Morgunblaðið - 26.02.1988, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
+
Leikfélag Öngulsstaðahrepps
frumsýnir í kvöld leikritið „Mýs
og menn“ eftir John Steinbeck í
Freyvangi. Þetta er saga um
landbúnaðarverkamenn í Kali-
forníu á fjórða áratuginum sem
búa við afar kröpp kjör. Þetta
er átakasaga, en jafnframt falleg
saga um samband tveggja vina,
sem dreymir um sjálfstæði á eig-
_ m jörð. Þeir eru farandverka-
menn og vinna fyrir sultarlaun-
um. Þvi er draumur þeirra mjög
fjarlægur. Ég held að allir ald-
urshópar geti haft gaman af
verkinu," sagði Skúli Gautason í
samtali við Morgunblaðið.
Skúli sagði að leikaramir, sem
allir væru í þessu af áhuganum ein-
um saman, væru geysilega metnað-
arfullir og væri búið að leggja mik-
ið í sölumar svo verkið mætti kom-
ast upp. „Þetta er allt fólk með
mikla reynslu í sviðsleik. Við höfum
þó tekið okkur mjög góðan tíma í
verkið og æft af kappi síðan í nóv-
ember."
Tíu leikarar taka þátt í sýning-
j^inni, níu karlar og ein stúlka,
Sveina Björk Jóhannesdóttir 18 ára
frá Öngulsstöðum. Hún hefur einu
sinni áður tekið þátt í uppfærslu
leikfélagsins, í „Aldrei er friður"
eftir Andrés Indriðason. „Ég ætla
þó ekki að leggja leiklistina fyrir
mig. Það eru bústörfin sem heilla
mig. Ég ætla að sækja um skóla-
vist á bændaskólanum að Hólum,"
sagði Sveina Björk. Aðalhlutverkin
em í höndum Leifs Guðmundssonar
og Hannesar Amar Blandon, sem
leika þá félaga Georg og Lenna,
en Lenni er vanviti í umsjá Georgs.
Aðrir leikendur em auk Sveinu
Reynir Schiöth, Ólafur Theodórs-
son, Ingólfur Jóhannsson, Stefán
Guðlaugsson, Finnlaugur Helgason,
Vífíll Valgeirsson og Ólafur Jens-
son.
„Mýs og menn var fmmsýnt í
New York þann 27. nóvember árið
1937 og kom á prent um svipað
leyti einungis sem skáldsaga.
Þetta er 26. starfsár leikfélags-
ins, en það var stofnað 9. apríl
1962. Saga leiklistar í hreppnum
er þó miklu eldri. Á stofnfundinum
gengu í félagið 36 manns og fyrsta
uppfærsla félagsins var gamanleik-
urinn „Pétur kemur heim“. Fyrstu
sex ár félagsins var sýnt eitt leik-
rit á ári, en síðan varð tíu ára hlé
á starfseminni. Veturinn 1976-77
var síðan sett upp leikrit á vegum
ungmennafélagsins Árroðans og
fljótlega upp úr þvi hófst samstarf
með Arroðanum og Leikfélagi Öng-
ulsstaðahrepps sem enn er í miklum
blóma, segir í leikskrá.
Á síðasta leikári sýndi leikfélagið
verkið „Láttu ekki deigan síga Guð-
mundur" sem fékk metaðsókn. Alls
vom sýningar tuttugu og sáu yfír
2.000 manns uppfærsluna. Á meðal
áhorfenda vom nemendur leiklist-
arskólans, sem þótti sveitamenn-
ingin afar skemmtileg og hafa þeir
boðað komu sína nú aftur á „Mýs
og menn“, að sögn Önnu Ringsted,
sem sæti á í stjóm félagsins. Anna
sagði að áhugi fyrir leiklistinni
væri mjög mikill í sveitinni. „Hér
mæta menn klukkan átta á kvöldin
nær alla daga vikunnar og em á
æfíngum fram yfír miðnætti. Öll
veikindi em bönnuð og tossamir
em látnir sitja eftir eða mæta fyrr
en aðrir. Þeir, sem taka þátt í starf-
inu, em annaðhvort búsettir í
hreppnum eða tengjast honum á
einhvem hátt. Sumir starfa á Akur-
eyri, aðrir í sveitinni. Hér er þrest-
urinn okkar, bændur, afgreiðslu-
fólk, véla- og vinnumenn þannig
að af nógu er að taka. Að þessu
sinni tekur meira að segja þátt í
sýningunni hundur sem gegnir
nafninu „Prins". Hann er 13 ára
og eigandi hans er Öm Grant.“
Anna sagði að leikstjómin væri
eina aðkeypta vinnan, aðrir borg-
uðu með sér. Leikfélagið fékk
124.000 króna styrk í fyrra frá
ríkinu og samkvæmt lögum ber
sveitarfélaginu að greiða sömu upp-
hæð á móti. Þá hefur félagið einu
sinni notið styrks frá menningar-
málanefnd vegna ferðar til
Reykjavíkur. Kostnaðurinn við upp-
færsluna í fyrra hljóðaði upp á
900.000 krónur, þar af vom auglýs-
ingar stærsti liðurinn. Anna sagði
að Leikfélag Öngulsstaðahrepps
hefði ágæt tengsl við önnur áhuga-
mannaleikfélög í nágrenninu, sér-
staklega við Leikfélag Húsavíkur.
