Morgunblaðið - 26.02.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
29
Disneyrímur Þórarins Eldjárn í Tjarnarbíói
HÁSKÓLAKÓRINN frumflytur verkið Disneyrímur ásamt Halldóri Björnssyni leikara i Tjamarbíói
í kvöld, föstudagskvöld. Höfundur Disneyríma er Þórarin Eldjárn.
Ami Harðarson, stjómandi Háskólakórsins, hefur samið tónlistina og útsett sérstaklega fyrir kórinn.
Kári Halldórsson er leikstjóri sýningarinnar en lýsingu annast Ólafur Öm Thoroddsen.
Haustið 1984 flutti Háskólakórinn Sóleyjarkvæði þar sem Guðmundur Ólafsson leikari kom fram með
kómum auk þess að leikstýra henni. (Fréttatakymúng)
Os hf. er að opna
holplötuverksmiðju
STEYPIJVERKSMIÐJAN Ós hf.
i Garðabæ opnar holplötuverk-
smiðju á athafnasvæði sinu næst-
komandi laugardag. Fyrirtækið
hefur byggt nýtt 4.300 fermetra
hús fyrir framleiðsluna og keypt
tæki frá Finnlandi, Noregi og
Danmörku. Ós-holplötumar era
framleiddar eftir leyfi frá
Parma engineering í Finnlandi.
Ós-holplötumar em eins og nafn-
ið bendir til holar að innan og þar
af leiðandi léttari en sambærilegar
einingar. Þær eru framleiddar í
sérstökum mótum og er burðarþol
þeirra mikið. Þær em fyrst og
fremst hugsaðar í gólf, milligólf og
þök.
Holplötueiningamar er §órða
framleiðslulínan hjá Ós hf. Fyrir er
framleiðsla á römm, hellum og
steypu. Ós hf. hefur gert samning
við Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins um óháð ytra eftirlit með
allri framleiðslu einingaverksmiðj-
unnar og mun hún vera fyrsta ein-
ingaverksmiðjan sem það gerir. Við
gerð samningsins vom hafðar að
leiðarljósi reglur um sambærilegt
eftirlit á hinum Norðurlöndunum,
samkvæmt upplýsingum frá Ós hf.
Þar að auki hefur Verkfræðistofa
Stanleys Pálssonar hf. haft með
höndum innra gæðaeftirlit í fyrir-
tækinu. Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen hf. hefur veitt verk-
fræðiráðgjöf við undirbúning hol-
plötuframleiðslunnar.
Búnaðarþing:
Breytingar á búvörulög-
unum verði staðfestar
Unnið við framleiðslu holplatna.
BÚNAÐARÞING samþykkti á
miðvikudag ályktun um að lög-
festa framvarp til laga um breyt-
ingu á lögum nr. 46/1985 um
framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvörum. Flutningsmaður
frumvarpsins er Egill Jónsson
alþingismaður.
í frumvarpinu er lagt til að í stað
1. málsgreinar 29. gr. laganna komi
tvær nýjar málsgreinar sem orðist
svo:
„Nú er ákveðið það magn búvöru
sem hveijum framleiðanda er
tryggt fullt verð fyrir skv. heimild
f 30. gr. og verð hennar til framleið-
enda er ákveðið skv. 8. gr. og er
þá afurðastöð skylt að greiða fram-
leiðanda fullt verð samkvæmt gild-
andi verðlagsgrundvelli á innleggs-
degi, sbr. þó 22. gr., fyrir búvörur
eigi síðar en 10. dag næsta mánað-
ar eftir innleggsmánuð.
