautján
samtaka blökkumanna. í kjölfar
bannsins hvöttu breskir stjórn-
málamenn úr stjórnarandstöð-
unni Margaret Thatcher, forsæt-
isráðherra Bretlands, til þess að
hætta að beita sér gegn efnahags-
legum refsiaðgerðum gegn Suð-
ur-Afríku.
í felur til að forðast þessar takmark-
anir á ferða- og málfrelsi.
Trúárleiðtogar efndu til skyndi-
fundar í Jóhannesarborg í gær, og
meðal fundarmanna var Desmond
Tutu erkibiskup. Leiðtogamir hvöttu
til þess að aðgerðum stjómarinnar
yrði mótmælt í kirkjum landsins á
sunnudag. Jafnframt hvöttu þeir
aðrar þjóðir til að einangra suður-
afrísku stjómina „til að neyða hana
af þeirri braut sem hún hefur valið."
Breska stjómarandstaðan og
nokkrir kirkju- og verkalýðsleið-
togar efndu til fréttamannafundar f
gær um bannið sem var sett á mið-
vikudag. Á fundinum hófu þeir her-
ferð sem ætlað er að knýja bresku
stjómina til að taka harðari afstöðu
gegn stjóm Suður-Afríku. Trevor
Huddleton erkibiskup, forseti hreyf-
ingar sem berst gegn aðskilnaðar-
stefnu Suður-Aftíkumanna (AAM),
sagði að breska stjómin gæti ekki
lengur „blekkt sig á því stefna henrv
ar muni leiða til þess að komist verði
að samkomulagi með viðræðum."
Sjö þeirra leiðtoga, sem aðgerðir
ríkisstjómarinnar beinast gegn,
fengu í gær skilaboð frá lögreglunni
um að þeim væri meðal annars bann-
að að halda fféttamannafundi og að
yfirgefa heimili sín á kvöldin og á
nóttunum. Nokkrir aðrir hafa farið
wammamm
Kynning á frönskum
hefðum við
ARINBYGGINGAR
Nú loksins hér á landi *
ELDFASTAR FLÍSAR
ARINBÖK OG HUNDAR
TILBÚNIR ARNAR
■■
Opið laugardag og sunnudag til kl. 17.00.
©
BCJÐIN ARMGIA 17
l- Arnar & co
Sími84585
Armando Valladeres fyrir Mannréttindanefnd SÞ:
„Ég þekki bragðið af þvagi
og saur annarra manna
U
Krefst fordæmingar nefndarinnar á Kúbustjórn
Genf, Reuter.
ARMÁNDO Valladeres, sendiherra Bandaríkjanna við Mannréttinda-
nefnd Sameinuðu þjóðanna, kynnti i gær tillögu um ályktun árs-
þings nefndarinnar, en í henni eru fordæmdar skipulagðar ofsóknir
Kúbustjórnar á hendur andófsmönnum, en Valladeres hafði áður
vitnað um hrottalega meðferð kommúnistastjómarinnar á sér. „Ég
þekki bragðið af þvagi og saur annarra manna,“ sagði Valladeres
meðal annars þegar hann iýsti 22 ára fangavist sinni á Kúbu. Meðal
þess, sem Kúbustjóra er sökuð um, eru pyndingar, þrælkunarvinna
og aftökur á andófsmönnum án dóms og laga. Er Kúbustjóra hvött
til þess að leyfa fulltrúum Rauða krossins að ræða við fanga á
Kúbu og skoða fangelsi þar, en talið er að pólitiskir fangar þar séu
um 14.000. Armando Valladeres er fæddur á Kúbu, en var sleppt
föraum á heilsu áríð 1982. í fyrra skipaði Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseti, Valladeres sendiherra sinn við Mannréttindanefndina,
en Valladeres hafði mjög gagnrýnt sinnuleysi nefndarinnar vegna
mannréttindabrota á Kúbu.
vist sína, „Andstætt allri von“. í
henni gagniýndi hann Mannrétt-
indanefndina mjög harðlega og
sagði hana aldrei hafa lyft litla
fingri sér eða öðrum samviskuföng-
um á Kúbu til hjálpar. Sakaði hann
nefndina um undirlægjuhátt og
gunguskap, en þakkaði einstakling-
um og samtökum á borð við Am-
nesty Intemational það að sér
skyldi loks sleppt.
Eyddi hálfri ævi í
fangelsum Kastrós
„Ég man þegar ég var í einangr-
unarklefa, nakinn og fóturinn
margbrotinn — brot, sem aldrei var
gert að, og að lokum greru þau
saman illa aflöguð. Verðimir
skvettu þvagi og saur á mig úr
fötum, en því höfðu þeir safnað
saman úr kíefum annarra."
„Herra formaður, ég þekki
bragðið af þvagi og saur annarra
manna. Slíkar pyndingar skilja eng-
in líkamleg ör eftir. Það sem skilur
eftir ör eru barsmíðar með málm-
stöngum eða byssustingjum. Höfuð
mitt er enn þakið slíkum ömm og
sárum.“
Valladeres spurði hina 43 manna
nefnd: „Hvort særir meira mann-
lega reisn? Fleytifullar fötur af
þvagi og saur, sem skvett er fram-
an í mann, eða byssustingir? Undir
hvaða dagskrárlið eigum við að
ræða þessa spumingu?
Mannréttindanefndin heldur ár-
lega sex vikna langt þing, þar sem
ræddar eru ásakanir um mannrétt-
indabrot víðs vegar í heiminum.
Armando Valladeres.
Nefndin hefur ekkert vald til þess
að hegna þeim, sem brotlegir gér-
ast við mannréttindasamþykkt SÞ,
en reiðir sig þess í stað á almenning-
sálit. Eftir að Valladeres var sleppt
frá Kúbu reit hann bók um fanga-
Valladerea var starfsmaður í
samgönguráðuneyti Kúbu þegar
hann var handtekinn fyrir óljósar
sakir árið 1960. Þá var hann 23
ára gamall og hin 22 næstu sat
hann í fangelsum og þrælkunarbúð-
um Kastrós. Á meðan fangelsisdvöl
hans stóð sætti hann svívirðilegum
pyntingum og þakkar hann trúar-
sannfæringu sinni það að hann
skyldi Iifa af. Valladeres hóf að
yrkja í gangelsinu og tókst að
smygla ljóðum hans út úr fangels-
inu og til Vesturlanda. Þar votu
þau gefin út og náðu slíkri athygli
að þekktir einstaklingar hófu bar-
áttu fyrir lausn hans. Talið er að
Mitterrand Frakklandsforseti hafi
valdið mestu, en hann lagði mjög
hart að Kastró um að Valladeres
yrði sleppt.
„Fyrir mörgum árum, kannski
20, kom maður að nafni Femando
Lopez del Toros að máli við mig í
fangelsinu. Þar sagði hann mér að
það sem særði sig mest allra hör-
munganna, barsmíðanna og hung-
ursins sem við liðum, væri að fóm-
ir okkar kynnu að vera til einskis.
Það var ekki sársaukinn sjálfur,