Urvalsferðir til Mývatns:
Vélsleða- o g
dorgveiðikeppni
Morgunblaðið/Guðmundur Svansaon
Mývetningar fyrirhuga að skipuleggja vélsleðaferðir um helgar í vetur og bjóða upp á vélsleðaleigu í
tengslum við þær.
Leikfélag Öngulsstaðahrepps og Árroðinn:
„Mýs o g menn“ sýnt í
Freyvangs leíkhúsinu
Mývatn og umhverfi þess hefur
löngum verið einn vinsælasti
ferðamannastaður landsins.
Náttúrufegurð við Mývatn er
ekki síðri að vetrarlagi en á góð-
um sumardögum. Ferðamálafé-
lag Mývatnssveitar hefur ákveð-
ið að gera átak í að opna þessa
vetrarparadís fyrir ferðamenn
og ráðið til sin starfsmann til að
sinna þvi verkefni.
„Mývatn 88“, hin árlega vélsleða-
keppni verður haldin dagana 3.-6.
mars, en segja má að keppnin sé
orðin að íslandsmóti í vélsleða-
akstri. Mývetningar em líka búnir
að skapa vissa hefð í dorgveiði og
árleg landsdorgveiðikeppni verður
haldin á Mývatni 16. apríl næst-
komandi. Með tilkomu starfs-
mannsins er í undirbúningi að gera
báðar keppnimar enn umfangsmeiri
og áhugaverðari en áður.
Mývetningar em líka að fítja upp
á fleiri nýjungum í vetraríþróttum.
Til dæmis má nefna skíðatrimm-
göngu sem verður haldin 26. mars
og væntanlegt héraðsmót í skíða-
Blessað barna-
lán á Melum
Leikklúbbur Ungmennafé-
lags Skriðuhrepps frumsýnir
leikverk Kjartans Ragnarsson-
ar „Blessað barnalán" í kvöld
kl. 21.00 að Melum vestur í
Hörgárdal. Tólf manns taka
þátt í leiknum. Pétur Eggerz,
leikari hjá Leikfélagi Akur-
eyrar, leikstýrir.
Leikklúbburinn hefur verið
starfandi í allmörg ár á vegum
ungmennafélagins. Æfð hafa ver-
ið leikrit og sýnd á Melum annað-
hvert ár nær óslitið síðan árið
1970. Önnur sýning verður á
sunnudagskvöld kl. 21.00 og
stefnt er að því að hafa tvær til
þijár sýningar á viku.
Leifur Guðmundsson og Hannes Öm Blandon fara með aðalhlutverkin.
Morgunblaðið/GSV
Vörður
heldur
kynning-
arfund
VÖRÐUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna á Akureyri,
heldur kynningarfund um fé-
lagið og og sjálfstæðisstefn-
una á morgun, Iaugardag.
Fundurinn verður haldinn í
Kaupangi, í norðurenda á 2.
hæð, og hefst klukkan 15.30.
Gestur fundarins verður Ámi
Sigfússon, formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna. Allt
áhugafólk er velkomið. í fyrstu
verður starfsemi félagsins kynnt
og hvað sé framundan í félags-
starfinu, þá verður sjálfstæðis-
stefnan kynnt og því næst les-
hringir og starfshópar SUS.
göngu í tengslum við hana. Fyrir-
hugað er að skipuleggja vélsleða-
ferðir um helgar í vetur og bjóða
upp á vélsleðaleigu í tengslum við
þær. Vaxandi áhugi er á dorgveið-
um í gegnum ís og ferðamenn sem
koma til Mývatnssveitar að vetrar-
lagi fá leiðsögn staðarmanna til
þess að stunda slíkar veiðar. Mjög
góð aðstaða er fyrir gönguskíðafólk
á merktri og troðinni braut, einnig
er togbraut í upplýstri brekku.
Ferðaskrifstofan Úrval hefur í
samvinnu við Flugleiðir selt helgar-
pakka til að auðvelda ferðamönnum
að komast í vetrarparadís Mývatns-
sveitar. Innifalið í helgarpakkanum
eru allar ferðir og gisting í Hótel
Reynihlíð. Flogið er til Húsavíkur.
Einnig er boðið upp á helgarferðir
fiá Akureyri í samvinnu við sérleyf-
isbíla Akureyrar, með gistingu i
Hótel Reynihlíð.
Dansleikur
laugardagskvöld
Hljómsveitin Kvartett
leikur fyrir dansi.
HótelKEA.
Horft af brúnni
Frumsýning4. mars.
Forsala aðgöngumiða hafin.
M Æ MIÐASALA
laKFÉLAG AKUREYRAR
NÝOG
BETRISÓSA
kórónu j.
sósa
C • • •
HAMB0RGARAS0SA
Dreifingaraðili:
Heildverslun
Valdimars Baldvinssonar h/f,
Akureyri. Sími 96-21344.
Fæst íöllurn betri
matvöruverslunum.
ALLTAF AUPPLEIÐ
Landsins bestu
PIZZUR
Opnunartími
opíð um helgar fró kl 11.30 - 03.00
Virka daga fró kl. 11.30 - 01 00