Auk þess skal greiða fýrir sauð-
fjárafurðir, sem lagðar eru inn í
haustsláturtíð, 1. september til. 30.
nóvember, viðbótargreiðslur vegna
hækkana, sem verða kunna við árs-
ijórðungslegar breytingar verðlags-
grundvallar í hlutfalli við óseldar
birgðir í landinu 1. desember, 1.
mars og 1. júní, er inntar séu af
Verðkönnun Verðlagsstofnunar:
Verðlækkun á fiski í allmörgum
tilvikum á Norður- og Austurlandi
Verðlagsstofnun gerði verð-
könnun á nokkrum tegundum
af fiski og fiskvörum 2. febrúar
sl. í fiskbúðum og stórum mat-
vöruverslunum á Sauðárkróki,
Akureyri, Reyðarfirði og Eski-
firði.
í fréttatilkynningu frá Verð-
lagsstofnun segir:
„Talsverður verðmunur er á
milli verslana á fiski öðrum en
ýsu en á henni er hámarksverð.
Þannig var lægsta verð á ýsu-
hakki á Akureyri 280 kr./kg, en
hæsta verð 423 kr./kg eða 51%
hærra verð.
í flestum tilvikum voru þær
físktegundir sem ekki er hám-
arksverð á, ódýrari í þeim tveim
fískbúðum á Akureyri sem könn-
unin náði til, en í matvöruverslun-
um. Er þetta í samræmi við niður-
stöður í samskonar könnun sem
gerð var nýverið á höfuðborgar-
svæðinu.
Ef bomar em saman niðurstöð-
ur úr könnuninni á höfuðborgar-
svæðinu og þeirri sem hér er fjal!-
að um, kemur í ljós að meðalverð
á físki og fískmeti í stómm mat-
vöruverslunum á höfuðborgar-
svæðinu er almennt hærra en
meðalverð í verslunum úti á landi.
Til dæmis var meðalverð á stór-
lúðu í sneiðum í verslunum úti á
landi 299 kr./kg, en 475 kr./kg
í matvömverslunum á höfuðborg-
arsvæðinu, eða 59% hærra verð.
STðftU*»l9NB0WI
Hámarksverð á ýsu var lækkað
29. janúar sl. um 8%. Þá beindi
Verðlagsstofnun þeim tilmælum
til fískseljenda að þeir lækkuðu
einnig verð á öðram físktegund-
um.
Samkvæmt verðkönnun þeirri
sem hér er fjallað um hefur verð-
lækkun orðið í allmörgum tilvik-
um í þeim verslunum sem könnun-
in náði til. Verðlagsstofnun hvetur
verslanir til frekari verðlækkunar
um leið og neytendur em hvattir
til að gera verðsamanburð.“
Lægsta og hæsta verð í könnun 2. febrúar
Heil ýsa" Ýsuflök með roði2) Lægsta verð 157 250 Hæsta veri 159 280 Mismunur Lprösentum 8,1% 12,0% HðfuSboraaravæðlt Latgsta Hæsta yeri yers 148 160 273 280
Stóiiúfta í sneiðum 246 386 56,9% 365 525
Ýsuhakk 280 423 51,1% 248 359
Reykt ýsa 310 378 21,9% 298 458
Saltfiskflök, útvötnuð 240 356 48,3% 250 418
11 Hámarksverð «f 159 kf Ag 11 Hémartuverð er 280 kr Ag
YSUHAKK
SALTFISKFLÖK, ÚTVÖTNUÐ
iiiííií 'tenÚMT Verð febrúar DMuÉknf Verð janúar Verð febrúar Breyting i % jwftr Verð ;. : (ettrúar ■ Breyting (1 | Verð ».. janúar Verð febrúar Breytlng f %
Pöntunarfélag Eskifjaröar m 246 0J> 343 343 0,0 298 298 0,0
Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði mmmm 266 (W 330 324 - 1,8 31ÍII! 310 0,0 : 335 335 0,0
Skagfirðingabúð, Sauðárkróki 261 0.6 406 405 - 0,2 34» 387 6* 1: 263 263 0,0
Tindastóll, Sauðárkrókl 317
K.E.A. Brekkugötu 1, Akureyri 306 336 325 - 3,3 Í 275 275 - 0,0
K.E.A. Byggðavegi 98, Akureyri xmm :->iiSSiSi$S-:5i5:í:-:- 423 325 -23,2 378 376 0,0 303 275 - 9,2
K.E.A. Hafnarstræti 20, Akureyrl 275 m t % 336 - • l 248 260 4,8
K.E.A. Hrisalundur, Akureyrí liiði* :366':: ' -w . 336 360 360 ÁO 249 303 21,7
K.E.A. Höfðahlið 1, Akureyri 278 || 306 -12J> 423 423 0,0 430 . I 303 309 2,0
K.E.A. Ránargðtu 10, Akureyri *» 423 336 -20,6 ^ . s
K.E.A. Sunnuhlíð 12, Akureyrí 275 306 -12,0 336 362: il 382 0,0 i: 281
Fiskbúðln Strandgötu 11b, Akureyrí ^mmm ': 266 -6,7 280 280 0,0 346 37» . 92 280 270 - 3,6
Fiskbúðin Sjávargull Brekkug. 11 b, Akureyri m 252 285 -13,1 375 0,0 # 335 356 6,3
Matvörumarkaðurínn Kaupangi, Akureyrí «88 — 20v6 350 302 -13,7 421 i! 240 240 0,0
Hagkaup Norðurgötu 62, Akureyrí 327 288 -11,9 376 S 1 1 344 344 0,0
hendi eigi síðar en 15. mars, 15.
júní og 15. september. Ráðherra
setur í reglugerð, að fengnum til-
lögum Framleiðsluráðs og slátur-
leyfíshafa, nánari reglur um fram-
kvæmd viðbótargreiðslna og jöfnun
á milli afurðastöðva vegna mismun-
andi söluhlutfalls við hvert ársfjórð-
ungsuppgjör."
I ályktuninni sem lögð var fyrir
Búnaðarþing kemur fram að bentí'
skuli á að gildi þessarar lagabreyt-
ingar og annarra ákvæða um stað-
greiðslu sláturleyfishafa á sauð-
fjárinnleggi til bænda er algjörlega
háð því að sláturleyfíshöfum verði .
tryggt nægilegt lánsfé á réttum
tíma til þess að unnt sé að uppfylla
þessi lagaákvæði, „en á það hefur
töluvert skort“.
Málið var lagt fyrir á þriðjudag,
en vísað aftur til allsheijamefndar.
Ályktunin var samþykkt óbreytt í
gær, en því fylgdi greinargerð frá
nefndinni. Þar segir að tímamörk
frumvarpsins ættu að geta gilt
varðandi innlegg, allt að fullvirðis-
rétti hvers framleiðenda. Bent er á
að þeir sem leggja inn kindakj&’
hjá fleiri en einum aðila þurfa að
geta sýnt með ömggum hætti, hvað
líður nýtingu á fullvirðisrétti strax
og innleggi lýkur.
Uppgjör á því, sem innlagt kann
að verða umfram fenginn rétt, get-
ur þurft að bíða þar til fyrir liggur
hvert heildarinnleggið er og hvemig
uppgjöri kann að verða háttað fyrir
innlegg. umfram fullvirðisrétt, ef
það færist milli einstaklinga og/eða
svæða og greiðsla kemur fyrir.
Leiðrétting
í FRÉTT sem birtist í blaðinu í
gær er ranglega farið með nafn
nýrrar hársnyrtistofu.
Hársnyrtistofan sem um ræðir
er f Veltusundi 1 og heitir Hár í
höndum en ekki Hendur í hári eins
og stóð í fréttinni. Biðst Morgun-
blaðið velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Alþingi er eldra
SVERRIR Hermannsson, alþing-
ismaður, hafði samband við
Morgunblaðið og óskaði eftir að
leiðrétt yrðu þau ummæli, sem .
höfð eru eftir honum í blaðinu í
gær, að Alþingi íslendinga væri
958 ára.
Hið rétta er að 1058 ár teljast
frá stofnun Alþingis, enda kom það
saman fyrsta sinn árið 930.